Alþýðublaðið - 05.02.1969, Page 4

Alþýðublaðið - 05.02.1969, Page 4
4 AlaÞÝÐUBLAÐIÐ 5. febrúar 1969 mmesumiíim Hafísráðstefnunni haldið áfram: REYKJAVIK. — Þ. G. Fjórði fundur hafísráðstefnunn- ar var haldinn í fyrradag. Fyrsta erindið á fundinum hélt Svend Aage Malmberg og fjallaði það um sjávarhita sunnan Islands og samband hans við veðurfarsb'reyt- ingar (loftþrýsting). Sagði Svend Aage, að yfírborðs- hiti á norðanverðu Atlantshafi hefði farií í h e i I d lækkandi síð- an 1953, aftur á móti hefði hann íarið hækkandi á árunum 1958—60 fyrir sunnan Island og á . suðvestanyerðu Grænlandshafi allt fram á þennan dag, en á báðum stöðununi er álitið, . að yfirborðs- hiti sé nú kominn í hámárk". I niðurlagi .erindis síns s'ettl Svend Aage fram þá tillögu, að ráðstefnan beitti sér fyrir því, að lagt verði fé í' sjófannsóknartæki, þar á meðal dufl. sem kornið verði fyrtr víðs vegar umhverfis Island. Kvað Svend Aage þetta mjög að- fcallandi mál fyrir okkur Islend- inga, þar sem við erum svo háðir straumum og vindum. Einnig vítti hann tillögur, sem fram hafa kom- ið um að leggja niður veðurskip í norðurhöfum. Að erindi þessu loknu var orðið laust. Stóð þá upp Hlynur Sig- tryggsson veðurfræðingur. Benti hann á, að veðurfræðingar beittu sér gegn því, að veðurskipin yrðu lögð niður. Astæðan fyrir þeim möguleika er sá, að upphaflega voru veðurathugunarskipin gerð út vegna flugsamgangnanna. Með vaxandi tækni hefur þörfin fyrir skipin minnkað, og eftir fjögur ár verður að taka endanlega ákvörð- un um, hvort eigi að reka þau á- fram eða leggja þau niður, sagði Hlynur. Næst vék hann að kostn- aðinum við skip þessi, og sagði hann, að framlag okkar til rekst- urs þeirra ætti að vera 40 000 stpd., Cn við borguðum aldréi meira en 6—8 000 stpd. Um veðurdufl sagði Hlynur, að athugað hefði verið um verð 'á . japönskum duflum. Kosta þau um . eina milljóri krória í innkaupi,' auk rnikils rekstrarkostnaðar. Að lökum benti hann á, að húsnæði veðurstóf- unnar væri állsendis ófullnægjándi, og' óhtigs'andi' væri' að bæta við þá starfsemi, sem þar er fyrir. Prófessór Þórhallur Vilri'iundar- son' hélt fróðlégt eriridi um dieim- ildtr ;um hafís'. á síðári- öldum.' —- Ræddi hariri lim Iiáfísá á 17, ög 18. - öld; 'éinkum - áfin ' 1615', '1639' bg 1695. Rakti hann fráságnir ánnála af 'ísakomum, og ræddi"mikið um sannleiksgildi annála. Taldi harin ' t * .d: Setbergsannál rnjög óáreiðqn- "légan,- én VallaánnáÍ 'taídi han'rí mjög sannsögulegan, þar sem Eyj- ólfur á VöIIum bjó að Seltjörn á Seltjarnarnesi, er ísinn rak að landi. Segir í annálum, að ís hafi komið suður fyrir Reykjanes og inn á alla firði og víkur, m. a. inn á Reykja- vík og jafnvel Hvalfjörð. Einnig. kom ís að vestan, og mun hafa verið mannheldur ís úr landi út í Flatey. Páll Bergþórsson, veðurfræðing- ur, hélt erindi um hitastig á iiðn-^ um öldum á Islandi. Gerði hann tilraun til að sýna fram á, að meðalhiti áratuga á landinu sýni samræmi við hafís- tíma og harðæri á sarna áratug. Notar hann síðan þessa aðferð til að áætla hitastig fyrr á öldum þar sem ætla má, að harðæri og mann- fellisár hafi komizt í annála. Með þessari aðferð er hægt að sjá, að Minning: PALL KUNDER Páll Kunder er látinn, 72 ára gamall. Hann var jafnaðarmaður af gömlum skóla, virtur af öllum þorra manna sökum mannkosta, ein- lægni og starfsorku. Eiginkona hans, Berta Kunder, var tryggur lífsföru- nautur hans og lifir mann sinn. Páll flúði Þýzkaland undan ógn- arstjórn nazista 1936. Heima dvald- ist Páll í rúmlega 10 ár og eign- uðust þau hjón þar rnarga góða vini. Var hann sístarfandi, og er stríðinu lauk, sá hann um að mat- væli og hjálpargögn yrðii flutt til þeirra, sem liðu hungur og skort. 1946 sneri hann ásamt konu sinni til Þýzkalands til að hjálpa við að reisa það land af rústum aftur. Var hann sem fyrr einn af leiðandi mönnum á sviði stjórnmála, met- inn og virtur mjög. Þau hjónin gleymdu þó griðlandi sínu aldrei. Hei' -isóttu þau Island nokkrum sinn.um og ferðuðust um, síðast 1966. í Þýzkalandi hélt Páll uppi hróður landsins á mannfundum. Munu Páll og kona hans verða ógleymanleg mörgum heima. Nokkur hundruð rnanns voru saman komin í minningársal kirkju garðsins í Hamburg — Ojendorf þriðjudaginn, 28. janúar 1969 og var kveðjuathöfn öll virðuleg. Lík- ræðu hélt þar einnig dr. Never- rnann, fyrrum borgarstjóri Ham- borgar, minnti á dvöl Páls á Is- landi og virti störf hans. Las dr. Nevermann upp símskeyti til ekkju Páls frá stjórn jafnaðarmannaflokks Vestur-Þýzkalands, undirritað'meðal annars af Willy Brand, utanríkis- ráðherra, og Wehner, Þýzkalands- málaráðherra, þar sem farið er Iof- samlegum orðum um. ævistörf Páls. Heiðruð sé minning hans. Kaupmannahöfn, 28. janúar 1969, Haraldur Ómar Vilhelmsson, veruleg kólnun á loftslagi hófst á 12. öld. Sagði Páll einnig frá rannsókn- um danskra visindamanna í Græn- Iandi, en ungur Islendingur, Sig- fús Johnsen, var aðstoðarmaður við þær rannsóknir. Fundu þessir vís- endamenn sérstaka gerð af súrefni 018, sem er þyngra en venjulegt súrefni. Með hjálp þess er hægt að^ reikna út hitá á mismunandi tím- um.' Kom • í ljós,' að 100 ára keðju- meðaltal í Thule í Grænlandi eru riálægt' 'samsvarandi meðaltali hér á sama tíma, (meðaltal Stykkis- hólms og Teigarhorns), þ. e. kurf- urnar eru mjög svipaðar. Norræn blaðamannamennt un verði efld til muna Menningarmálanefnd norræna ráðsins hefur ákveðið á fundi að mæla með því við ráðið, að sam- norræn menntun blaðamanna verði gerð að veruleika. Nefnd, sem menningarmála- nefndin skipaði, hefur unnið að gerð tillögunnar og komizt að þeirri niðurstöðu, að halda beri norræn blaðamannanámskeið í háskólanum í Árósuni, þar eð menntun blaðamanna á öllum Norð urlöndum hafi .aukizt mjög . og batnað á síðustu 10 árum. Nefndin leggur til, að fleiri þátttakendum verði gert kleift að sækja nám- skeiðið og að tvö námskeið verði haldin árlega í stað eins nú. Ennfremur hefur verið lagt til, að auk fastra námskeiða verði haldin stutt sérnámskeið. Þau á samkvæmt áliti nefndarinnar að halda í þeim löndum, sem bezta aðstöðu hafa til þess. I nefndinni sitja níu meðlimir, sem eru full- trúar blaða og blaðamannaskóla á Norðurlöndum. Kosið í stjórn AGILA í gær Egllsstöðum — GE. Stjórn AGILA, skóverksmiðj unnar nýju, sem stofnuð hefur verið hér á Egilsstöðum, hélt fyrsta fund sinn í gær- Stjórn- arnefndarformaður var kjörinn Þráinn Jónsson, varaformaður Erling Garðar Jóhannsson og ritari Þorsteinn Sveinsson. Bráðabirgðaframkvæmdastjóri var ráðinn Vilhjálmur Sigur- björnsson- Á fundinum var einnig tekin ákvörðun urn 'húsnæði verk- ismiðjunnar. Ákvéðið var að ta'ka á leigu húsakynni Bygg- ingafélagsins Brúáss h.f- en það er um 270 fermetrar að flatar máli. Innréfiting húsnæðisins , er Iþegar hafin- Stór hluti véla verksmiðjunnar er iþegar kom. inn hingað til EgilsiStaða, en Flugfélag íslands sér urr flútn ing vélanna. Alls vsga vélai ’ar um 20 lestir- Sláturfélagið færir út kvíarnar á Selfossi í nýútkomnum Þjóðólfi er skýrt frá fundi er Félag ungra Framsókn- armanna hélt á Selfossi, en á þeim fundi var einkum rætt um kjöt- sölu og málefni Sláturfélags Suð- urlands. Það kom fram hjá Jóni H. Bergs, forstjóra SS, að SS væri eitt. stærsta fyrirtæki landsins og liefði slátrað sl. haust 166 þúsund fjár og greitt inn á reikninga fé- lagsmanna'um 117 millj. króna. Af- koma verzlana virtist vera góð á sL ári. Ultarverksmiðjan Framtíðin er í fullum rekstri og þar unnin tíundi hluti þess ullarmagns, sem framleitt' er í landinu. Jón sagði að til mála kæmi að flytja verk- smiðjuna til Hveragerðis í næsta nágrenni við hina fullkomnu ull- arþvotútstöð sem þar. er. Sútunarverksmiðja SS hefur gengið mjög vcl, og nárríu úlfTutn- ingsverðinæti 25 mJUj. kr.óna á sl. ■ ,ári. Salan hefur stóraukizt bæði 'hér og erlendis. Aðalfundur félagsins 1968 ákvað að ráðast í miklar endurbætur á sláturhósi og frystihúsi á Selfossi. SS mun kaupa eignarhlut MBF og K.Á. í frystihúsinu á Selfossi og hafizt handa um endurbtétur eftir um það bil tvo mánuði og líætlað að þær kosti um 12 millj. -ónir (fyrir gengisfellingu).

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.