Dagur - 03.06.1918, Blaðsíða 2

Dagur - 03.06.1918, Blaðsíða 2
34 DAGUR. Alþingi. Frumv. til laga um dýrtídar- og gróðaskatt hefir verið lagt fyrir þingið. Auk tekjuskatts þess, er um ræður í gildandi lögum, skulu þeir, sem hafa í árstekjur 30 þús. kr., greiða 5°/o og fer skatturinn hækk- andi og er orðinn 15 af hundraði, þegar tekjurnar eru orðnar 50 þús. kr. eða meira. Karl Einarsson flytur frumv. um bœjarstjórn Vestmannaeyja. Ætlast til að eyjarnar verði teknar í tölu kaupstaða, sýslumaðúrinn í Vestm,- eyjum verði bæjarfógeti og hafi auk þess öll hin stömu störf á hendi og sýslumaðurinn nú og sömu laun úr landssjóði. Bæjarstjórn stýrir mál- efnum kaupstaðarir.s. Stjórnin hefir lagt fram frumv. nm hœkkun á vörutolli. Fjárhags- nefnd Neðrid. hefir lagt til að frv. þetta verði samþykt með þeirri breytingu, að allur vörutollur verði tvöfaldaður, og gerir ráð fyrir að sá tekjuauki geti numið 90—100 þús. kr. á þessu ári. Langt frumv. er fram komið frá stjórninni um stimpilgjald. Skulu skjöl ýmist stimpluð með 1% eða 1/2°/o af verðhæð þeirra, eða þá föstu gjaldi. Gert ráð fyrir 200 — 300 þús. kr. tekjuauka af þessu. Fjárhagsnefnd segir í áliti sínu um frumv. þetla, að athugavert sje að leggja slíkan skatt á viðskiftalíf- ið^og fellir si'g alls ekki við að leggja stimpilgjald á farmskírteini, sem í raun og veru sje eigi annað en útflutningsgjald af vörum. Ró hefir það orðið ofan á í nefndinni að leggja til að frv. yrði samþykt með nokkrum breytingum og lagt til að lögin gildi ekki lengur en til ársloka 1921. Frumv. til laga um fólksráðninga- skrifstofu i Rvik og um vatd lands- stjórnarinnar til að ráðstafa at- vinnulausu fólki flytúr bjargráða- nefnd. Stjórninni heimilast að setja upp ráðningaskrifstofu, eftir sam- ráði við Búnaðarfjel. íslands og Fiskiveiðafjelagið, til fyrirgreiðslu vinnuviðskiftum í landinu. Stjórninni heimilast og vald til að ráðstafa at- vinnulausu og bjargarvana fólki, sem ekki verðúr ráðið á ráðninga- skrifstofunni, eða með frjálsum sam- ningum á annan hátt. Petta má þó því aðeins ske, að stórfeld bjargar- vandræði verði og að fengnu sam- þykki viðkomandi sveita- eða bæja- stjórna. Er hjer aðeins drepið á ein- slöku ákvæði frumvarps þessa. Mentamálanefnd flytur frumv. til laga um veðurathugunarstöð í Rvík. Var það afgreitt til Efrid. 13. maí. Athuganastöðin á að rannsaka veð- ráttu og veðrabrigði að því er ís- land varðar, svo sem föng eru á, og gefa daglega út skýrslu um það, hverra veðra sje von. í öllum verstöðum landsins, er hafa hraðskeytasamband, kaupstöð- um og kauptúnum, skal setja við- vörunarstöðvar, er birti daglega veðurskýrslur stöðvarinnar í Rvík og gefi glögg merki þegar snöggra veðrabrigða er von. Stjórn Læknafjelags íslands hefir farið þess á leit að fá 100% bráða- birgðahækkun handa hjeraðslæknum fyrir læknisverk þeirra og ferðir. Fjárveitinganefnd Neðrid. flytur frumv. í þessa átt. Jörundur Brynjólfssoh og Þor- steinn Jónsson flytja frumv. til laga um heimild fyrir bœjar- og sveita- stjörnir til að leggja gjald á kvik- myndasýningar og aðrar opinberar myndasýningar, aðrar en málverka- eða teiknisýningar. Gjaldið má vera mishátt fyrir mismunandi sýningar, en aldrei meira en tuttugu af hundraði af öllum tekjum, áður en kostnaður er dreginn frá. Frumvarp þetta er flutt með vitund og vilja bæjarstjórn- ár Reykjavíkur. Frumv. til laga um breyting á fræðslulögunum er fram komið í N.d. frá mentamálanefndinni. Var það afgreitt til E.d. um miðjan síð- astá mánuð. Ætlast nefndin til, að launakjör barnakennara verði bætt að nokkru, en tekur það fram í greinagerð frumv. að hún hafi ekki sjeð sjer fært að mæla með því, að frumv. stjórnarinnar um sama efni næði fram að ganga. Minni hluti allsherjarnefndar flyt- ur tillögur í N.d. um að prófess- orar við Háskóla íslands hafi að byrjunarlaunum 5000 kr. á ári, en launir. hækki á hverjum 3. ára fresti um 200 upp í 6000 kr., og að dósentar við sama skóla hafi að byrjunarlaunum 3600 kr., en launin hækki á hverjum 3. ára fresti um 200 upp í 4600 jtr. Meiri hluti nefndarinnar vill aftur á móti, að þingið fáist ekki við launamálið að þessu sinni á öðrum grundvelli en þeim, sem gert hefir verið með dýrtíðaruppbótinni. Víðsvegar að berast þinginu nú málaleitanir frá embættis- og sýsl- unarmönnum landsins um launa- bætur. í N.d. hefir svohljóðandi tillaga til þingsályktunar frá samgöngu- málanefnd verið samþ.: Alþingi ályktar að heimila lands- stjórninni: 1. að hækka styrk þann, sem ákveð- inn er í gildandi fjárlögum til Langanessbáts, um alt að 12 þús. kr. á ári, og gangi 1 eða 2 bátar frá Sauðárkróki til Seyð- isfjarðar, með viðkomu í Gríms- ey, en sjeu eigi minni til sam- ans en 80 smálestir og haldi uppi ferðum til miðs nóvem- bers. 2. að lána alt að 90 þús. kr. til kaupa á Húnaflóabát. Meiri hluti fjárveitinganefndar er meðmæltum þessum tillögum. Tillaga til þingsályktunar um rann- sókn mómýra frá bjargráðanefnd Neðrid.: Alþingi ályktar að feia lands- stjórninni að láta gera rækilega rann- sókn á mómýrum, sjerstaklega við Faxaflóa, til þess að komast fyrir, hvort móiðnaður með Lavals-að- ferð væri tiltækilegur, og heimilast nauðsynlegt fje til rannsóknarinnar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.