Dagur - 12.02.1918, Page 4

Dagur - 12.02.1918, Page 4
4 DAGUR. verður hjer eftir fyrst um sinn If" opin frá kl. 9 f. h. til kl. 6 e. h. tiema. laugardaga frá kl. 9 f. h. til kl. 8 e. h. yfirskrift, sem blaðið hefði þá getað orðað svona: Landstjórnin og brauðgerðarhús Akureyrar. Stjórnin stofnar til al- mennrar hungursneyðar á Akureyri, með pví að láta ekki eina brauðgerð- arhús bœjarins fá kol. Sijórnin tekur brauðið frá munn- inum á sárhungruðum aumingjun- um nú, þegar bjargarskortur og harðindi heltaka alt. Ostjórnarfjandi. „Misvitur er Njáll“. Eihar á Stokkahlöðum hefir nú um skeið gert sitt ítrasta til að ófrægja þingmenn Eyfirðinga, þó einkum Stefán í Fagraskógi, fyrir þingfarar- reikninginn frá í fyrravetur. Er sú árás bersýnilega sprottin af persónu- legum kala en ekki af særðri rjett- Iætistilfinningu. Eða hví þegir Einar á Stokkahl. fyr og síðar um hina dýru för Jóhann- esar sýslumanns til þings forðum daga? Tók Jóhannes eitthvað sjö- falt meira fyrir þá ferð heldur en skaplegt mátti telja. Varð sú fram- koma hans til þess, að síðan er þing- fararkaup fastákveðið. Er hér með skorað á Einar, að taka mál Jóhann- esar til' yfirvegunar, ef honum er alvara með að víta það, sem áfell- isverðast hefir verið framið í þess- um efnum á síðustu árum. En vilji Einar breiða yfir sannanleg af- glöp Jóhannesar, jafnhliða því að hann fyllir málgögn afturhaldsins með árásum á Stefán í Fagraskógi fyrir það sem heilbrigð réttarmeð- vitund aimennings telur ósaknæmt —r þá sést hver tilgangurinn er, Gróu sögurnar um þingmenn Ey- firðinga eiga að opna þingfarar brautina fyrir Jón Stefánsson & Co. JÓn Porláksson og Björn Kristjáns- son fá þá liðsauka, sem þeir mega treysta á. Kjósandi. Grikkur. Sú saga gengur nú staflaust um alt, að allmargir útgerðarmenn og kaupmenn víðsvegar um land hafi í vetur lagt fast að Kl. Jónssyni að sækja um lögfræðingsembættið við Landsbankann, Upptök hreyfingar- innar talin vera á Akureyri. En Ki. Jónsson sótti ekki um embættið. Sést á Akureyrarblöðunum að það heíir vakið talsverða undrun. Ef til vill hefir Kl. J. grunað, að leika ætti með hann. Getur líka verið, að hann hafi ekki gengið þess alls dulinn, að yfirleitt ætti hann ekki of miklum vinsældum að fagna í landinu, orðið þessvarað misbrest- ur þætti á lipurð gagnvart þeim, er lægra stóðu í valda- og metorða- stiganum. Kaupmannaflokkurinn á Akureyri jafnvel ekki hvatt hann til framboðs fyrir kjördæmið við síð- ustu kosningar, svo að ekki sje frek- ar að orði kveðið. Svo skeytir fyrv. landritari engu áskorunum þéssum og sækir ekki um embættið. Hefir unnað »styrktarmönnum« sínum að verða af þeirri ánægju, sem þeir höfðu ætlað sjer, þeirri ánægju, að húðskamma landsstjórnina, ef hún veitti öðrum embættið. Og nú kvað svo komið, að þessir vinir. fyrv. landritara eru honum sárgramir, sjá að þeim hefir mistekist, þar sem hann heíir gert þeim'þennan ótæt- is grikk, að sækja ekki." Sitja þeir nú og horfa í gaupnir sjer og þyk- ir lítið frækileg þeirra ferð. N. Vatnssalan. Fyrir nokkrum árum var því hald- ið fram af nokkrum mönnum hjer í bænum, að best væri að bærinn leyfði einum einstökum manni að selja skipum, er hingað koma, vatn úr vatnsleiðslu bæjarins. Talað var um að hæfilegt væri að bærinn fengi 2500 kr. árlega frá vatns- kaupmanni þessum. En þegar til kom varð stefnubreyting í bæjar- stjórninni í þessu máli. Bærinn verslar nú sjálfur með vatn sitt og hefir tvö síðustu árin, að sögn, haft alt að helmingi meiri tekjur af vatnssölunni heldur en orðið hefði með hinu fyrirkomulaginu. Og um leið og skipagöngur aukast aftur að fengnum friði, hljóta tekjur af vatnssölunni að verða bænum drjúg tekjulind. Bœjarbúi. Prentsmiðja Björns Jónssonar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.