Dagur - 30.07.1918, Blaðsíða 2

Dagur - 30.07.1918, Blaðsíða 2
50 DAGUR. er hafi þekkingu á íslenskum högum, til þess að starfa að íslenskum málum. Nú er einhversstaðar enginn sendiherra eða sendi- ræðismaður, og skal þá skipa hann eftir ósk íslensku stjórnarinnar og í samráði við hana, enda greiði ís- land kostnaðinn. Með sömu skilyrðum skal skipa ráðunauta með þekkingu á íslenskum högum við sendisveitir og ræðismannaembætti þau, sern nú eru. Ef stjórn íslands kýs að senda úr landi sendimenn á sinn kostnað, til þess að semja um sjerstök íslensk málefni, má þetta verða í samráði við utanríkisráðherra. Samningár þeir, sem þegar eru gerðir milli Dan- merkur og annara ríkja og birtir, og Ísland varða, gilda og þar. Ríkjasamningar þeir, sem Danmörk gerir eftir að sambandslög þessi hafa náð staðfest- ingu, skuldbinda ekki ísland, nema samþykki rjettra íslenskra stjórnarvalda komi til. , 8. gr. Danmörk hefir á hendi gæslu fiskiveiða í íslenskri Iandhelgi undir dönskum fána, þar til ísland kynni að ákveða að taka hana í sínar hendur að öllu eða nokkru leyti, á sinn kostnað. 9. gr. Myntskipun sú, sem hingað til hefir gilt í báðum ríkjum, skal vera áfram í gildi meðan myntsamband Norðurlanda helst. Ef ísland kynni að óska að stofna eigin peninga- sláttu, verður að semja við Svíþjóð og Noreg um það, hvort mynt sú, sem slegin er á íslandi, skuli vera viðurkendur löglegur gjaldeyrir í þessum lönd- um. 10. gr. Hæstirjetfur Danmerkur hefir á hendi æðsta dóms- vald í íslenskum málum, þar til ísland kynni að á- kveða að stofna æðsta dómstól í landinu sjálfu. En þangað til skal skipa -íslending í eitt dómarasæti i hæstarjetti, og kemur það ákvæði til framkvæmda, þegar sæti losnar næst í dóminum. 11. gr. Að því ieyti, sem ekki er ákveðið að framan um hlutdeild íslands í kostnaði þeim, sem leiðir af með- ferð mála þeirra, sem ræðir um í þessum kafla, skal hún ákveðin eftir samningi tnilli stjórna beggja land- anna. IV. 12. gr. Öðrum málurn en þeim, sem að framan eru nefnd, en varða bæði Danmörku og ísland, svo sem sam- göngumálum, verslunar- og tollmálum, siglingum, póstmálum, síma- og loftskeytasambandi, dóntgæslu, máli og vigt og fjárhagsmálum, skal skipa með samn- ingum, gerðum af þar til bærum stjórnarvöldum beggja ríkja. 13. gr. Fjárhæð sú, að upphæð 60,000 kr., sem ríkissjóð- ur Danmerkur hefir undanfarið árlega greitt íslandi, og kostnaður ríkissjóðs Danmerkur af skrifstofu stjórnarráðs íslands í Kaupmannahöfn, fellur niður. Sömuleiðis eru afnumin forrjettindi íslenskra náms- manna til hlunninda við Kaupmannahafnar háskóla. 14. gr. Ríkissjóður Danmerkur greiðir 2 miljónir króna, og skal stofna af þeim tvo sjóði, hvorn að upphæð 1 miljón króna, í því skyni að efla atidlegt samband milli Danmerkur og íslands, styðja íslenskar vísinda- rannsóknir og aðra vísindastarfsemi og styrkja íslenska námsmenn. Annar þessara sjóða er lagður til há- skólans í Reykjavík, en hinn til háskólans í Kaup- mannahöfn. Nánari fyrirmæli um stjórn og starfsemi sjóðanna setur konungur eftir tillögutn stjórnar hvors lands, að fengnu áliti háskóla þess. 15. gr. Hvort Iand fyrir sig ákveður, hvernig hagsmuna þess sjálfs og þegna þess skuli nánar gætt í hittu landinu. V. 16‘ Sr- Stofna skal dansk-íslenska ráðgjafarnefnd, sem í eru að minsta kostj 6 menn, annar helmingur kosinn af ríkisþingi Danmerkur og hinn helmingurinn af al- þingi íslands. Sjerhvert lagafrumvarp, sem varðar nánari meðferð mála þeirra, er um ræðir í sambandslögum þessum, og lagafrumvörp um sjermál annarshvors ríkisins, sem einnig varða hitt ríkið og stöðu og rjeftindi þegna þess, skal hlutaðeigandi stjórnarráð leggja fyrir nefndina til álita áður en þau eru lögð fyrir ríkis- þingi eða alþingi, nema það sje sjerstaklega miklum vandkvæðum bundið. Nefndinni ber að gera tillögur um breytingar á þeim frumvarpsákvæðum, sem hún telur koma í bága við hagsmuni annarshvors ríkisins eða þegna þess. Nefndin hefir énnfremur það hlutverk, annaðhvort ' eftir tilmælum stjórnanna eða af eigin hvötum að undir- búa samning Iagafrumvarpa, er miða að samvinnu milli ríkjanna og samræmi í löggjöf þeirra, og að taka þátt í samvinnu um sameiginlega Iöggjöf á Norð- urlöndum. Nánari fyrirmæli um tilhögun og starfsemi nefnd- arinnar setur konungur eftir tiliögum frá stjórnum beggja Ianda. 17. gr. Nú rís ágreiningur um skilning á ákvæðum sam- bandslaga þessara, sem stjórnirnar geta ekki jafnað með sjer, og skal þá skjóta málinu til gerðardóms 4 manna, og kýs æðsti dómstóll hvors Iands sinn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.