Alþýðublaðið - 05.02.1969, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 05.02.1969, Qupperneq 2
2 ALÍ?ÝÐ,UBL,A£>IÐ 5. febrúar 1969 Ritstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og Benedikt Gröndal. Sím.ari 14900-14903. — Auglýsingastjóri: Sigurjón Ari Sigurjónsson. — Augi lýsingasími: 14906. — Aðsefur: AlþýSuhúsið við Hverfisgötu 8—-10, Evík. Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjal^ kr. 150,00, í lausasöíu kr. 10,00' eintakið. — Útg.: Nýja útgáfufélagið h.f, Geigvænlegur halli Samkvæmt fréttatilkynnmigu, isem Hagstofan gaf út fyrir nokkr um dögum, var vöruskiptajöfn- uður íslendingai 'hagstæður í des- embermánuði síðasta árs. Var út •fLutningur oim 150 milljónum króna meiri en innflutningur, en 'þetta er fyrsta tímabilið, sem hið inýja geng:, náði til. Hefur gengis lækkunin því farið vel af stað hvað snertir áhrif á viðskipta- jöfnuðinn og mættu þeir taka eftir þessu, sem fullyrða, að geng islæikkunin komi þjóðinni að tengu gagni. Þrátt fyrir góða útkomu des- embermánaðar er rétt að benda á. að vöruskiptajöfnuðurinn hef- (ur í he.'ld verið geigvænlega ó- (hagstæður undanfarin tvö ár. Niðurstaðan fyrir 1967 varð, að 'utfilutningur nam 4.299 milljón- um króna, en innflutningur 7.116 milljónu-m — eða 2.816 mhljón- um hærri upphæð. Þessi munur stafar að sjálfsögðu af því, að út- flutningurinn minnkaði vegna aflatregðu — og verð útflutnings afurðanna lækkaði stórlega frá því, sem verið hafði. Þessi mikli munur á útflutningi og innflutn ingi getur auðvitað ekki staðizt áfram, og mundi þetta eitt nægja til að gera stórbrotnar aðgerðir nauðsynlegar. Árið 1968 varð því miður enn verra. Þjóðin virðist lít.ð hafa dregið úr notkun gjaldleyris, fyrr en eftir gengislækkun, og enn minnkaði afli en verð afurða lækkaði. Útflutningurinn nam að eins 5.090 milljónum króna, en innflutningurinn fór upp í 8.233 millljónir. Af því voru að vísu 245 milljónir til skipakaupa, 133 milljónir til flugvélakaupa, 523 milljónir til Búrfellslvirkjunnar og 304 milljónir til álbræðslunn- ar. Samt sem áður var vöru- 'skiptahallimi enn hrollvekjandi Engin ríkisstjórn — engir stjórn málaflokkar hefðu getað spyrnt vjð þessari þróun. Innflutnings- höft, fjárféstingahöft, vaxtapólit- ík og annað það, sem stjórnar- andstæðingar tala um, eru aðeins smámunir í samanburði við lækk unina á afla og verðmæti hans. Gengislækkunin — eða annað jafngildi hennar — hefði því kom ið, hverjir sem stjórnað hefðu. Hins vegar er ástæða til að ætla, að álverið væri ekki í byggingu og Þjórsárvirkjun mun minni, ef stjórnarandstæðingar hefðu ráð- ið ferðinni. Enda þótt miklir erfiðleikar steðji nú að þjóðinni, er alrangt að segja, að gengislækkunin í nóvember hafi ekki gert neitt gagn. Hún hefur að sjálfsögðu bæði neikvæð og jákvæð áhrif. Ljóst er þó í dag, að ef gamla gengilð væri enn í gildi, væri ekk ert sjómannaverkfall, þlví útvegs rnenn hefðu þá bundið allan flot ann fyritr löngu og gætu hann hvergi hreyft. Öruggur akstur í Reykjavík heldur aðalfund: 205 fengu viðurkenningu AÐAI.FUNDUR klúbbsins Öi’ugg- ur Akstur í Reykjavík var haldinn að Hótel Ilorg fimmtudaginn 30. jíþnúar síðastliðinn og hlutu 205 ökumenn viðurkenningar og verð- líiunamerki Samvinnutrygginga fyr- ir 5 ára og tíu ára öruggan akstur á fundinum. Fundurinn samþykkti sokkrar ályktanir um umferðar- má!, og fagnaði sérstaklega tilkomu umferðarmálaráðs. Eftir verðlaunaaflicndinguna flutti Hörður Valdimarsson stutt erindi um akstur ungmenna í Revkjavík og benti á, hve ung- menni valda hlutfallslega mörgurn óhöppum í umferðinni. Fundurinn fagnaði tilkomu hægri umferðar og hve vel' breytingin tókst. Samþykkt var tillaga, þar sem fagnað er ný- útkominni reglugprð um umférð- armálaráð og dómsmálaráðherra þökki ið forganga á því sviði. Lagði fundurinn áherzlú á að nú yrði fram fylgt reglugcrð um umferðar-^ fræðslu í skólum um land allt, og fjárframlög til umferðarmála ekki skorin við nögl, og hvort ekki mætti skapa ráðinu fastan tekju- stofn með þ\í að tvöfalda skoðun- argjöld bifreiða. Fundurinn sam- þykkti einnig ályktun um hvatningu HÚSGÖGN Sófasett, stakir stólar. — Klæði gömul hús- gögn. — Úrval af góðum áklæðum. Kögur og leggingar. BÓLSTOUN ÁSGRÍMS. Bergsti.ðarstræti 2. — Sími 16807. til fólks um að nota endurskins- merki, og til innflytjenda, að hafa endurskinsmerki ávallt til sölu í verzlunum, og jafnframt mójþnæli gegn óheyrilega háum tollum á þessa nauðsynlegu slysavarnahluti. Samþvkkt var ítrekun á ályktun um. rannsókn og upplýsingar um hættu 9. fehrúar hæstkomandi er hinn árlegi biblíudagur Hins íslenzka biblíufélags. í því tilefni hefur biskup Islands, . herra Sigurbjörn Einarsson, sent bréf til sóknarpresta á landinu, þar sem þeir eru beðnir að minna á þennan dag og þar með starfsemi félagsins. I bréfinu stend- Ur m.a.: „Mikið skortir á, að þátt- takan í starfi Biblíufélagsins sé eins almenn og eindregin og vera ætti og þörfin krefur. Enn eru ailinargir sofnuðir, sem láta lítið til sín taka á. þessu, sviði. cða, ails. ekisct." Og enn fremur: .„En.. BMufclagið...er á gaseitrun frá bifreiðum og hvatt til aðgerða í þessu alvarlega máli. Að lokum samþykkti fundurinn ályktun þess efnis, að varhugavert sé að opna nýjar umferðaræðar án þess að götulýsing og gnngstéttir séu við þær. ' feb sameiginlegt starfstæki allrar kristn- innar í landinu til þess að styrkja' þann grunn, sem vér stöndum allir á. Heilög ritning er tilverugrunnur allra kristinna safnaða og lindin,. sem nærir allt trúarlíf.“ Helzta verkefni- Biblíufélagsins um þessar mundir er að koma út handhægari og aðgengilegri útgáf- um Biblíunnar. Aritun Hins íslenzka biblíufélags er: Guðbrandsstofa Hallgrímskirkjujj Reykjuvík. Einnig má snúa sér tiL Biskupsstofu, Reykjavík, MMMMMMMMHMMHHUMMI Erlendar fréttir í stuttu máli CHIDAMBARAM- Su»ur-Ind; landi 4.2- (ntb.reutcr): 24 J létu lífið og 36 særðust al-< varlega, er bKrffarstoðir brúj ar einnar létu undan í dag! og hraðlest féll niður í stórtj gljúfur- Farjiegarnir voru á! leið til jarðarfarar forsætisj ráðherra Madrasríkis- C- N.! Annadurai. sem lézt á sunnu; dag- PARÍS 4.2- (ntb-afp): Fráj því var skýrt í aðalstöðvumj OECD. Efnahags- og fraim- farastofnunarinnar. í ParísJ í dag, að Finnland hefði< gerzt aðili að samtökunum. Finnland er 22- ríkið, sem< gengur í OECD, en hin eru! ®EC_ og EFTA-löndin BandaJ ríkin, Kanada, írland, ísland< Tyrkland, Grikkland, Portú-J gal. Spánn og Japan. LGS ANGELES 4-2. (ntb_ reuter): Sirhan B. Sirhan,! meintur morðingi Robertsj heifins Kennedy- öldunga-! deildarþingmanns, var leidd' ur fyrir rétt í Los Angeles íj dag. 23 manna kviðdómur< mun innan skamms kveðaJ upp dóm í máli hans- RÓMABORG 4.2. (ntb-reut- er); ítalskir verkamenn hófu 24 klukkustunda allslier.iar- verkfall í dag. Verkfall þetta er talið geta 'haft víðtækar pólitískar afleiðingar. HONG KONG 4.2. (ntb-afp): Þjó&frelsishreyfing Suöúr- Vietn«m hefur boðað' stór- sókn í Suður.Vietnam á næstunnf. Sókn þessi er rétt lætt með „auknum hernaði Bandaríkjamanna í Vietnam og forhertri árásarstefnu þeirra í Parísarviðræðún- uin.“ STOKKHÓLMI 4.2- íntb): 34 fulltrúar á sænska Þing- inu hafa gert það að tillögu sinni. að ftalski tnannvinur. inn, Daniel Dolei ihljóti Frjð arverðlaun Nóbels að þessu sinnii. í þvf sam-bandi er á það bent, að Dolci hafi nú ef-nf til víðtækara viðreisn arstarfs eftir jarðskjálútana mi'klu á Sikiley en ítölskum yfirvöldum hafi reynzt unnt. mmmmmmmmmhmmmmmi

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.