Alþýðublaðið - 19.02.1969, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.02.1969, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLADIÐ 19. febrúar 1969 Kunnátta í skyndihjálp verði almenn: Vðl á 66 kennurum í Hjálp í vlðlögum Rauði kross íslands hefur annazt kennslu í hjálp í viðlögum urn fjöida ára, ásamt ýmsum öðrum samtökum, einkum Slysavarnafélagi Islands og skátum, en þeir eru frum- herjar í að breiða út þekkingu á hjálp í viðlögum. Mjög miklar fram- farir hafa orðið í kennslu í hjálp í viðlögum og var því nauðsynlegt að endurnýja kennsluaðferðir og samræma. Slysavarnafélag Islands og Almannavarnir höfðu tekið í notkun danskt kennslukerfi. — Al- mannavarnir höfðu haft menn á T námskeiðum í Danmörku, þar sem þcir höfðu aflað sér kennararétt- inda í skyndihjálp. Það varð svo úr að Rauði Kross Isla'nds tók að sér að gefa þetta kennslukerfi út hér á landi, enda höfðu sérfróðir læknar, þeir Haukur Kristjánsson y'firlæknir slysadeildar Borgarspít- alans og Páll Sigurðsson trygginga- yfirlæknir mælt með því. Kennslu- kerfi þetta er mjög dýrt i útgáfu enda umfangsmikið, fjöldi skugga- mynda, og önnur kennslugögn. Ut- gáfuna hefur annast Sveinbjörn Miönæturtónleikar Reykjavík — St. S. NÚTÍMABÖRN nefnist söng- flokkur ungs fólks hér í borg. Þetta unga fólk ætlar að standa fyrir miðnæturhljómleikum í Austurbæj- arbýii í kvöld, (miðvikud.) — og mun ágóðinn af þeim renna til Biafrasöfnunar. Á hljómleikunum, sem hefjast kl. 11,30 koma fram helztu pop-hljómsveitir hér í bæ, til að mynda Flowers og Roof Tops, og er öll vinna í sambandi við hljómleikana gefin. Sjálf Nútíma- börnin munu ekki láta til sín heyra að þvi sinni. I Nútímabörnum eru fimm félag- ar á aldrinum 18—20 ára. Þeir eru þessir: Drífa Kristjánsdóttir, Ágúst Atlason, Omar Valdimarsson, Sverr- ir Olafsson og Snæbjörn Kristjáns- son. Séra Jón Bjarman, æskulýðs- fulltrúi Þjóðkirkjunnar, hefur veitt hópnum mikinn stuðning og Rolf Johansen og Ultíma, m.a., hafa stutt framkvæmd hljómleikahaldsins með fjárframlögum, því að þótt vinna sé gefin, verður kostnaður óhjá- kvæmilega talsverður, svo sem leiga á húsinu. Takmark Nútímabarna með hljómleikunum er að geta afhent Biafrasöfnuninni 90—100 þús. krón- ur, en það fá þeir, ef húsfyllir verð- ur á tónlcikunum. ___ I fréttatilkynningu frá Nútíma- börnum segir m.a. svo: „Ástæðan til þess, að við förum út í þetta fyrirtæki er sú, að við höfum und- anfarið verið að skemmta okkur við að skemmta öðrum, og út frá því datt okkur í hug að reyna að hj.álpa okkur með því að hjálpa öðrum. Með öðrum orðum, við höf- um hugsað okkur að láta gott af okkur leiða, og gerast virkir þátt- takendur í því að byggja betri'ver- öld, eina og óskipta veröld". Bjarnason fyrir Rauðakrossinn, en hann hafði ásamt þeim Garðari Pálssyni og Jónasi Bjarnasyni öðlast kennsluréttindi í Danmörku, sam- kvæmt þessu kerfi, fyrstir Islend- . inga svo vitað sé. Hafa nú á vegum Rauða krossins verið haldin 4 námskeið fyrir kenn- ara og er nú völ á 66 kennurum um land allt. Kennararnir starfa á vegum ýmissa aðila, t. d. Rauða krossins, Almannavarna ríkisins, I.andhelgisgæzlunnar, Bifreiðaeftir- lits ríkisins, Bandalags íslenzkra skáta, þó flestir séu frá SVFÍ. Mjög mikill áhugi er fyrir þess- Blindir í fjallgöngu NAIROBI. 18. febrúar. — (ntb- reuter): — Átta blindir Afríkumenn sem i fyrradag lögðu af stað í fjallgöngu á Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku, voru síðast er til frétt- ist komnir í 3.046 metra hæð. Með blindingjunum eru tveir sjáandi að- stoðarmenn, en tilgangur þessarar sérstæðu ferðar er sá, að kanna þol og þrautséigju blindu mannanna og uppræta það vantraust, er blind- ingjar eiga við að búa. Hver hinna blindu manna ber átján kílóa poka með vistum og öðrum nauðsynleg- um útbúnaði. > um kennaranámskeiðum og hafa ýmsir sýnt mikinn áhuga t. d. Flug- björgunarsveitir o. fl. Má segja að lagður hafi verið góður grundvöllur að því að kunn- átta í skyndihjálp verði almennari hér eftir en hingað til. KRI hefur einnig gengizt fyrir almennum námskeiðum bæði vor og baust hér 1 Reykjavík og nágrenai auk námskeiða fyrir félög og ýmsa vinnuhópa. Þegar rætt cr am skyndihjálp verður það ekki gert nema að minn- a . ^uug^ns jonssonar og við- urkenna frábært brautryðjandastarf hans á þessu sviði. Þeir Islendingár eru fjöldamargir sem eiga honum líf sitt að launa. Horn SIGLINGALEIÐIN fyrir Horn er nú, orðin alófær í myrkri og tafsöm í björtu af völdum íss. — Landhelgisgæzlan fór í ískönnunar- flug í gær og nær ísinn alveg að landi frá Straumnesi austur á Oð- insboðasvæðið. Þéttastur er hann við Horn 4/10—6/10. Litlar ísspangir eru út af Skaga og Skagafirði og dreifður ís er á siglingaleið frá Straumnesi og suður að Dýrafirði og einnig á Húnaflóa og austur að Siglunesi. Brotizt inn á 5 stöðum Reykjavík — ÞG. Athafnasamir menn voru á ferli í Laugarneshverfi í fyrri- nótt og brutust inn á fimm stöð Brotizt var inn í sundlaugarnar nýju við Sundlaugaveg. Lás á úti- dyrahurð var stunginn upp, og eitt- hvað var rótað til inni, og hnfa þeir, sem þarna voru að verki, hit- að sér kaffisopa og haft það rölegt'. Þá var brotizt inn í bifreiðayerk- stæðið Ventil við Kleppsveg. Þar var brotin rúða, en engu stolið, svo vitað sé. Farið var inn í kjallara hússins að Hraunteig 5, þar sem selclir eru fiskar í búrum. Þar var stolið 200 kr. í peningum og hvolft ' úr dós af fiskamat ofan í eitt búr- ið. F.igandi búðarinnar telur, að það hafi verið illa gert, þar eð fisk- arnir hafa ekki golt af að borða of mikið. Einnig varð Blikksmiðja Breiðfjörðs við Laugarnesveg fyrir barðinu á þörupiltunum, og Ioksins var sprengd upp hurð á vinnuskúr við . Gagnfræðaskóla verknáms við Ármúla, og unnin þar einhver skemmdgryerk. Stutt er á milli þessara stáða, og mætti telja eðlilegt, að þarna væru sönni menn að verki á öllurn stöð- ununt. Mætti hálda, að þarna væri eingöngu um að ræða skemmdar. starfsemi, þar sem litlu var stolið, en töluvert skcmmt. Einnig er á það að líta, að á engum þessara staða er þess að vænta, að verðmæti séu geymd á glámbekk, nema cf vera skyldi í Blikksmiðju Breið- fjörðs. 16 metra langur auglýssnga- boröi í Laugardalsböllinni tSeius Þéí cv leiga" : fellur w6«r. v bilin’1- aheins þér ieigi^ sólarhring 5 brin?3a’ lálótneiragl8 afhendwn car rental service © Rauðarárstíg 31 — Sitni 22022 Reykjavík — SJ. Eins og vikið er að á öðrum stað í blaðinu, á Valur von á heimsókn um helgina. Meðan dönsku handknattleiksliði í liðði leikur liér, er í ráði að skreyta Laugardalshöllina með auglýsingum, þar á meðal verö ur 16 metra langur borði frá Múiakaffi. í anddyri verða sýnd ar þrjár nýjar bílategundir. Talið er, að Coca Cola hafi fyrst auglýsí hér á íþrólíaleik- vangi, en búast má við, að aug lýsingar viö' - leikvangi. utan- húss sem innan. veröi senn dag legt brauð. i ÚTBOÐ Tilboð óskast um sölu á fyllingarefni, fhrauni, rauða- •möl, -eða grús ásamt aks-tri á því í götur í Smáíbúðar- hverfinu hér í borg. Úlboðsskilmálar eru afhentir skrifstofu vorri og verða ti'boð opnuð þar miðvikudaginn 26. .febi'. n.k. kl. 11,00 fh. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR VONARSTRÆTI 8 - SÍMI 18800 'BYR TIL STIMPLANA FYRIR YÐUR FJÖLBREYTT ÚRVAL AF STIMPILVÖRUM 7 — SIMI 20960

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.