Alþýðublaðið - 23.01.1969, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 23.01.1969, Blaðsíða 12
ŒQ&FDÍP SfOAtt 4 t/r grasafræðínni Aronsvöndur er ypparleg krónugul jurt, sem um er af mörgum þráfaldlega spurt, og dafnar og glóir úti við eyjasund, en indælisblóm er sú jurt á marga lund. Líka er annar Aronsvöndur til, sem umræddur mjög er nú um stundarbil, hver fagurlega á féþúfum vex og grær og fljótum og miklum þroska einatt nær. MMWUMMWnMUMMMmHMUMMMHMMMMHMmMW f. Þá er búið að skipa í at- vinnumálanefndirnar, og auð vitað voru aðallega valdir í l>ær menn sem eru störfum hlaðnir fyrir. H,efði nú ekki verið nær að byrja heríerðina gegn atvinnuleysinu með þvi að skipa einhverja atvinnu- leysingja í nefndirnar. — Ég læröi tvö ný orö í skólanum en fjögur ný og afskaplega merkileg orö í frímínútunum.. . Þá er Jbað Þorramaturinn Það telst varla til nýmæla að nú sé að hefjast sá timi sem Naustið dregur fram þorramatinn. í ár eru 12 ár 1 ðin frá því að NausHð hóí að bera fram þorramat, en nú er þetta orðinn árlegur við burður. í ár eru engar breyt ingar hvað snertir framborna rétti, en þess má geta að und irbúningur hófstíoktb. s.l. Þorramaturinn er á ábyrgð Ib Wessmans yfirmatsveins, sem hefur starfað hjá NausÚnu s. 1. 10 ár við sívaxandi vinsæld ir. Myndin sýn'r Ib Wessman með girnilegt trog. Nú sem áður geta gestir Naustsins borðað eins og þá lýst'r af þorramat, því að ekki er skammtað í trogin eða á disk ana. Þorramatur hefur lítxð hækkað síðan í fyrra, kos'ar um 340 krótiur. Geir Zoega sagði í v'ðtali við fréttamenn að forráðamenn Naustsins byggjust við góðum viðskipt um á þessu ári, þar sem útlit væri fyrir mikinn straum ferðamanna til landsins. Ilinn vinsæli gamanleikur þeirra bræðra, Jónasar og Jóns Múla Árnasonar, Delerium Búbónis, verður sýndur í 10. sinn nk. Iaug- ardag þann 25. janúar. Aðsókn að Ieiknum hefur farið mjög vaxandi hefur verið fullt hús á síðustu sýningum. Ekkj er að efa að hin geðþekku sönglög eiga sinn ríka þátt í því að auka á vinsældir þessarar skemmtilegu sýningar. Myndin er af Ævari Kvaran og Rúrík Ilaraldssynj í aðalhlutverkunum í leiknum. Væntanlcgri hækkun fj*>l- skyldubótanna hlýtur að ein hverju leyti að vera stefnt gegn pillunni. , Nú heitir hann ekki Skóga- foss lengur, heldur Vodka- foss. í H,ér er allt að fara norður og niður. Það er mcira segja strax farið að hlýna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.