Alþýðublaðið - 05.02.1969, Qupperneq 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ 5. febrúar 1969
'Iiefði rhaður kosið að þar gætti
öðrum þræði að minnsta kosti
persónulegra viðfangs við efnið.
Þar fyrir dregur frásögn hans upp
mjög skýra, samfellda og sannfatr-
andi mynd af þróun atburða i Víet-
nam undanfarin ár og áratugi, þó
lesandi taki beinurn- ifvásfjgnum
víetnamskra fyrirsvarsmanna með
allri varúð, enda kemur hún í meg-
inatriðum heim við frásagnir og
skoðanir fjölmargra annarra höfunda
um efnið. Einfaldar og skýrar stað-
reyndir málsins eru raunar slíkar
að enginn getur lokað augunum
fyrir þeim: annars vegar iðnvætt
stórveldi mcð alla hernaðartækni
nútímans á sínu valdi, hins vegar
tæknivana, frumstæð bændaþjóð, —
og hin vanþróaða smáþjóð er í
þann veginn að vinna sigur, að
minnsta kosti i svip, á sínum risa-
vaxna andstæðingi. Svo mikið er
að minnsta kosti orðið ljóst að
Bandaríkin geta aldrei unnið sigur
í styrjöld sinni í Víetnam. Það sem
lesandi leitnr fyrst og fremst í nýrri
bók um Víetnam er skýring höf-
undar á þessari ólíkindalegu at-
burðarás. Skýring Magnúsar Kjart-
anssonar er raunar hin sama og
rnargra annarra sem fjallað hafa
um stríðið: það er frelsisbarátta allr-
ar þjóðarinnar gegn Bandaríkjun-
um, barátta sem er háð af óbug-
andi sigurvissu af þvi að hún felur
sjálf í sér óendanlegar framfarir frá
nýlendustiginu, Jbaráttumá’ttur og
lífsmáttur þjóðarinnar er eitt og
hið sama. Greinargóðar frásagnir.
hans af því sem hann sá og heyrði
í Víetnam eru vel fallnar til þess að
fræða og upplýsa um þetta undur
— sem ekki er vanþörf á hér sem
allur frétta- og skoðunarflutningur
um Víetnammálið eins og önnur
heimsmál er undir svo sterkum og
einhliða vestrænum og bandarísk-
um áhrifum.
Harmleikurinn í Víetnam hlýtur
hins vegar að rista miklu dýpra í
Suður-Víetnám iþar sém einhver
verulegur htuti þjóðarinnar er á
valdi ef ekki bandi Bandaríkjanna
og stjórnarinnar í Saigon. Skýring
Magnúsar Kjartanssonar og gest-
gjafa hans í Norður-Víetnam er sú
að bókstaflega allur almenningur
sé í rauninni . fylgjandi þjóðfrelsis-
fylkingunni, — aðrir blaðamenn
■hafa þá sögu að segja að nrikill
hluti þjóðarinnar sé orðinn áttavillt-
ur í stríðinu, fylgi né treysti hvorug
um aðilanum þó menn veiti þeini
varaþjónustu sem i svip hefur yfir-
ráðin. Styrjöldin er orðin lífsháttur
þessa fólks, — ekki frelsisbarátta
heldur styrjaldarástarid, ekki gróða-
stríð eins og yfirstéttar og stjórnar
Suður-Víetnam, heldur styrjöld sem
hversdagslegur og óumflýjanlegur
daglegur veruleiki. Þetta férik er
það sem grimmilegast sýpur seyðið
af stvrjöldinni hvernig sem henrii
linnir að lokum, — en um þá hlið
málsins hefur Magnús Kjartansson
ekkert að segja í sinni bók. Henni
nægir að lýsa hinum góða málstað
fyrirhugaðra sigurvegara, vonda
málstað andstæðinga þeirra — en
lætur þá liggja milli hluta sem milli
verða í stvrjöldinni.
En þarflegust kann bók hans að
verða, þrátt fyrir allan sinn fróðleik
um Víetnam, fyrir þá tilraun sem
höfundur gerir í upphafs- og loka-
kafla bókarinnar, til að setja Víet-
nammálið í stærra alþjóðlegt sam-
hengi. Þar mætast tveir heimar,
hungurs og örbirgðar, neyzlu og
velferðar í feiknstöfum styrjaldar-
innar. Eins og Spánarstyrjöldin á
sínum tíma kann Víetnamstríðið að
reynast æfing og fyrirboði miklu
hrikalegri átaka. Magnúsi Kjartans-
svni nægir hins vegar í þetta sinn
að ta’pa á þessum skilningi Víet-
nammálsins og heimsmála, enda
væri hann efni miklu meiri bókar
en hann hefur samið og til muna
meiri nýjung í íslenzkri umræðu
um alþjóðamál. — OJ.
Magnús Kjartansson;
VÍETNAM
Heimskringla, Reykjavík 1968.
218 bls.
■ Eflaust er Magnús Kjartansson
leiknasti og ritfærasti blaðamaður
sem um þessar mundir skrifar um
stjórnmál í íslenzk blöð. Eða var
það áður en hann flæktist á þirig
•— og er Þjóðviljinn daglega til
Vitnis um þann sjónarsvipti sem
•þar er orðinn. Eiga andstæðingar
Magnúsar nú miklu sjaldnar en
áður um sárt að binda, en nýr mað-
ur í þessum guðdómlega gleðileik
tekirin að koma skeinum á Magnús
annað veif, Styrmir Gunnarsson á
Morgunblaðinu . . . Hvað um það:
þarfur maður má Magnús Kjartans-
son vera flokki sínum á alþingi ef
hann á að koma honum að sömu
notum þar og í Þjóðviljanum áður
með forustugreinum sínum, stærri
stjórnmálagreinum og skráveifu-
þætti Austra.
Auk ritstjórnar Þjóðviljans og
annarra stjórnmálastarfa hefur
Magnús Kjartansson skrifað nokkr-
ar bækur, og mættu fleiri stjórn-
málamenn raunar iðka þá íþrótt
áður en þeir komast á minninga-
aldur. Bækur Magnúsar, ferðasögur
öðrum þræði, fjalla jafnan um ríki
í bylting, Kúbu, Kína, nú síðast
Víetnam. Þeir örfáu; Islendingar
sem borizt hafa austur á þær heljar-
slóðir munu flestir ef ekki allir
hafa komið að vígstöðvunum sunn-
anverðum, en Magnús ferðast eins
og vænta mátti til Norður-Víetnam,
og greinir liann frá því ferðalagi í
bók sinni. Þó afstaða Magnúsar
Kjartanssonar til styrjaldarinnar í
Víctnam sé löngu kunn, og hún
virðist engri umtalsverðri breytingu
hafa tekið I heimsókn hans þangað,
er þetta kappnóg ástæða til að gefa
bók hans gaum; það er ekki á hverj-
um degi að íslenzkum lesendum
birtast milliliðalaust frásagnir sjón-
arvotts af vettvangi heimstíðinda
eins og Víetnam verður enn um
ófyrirsjáanlega framtíð.
fjöruga rit- og skoðanagáfu Magnús-
ar Kjartanssonar. Hins vegar verð-
ur frásögn hans ekki vefengd sem
persónuleg ferðasaga einvörðungu,
né verður skoðunum höfundar um
stríðið í Víetnam, studdum hinum
víðtæku heimildum sem liann not-
færir í bókinni, vísað á bug sem
einlitum áróðri. Vilji menn deila
við Magnús Kjartansson um Víet-
nammálið verður að koma til ann-
að mat sögunnar og atburðanna
— stutt minnsta kosti jafngildum
rökum og liann beitir í sinni sögu.
Magnús Kjartansson dvaldist um
mánaðartíma í Norður-Víetnam „í
boði Verklýðsflokksins sem fer þar
með stjórnarforustu". Það segir sig
sjálft að í svo stuttri heimsókn kvnn-
ist ferðalangur hvorki landinu sem
hann fer um né fólkinu sem bygg-
ir það til neinnar hlítar, og það
þó skemnira væri farið en austur í
Asíu; sömuleiðis hitt að Magnús
er opinber gcstur í landinu og sér
ekki né heyrir annað en það sem
gestgjafar hans telja heppilegt að
hann sjái og heyri. Á stundum gæti
maður ætlað af frásögn hans að
Bandaríkjamenn hefðu alls ekki
beint loftárásum sínum á Norður-
Víetnam að neinum öðrum skot-
mörkum en skólum, kirkjum og
sjúkrahúsutn; stundum að í Víet-
nam fyrirfinníst ekki aðrar tilfinn-
ingar meðal almennings, en sóknar
og sigurvilji og saga þeirra sé í
eðli sínu óslitin sigur og framfara-
saga. Einmiitt vegna þessa „opin-
bera“ sniðs sem er á viðtalsþáttun-
um í bók lians . fyrst og. fremst
Gerald
arinnar, upphaf og undirrætur þjóð-
frelsisbaráttunnar .sem þar er háð
og um síðasta þátt hennar sér í
lagi, vaxandi íhlutun Bandaríkj-
anna í landinu og styrjöldina sem
þeir hafa háð þar síðustu árin,
Magnús Kjartansson dregur alla
þessa sögu saman í tiltölulega
stuttu, skýru og skipulegu rnáli, og
bókin er mjög skilmerkilega stíluð
Bækur
Sckrfe:
eins og hans er vísa. Hans eigin
sjón og raun veitir að sjálfsögðu
ekki nema ofurlitla svipsýn í átt
til þessarar sögu sem hann rekur
jöfnum höndum eftir frásögn gest-
gjafa sinna í landinu og öðrum
tiltækilegum heimildum um Víet-
nam og styrjöldina, en um hana
hafa einhver ógrynni verið rituð á
undanförnum árum. En óneitan-
lega verður frásögn hans með köfl-
um næsta þurrleg og daufleg af
þessum sökum, og harla margt
kemur þeim lesendum kunnuglega
fyrir sjónir sem eitthvað hafa reynt
til að setja sig inn í Víetnammálið
og fylgjast með fréttunum þaðan;
maður saknar þess óneitanlega með
köflum að ekki skuli vera persónu-
legri bragur á frásögninni sem ein-
mitt væri að vænta af höfundi með
En bók Magnúsar Kjartanssonar
fjallar alls ekki einvörðungu um
það sem hann sjálfur sá í Víetnam,
hún lýsir einkum og sér í lagi því
sem hann hcyrði og honum var sagt
og því sem hann hefur Iesið um
Víetnam. Þessi aðferð gerir bæði
að treysta og veikja frásögn hans.
Oneitanlega er bókiri hið þarfleg-
asta rit á íslenzkum bókamarkaði
fvrir þanii fróðleik sem hún flvtur
um Víetnam, sögu landsins og þjóð-
SMURT BRAUÐ
SNITTCB - ÖL - GOS
Opjð frá kl. 9.
Lokað kl. 23.1S.
Pantið tímanlega í veizlur
BRAUÐSTOFAN
Vesturgötu 25. Símj 1-60.12.