Dagur - 09.03.1918, Blaðsíða 2
10
DAGUR.
Tilkynning.
Þeir menn úli um sveitir, sem fá
blaðið sent óbeðið, verða taldir
kaupendur þess, hafi þeir ekki 'end-
ursent fyrstu blöðin til afgreiðslu-
manns fyrir miðjan apríl n. k.
og Eistland af Rússum, enda berjast
nú Eistlendingar og Ukrainebúar
með Rjóðverjum gegn Rússum. Get-
ur ástandið í Rússlandi naumast verra
orðið. Alt logar þar í ófriðarbáli
stjórnarbyltingarinnar, hver höndin
upp á móti annari, stjórnleysi hvar-
vetna, engin festa í neinum hernað-
arráðstöfunum nje öðru og heraginn
í megnasta ólagi. Lenin og Trotsky,
sem mjög hafa verið við stjórnar-
byltinguna riðnir, hurfu skyndilega
og voru álitnir dauðir, en eru nú
sagðir komnir fram í borginni Ríga.
Rúmenar eru byrjaðir að semja
frið við Miðveldin. Er talið líklegt
að þeir vilji ná Bessarabíu frá Rúss-
um, enda eru margir Rúmenar þar
í landi.
Tíðindum þykir það sæta, að
Svíar hafa farið með hertil Álands-
eyjá og tekið þær herskyldi af Rúss-
um; geta sumir þess til, að þetta
hafi verið gert með samþykki Pjóð-
verja.
Hörmungarnar í Finnlandi halda
áfram. Vilja Finnlendingar alt til
vinna að þeim geti Ijett af. Hafa
þeir beðið Þjóðverja hjálpar og seg-
jast fúsir ganga að öllum kröfum
þeirra í staðinn. Hafa Rjóðverjar nú
brugðið við og sent þeim hergögn
til að verjast óaldarflokknum þar í
landi. Sagt er að Svíar ætli einnig
að rjetta þeim hjálparhönd. Er því
ekki óhugsandi að eitthvað taki fram
úr fyrir þeim, áður langt Iíður.
Öðruhvoru er getið um stórorust-
ur á vesturvígstöðvunum, en ekki
kunnugt hvaða árangur þær beri.
Hertling, ríkiskanslarinn þýski,
hefir nýlega minst á frið við stjórn
Belgíu. Vill hann að friður byggist
að nokkru leyti á skilyrðum Wilsons
Bandaríkjaforseta. Er þetta talinn
vottur þess, að ekki sje með öllu
vonlaust um að friður geti verið í
aðsigi.
Samtíningur.
— Ákveðið er að gufuskipið
Botnía sigli beint á milli Danmerk-
ur og íslands til vöruflutninga. Hún
leggur af stað frá Khöfn þessa
dagana.
Sterling er sagt að Ieggi af stað
híngað til lands frá Höfn 1. n. m.
— Hafísinn ætlar að hafa lengsta
viðdvöl á Eyjafirði, alstaðar horfinn
frá landinu nema hjer á firðinum.
Bótin að ekki er hjer matvöruskort-
ur enn. Reynandi að fá Matthías
í tfma til að senda »Iandsins forna
fjanda* eina kröftuga stöku.
— Ágúst Flygenring fjell af hest-
baki á Ieið heim til sín frá Rvk í
síðustu viku og meiddist allmikið.
Er sagt úr Rvk að hestur hans hafi
lent á símaþræði og af því hafi
slysið hlotist. Höfðu menn verið
að gera við símann á þessum slóð-
um, og álitið að þeir hafi lagt þráð-
inn svona ógætilega frá sjer.
— Njáll Ijet segja sjer þrem
sinnum það er honum þótti mikl-
um tíðindum sæta. f »íslendingi«
er búið að skýra þrem sinnum frá
þvi hvenær »Dagur« kom kom fyrst
út—á sprengidag. Sýnilega hafa
það þótt mikil tíðindi. Vissara væri
þó að geta um þetta nokkrum sinn-
um enn, ef ske kynni að það fjelli
í gleymsku.
— Enn hefir verið að því fund-
ið í »Norðurlandic, að Dagur fiytti
nafnlausar greinar; hefir hann því
verið nefndur »dimmi« Dagur.
Sumum mönnum er svo farið að
þeim sýnast allir hlutir dimmir.
»Nú gerast sólar litlir dagar,«
sagði Axlar-Björn, og var þó glaða
sólskin. Undarlegast að axla-birn-
ir skuli vera í sjáifri »Hvítu her-
sveitinni*.
— Gamall maður, kominn í kör,
var að lesa »Tímann« og'mælti við
kunningja sinn, gamlan mann er
hjáhonum sat:
»Svona blað hefði þurft að vera
til, þegar við vorum ungir, þá væri
margt öðruvísi nú.«
— Asahláku gerði hjer á mánu-
dagsnóttina. Varð þá mikill vatna-
gangur hjer á Akureyri. Flóði vatnið
víða inn í kjallara, einkum á Odd-
eyrinni, og olli skemdum.
Sömu nótt flóði vatn inn í fjár-
háa úti í Sandgerðisbóí og drap
12 kindur. Eigandi þeirra var Sig-
urjón Jónsson, fátækur maður.
— Ráðsmannaskifti verða í Caro-
line Rest á næsta vori. Benedikt
Einarsson lætur af því starfi, en við
tekur Olgeir Júlíusson næturvörður,
er fengið hefir veitingu fyrir því.
Ástandið.
Allir, sem komnir eru til vits og
ára, muna eflaust eftir því, þegar
fregnin uni Norðurálfuófriðinn barst
þeim fyrst til eyrna. Það var í ágúst-
mánuði 1914, á sólskinsbjörtum
sumardegi, þegar flest ljek í lyndi,
að fregnin ,flaug hraðara en logi
yfir akur. Allir vissu að stórhætta
var á ferðum, en hugguðu sig þó
við, að ófriðurinn gæti tæplega stað-
ið nema nokkra daga og í lengsta
lagi 1 —2 mánuði. Enda höfðu hern-
aðarfróðir fjármálamenn sagt það
afdráttarlaust, að ófriður milli stór-
velda álfunnar gæti ekki staðið lengi,
vegna verðhækkunar á öllum hlut-
um og annara óyfirstíganlegra örð-
ugleika.
Ótti og skelfing mundi hafa gagn-
tekið alla íslensku þjóðina, ef henni
hefði þá birst þessi sannleiksvitrun:
Ófriðurinn stendur.minst í 4 ár. í
honum lenda ekki einungis Rjóð-
verjar og Austurríkismenn, Rússar,
Frakkar og Englendingar, heldur og
margar aðrar þjóðir Norðuráifunnar,
stórar ög smáar, og auk þess mik-
ill hluti Asíuþjóðanna, Ástralíumenn,
þjóðir í Afríku og öll Ameríka. Með
öðrum orðum: nálega allar menn-