Dagur - 03.06.1918, Blaðsíða 1
DAGUR
keniur úl tvisvar í mán-
uði og kostar 2 kr. árg.
Gjaldd. 1. júlí.
DáBUR
AFGREIÐSLU-
og innheimtumaður:
Lárus /. Rist. Talsími 31.
Ráðhússtíg 4.
Ritstjóri: Ingimar Eydal.
I. ár.
Akureyri 3. júní 1918.
9. blað.
Tjörnesnáman.
Mikið tap hefir orðið á rekstri
námunnar. Eftir því sem fjárhags-
nefnd Neðri deildar segist frá,
nemur það fullum 100 þús. kr. Að
vísu mun tapið í raun og veru ekki
nema nærri svo miklu, þegar allar
eignir námunnar eru teknar til greina
og metnar fullu verði. En hvað
sem um það er, þá er fjártap Iands-
sjóðs mikið. Að vísu þurfti engum
að koma það mjög á óvart, þó að
fyrirtæki þetta bæri sig ekki í byr-
jun og á meðan það væri að kom-
ast yfir barnasjúkdómana. En á-
nægjulegra hefði það að sjálfsögðu
verið, ef landið hefði komist hjá
skakkaföllum af rekstri námunnar.
Tvær ástæður géta Iegið til grund-
vallar þess, að náman ber sig ekki.
Önnur sú, að stjórn námunnar og
rekstur hafi ekki verið í svo góðu
lagi sem skyldi. Hin í því fólgin
að kolin hafi verið seld of lágu
verði. Hinu fyrnefnda er nú
haldið mjög á lofti af sumum
mönnum og skal hjer enginn dóm-
ur á það lagður, við hve mikil rök
það hefir að styðjast. Það skal
þó fram tekið, að ekki sýnist vel-
viðeigandi nje sanngjarnt að telja
mjög eftir kaup það, sem verka-
mönnum, er unnið hafa að námu-
greftinum, hefir verið borgað. Vinn-
an er sögð injög erfið og megn
vosbúð henni samfara. Hættir þeim
mest við að áfellast sanngjarna borg-
un fyrir erfið og þreytandi störf,
sem svo að segja aldrei drepa hendi í
kalt vatn sjálfir. Hitt er ekki nema
sjálfsagt að bent sje á þær misfellur,
sem kunna að vera á stjórn og vinnu-
brögðum, og kippa þeim í lag jafn-
óðum og þær koma í ljós.
Um það verður ekki deilt, að
framleiðslukostnaður Tjörneskolanna
hefir yfirstigið söluverð þeirra, þar
af stafar fjárhalli landssjóðs. Kolin
hafa verið seld undir sannvirði. En
aðgætandi er, að því sem land-
ið tapar við kolasöluna, það græða
landsmenn við kaupin. Nú er það
mjög hæpið að gjörlegt sje að selja
Tjörneskolin öllu hærra verði en
þau nú eru komin í, miðað við
gæði þeirra, því miklu ískyggilegra
en halli sá, sem landssjóður hefir
orðið fyrir, er það, hvað kolin eru
ljeleg, mestu vandkvæði þessa máls
eru í því innifalin.
Fyrir óheppilega rás viðburðanna
er eldsneytismálið orðið eitt af stór-
málum þjóðarinnar. t*að er ein af
afleiðingum striðsins. Horfur tím-
anna eru þannig, að við verðum
að tjalda því sem til er af gæðum
landsins, þó misjöfn sjeu, okkur til
bjargar, og altaf syrtir meir og méir
að um aðflutning til landsins. Út-
Iend kol til eldsneytis nær ófáanleg
og komin í tólffalt verð eða meira,
ef fáanleg eru. Pað var því eigi
að undra, þó að gripið hafi verið
til þess ráðs að vinna kol úr jörðu
hjer á landi. Það var blátt áfram
sjálfsögð ráðstöfun til bjargar. Pess-
vegna var svo afarmikið í húfi um
það hvort kolin reyndust nothæf
eða eigi. Reynslan hefir nú úr
því skorið á þann veg, að þau verða
ekki notuð eingöngu, að minsta
kosti ekki í fjölda eldstæða, og hita-
gildi þeirra fremur lítið. Prátt fyr-
ir þetta hafa þau komið að miklum
notum á fjöldamörgum heimilum á
þessum örðugu tímum, og enn á-
takanlegri mundi kuldinn hafa orð-
ið mörgum manni síðasta vetur, ef
þau hefðu ekki verið fyrir hendi.
Menn mega sist kippa sjer upp við
það, þó að ýmsar dýrtíðarráðstaf-
anir hafi æðimikinn kostnað í för
með sjer.
Það gefur að skilja, að kostnað-
urinn við að vinna námuna hefði
ekki orðið meiri, þó að kolin hefðu
verið betra eldsneyti en raun hefir
á orðið. En þá hefði líka verið
auðveldara að selja þau með sann-
virði og landinu að skaðlausu. Pá
mundi heldur engum hafa komið
til hugar að hætta námurekstrinum,
á meðan tímarnir ekki breytast til
batnaðar. Af þessu er það Ijóst
að öll vandræðin eru af því sprott-
in, að kolin hafa ekki reynst nægi-
lega góð.
Sumir hafa viljað hætta rekstri
námunnar nú þegar, vegna þeirrar
niðurstöðu, sem þegar er fengin. Al-
þingi hefir tekið hyggilegra ráðið,
að halda áfram í sumar fyrst og
fremst, sjá hvort ógjörningur reynist
að láta fyrirtækið bera sig með
breyttu fyrirkomulagi. Niðurstaðan
getur orðið sú, eftir nýja reynslu
í sumar, að ráðlegast þyki að slá
botninn í kolanámið, og væri það
þó illa farið, nema önnur betri úr-
ræði yrðu fundin til að girða fyr-
ir þá hættu, sem landsmönnum er
búin af eldsneytisskorti. Sú hætta
er of alvarleg til þess að gera kola-
námið að æsingamáli í alveg sjer-
stökum tilgangi. Því er engin bót
mælandi.