Dagur - 08.05.1918, Blaðsíða 3
DAGUR.
27
— Sumarið rak hafísinn á flótta
á þriðjudagsnóttina, fyrir viku síðan.
— Sterling kom hingað á mið-
vikudaginn. Nýlunda að sjá skip
eggjast hjer að bryggju.
— Látinn er í Bandaríkjunum
íslendingurinn Bertel Högni Gunn-
laugsson, nær áttræður að aldri.
Hann dvaldi lengst æfinnar í út-
Iöndum og fór víða um heim. Há-
lærður maður, einkum í tungumál-
um og fagurfræði.
— Böðvar Bjarkan yfirdómslög-
maður brá sjer til Rvíkur með Sterl-
ing.
Hvað kostar stríðið?
Ró að mannlegum mætti sje það
ofvaxið að svara þeirri spurningu
með nokkurri nákvæmni, þá hafa
samt verið gerðar tilraunir með
að nálgast hið rjetta svar.
Skal hjer í stuttu máli gerð grein
fyrir þeirri niðurstöðu, er glöggir
og reikningsvísir menn hafa kom-
ist að um kostnað stríðsins fyrstu
þrjú ófriðarárin.
Fyrst eru þá bein útgjöld til
hers og flota frá stórveldum Norð-
urálfunnar. Sá reikningur lítur þann-
ig út.:
Stórbretaland . 66,960,000,000 kr.
Frakkland . . . 55,178,640,000 —
Ítalía ......... 11,700,000,000 —
Rússland . . . 54,000,000,000 —
Pýskaland . . . 76,680,000,000 —
Austurríki . . ■ 45,000,000,000 —
Samtals: 309,518,640,000 kr.
Petta eru svimháar tölur, og eru
þó ekki herútgjöld smáþjóðanna, er
lent hafa í stríðinu, talin með. Sýni-
fegt er hvílík fjármunaleg blóðtaka
stríðið er fyrir ófriðarþjóðirnar.
Langt um átakanlegra er þó hitt,
að þjóðirnar fórna ógrynnum af
mannslífum í styrjöldinni. Eftir því
sem næst verður komist, hefir tala
fallinna hermanna og örkumla allaæfi
vegna stríðsins verið 6,500,000 að
þremur fyrstu ófriðarárunum lokn-
um Hið hagfræðilega tjón, sem af
þessu leiðir, hefir verið metið:
91,260,000,000 kr., og þykir
lágt reiknað.
Þá er að líta á eyðileggingu á
eignum, svo sem söfnum, húsum,
brúm, járnbrautum o. s. frv. Vitan-
lega verður sumt af þessu ekki metið
í peningum að því leyti, að tjónið
er óbætanlegt; má í því efni með-
al margs annars benda á bókasafn-
ið f Louvain og dómkirkjuna í
Reims og aðrar byggingar í mið-
aldastíl, sem nú eru í rústum. Samt
sem áður hefir verið reynt að gera
sjer nokkra grein fyrir þessu efna-
tjóni og hefir það verið reiknað 9,
000,000,000 kr.
Pá hefir líka tjón það, sem heims-
verslunin og iðnaður hefir beðið af
völdum stríðsins, verið metið
2,700,000,000 kr.
Sjeu nú framangreindartölur lagð-
ar saman, þá kemur í ljós, að strfðið,
eftir þessum reikningum, hefir kost-
að um þrjú ár: 412,478,640,000 kr.
það er meir en 400 miljarðar kr.
(1 miljarður er 1000 m.iljónir)
Hjer er um svo háa tölu að
ræða, að við getum enga grein
gert okkur fyrir henni.
Setjum svo, að þessi upphæð
væri í 20 kr. gullpeningum.er fluttir
væri í járnbrautarvögnum, og hver
vagn bæri 10,000 kílógr. af gull-
inu eða 10 smálestir, þá þyrftu
vagnarnir að vera 16,632 að tölu.
Sú vagnalest mundi verða yfir 100
km. á Iengd, eða meira en 5-föld
leiðin frá Akureyri fram að Grund.
Væri aftur á móti gull þetta lagt
á hesta eftir íslenskri venju, 100
kg. á hvern hesti þá þyrftu hestarnir
að vera að tölu 1,663,200, það er-
meira en þrítugföld tala allra hrossa,
sem til eru á íslandi, Sú hesta-
lest mundi verða svipuð á lengd
og öll strandlengja íslands inn á
hvern fjörð og liverja vík.
Á bak við þessar tölur er botn-
laust hyldýpi hörmunganna.
Nú er komið hátt á fjórða stríðs-
árið og Bandaríkin komin í ófrið-
inn. Tveir þriðjungar alls mann-
kynsins standa í ófriðarbálinu.
Styrjöld þessi er sannkallað heims-
strlð. Daglega verja stríðsþjóðirnar
400 milj. kr., til þess að auka
og margfalda bölið í heiminum.
Hvar er hin kristna siðmenning?
Á hún ekki heima á — Kleppi?
(Að nokkru þýtt úr aBörseni)
t
Síra Friðrik J. Bergmann
er dáinn.
Jón Helgason biskup fjekk 15. f.
m. símskeyti um, að síra Friðrik
væri látinn snögglega og óvænt,
sextugur að aldri.
Óhætt má fullyrða að þessi dán-
arfregn veki sáran trega í brjóstum
fjölmargra íslendinga bæði vestan
hafs og austan, svo mikil ítök átti
þessi andríki gáfumaður í hugum
manna og hjörtum. Hann var einn
af þeim allra færustu rithöfundum
íslenskum og sannarleg nautn að
lesa ritverk hans, sem bæði eru mikil
að fyrirferð og gæðum. Bók hans,
Trú og þekking, sem út kom fyrir
skömmu, er bókmentalegt stórvirki,
Hann fylti flokk hinna frjálslyndu
guðfræðinga.
Væntanlegir til Rvíkur eru 3
ríkisþingmenn frá Danmörku, til þess
að semja um fánamálið. Talið lík-
legt að koma þeirra muni Iengja
þingtímann.
BJaðaeríndi.
Austri ersokkinn, engum þó til skaða
Árum sneiddur, kjörnu lœgi fjœr.
Oleymska sjóar Suðra þiljur baða.
Sauði Vestra Njörður kvika flær.
ísafoldar tœmist töðuhlaða,
Timans nýja brum i staðinn grær.
Á nœturhimin norðurlenskra blaða
Nú er runninn Dagur lágur en skœr.
/. Þ.