Dagur - 19.07.1918, Side 2

Dagur - 19.07.1918, Side 2
46 í blaðinu, að nefndir þær, er út- nefndar voru til að semja um það mál, hefðu komist að einni og sömu niðurstöðu. Sú niðurstaða kom fyr- ir þingið, rjett áður en því var slitið. Undirtektir þingsins voru á þá leið, að allir þingmenn tjáðu sig samþykka nefnastörfunum, að undanteknum tveimur, þeim Magn- úsi Torfasyni og Benedikt Sveins- syni, sem Ijetu málið hlutlaust. Má þetta sannarlega tQljast merkisat- burður, að alt þingið komi sjer saman í sjálfu sjálfstæðismálinu, sem til skamms tíma hefir skift mönn- um í andvíga og illvíga flokka; er þetta gleðilegur vottur um nýja og betri veðurstöðu í pólitíkinni, auk þess að það er sýnilegt tákn vax- andi þingþroska. Að svo stöddu verður sambands- uppkast þetta ekki birt. Vera má að einhver felli sig ekki vel við það og kalli slíka aðferð laumu- spil. En þetta mun gert samkvæmt ósk hinna dönsku nefndarmanna, sem kæra sig ekki um að úrslit málsins verði komin til Danmerk- ur á undan þeim og ef til vill af- flutt þar og rangfærð af miður vel- viljuðum mönnum. Er það sýnilegt, að við það mundi málið ekki græða á nokkurn hátt. Að líkindum kemur innan skamms til þjóðarinnar kasta um að skera úr þessu stórmálí. Vonandi er að hún rati þá rjetta leið. Síldarkaup landssjóðs. Frá því var skýrt í síðasta blaði, að síldarútgerðarmenn hefðu Ieitað á náðir þings og sljórnar um síld- arkaup á þessu ári. Astæður þeirr- ar málaleitunar þær, að útgerðar- menn höfðu birgt sig upp af tunn- um og saiti, en mikil áhætta fylgdi veiðinni vegna útflutningsteppú. Þingið tók málið til meðferðar og voru mjög skiftar skoðanir úm það innan þingsins. Töldú sumir þing- menn það óvarlegt mjög, að land- DAGUR. sjóður tæki á sig áhættuna af út- gerðarmönnunum, því vitanlega hefðu þeir ekki farið þessa á leit af öðru en hræðslu við hana. Aðrir gerðu lítið úr áhættunni og töldu líkurnar fult svo miklar fyrir því, að landið hagnaðist á síldarversluninni. Lauk þessu máli svo á þinginu að ákveðið var að landið kaupi 100 þús. tunnur af síld fyrir 60 kr. tunnuna að jafnaðarverði, eða 6 milj. kr. alls. Vera má að sumum finnist hjer nokkuð ógætilega til stofnað, þar sem um svo háa upphæð er að ræða og markaður fyrir síldina ó- viss. Sannleikurinn mun þó vera sá, að þessari síldarlandsverslun fylgir lítil eða helst engin áhætta. Stafar þáð einkum af þvf, að ,bað er orðið að samningum milli íslensku stjórnarinnar og Svía, að þeir kaupi helming hins ákveðna tunnufjölda — 50 þús. tunnur — fyrir svo hátt verð, að nær er óhugsandi að það er ávantar 6 milj., sem landsjóður þarf að borga fyrir alla síldina, vinnist ekki upp á hinum helmingn- um. Alls ekki Ioku fyrir það skot- ið, að nokkur hagnaður geti orð- ið af þessari síldarverslun, gæti meira að segja komið fyrir að hann yrði töluvert drjúgur. Að minsta kosti bera lögin það með sjer að þingið hafi vænst hagnaðar, en alls ekki gert ráð fyrir tapi, því í þeim er ákveðið að útgerðarmenn fái 4/b hagnaðarins, en landið 1/i. Færi nú samt sem áður svo ólíklega, að landið skaðaðist á síldarversluninni, þá hefði óneitanlega verið hyggi- legra að láta útgerðarmenn einnig taka sinn þátt í þeim fjárhagslega skaða, og samræmisins vegna hefði það verið rjett. En utn það mun ekkert ákvæði vera í lögunum. — 1 ráði er að eigendur mótorskips- ins »Snorri« geri það út norður til Jan Mayen, til þess að sækja rekavið. Búist við að skipið leggi af stað í þann leiðangur í næstu viku. i Bárðdælingar! Kæra þökk fyrir samleiðina og samvinnuna um 16 ára skeið. Jeg minnist ykkar ætíö með innileg- um hlýleika. Guð veti með ykkur. Pórður Flóventsson. — frá Svartárkoti — Leiðrjetting. í 6. tölubl. »Dags«, sem út kom á Akureyri 23. f. m., birtist grein með yfirskriftinni: Olgeirs-málið. ^ Af því að grein þessi er frá upp- hafi til enda ósannindi, rangfærslur og ástæðulausar órökstuddar ásak- anir í minn garð, krefst jeg þess að þjer, herra ritstjóri, birtið eftirfarandi leiðrjettingu í næsta tölubl. sem út kemur eftir móttöku hennar. Greinarhöf. byggif ummæli sín á þeim ranga grundvelli að jeg hafi verið forstjóri = stjórnandi lands- verslunarinnar, og þar afleiðandi átt að sjá um alt bókhald hennar, sam- ning reikninga, endurskoðun þeirra o. s. frv. Þetta er ekki rjett. Jeg hefi hvorki verið forstjóri hennar, nje verslunarráðunautur landsstjórn- arinnar; hvorki hef jeg verið beðinn þess nje jeg óskað eftir því. Eins og alkunnugt er var versluninni stjórnað af ráðherrum þeim, sem verið hafa síðan á aukaþinginu 1914 ásamt 5 þingkjörnum aðstoðarmönn- um frá sumrinu 1915, þar til þriggja ráðherrastjórnin tók að sjer rekstur hennar í ársbyrjun 1917. Alt bókhald verslunarinnar hafði stjórnarráðið á hendi annað en það, sem við kom sölu varanna hjer á landi, það annaðistjegsemafgreiðslu- maður landssjóðsvaranna. Tók jeg það starf að mjer ti! bráðabirgða haustið 1914. Rað var fyrst vorið 1917 að alt bókhald landsverslun- arinnar var sameinað á einni skrif- stofu, svonefndri »Verslunarskrifstofu landssjóðs«. — Formið fyrir sam- einaða bókhaldinu sarndi jeg eftir

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.