Dagur - 30.07.1918, Blaðsíða 8

Dagur - 30.07.1918, Blaðsíða 8
56 DAGUR. Samtíningur. — Fyrra laugardagskvöld las rit- höfundur Einar Kvaran tvo kafla úr »Sambýlinu,« í samkomuhúsinu hjer. Að því búnu flutti prófessor Har- aldur Níelsson erindi um dularfull fyrirbrigði úr eiginni reynslu. Sagði hann þar frá sumu því merkasta, sem fyrir hann hefir kom- ið við rannsóknir hans hjer á landi og í Er.glandi. Húsfyllir var þetta kvöld, og að sögulestrinum og er- indinu var gerður hinn besti rómur. Þessir tveir gestir hjer í bænum, skáldið og prófessorinn, fóru fyrir rúmri viku alfarnir hjeðan landveg austur um sveitir, og má fullyrða að hugheilar árnaðaróskir Akureyr- inga og annara Norðlendinga fylgi þeim, með þakklæti fyrir komuna. — Gert er ráð fyrir að Alþingi komi saman í september næstk. til þess að leggja smiðshöggið á sam- bandslögin. Að því búnu fer fram þjóðaratkæði. — Sambandskaupfjelögin halda þessa árs aðalfund sinn á Akureyri 12 n. m. í tilefni af því er Hall- gríms Kristinssouar von hingað með Sterling næst. — Síldveiðin er nú byrjuð og skipin farin að leggja upp afla sinn hjer við fjörðinn og á Siglufirði. — Ari Arnalds hefir fengið Seyð- isfjörð og Kristján Linnet Skaga- fjörð. Dr. Sigurður Nordal er skip- aður prófessor í hið auða sæti Björns Olsens. —Alþingismennirnir Einar Árna- son, Pjetur Jónsson og Sigurjón Friðjónsson komu hingað til bæjar- ins landveg sunnan úr Rvík á þrið- judagskvöldið var. Gjalddagi blaðsins var 1. júlí. Áskrifendur mega skrifa andvirði blaðsins inn í reikning þess í Kaupfjeiagi Eyfirðinga. Prentsmiðja Björns Jónssonar. útlítandi Niðursoðin matvæli, svo sem MJÓLK, ÁVEXTIR o. fl. alt af fyrirliggjandi í KjÖTBÚÐINNl. Kaupfjelag Eyfirðinga hefir nú fengið talsverðar birgðir af amboðum, amboðaefnum, ljáum, Ijáblöðum, brýnum og klöppuhausum. Gleraugu og Reykjarpípur fást í Kaupfjelagi Eyfirðinga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.