Alþýðublaðið - 25.02.1969, Síða 4

Alþýðublaðið - 25.02.1969, Síða 4
AlþýðublaðiS 25. febrúar 1969 4 Utanríkismálaskýrsla Framhald af 3. síðu. hafi væru fullnýttir. Þetta væri og ýmsum þjóðum orðið ljóst, m.a. Rússum, og þeir hefðu sett fram tillögu um að takmarka aflamagn- ið við meðaltal fyrri ára. Aflaminnkunin hér á landi úr rúmlega 1200 tonnum 1966 niður í tæplega 600 tonn á síðasta ári færði okkur og heim sanninn um, að við yrðum að tryggja fiskveiði- hagsmuni okkar. jRáðherrann sagði, að á 23. alls- herjarþinginu hefðu Islendingar Iát- ið nokkuð að sér kveða, sérstaklega varðandi hagsmurii strandríkja. ís- lendingar hefðu flutt tvær tillögur, er báðar hefðu verið samþykktar. Báðar hefðu þær vakið mikla at- hygli Fyrri tillagan vceri sú, að réglur yrðu settar til að vernda fijskistofnana við mengun, en nú væri sífellt að færast í vöxt að þjóð- ir ynnu ýmis efni af hafsbotni, en þjiu efni væru sum hættuleg sjávar- h'fi og gætu borizt óravegu með hafstraumum. Þessi tillaga þefði hlotið mikinn stuðning og verið samþykkt með 119 atkv. Hin tillagan, er Island hcfði borið frant, miðaði að því að tryggt yrði að ítrður af fiskistofnunum yrði alkaf í hámarki og tryggð sem bezt nýting þeirra. Þessi tillaga hefði sömuleiðis átt miklu fylgi að fagna og verið samþykkt með 99 atkv. og án mótatkvæða. Segja mætti að vísu að þessar tillögur vörðuðu okkur mestu, en þetta ætti þó miklu víðar við. Ráðherrann ræddi þar næst um starf Islands innan NATO, og niinnti hann í því sambandi á skýrslu, er hann hefði gefið í þing- inu s.l. vor um afstöðu ríkisstjórn- arinnar til bandalagsins og varnar- samningsins við Bandaríkin. Þegar Islendingar gengu í NATO hefðu þeir lengi undanfarið fylgt hlutleysisstefnu, en haldleysi þeirr- ar stefnu hefði komið í Ijós 1940, er Brefar hernámu landið. Mætti segja, að við hefðum einmitt um það bil eða upp úr því farið að byggja utanríkisstefnu okkar upp á ,rúdtum ‘ hlutl,ey.fá.'/sþefnunnarí Að-1 stæður eftirstríðsáranna hefðu ráðið því að við gengum í NATO 1949. Þá vék ráðherrann að ákvæðum samningsins, en hann hefði verið óuppsegjanlegur í 20 ár, en síðan væri hann uppsegjanlegur með eins árs fyrirvara. Nú væri í ár 20 ára tímabilið útrunnið, og því gæfist nú í fyrsta sinn tækifæri til að segja samningnum upp. Utanríkis- ráðherra kvaðst, vegna þess, vilja leggja á það höfuðáherzlu að ekk- ert bandalagsríkjanna hygði á úr- sögn og kæmi það skýrt fram í áliti utanríkisráðherra landanna, enda hefði það ómetanlegt gildi að standa saman. Varðandi Frakkland sagði ráð- herrann, að þeir tækju ekki þátt í sameiginlegu herstjórninni, en væru þó áfram í bandalaginu. Þeir hygð- ust sjálfir verja sig og vildu geta ráðið því, hvort þeir beittu kjarn- orkuvopnum eða ekki. Þá vék uanríkisráðherra að fjár- málum NATO og hernaðarjafnvæg- inu í álfunni og þeim árangri, sem náðst hefði með stofnun og starfi bandalags'ins. Allit samnilngssvæði NATO ríkjanna hefði verið laust við vopnuð átök í rúm 20 ár, og valdajafnvægi haldist, en þó væri engan veginn tryggt ástand, enda vopnuð átök víða í heiminum, er gætu breiðzt út. Þess vegna mundi bandalagið ekki leyst upp, fyrr en eitthvað betra kæmi í saðinn. Sagði ráðherrann, að Island mundi ekki segja sig úr NATO og iitum við í því efni m.a. til frænda okkar Norðmanna og Dana, enda væri margoft búið að sanna að 80% aíkvæðisbærra manna hér á landi vildu þá stefnu, sem lýðræð- isflokkarnir 3 hefðu markað í varn- armálum. Þar næst vék ráðherrann að varn- arsamningnum við Bandaríkin, en þá sögu kvað hann flestum kunna. I því sambandi minntist hann á þær tillögur, sem komið hefðu fram um að taka fé fyrir þessa aðstöðu, sem hann sagði að væri öfgafullar og fjarstæðukenndar. Við mættum aldrei verða háðir tekjum af hernaðarlegum framkvæmdum eða aðstöðu. Ráðherrann sagði að við gætum einhliða slitið varnarsamningnum, en ekki hefði þess verið talin þörf, er vinstri stjórnin sat og ekki hefði heldur síðar þótt svo tryggt ástand, að slíkt væri rétt. Ráðherrann sagði einnig, að mik- ilvægi Islands sem hernaðarstöðv- ár væri óbfeytt, þrátt fyrir nýja tækni. ( Annars kvað hann allar ákvarð- anir um þossi mál vera pólitískar og ekki hægt að taka nema að vand- lega athuguð máli. Loks vék ráðherrann stuttlega að ýmsum flciri málum á sviði utan- ríkismála s.s. F.vrópuráði, en hvað viðskiptamáliim viðkæmi yrði hann að vísa til viðskiptamálaráðuneyt- isins, enda væri starfsskiptingu þann ig háttað milli ráðuneytanna, að viðskiptasamningar kæmu í hlut þess. Að lokinni ræðu utanríkisráð- herra hófust umræður um skýrsl- una og verður skýrt frá þeim síðar hér í blaðinu. K.F.K. FÓÐURVÖRUR ERU ALLTAF ÓDÝRASTAR OG BEZTAR Guðbjörn Guðjónsson, heildverzlun, Hólmsgötu 4. —■ Símar 24295 — 24294. Kiallarl Framhald af 2. síðu. mæla vegna ástar sinnar á Clyde, lýtur forsjá hans eins og endranær. Kærulaus og frjálsmannlegur brag- ur söguhetjanna í myndinni mótar alla frásögn hennar, myndatökuna sjálfa, og einnig þau atriði sem Bonnie og Clyde eru sjálf ekki nær. Mágkona Clydes, Blanche, situr í sárum, blind, á sjúkrahúsi eftir handtökuna, og lögreglumaður ginn ir upp úr henni nafnið á Moss, félaga þeirra þar sem Bonnie og Clyde hafa húsaskjól. Þetta atriði er ekki átakanlegt, ekki spennandi, það er skoplegt; Blanche er jafn hláleg i neyðinni og endranær. Sama gildir um Moss sem bæði er hálfviti og bezti drengur. Hann hefur tröllatrú á Bonnie og Clyde, að þau séu ósigrandi, verði aldrei tckin, þó hann geri það fyrir föður sinn að skerast úr leik á þeirra síð- asta stefnumóti við dauðann. Það verður leikur hans að fela sig fyrir þeim, og glottandi fésið á honum hans hinsta kveðja til .áhorfandans. sem vel veit hve rangt hann hefur fyrir sér, að þau Bonnie og Clyde eru dæmd og hljóta að fyrirfarast. Bonnie og Clyde er vel gerð af- þreying, nýstárleg bang-bang mynd. Hún er m.a. nýstárleg fyrir þáð að hún gerir „utangarðs fólk“, algeng- ar söguhetjur nútímabókmennta, að viðfangsefni glæpasögu til skemmt- unar, einnar þeirrar listgreinar sem strangastar skorður eru settar af liefð og vana. Þvert á móti því að lýsa söguhetjum sínum sem „hetj- um“ leitast hún við. að lýsa þeim eins og venjulegu fólki, samsamast sjónarmiðum þeirra sjálfra, og þau Warren Beatty og Faye Dunaway rniðla þeirn Bonnie og Clyde rnikl- um þokka í myndinni. Það kann að vera þetta sem áhugamenn um siðferði æskulýðsins setja einkum fyrir sig, finnst vera rómantískt fals og skaðvænlegar gyllingar, þar sem hins vegar ógæfusamar hetjur upp á gamla móðinn, sem féllu á sírium illverkum, mundu einungis koma út A þeirn tárunum — upp á gamla móðinn. — OJ. Kópavogur Aðalfundur Byggingarsamvinnufélags Kópavogs, verður ihaldinn í Félagsheimilinu þriðjudaginn 4. marz n.k. kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. UPPBOÐ Opinbert uppboð verður haldið á eignum, tilheyrandi þb. Jónskjörs h.f., Reykjavík, sem hér segir: föstudaginn 28. febrúar n.k. kl. 17.00 verður boðið upp í búðinni að SólheimutW 35 verzlunaráhöld og innréttingar, s.s., búðarhilíur, búðareyjar, 2 stk ölkælar, ávaxtaskápur, kæliskápur (Gram), kæliborð (3. m.), innkaupavagnar og grindur, ísskápur, plastinnipökkunarvél. límingarvél, alls- konar umbúðir. ýmsar teg. vörugrindum, gosdrykkir, gler og kassar o.fl. Laugardaginn 1. marz Verður boðið upp að Ármúla 26, vörur úr sömu verzlun, svo sem, matvörur, hreinlætisvörur, niðursuðuvörur, búðarvogir, peningakass ar. Ennfremur verður selt á sama stað úr öðrum þrota- búum, búðarborð, reiknivélar, skjalaskápar, hillur o.fl. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. A/jb/óðo sjóstangaveiðimót verður haldið í Ves'tmannaeyjunaf um hvítasunnuna í vor, og er í því sambandi ráðgert að m.s. Esja fari frá Reykja- vík föstudaginn 23. maí kl. 21,00 til Vestmannaeyja og verði notuð þar sem toótel fyrir þátttakendur meðan rrflt ið fer fram. Á 2. í hvítasunnu 26. maí kl. 22,00 sigli skip ið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur og komi þangað kl. 7—8 á þriðiudagsmorgun. Val mun gefið á að fara með ski,pinu kringum Surtsey og e.-t.v. að Dyrhólaey. Skipulagðar munu kynnisferðir með leiðsögn um Heimaey fyrir þá, senf óska. Far með skipinu með 1. fl. fæði og þjónustugjöldum mun verða frá kr. 2685,00 til kr. 3160,00 og kr. 3790,00 á manri Tekið verður á móti farpöntunum nú þegar og er æski legt að tilkynna þátttöku sem fyrst. Skipaútgerð ríkisins, sími 17650. Sjóstangaveiðifélag Reykjavíkur, sími 84375.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.