Alþýðublaðið - 31.01.1969, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.01.1969, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 31. janúar 1969 Ritstjórar: Ki'istján Bersi Ólafsson (áb.) og 'Benedikt Gröndal. Símars 14900-14903. — Auglýsingastjóri: Sigurjón Ari Sigurjónsson. — Augt lýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu 8—10, Rvík. ■— Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald. ■kr, 150,00, í lausasöíu kr. 10,00 eintakið. — Útg.: Nýja útgáfuféiagið h,f, ÓFRIÐARHÆTTA í AUSTRI segja, að þar búi nú tvær miMj- Ástandið í Austurlöndum nær veldur miklum ahyggjum um •allan beim. Alvarleg Ihætta er á nýjum ófriði milli Gyðinga og Araba, og er raunar ekki hægt að segja, að iþar hafi ríkt friður. Sú staðreynd er þó enn alvar- legril, að stórveldin hafa bland- tazt í málið, og gæti komið fyrir, að þau stæðu þar allt í einu hvort tandspænis öðru, aftýgjuð kjarn- torkuvopnum sínum, á barmi heimsstyrjaldar. Arabar hafa aldrei sætt sig við tilveru ísraels, hin,s sjálfstæða ríkis Gyðinga. Þeir segjast hafa byggt það land um íaldllr og eiga það. Mikill fjöldíi arabiskra flótta manna frá Palestínu, eins og land ið var áður nefnt, er enn á laus- um kili og hefur efcki fengið f'ast an samastað. Gyðingar gera hins vegar til- kall.til hins gamla lands síns, og ónir manna, sem 'hafi mótað þar framfararíki. Verði Arabar að viðurkennia þessa staðreynd og Iveita Gyðingum öryggi. Að því /búnu geti tekizt góð sambúð við Ibotn Miðjarðarhafsilns, öllum til hagsbóta. Gyðingar standa framar Aröb- um að menntun eg lauði. Þeir verja stórfé ti'l vopnaburðar af ótta um tilveru sína og hafa sýnt hvað eftir annað, að þeir ráða við alla heri Ara'ba. Með ófriði hafa þeir lagt undir sig mikil lands- svæði, aðallega frá Egyptum, Jórdönum og Sýrlendingum. Ar- abar krefjast þessara landa, og þykiir líklegt, að Gyðingar mundu fáanilegir til að láta þau að ein- hverju leyti af hendi, ef þeir fengju á móti viðurkenningu Ar- aba á ísrael og varanlegan frið- arsamning. Arabar auka nú mjög skæru- hernað sinn gegn ísrael. Vita ráðamenn Gyðinga, að þessi teg- und hernaðar er stórhættuleg og gæti gert þeilm lífið óbæriilegt, eins og reynsla úr öðrum löndum sýnir. Þess veigna hefndu þeir svo grimmilega fyrir árásirnar á El-Ál flugvélina í Aþenu, er þeir réðust á flugvöllinn í Beirut. Ætlunin var að hræða Araba frá skæruhernaði, enda eru borgir Arabalanda varnarlitl'ar gegn slíkum árásum. Arabar 'hafa nú á ný svarað á grimmilegan hátt með taftökunum í Bagdad. Sovétríkin hafa tekið afstöðu með Aröbum og vígbúið þá með ærnum kostnaði. Þannig hafa þau skapað sér víðtæk og mikils- (verð áhrif á þessu svæði og minna á þá staðreynd með upp- ibyggingu .flota á Miðjarðarhafi. Á hinn bóginn bera Vesturlönd! siðferðilega ábyrgð á ísraeil og áhrif Gyðinga í Bandaríkjunum eru imikil. Þannig blandast stór- veldin í málið. Það er mikilsvert fyrir heims- friðinn, að allra ráða verði leitað titt að draga úr ófriðarhættu við botn Miðjarðarhafsins. Þar verð- ur friðsamleg uppbygging að taka við af vígbúnaðarkapp- hlaupi. KiSSINGER, ráðgjafi Nixon Fyrsta mikilvæga útnefning Nixons, Bandaríkjaforseta, var í byrjun des- ember, er hann valdi hinn 45 ára gamla Henry A. Kissinger æ#sta íáSgjafa sínn í utanríkis- og öryggismálum. Þessi staða gerjr Kissinger ekki félaga í stjórninni, en gefur ríkisstjórn hafa- Útnefningu Kissingers var ákaft fagnað af anierísku pressunni. Til dæmis skrifaði James Reston í Nevv ýork Timés, „að útnefning dr. Kissingers væri gott merki þess, að íiin nýja stjórn nrundi framkvæma alvarlegt og hlutlægt mat á ör- yggisvandamálum og skuldbind- íngum. Hann er þekktur að því að vera varfærinn, hugsandi og yfir- vegandi, hvað notkun herstyrks við- kemur.” Helztu baráttumál dr. Kissing- ers eru, að NATO verði gert sterk- ara, V.-Evrópa (sameinist, nánari tengsl við Frakkland de Gaulles og V.-Þýzkalands, auk þess sem samn- ingaviðræður verði teknar upp við Sovétríkin um vopnaeftirlit og Mið Austurlönd. Einnig má~geta þess, nð það var Kissinger, sem með gagnrýni sinni á það, hve mikla áherzlu Bandaríkin leggja á kjarn- orkuhernað, varð til þess að inn- leiða kenningarnar um’staðbund- in stríð. honum þó meiri völd en margir i Þetta er ekki í fyrsta sinni, sem leitað hefur yerið ráða hjá Kiss- inger. Strax, þegar Eisenhower yar forseti, var leitað til hans, sama gerði Kennedy og einnig John- son, en það stóð aðeins um skeið, því að brátt sýndi það sig, að hann var fylgjandi enn harðari stefnu í Vietnammálinu en Johnson sjálfur. Og Kissinger hefur verið utanríkis- ráðgjafi Rockefellers rikisstjóra, en áður hefur hann ekki verið í föstu embælti sem slíkur. Henry Alfred Kissinger fæddist í Þýzkalandi árið 1923 og var 15 4ra, er hang kom með foreldrum sínum til Bandaríkjanna, en þau flúðu Gyðingaofsóknir nazista. Kissinger fór á æðri skóla í Ncw York og þaðan útskrifaðist hann árið 1941. I annarri heimsstyrjöld- inni var hann í ameríska herntim og var sæmdur Bronze Star Medal. Eftir stríð stundaði hann nám við Harvardháskólann og hafði stjórn- vísindi að aðalgrein. Hann tók loka próf árið ’52 og doktorsgráðu árið 1954. I byrjun námsferils síns fékk hann Sumnerverðlaunin fyrir rit- gerð sína um efnið, „að koma í veg fyrir stríð og koma á friði um heim allan.” Þessi viðurkenning yarð til þess, að hann fékk stöðu við Harvard. Hann var ráðgjafi stjórnarinnar og gerður að leið- toga kennslu í Harvard um varn- armál. Árið 1954 var Kissinger falið að sjá um áætlun, sem miðaði að því að lcita Iausnar á hættunni, sem stafaði af árás frá Sovétríkjunum. Meðal annars varð árangurinn af þessu bókin „Kjarnavopn og utan- ríkispólitík,” sem út kom árið 1957. I þessari bók kemur hann fram með þá skoðun sína, að það væri ekki rétti mótleikurinn við takmörk aðri útfærslu Sovét á ríki sínu, að taka á móti stórárás með stórárás — heldur að standa gegn takmarkaðri gleitni með takmörkuðu stríði og úota þá öll til þess tæk vopn, — kjarnorkuvopn einnig, ef svo félli til. í annarri bók, „Nauðsyn þess að velja,” leggur hann meiri áherzlu á venjulegan hernað og heldur því fram, að hinn frjálsi heimur eigi að hafa tU reiðu svo rnikið magn hefðbundinna vopna, að vörn með kjarnavopnum verði allra síðasta úrræðið. Dr. Kissinger hefur einnig barizt fyrir því, að Evrópa hafi yfir sterk- um vörnum að ráða. „The Trouble Partnership” cr bók, sem hann skrifaði árið 1965 og er mikil skýr- greining á vandamálum Atlants- hafsbandal.agsins. I mati sínu á al- heimsvandamálunum leggur hann jafnmikla áherzlu á þjóðfélagsleg, stjórnmálaleg og hernaðarleg vanda mál. Hann hefur sagt: „Við verð- um að vera fúsir til að horfast í augu við þá þverstæðu, að við verð- um á sama tíma að kappkosta bæði aukningu þerstyrks og eftirlit með honum, öryggi um leið og samn- ingaviðræður til að geta hjálpað nýjum þjóðum til frelsis og sjálfs- virðingar án þess að. viðurkenna endjlega þeirra álit á öllum vanda- málum. Ef við ekki gctum þetta, getum við ekki neitt. Það mun reynast okkur enn þyngri prófraun, að ráða við þessa þverstæðukenndu hluti, en að komast af.” Dr. Kissinger, sem öll sín full- orðinsár, nema á stríðsárunum hef- ur unnið að kennslustörfum og skriftum, er í New York sagður I’ramhald á 10. síðu. rtWMWWWWWWWVW* Erlendar fréttir í stuttu máli LUNDUNUM 30. 1. (ntb- reuter): Stúdentaóeirðirnar í Lundúnum bárust £ dag til háskólanna í Cambridge og Essex samtímis Því sem uppreisnargjarnir stúdent- ar viff the London Scliool of Economics höfðu £ frammi mótmælaaðgerðir. PARÍS 30. 1. (ntb-reuter): iFormaður samninganefndar Bandaríkjamanna um Vietnam í París, Henry Cabot Lodge, lét svo ummælt í dag, að því aðeins fengist friður í landinu, að allir erlendir herir yrðu á brott úr Suður-Vietnam. BEIRÚT 30. 1. (ntb-reut er): Bagdad-útvarpið skýrði frá því í dag, að írakskir hermenn hefðu skotið nið- ur ísraelska flugvél yfir Jórdaníu, en ísraelsstjórni hefur ekki viljað við málið kannast. KARACHI 30. 1. (ntb-afp): Þrír féllu og tíu særðust alvar- lega, er vopnuð lögregla lét til skarar skríða gegn mótmæla- hóp í Guranjawa, um 100 kíló- metra norður af Lahore, í dag. Þá hafa alls þrjátíu og tveir lát- ið lífið í átökum þeim, sem átt hafa sér stað í Austur-Pakistan síðustu tíu daga. LUNDÚNUM 30. 1. (ntb. reuterl: Starfslið pósthúsa í 19 stærstu borgum Bret- lands hófu í dag 24 klukku stunda verkfall til stuðn- ins launakröfum sínum. WASHINGTON 30. 1. (ntb- reuter): Viðskiptajöfnuður j Bandaríkjanna við útlönd var á ! síðasta ári hagstæður um 726 j milljónir dollara. Er það óhag- J stæðasti viðskiptajöfnuður utan- ! rikisverzlnarinnar síðan 1937. " BRÚSSEL 30. 1. (ntb- reuter): Dóminikanski prest urinn Dominique Pire, sem fékk Friffarverðlaun Nóbels árið 1958, Iézt í dag í sjúkraliúsi við Louvain. Piye varð frægur á styrj- aldarárunum fyrir dirfsku sjjpa í andstöðunni gegn þýzkum nazistum og aðstoð sýta við íióttafólk. WVWWWWWWWVWW

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.