Dagur - 19.07.1918, Blaðsíða 4

Dagur - 19.07.1918, Blaðsíða 4
48 því þangað til afrjetta, sem ó- hugsandi væri að það geti slopp- ið úr svo snemma á sumri að tjóni geti valdið í bænum, svo sem austur yfir Fnjóská eða út á Flateyjardalsheiði. Það má alls ei n líðasi að nota bœjarlóðirnar, íúnin og garðana sem afrjeiíarland. Ef sú ráðstöfun, að flytja fje til þessara afrjetta svarar ekki kostnaði fyrir fjáreigendur, getur það ekki svarað kostnaði að stunda fjárrækt í bænum, því það er áreiðanlega víst að fjenaðurinn, sem alinn er hjer með þessu lagi, veldur meiru tjóni á trjáreitum, túnum, görðum og engjum, en því sem nemur hagnaði eigendanna á fjenu. L. /. Rist. Grænlenskt vinnufólk. íbúar Grænlands eru nú um 14 þús. kynblendingar Dana og Skræl- ingja. Hreinir Skrælingjar eru naum- ast lengur til, en á hinn bóginn eru þeir kynblendingar fáir, sem hafa hreint norrænt útlit. Pessir ný- týsku Skrælingjar eru duglegir til Iíkamlegrar vinnu, og þegar þeir hafa lært einhvern starfa, afkasta þeir ekki minna verki, en Norður- álfumenn. F*eir eru góðir til sjó- sókna, en kunnáttunni er að vonum x nokkuð ábótavant þar eð þeir hafa ekki önnur för en skinnfleytur. Kaup þeirra er mjög lágt, og þeir eru mjög nægjusamir. Danir hafa enn ekki kunnað að hagnýta sjer þenna vinnukraft, sem gæti fram- leitt fyrir margar miljónir kr. á ári t. d. við fiskiveiðar eða landbúnað. Petta mál mundi liggja miklu nær okkur íslendingum, sem mundum færari að stjórna slíkri atvinnu. Vinnulaun eru nú orðin svo há hjer á landi, að það ætti að vera gróðavænlegt að láta fólk vinna kauplaust að kalla við lík eða betri náttúruskilyrði á Grænlandi. Agóð- inn mundi renna til ísiands, auk DAGUR. þess, sem slíkt landnám mundi minka fólksekluna á íslandi. Rjóð- artekjur vorar og þjóðarauður mundi vaxa og fleiri hendur hjálpast til að skapa vaxtarmöguleika fyrir íslenskt þjóðvald og íslenska menningu. Samtíningur. — Ritstjóri þessa blaðs kom heim úr Reykjavíkurför um síðustu helgi. — Skáldið Einar H. Kvaran dvel- ur hjer í bænum um þessar mundir. Síðastl. sunnudagskvöld hjelt hann fyrirlestur í samkomuhúsinu um »Mikilvægasta málið í heimi.« Svo föstum tökum náði fyrirlesarinn á hugum áheyrendanna, að lengra verður ekki komist. — Kvöldmessa fór fram í Akur- eyrarkirkju á miðvikudagskvöldið, hófst hún kl. 9. Geir víxlubiskup stóð fyrir altarinu, en Haraldur pró- fessor flutti prjedikun. — Stórstúkuþing var haldið í Rvík dagana 8.—11. f. m. Síra Magnús Jónsson háskólakentiari flutti ræðu í dómkirkjunni áður til þings væri gengið. Rótti ræðan hin (merkileg- asta og hefir komið út á prenti. Þá daga sem þingið stóð gáfust út- breiðslusjóði á annað þúsund kr. — Kandidat Steinþór Guðmunds- son í Hafnarfirði hefir fengið veit- ingu fyrir skólastjórastöðunni við barnaskóla Akureyrar. Auk hans sóttu um stöðuria sr. Sig. Guðmundsson á Ljósavatni, Guðm. Olafson “kennari í Skógum og Lárus Bjarnason kenn- ari í Hafnarfirði. ' — Samninganefndirnar, hin danska og hin íslenska, fóru sunnudaginn 7. þ. m. til Þingvalla í bifreiðum. Með í förinni voru einnig ráðherrarn- ir, forsetar Alþingis og formenn full- veldisnefnda. Pá voru og með f för- inni Jón Aðils sagnfræðingur og Sig- fús Blöndal bókavörður, til þess að skýra fyrir gestunum það markverð- asta á þessum stöðvum. Fanst dönsku nefndarmönnunum mikið til um hina einkennilegu náttúru á þingvöllum. — Hinn 3. þ. m. vildi það slys til að Járngerðarstöðum f Grindavík, að húsfreyjan þar, Valgerður Sæ- mundsdóttir, hrapaði ofan í þvotta- laug og druknaði. Hafði hún verið ein að þvo við laugina, en. laugin í djúpum hraunkatli. Kona þessi var systir Bjarna Sæmundssonar kennara við Mentaskólann. — Guðmundur skáld Friðjónsson á Sandi hefir utn tíma dvalið í Rvík og er nýlega heim kominn úr þeirri för. Flutti hann nokkur erindi í höf- uðstaðnum og var mikill rómur að ger. Einnig var honum boðið á í- þróttamót að Rjórsártúni og fluttr hann þar tölu. Samsæti var honum ' haldið í Rvík. Guðmundur brá sjer hingað til Akureyrar fyrir síðustu helgi og hjelt hjer fyrirlestur á Iaug- ardagskvöldið, sem mikið er lofaður. — Sigþór Magnússon verslunarm. á Siglufirði er nýlega Iátinn úr blóð- eitrun. Sigþór sál. var ungur og efnilegur maðúr og hvers manns hugljúfi. — Grásvöxtur er sagður óvenju- lega rýr hvaðanæfajaf landinu. Jörð- in skemd eftir vetrarfrostin og þar á ofan bætist kuldatíðin síðari hluta vorsins, að minsta kosti hjer norð- anlands. Sláttur er í þann veginn ap byrja hjer um sveitir og á nokkr- um stöðum þegar byrjaður. Töðu- fall víðast talið muni verða þriðj- ungi minna en venjulega og alt að helmingi minna á sumum stöðum. — Ársæll Árnason í Rvík hefir keypt Eimreiðina að dr. Valtý Guð- mundssyni og fer að gefa hana út í Reykjavík. Ritstjóri hennar verður sr. Magnús Jónsson háskólakennari. — Nýja sókn hafa Þjóðverjar hafið á vesturyígstöðvunum og sögð hin ofsalegasta. Gjalddagi blaðsins var 1. júlí. Áskrifendur mega skrifa andvirði blaðsins inn í reikning þess í Kaupfjelagi Eyfirðinga. Prentsmiðja BjörnS Jónssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.