Alþýðublaðið - 25.02.1969, Síða 11

Alþýðublaðið - 25.02.1969, Síða 11
11 Alþýðublaffið 25. febrúar 1969 — Nei, Margrét og ekki lieldur gimsteinar gamla furstans eins og skjólstæðingur minn og Yasmina halda. Þeim var stolið fyrir löngu. — En livað var þá þessi maður að dragnast með, þegar við AIí fór- úm þangað um nóttina? tautaði hún. Nú vakti hún áhuga hans. Scgið mér allt af létta, sagði hann. t :—Þegar hún hafði sagt honum alla söguna, varð hann áhyggjufull- ur. — Vitið þér í hvaða hættu þér lögðuð yður? spurði Iiann. — Ég ætlaði að bíða hérna til myrkurs nema hinn tryggi Ahmcð gati sér til, hvar við værum og fyndi okkur hér, cn nú efast ég um, að það sé þorandi að bíða. Ef þeir ná yður, Margrét. .... Hann studdi hana á fætur og tók hana í faðm sér. — Skiljið þér það ekki? Auðæfin eru klettarnir, Mar- grét. Það er málmur í klettunum, sem allar þjóðir heims myndu berj- ast um. Málmur, sem breytir öllu og gerir alla vellauðuga .. eða fátæka, ef hann er notaður í stríði. — Hvernig vitið þér það? spurði hún lágt. — Eg vann sem námuverkfræð- ingur áður .. áður cn ég snéri baki við menningunni og kom hingað og lend þar í meiri vanda en nokkru sinni fyrr. Ég var ekki viss, en eftir að ég hafði rannsakað allt og marg- kannað sótti ég fyrrverandi unnusta yðar, — eða er hann kannski nú- verandi? — og hann staðfesti þetta allt. Hann sagði ekki orð, en ég virti hann fyrir mér og svipbrigði hans staðfestu grun minn. — En þér tókuð ekki á móti hon- um, þegar hann kom í heimsókn! sagði Margrét. — Vitanlega ekki. Hvernig gat ég gert það? Þegar ég talaði við hann fyrst, kynnti ég mig ekki sem furst- ann af'EI Kabakir. Haldið þér, að hann hefði trúað því, að furstinn sjálfur væri við vinnu í verkamanna fötum önnum kafinn við að gera tihaunir? Þess vegna gat ég ekki talað við hann sem furstinn seinna. Nei, ég bað I-ouis að tala við hann fyrir mig, en nú veit ég, að þar skjátlaðist mér illilega. — Hvers vegna? — Vegna þess, að Oliver Wenlake stefnir að sama takmarki og Louis. Þeir vilja báðir græða peninga. — Vilja ekki allir græða? Hann gekk til hennar. — Kannski þér líka? — Nei, ég hef ekki áhuga á auð- æfum, en það hafa flestir og ég lít ekki niður á Olvicr vegna þess eins, að fjölskylda hans á miklar eignir. — Ekki -einu sinni þótt hunn liafi eignazt þær eignir á óheiðarlegan hátt? — Þér hafið ekki heimild til -að tala svona um unnusta minn! — Svo hann er unnusti yðar — eða hafið þér komizt að sömu niður- stöðu og ég, að það sé ekki þess virði að hugsa um þcnnan unga maan? Þér vilduð ekki bera hringinn hans og þegar ég fékk yður til að setja hann upp, hugsuðuð þér ekki -einu sinni um það, livers vegna hann væri á fingri yðar. Margrét leit á hönd sína og sá, að hún var ekki með hringinn. — Verið ekki óróleg, sagði hann brosandi. — Ég neyddist til að koma skilaboðum áleiðis og Ahmed var einn af aðdáendum yðar. Hann álítur að þér séuð of veikbýggð' til að vinna erfiðisvinnu og að það sé hættulegt. að þér gerið það, þar jsem þér minnið mjög á Elísu La Röc^ que í fjarlægð. Þegar hann scr glampa á steininn í taumnum á hestinum yðar, reynir hann að hjálpa yður, ef það er þá mögulcgt. 13. KAFLI Rhoda ákvað að það yrði bezt fyrir sig að bíða hjá Alí eftir að Margrét hafði fengið skilab'óðin, — Segir ungfrúin furstanum það? spurði Alí. — Hún gerir sitt bezta, en það er ekki víst, að furstinn vilji hlusta á hana! sagði Rhoda. — Hvað held- urðu að sé bezt að gera? Hvert get- um við farið, ef við sleppum út úr borginni? Hvað ætlar þú að gera? — Vera hjá ungfrúnni og furst- anum, sagði Alí og brosti sínu breiða brosi. Nú heyrðu þau hljóð innan úr hellinum og Alí læddist fram. Rhoda vissi að hann var að skoða eitthvað, en hún hreyfði sig ekki úr sporunum. Þegar Alí kom til baka var hann náfölur. — Flirstinn sér fyrir sínu, sagði hann. — Hann hefur. sett tímasprengju inn í hellinn og brátt springur allt í loft upp. — Er hann farinn? hvíslaði Rhoda og Alí kinkaði kolli. — Jæja, fyrst þessi hellir er að gera alla vitlausa, þá er vís't bezt, að hann hverfi. En hvar er Margrét? Hamingjan hjálpi' mér, hún kemur hingað. Hvenær springur sprengjan? — Eftir hálftíma. — Flann stingur af, svínið atarna, sagði Rhoda hugsandi. — Hann slcppur. — Furstinn cr góður maður sagði Alí óhamingjusamur. — Þú ert víst einn um það álit, sagði Rhoda. — Nei, ungfrú, nei! Shelim .... — Shelim er ekki hliðvörður Ieng ur og hann var vinur Olivers Wen- lakes. — Nei, alls ekki, ungfrú. Hún var njósnari furstans og þcir Ahmed. Rhoda ýtti honum frá sér. — Hvert ætlar ungfrúin? — Inn að eyðileggja sprengjuna, sagði Rhoda ákveðin. Alí virtist rnjög órólegur. — En mennirnir berjast um auðæfin í hellinum. — Auðæfi! Góði þegiðu, sagði Rhoda. , . — Það er gamalt skrín í hellin- um, en enginn þorir að koma ná- lægt því, sagði Alí. — Hvcrs vegna berjast mennirnir um skrínið fyrst svo er? — Það koma guðlausir menn í hellinn og taka það, sagði Alí þrjózkulega. Þegar Rhoda hafði eyðilagt tfraa- sprengjuna leit hún á Alí. — Hvað ertu að reyna að segja, Alí? I-Ivers konar þvaður er þetta eiginlega? — Auðæfi gamla furstans, sagði AIí. — Gamli furstinn var góður maður, —. Þú segir nú, að allir séu góðir. —’ Gamli furstinn var góður við Alí. — Heyrðu nú vinurinn. Hann dó fyrir tíu árum og þá varst þú í vöggu. — Fyrir sex árurn, sagði AIí. — Þá var ég tólf ára. Ég vann í hest- húsi gamla furstans. Hann klappaði Alt á höfuðið. Alí vildi gera allt fyrir gamla furstann. — Segðu mér fleira, sagði Rhoda. —Gamli furstinn sagði, að það væri eldur í klettunum og það myndu margir menn berjast um eldinn, en gamli furstinn sagði, að klettaeldurinn væri leyndarmál. Svo koirtu margir menn og. þeir börðust, gamli furstina en hann sagði, Þriðjudagur 25. fcbrúar 1969. 20.00 Fréttir. 20-30 Munir og minjar. „Mcð gullband um sig miðja“ Elsa E. Guðjónsson, safnvörður sýnir íslenzlqan brúðarbúning, scm fluttur var úr landi árið 1809 og er nú á safni í Lund únum. Þjóðminjasafn íslands hefur fengið búninginn nú að láni. 21.00 Hollywood og stjörnurnar. Um efnivið og uppbyggingu ltvikmynda. Þýðandi: Kolbrún Valdemarsdóttir. 21.25 Á flótta. „Skógareldur." Aðalhiutverk: David Jansen. Þýðajndi: Ingibjörg Júnsdóttir. 22.10 Mynd af Adcnauer. Kvikmynd um málarann Oskar Kokoscha og Adenauer kanzlara cn Kokoscha málaði fræga mynd af kanzlaranum. (Þýzka djónvarpið). ( Þýðandi og þulur: Óskar Ingimarsson. 22.35 Dagskrárlok. [1 “1 a B [? Þriðjudagur 25. fcbrúar. 7.00 Morgunútvarp. Vcðnrfgegnir. Tc,nleil:ar. 7.30 Frcttir. Tónleikar. 8.30 Fréttir * og veðurfregnir. Tónleikar. 8.55 Fréttaágrip og útdráttur úr for udíugreinum dagblaðanna. Tón leikar. 9.50 Þingfréttir. 10.05 Fréttir. 10.10 Veðurfrcgnir 1030 Húsmæðraþáttur. Dagrún Kristjánsdóttir talar við Jón- ínu Guðimundsdóttur formann Ilúsmæðrafélags Iteykjavíkur. Tónlcikar. 12.00 Hádegisútvarp. Dagskráin. Tónleikar. 12.15 Tiikynningar. 12.25 Fréttir og vcðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna. Tónleikar. 14.40 Við, sem heima sitjum. Asa Beck les „Morgundögg" smásögu eftir Ilenrik Pontoppi dan í þýðingu Kristjánd Al- bcrtssonar. 15.00 Miðdegisútvarp. Fréttir. Tilkynningar. Létt lög. Joc Bushkin o.fl. leika lög eft ir Cole Porter. Ella Fitzgeraid syngur nokkur lög. Oscar Pet- erson og tríó hans leika, cinn- ig Thc Bee Gecs og hljómsv. Davids Carrolls. 16.15 Vcðurfregnir. Óperutónlist. Marian Anderson, Zinka Milan ov, Jan Peerce o.fl. dyngja at- riði úr „Grímudansleiknum" eftir Verdi; Dimitri Mitropou- los stjórnar hljómsveit Metro- politan-óperunnar í New York. 16.40 Framburðarkennsla í dönsku og enksu. 17.00 Fréttir. Endurtekið tónlistarefni. a. Sænsku tónskáldin Gunnar de Frumerie, Erland von Koch og Ingemar Liijcfors leika eigin tónvcrk á píanó. (Áður útv. að hluta 12. þ.m.) b. Franska tónskáldið Maurice Ravel leikur eigið pianóverk (Áður útv. 4. þ.m.) 17.40 Ú),varpss;'<ga barnanna: „Palil og Tryggur" eftir Emanuel Hcnningden. Anna Snorradóttir les þýðingu Arnar Snorrasonar (2). 18.00 Tónlikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds- ins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Daglegt mál. Árni Björnsson cand. mag. flytur þáttinn. 19.35 Þáttur um atvinnumál. í umsjá Eggcrts Jónssonar, hagfræðings. X 20.00 Lög unga fólksins Gerður Guðmundsdóttir Bjarlt- lind kynnir. 20.50 Hvað er templari - mu^teris- maður? Pétur Sigurðsson, ritstj. flytul erindi. 21.10 Óbókonsert eftir Vaughan Williams. Leon Coussens og hljómsveitin Philharmonia f i Lundúnum lcika. I Walter Susskind stj. 21.30 Útvarpssagan „Land og synir'* eftir Indriða G. Þordteinsson, höfundur flytur (10). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passíu sálma. ^ 22.25 íþróttir. Örn Eiðsson segir írá. 22.35 Djassþáttur. ^ ólafur Stephensen kynnir. 23.00Á hljóðbergi. Tj Sænski rithöfundurinn Tage Aurell les smásögu sína „Að- stoðarprcsturinn." 23.45 Fréttir í stuttu máli. Dagskrár- lok. SMURT BRAUÐ SNITTUR BRAUÐTERTUE Laugavegi 128. sími 24631. £ttar yngvason héraösdómslögmoður J MÁLPLUTNINGSSKRI r-STOFA. 1 BLÖNDUHLÍÐ 1 • SÍMI 21296 : SMURT BRAUÐ SNITTUR - ÖL - GOS Opið frá kl. S. Lokað kl. 23.15. Bantið tímanlega í veizlur BRAUÐSTOFAN Vesturgötu 25. Símj 1-60.U. EIRRÖR Kranar, fittings, einangrun o.fl. til hita- og vatnslagna byggingavöruverzlun Burstafell Réttarholtsvegi 9 Sími 38840.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.