Alþýðublaðið - 30.01.1969, Page 6

Alþýðublaðið - 30.01.1969, Page 6
.6 ALÞYÐUBLAÐIÐ 30. janúar 1969 Nýskipaður samningamaður Nixons í Vietnammálinu Flókin refskák alþjóð- legra samningaviðræðna virðist heyra klækjaref- unum til. Þegar rekja þarf upp flókna pólitíska þræði, þarf menn með langa reynslu til, — menn gædda þolinmæði en þó framsækni, menn sem geta látið móðan mása án þess að láta „hanka“ sig á neinu. Flest stórveldin styðjast við fleiri eða færri menn af þessu tagi. Þegar þau kveðja slíka mean á vett vang, er það merki þess að þau æskja ekki aðeins farsællar lausnar heldur og þeirrar, sem hentar þeim hezt. Averell Hiirriman er ein- mitt dæmi um svona persónu. Hafi manninum í Hvíta hús inu fundizt vandamálin orðjn full mörg full víða, hefur Harrimiain gjarnan farið á stúfana. Hann hefur verið sendur hingað og þangað þegar friðnum hefur verið ógnað eða koma hefur þurft friði á, — til landanna fyrir hotni Miðjarðarhafs, til Santa Dom ingo, til Kong o. sv. frv. o. sv. frv. Hann hefur sannar lega verið virkur taflmaður í refskák alþjóðlegra stjórn- mála. Manni hefði svo sem ekki komið það á óvart, þó að það hefði orðið Harriman sem drýgstan þátt hefði reynzt eiga í því að koma á Varanlegum friði í Vietnam. Hann hafði þegar setið að samningaborði í París um átta mánaða skeið og vonjr stóðu til, að hann settist nú að því aftur. Raunin hefur nú orðið á annan veg, svo sem flestum mun kunnugt. Hinar raunverulegu framhaldandi friðarviðræður eru þó enn ekki hafnar að heitið geti, enda er Harriman þar hvergi nálægur lengur. En það segjr ekki svo lítið um Averell Harriman, að það skuli ein m_tt hafa verið hann, sem öðrum andstæðingum fremur hafði áunnið sér traust og til trú formanns samninganefnd ar Norður-Vietnam. Og að margra hyggju var það líka ein hinna fáu forsendna fyrir því, að samningar tækjust. En nú hefur Nixon, hinn nýi for seti Bandaríkjanna, skipað annan mann í hans stað og kallað Harriman heim. Hinn nýi formaður samninganefnd ar Bandaríkjamanna á París arfundunum er Henry Cahot Lodge, valinkunnur maður sem varla fyllir þó skarð Harrimans nema að litlu leyti. Á sama hátt og Harriman hefur Cabot Lodge oft og iðu lega skipt um skoðanir á al þjóðlegum vandamálum. Snjall samningamaður verður líka að vera gæddur vissum sveigjanleik. Þar að auki hef ur Cabot Lodge verið ófe'm inn við að játa það opinber lega, þegar honum hafa orðið augljós mistök sín. En segja má, að sjálfsgagnrýni sé samn i'ngsmanni einnig nauðsyn- leg. Henry Cabot Lodge fædd- ist til svolítið kyndugra kring umstæðna. Hann var nefni- lega fæddur inn í tvær að af þremur tignustu, virðuleg ustu, áhrifaríkustu en þó að ýmsu leyti einangruðustu fjölskyldur í Boston. Fjöl- skyldurnar þrjár voru „Ca- bottarnir“, „Lodgarnir" og ,.Lovellarnir“. Henry Cabot Lodge var semsé í ætt við tvo þrlðju hluta aðalsins------ og svo sannarlega mátti nú minna gagn gera. Því fvlgdi semsé ekki sælan ein heldur og ýmis konar erfiðleikar, e ns og nærri má geta. Til dæmis er þess getið í göm'um gamanbrag um Bostonarbúa, að „Lovellarnir“ tali aðeins við „Cabottana“, ,Cabottarn- ir‘ bara við Drott'.n almáttug an. Það hlýtur að hafa verið annað en gaman að semja sig að svo ströngum siðareglum. Segja má meðnokkrum sanni að Henry Cabot Lodge sé runníjia upp úr stjórnmála- legurn jarðvegi. Afi hans hafði átt sæti í öldungade'ld áratugi. Og fjölskydan hai'ði Bandaríkjaþings rúma þrjá haft sex öldungadeildarþing- mönnum á að skipa í tímanna rás. Það var því ekki óeðli- legt að hinn ungi Henrv tæki snemma að gefa gaum að stjórnmálum. Að loknu námi í Harvard háskólanum gerð- ist hann stjórnmálafréttarit- ari New York Herald Trib- une, þar sem hann lét utan- rík'smál einnig til sín taka. Þetta var þó eitt af því, sern hann átti eftir að sjá eftir. Eiginlegur stjórnmálafer- ill Henry Cahot Lodge hófst árið 1932, þegar hann var val inn til setu í Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, eftir átta ára starf sem blaðamaður. Ár Cabot Lodge ið 1936 var hann svo kjörinn í öldungadeildina, þá aðeins 34 ára gamall, og endurkjör- inn áþð 1942, eftir að hafa fengið neitun á umsókn sinni um að verða tekinn í herinn. Árið 1944 var honum þó veitt innganga í Bandaríkjaher, og var það í fyrsta skipti síðan í Borgarastyrjöldinni, að öld ungadeildiarþingmanni var gefið eftir umboð sitt til að ganga í herþjónustu. Cabot Lodge stóð sig vel í hernum og vann sig fljótt upp í liðs- foringjatign. Árið 1946 var hann svo enn kjörinn í öld- ungadeild Bandaríkjaþings, en þingsætl sínu tapaði hann sex árum síðar til ungs og upp rennandi stjórnmálamar.ns, Johns F. Kennedy, er síðar varð forseti Bandaríkjanna. Pólitísk þróun Cabot Lodge er þó miklu áhugaverðari en persónulegur frami hans. Fyr ir heimstyrjöldina síðari var hann ákveðinn einangrunar- sinni, sem meðal annars sést á blaðaigreinum hans frá þeim tíma. Cabot Lodge fór ekki dult með þá skoðun síria. að-Bandaríkjunum kæmi ekk ert v.ð, hvað fram færi í Ev- rópu, og ætti sem minnst að skipta sér af því ófriðarbæli, Og hann lagðist eindregið gegn því, að Bandaríkin slök- uðu nokkuð á hvað þá hyrfu frá hlutleysisstefnu sinni. Eft ir að heimstyrjöldin síðari brauzt út, barðist hann me.ra að segja gegn því, að Banda ríkjamenn legðu Bretum lið. En heimstyrjöldin varð til þess að Cabot Lodge — eins og svo margir laðria- — skípti um skoðun varðandi Ameríku og umheiminn. Stríðshetja Lodge var Eisenhower og það var sá fyrrnefndi sem átti uppástunguna að forsetafram boð. Eisenhowers í fylljngu tímar.s. Og þegar hersht'fð- inginn lét til skarar skríða-í kosningabaráttunni, var það Henry Cabot Lodge, sem stýrði áróðursherferðinni. Cabot Lodge var svo gerður að am bassador Bandaríkjanna hja Same nuðu þjóðunum og full trúi í ríkisstjóminni þegar ' sigur Eisenhowers var orðinn að veruleika og hann sjálfur setztur í forsetastól. Cabot Lodge var um þessar mundir — eins og svo marglr aðrir — undir sterkum áhrif um af kalda stríðinu. Og hann notaði aðstöðu sína hjá SÞ til að sýna Sovétríkjunum í tvo heimana þegar svo bar undir. Og reyndar var það ekki allt í samræmi við ströngustu siðareglur utanríkisvioskipt anna. Um átta ána skeið var hann ambassador Bandaríkj- anna hjá SÞ og með árunum óx trú hans jafnt og þétt á hlutverki samtakanna sem friðarafla í heiminum. Svo fór líka um síðir, að Cabot Lodge var orðinn þar með vinsælli mönnum og átti góð samsklpti við sovézku full- trúana. Sameinuðu þjóðirn- ar höfðu eignazt tryggan vin og trúan stuðningsmann, þar sem hann var. Henry Cabot Lodge bauð sig fram sem varaforsetaefui í bandarísku forsetakosning- unum ár:ð 1960. og Gallup- Samningaborðið, sem loks var samþykkt.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.