Dagur - 30.07.1918, Blaðsíða 6
54
DAGUR.
»Yfir moldum<?:.
Olg. Friðgeirsson er að verða að
píslarvætti oddborgara eins og Ind-
riði Einarsson, sem keyptur var út!
úr landsreikningafeninu. Blöð hægri
manna ota veiku hliðum þessa manns
stöðugt fram, svo að ekki er unt
að grafa í gleymsku vesala frammi-
stöðu hans í þjónustu almennings.
O. F. hefir gengið margt á móti
síðan síðan hann „gufaði upp“ frá
selstöðu versluninni á Vopnafirði.
Ringið reyndi að gera hann að sam-
göngumálaráðunaut. En eftir tveggja
ára reynslu var starfið Iagt niður.
Manninum hafði ekki tekist að gefa
embættinu gildi. Og enginn virðist
hafa »saknað« Olgeirs. Um stund
var hann fullírúi landsins í stjórn
Eimskipafjelagsins, en að sögn hefir
stjórnin veitt honum lausn i náð,
nú í vetur. Hæst komst O. Fr.
þó á valdatindinum er hann stýrði
landsversluninni í fjelagi við þá
Jón Hermannsson og langsara, sem
ekki vildu afhenda Q. Hannessyni
verslunarplöggin tfl endurskoðunar.
En jafnskjótt og núverandi lands-
stjórn tók við og byrjaði að stækka
og endurbæta landsverslunina fóru
dýrðardagar O. F. að fækka. Ef
hann hefði haft æskilega fortíð í
starfinu hefði ekkert verið eðlilegra
en að horium hefði verið falin for-
staðan. En svo var ekki. Stjórnin
setti meira að segja tvívegis utan-
aðkomandi inenn yfir verslunina
og sjálfan Olgeir, fyrst I3. Sveins-
son og síðar Hjeðinn Valdimars-
son. Gerðist hvortveggja í ráðherra-
tío B. Kr., sem ekki dró þó um
of taum kaupfjelaganna ! Sama varð
raunin á þegar þriggja manna stjórn-
in var sett yfir verslunina. Engum
virðist hafa hugkvæmst að fortíð
O. F. gæfi honum nokkurn rjett til
að koma þar til greina.
f’egar litið er yfir lífsbók þessa
manns, að því leyti sem hann hefir
starfað í þjónustu almennings, þá
virðist einsætt að hann hafi, á því
sviði, lokið starfi. Þjóðfjelagið virð-
ist ekki viðurkenna þörf sína fyrir
vinnu hans, fremur en Eyfirðingar
æskja eftir ritstjóra Nl. sem fulltrúa
á Alþingi.
Islenskir vinstrimenn eiga í stríði
við þá lifandi en ekki hina dauðu.
Tíminn og Dagur hafa heldur ekki
minst O. F. nema til að hnekkja
rangfærslum ósvífinna og ósann-
sögulla hægrimannamálgagna.
Máltól Árna á Höfðahólum segir
ósatt að Tíminn hafi neitað að flytja
yfirklór endurskoðe.ida, pólitískra
jábræðra píslarvottsins. Blaðið tók
öll aðalatriði úr plagginu en hrakti
um leið lið fyrir lið. Ósannindi
ennfremur að O. gerði »form« að
núverandi bókhaldi. Pað gerði R.
Sv. Enginn segir að tvöfalt bók-
hald sje neinn galdur. En því ræf-
ilslegra er fyrir gamlan verslunar-
mann að kunrra það ekki, nje geta
numið, eins og hjer varð raunin á.
Gátu hvorki P. Sv. nje bókari Eim-
sk.fjel. H. E. komið nokkru tauti
á nýja »formið« fyr en settur var
sjerstakur bókhaldari, Guðm. Guð-
mundsson verslunarm. og Olgeir
hætti að skifta sjer af starfinu og
varð aðgerðalaus »figura« í afhend-
ingarhúsunum. Hrein lýgi er neitun
þeirra kumpáua á þeirri staðreynd
að P. Sv. endurskoðandi varð að
skrifa upp gömlu plögg Olg. af
því þau voru svo klaufalega færð,
enda hefir O. ekki treyst sjer að1
þvo hendur sínar með urnsögn
Pórðar. Ósannindi ennfremur að
Olg. og langsarar hafi nokkurntíma
látið gera vöruíalningu, enda aldrei
þorað að láta blöð sín fyrir sunn-
an segja það. Aðeins eitt atriði
hafa þeir ekki þorað að segja ósatt
um ofan í staðreyndir. Peir þegja
urn þá ófyrirgefanlegu vanrækslu
langsara að endurskoða ekki lands-
verslunarreikningana árum saman!
Pessvegna fjekk G. Hannesson al-
drei að sjá hinn dýrmæta frágang
á plöggum Oigeirs. Og hann var
svo hiálegur að kasta öllu draslinu
í fang húsbónda síns E. A. Mikils
hefir þeim langsurum þótt um vert
að þurfa ekki að sýna handbragð hins
mikla verslunarfræðings Olg. Frið-
geirssonar.
X.
Nýr, innlendur iðnaður.
Út af uppástungu, sem jeg sá ný-
lega í »íslendingi,« vildi jeg biðja
yður, herra ritstjóri, fyrir litla at-
hugasemd.
Mjer líkar ágætlega sú tillaga blaðs-
ins, að auka landsverslunina, bæta
fjárhag landsins og greiða fyrir sjálf-
stæðismáli okkar með því að Iáta
veiða og ónýta (ýlda) síld fyrir svo
sem 5—6 miljónir króna, að »Iitla«
landsverslunin kaupi þetta að útgerð-
armönnum. »Hauk«, »Óla« & Co.,
sem þann daginn myndu blessa
stjórn og þing. Tekjuhallann beri
landsjóður, en til bráðabirgða mætti
fylla hítina með lánsfje frá Dön-
um, sem íslendingur tnyndi undir
þessum kringumstæðum telja hættu-
lítið.
Hagnaðurinn af þessari ráðstöf-
un yrði margfaldur. Tel jeg fyrst
það, að útgerðarmenn geti notað
tunnur sínar í ár, því í þeim myndi
þjóðin ýlda þetta miljónaviröi. Salt-
ið tel jeg og að þurfi að komast
í eyðsluna og er jafnvel harðari á
því en ís!., því ef stríðið stendur
mörg ár enn, gæti komið sjer vel
að ónýta fleiri innlendar aíurðir t.
d. kjöt og fisk, ef saltlaust yrði þá
í landinu. Priðja ástæðan er sú, að
þeir »dug!egu« mega ekki missa eitt
ár úr, þó að framleiðsla þeirra sje
því nær óseljanleg. Fjórða röksemd-
in er, að þar sem fyrirsjáanleg
þurð verður á vinnukrafti við jarð-
rækt og heyskap, er gott að halda
sem mestu aí starfsafli landsins bund-
nu við tyilivonir utn atvinnu við
þennan einkennilega atvinnurekstur.
Af því leiðir aftur hitt, að þegar
mjóllfurpeningi hefir verið stórfækk-
að og garðyrkja vanrækt, af því að
jteir »duglegu* þurftu að fá vinnu-
aflið í »nýja iðnaðinn,« þá verða