Alþýðublaðið - 30.01.1969, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.01.1969, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ 30. janúar 1969 argus auglýsingastofa Fjölskyldur - einstaklingar! Notið páskana til að ferðast með G (JLLFOSSI á skiðavikuna. Kvöldvökur, dans og fleira ti! skemmtunar fyrir farþega um borð í skipinu — sérstakur hátíðarmatur á borðum. Skíðakennari með í ferðinni til Eeiðbeiningar farþegum. NJÓTIÐ HVÍLDAR, SKEMMTUNAR OG HRESSINGAR Á EIGIN HEIMILI UM PÁSKANA. /^ Dragið ekki að /, panta farmiða. Farið frá Reykjavík 2. april, komið til Reykjavíkur 8. apríl, Búið um borð í skipinu ailan tímann. Verð frá kr. 5000.00, fæði og þjónustugjald innifalið. Allar nánari upplýsingar veitir: H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS Farþegadeildin. Pósthússtræti 2, sími 21460 og umboðsmenn félagsins. Veröur senn auð- veldara að búo til vetnissprengjur? Nýjar öryggrisreglur sem bandaríska kjarnorkumálastofnunin lief- v’r lagt fram gefa í skyn að innan skamms verði fundin upp ný aðferð til þess að koma af stað vetntssprengingu. Til þessa hefur vetnissprenging ekki getað átt sér stað nema í kjölfar venjulegr- ar kjarnorkus.prengingar, en í hinum nýju reglurn er gert ráð fyrir að hægt verði að nota „laser“ geisla í sama augnamiði. Þessi uppfinning gæti reynzt mjög þýðingarmikil og um leið hættuleg, því að hún gerði langt- um erfiðara um vik að hindra að kjarnorkuvopn breiðist úl til fleiri landa. Það er nefnilega sjálf kjarna- sprengjan, sem er kostnaðarsamt og erfitt að búa til, ekki hin eiginlega vetnissprengja. A hinn bóginn yrði kjarnasprengjulaus vetnissprengja næstum því „hrein“, þar eð megnið af geislavirku niðurfalli við kjarn- orkusprengingar stafar frá kjarna- sprengingunni, sem kemur vetnis- sprengingunni af stað. Reglugerðin, sem hefur komið þessum yangaveltum af stað, var birt rétt fyrir áramótin, og þar seg- ir m.a. að Ieynd skuli höfð á öllum upplýsingum varðandi kjarnorku- vopn og einstaka hluta þeirra „þar á meðal „laser“ og „laser“ kerfi, sem eigi að geta eða geti komið af stað hækkun hitastigs í tvívetni, þrívetni eða efnisblöndum, sem innihaldi þessi efni.“ Þetta orðalag hefur orðið þess valdandi að menn bafa tekið að spyrja, hvað valdi því að „Iasergeisla" sé þarna sérstak- lega getið. Vetnissprenging á sér stað við samruna kjarna tvívetnis- og þrívetn isatóma. En til þess að samruninn geti átt sér stað þarf hitastigið að komast upp í 100 milljón gráður á Célsíus. Þessi biti myndast við venjulega kjarnasprengingu, Hing- að til hefur efnið Uraníum-235 ver- ið ómissandi til þess að koma vetn- issprengingu af stað, en það er ákaflega erfitt og dýrt í framleiðslu, enda ráða einungis firnrn stórveldi níí yfir þeirri tækni og því fjár- magni sem til þess þarf, þ.e. Banda- ríkin, Sovétríkin, Bretland, Frakk- land og Kína. Efrsin í sjálfa vetnis- sprengjuna er iuns vegar auðvelt að kornast yfir. Tvívetni má vinna úr venjulegu vatni, og þrívetni er hægt að búa til í kjarnaofnum af því tagi, sem til eru víða um lönd. Fyrir fáeinum árum skýrðu tveir þýzkir vísindamenn, dr. Hans Opöwer og W. PreSs við Tækni- háskólann í Miinchen, frá tilraun- um sem þeir höfðu gert með „laser“ geisla, og þar gáfu þeir í skyn að mögulegt kynni að vera að nota „laser“ geisla til þess að koma af stað samruna í tvívetnis- og þrí- vetniskjörnum. Fyrir þeim vakti áreiðanlega ekki að benda á hag- kvæmari leið til að framleiða sprengj ur, heldur bafa- vísindamenn unnið að því um árabil í fjölda landa að N Framhald á 9. síðu. Bæjarútgerðin landar 75°jo heima Togarar Bæjarútgerðar Reykjavíkur lögðu í fyrra 75% af afla sínum upp hér á landi tR vinnslu, en seldu aðeins 25% erlendis, end.a þótt tekjur skipanna af siglingum með aflann hafi vei'ið mun meiri, að því er forráðamenn útgerðarinnar hafa skýrt blaðinu frá. Er þetta í meginatriðum í samræmi við ályktun Borgarstjórn ar, sem var á þá lund, að landa skyldi „scm mest“ af aflanum hér heima. í Fiskur sá, sem skipin fá á viss- um tímurn árs er ekki til þess fall- inn. að vinna hann heima, en hins vegar má oft fá fyrir bann gott verð erlendis. Má í þessu sambandi benda á, að meðaltekjur skips hafa verið kr. 115.973 á útbaldsdag, þeg- ar veitt er fyrir erlendan markað, og eru þá sjglingadagar meðtaldir. Hins vegar hafa tekjurnar verið að meðaltali kr. 70.976, þegar veitt hefur verið fyrir innlendan mark- að. Má af þessu sjá, að fullt tillit hefur verið tekið til atvinnusjónar- miða í landi, og oft minna til hagnaðarvonarinnar. Jafnframt bentu forráðamenn Bæjarútgerðarinnar á, að vinnsla í saltfiskverkunarstöð útgerðarinnar jókst árið 1968 um 242% miðað við 1967, og framleiðsla fiskiflaka í frystihúsi útgerðarinnar jókst utn 153% frá 1967. BÚTASALA Teppabútar RúIIuafgangar Teppaafskurðir VEFARINN HF. MíkiKI afsláttur Földun Kjarakaup SKEIFUNNI 3a

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.