Dagur - 09.03.1918, Page 3
DAOUR.
11
ingarþjóðir heimsins. Ófriðarþjóð-
irnar gera hlutlausum þjóðum mjög
örðugt fyrir, hefta póstgöngur, banna
vöruflutninga landa í milli og sökkva
vöru- og fólksflutningaskipum í þús-
undum. Annað skipið, sem þið
eruð að Iáta smíða, mun brátt
stranda og verða ónýtt, og þau
skip, sem mest hafa verið í förum
til íslands og annast flutninga fyrir
ykkur, Vesta, Ceres Flóra o. fI.,
sökkva niður á mararbotn fullfermd
af vörum.
Auk þess kemur á þessu fjögra
ára tímabili einn sá mesti frostavet-
ur, sem nokkurn ykkar rekur minni
til. Næsta sumar á undan þeim vetri
bregst síldveiði með öllu, og seinni
hluta þess sama sumars og að haust-
inu verður svo mikil ótíð, að hey
verða úti eða nást stórskemd, og
eldiviður ónýtist að stórum mun.
Pá verða og vörur stígnar svo í
verði, að t. d. 1 smálest af kolum
verður seld á 360 krónur.
Víst er um það, að mörgum
hefði hrosið hugur við vitneskjunni
um það, að alt þetta kæmi fram,
og að sjálfsögðu hefðum við talið
víst, að ástandið á íslandi yrði orð-
ið hræðilegt árið 1918.
Hvernig er þá ástandið nú?
í stuttu máli verður ekki annað
sagt en að ástandið sje langt fram
yfir allar vonir, þegar litið er til
alls þess, sem á dagana hefir drifið
á þessu 3—4 ára tímabili.
Fáir munu hafa liðið tilfinnanleg-
an.skort ennþá, þó mörg fjölskyld-
an, einkum í kaupstöðum og sjáv-
arþorpum, eigi örðugt uppdráttar.
Hið opinbera hefir ekki þurft að
hlaupa undir bagga með beinum
fjárútlátum til einstaklinga svo telj-
andi sje.
Bústofn bænda og framleiðslu-
tæki öll til lands og sjávar óskert
og að líkindum fremur aukist, Að
vísu hafa allmargir togarar verið
seldir úr landi, en fjöldi annara
skipa, einkum mótorskipa, hefir
komist í eigu landsmanna, síðan
stríðið hófst.
Nú á landið skipastól, sem að
mestu nægir til þess að flytja nauð-
synjavörur að og frá landinu, en
slíkir flutningar voru áður í hönd-
um útlendra fjelaga.
Ný verslunarsambönd hafa mynd-
ast, þó önnur hafi farið forgörðum
í bráð, og beinar ferðir komist á
til Ameríku, sem vjer þráðum löngu
fyrir stríðið.
Verslun á ýmsum nauðsynjavör-
um hefir færst í það horf, að land-
ið og landsmenn yfirleitt hafa náð
meiri og betri tökum á henni én
áður; hún hefir með öðrum orðum
dregist að nokkru úr höndum kaup-
manna og ýmsra einstakra gróða-
brallsmanna í hendur heildarinnar.
Petta, sem nú hefir verið talið,
og ýmislegt fleira þó, bendir á, að
nú roði fyrir nýjum degi í áttina til
sannrar menningar og raunverulegs
sjálfstæðis vor íslendinga.
Ressi breyting á versluninni og
aðrar ráðstafanir lil tryggingar öll-
um landslýð hefir þó komið af
stað allmiklum deilum og flokka-
drætti.
Annarsvegar stendur landstjórnin
og meiri hluti Alþingis að baki henni
með hagsmuni þjóðarheildarinnar
fyrir augum, en hinumegin íjöldi
af kaupsýslumönnum, með flest
blöð landsins á sínu bandi. Penna
flokk fylla svo ýmsir gæðingar, og
sumir þeirra þykjast eiga um sárt
að binda, hafa t. d, fallið við þing-
kosningar og þ. u. 1. og eru íillu
skapi út af því.
Þessi flokkur reynir af fremsta
megni að telja kjark úr þjóðinni
með því að mála ástandið sem svart-
ast. Hann skellir allri skuldinni á
þingið og núverandi stjórn. Varla
hefir stjórnin gert nokkra ráðstöfun
svo, að hún hafi ekki verið vítt af
þessum mönnum. Jafnvel hefir þetta
gengið svo langt, að ónotum og
æsingum hefir til bragðbaítis verið
sti;áð út á »guðsorðið« í prjedik-
unarstólnum — sbr. Ólaf fríkirkju-
prest — En að stuttum tíma liðn-
um hefir þó hver þessi æsingatil-
gj^r* Háhyrníngatennur
kaupir
Tryggvi Jónatansson
Grundargötu 3.
raun fallið niður, af því sýnilegt
var að vel hafði verið ráðið. Ein-
stakir þingmenn hafa verið lagðir í
einelti, brígslað um 10 — 20 kr. of-
hátt þingfararkaup, og lýsa þau
brígsl frámunalegum smásálarskap.
Pá hefir verið reynt að gera skuld-
ir landsins sem ægiiegastar í aug-
um þeirra, sém hræðast að heyra
nefndar fjárupphæðir, er nokkru
nema. En gæta verða menn þess,
að svo mjög hafa peningar fallið
í verði, að 15 milj. nú eru ekkí
meira virði en 4 — 5 milj. voru fyr-
ir stríðið. Megninu af skuldafjenu
er og varið til skipa- ogvörukaupa
og verður þannig til eflingar og
sjálfstæðis þjóðinni.
Pingið í heild sinni óg núver-
andi landstjórn á annað skilið en
þessar látlausu, frekjulegu árásir.
Jegheld, að almenningur finni þetta,
Ræð jeg það af því, hve »Tíminn«
og nú síðast »Dagur« fá góðar
viðtökur hjer úti um sveitirnar, þar
sem jeg þekki til. Er það vottur
þess, að alþýðan er enn ekki orð-
in blinduð af öllu moldrykinu, sem
þyrlað hefir verið upp.
Kári. -
Stórskaði — Gróðabrall.
Nýr rithöfundur hefir birst í»ís-
lendingi«. Hann nefnist »ÓIi«. Skrif-
ar hann nú hverja greinina á fætur
annari I blaðið, og alt jafngáfulegt!
ViII hann hafa landsverslunina í
forðabúrsstíl aðeins, og gera hana
að þjóni kaupmanna. Með því fyrir-
komulagi hefði landið tekið alla á-
hættuna á sínar herðar og ljett henni
af kaupmönnum, sem þó voru full-
færir um að bera hana, af því þeir
hafa grœtt svo mikið, eftir því sem
Lögrjettu segist frá, »Dagur« hefir
haldið því fram, að með þessw