Dagur - 13.08.1918, Side 4

Dagur - 13.08.1918, Side 4
60 DAGUR. S-v-ö-r-ð-u-r. Nokkuð af sverði Verkamannafjelagsins er þurt orðið. Peir, sem hafa pantað svörðinn og viljafáhann nú þegar, snúi sjer til Jónatans Jónatanssonar verkstjóra, Aðalstræti 14, og greiði áœtlað andvirði svarðarins 2 kr. 10 au. fyrir hestburð. Akureyri 12. ágúst 1918. Stjórnin. Fje á fæti. Fjelagsmenn í »Kaupfjelagi Verkamanna«, sem óska að fá fje til slátrunar í haust, hafi sent pantanir sínartil deildar- stjóranna fyrir 20. þessa mánaðar. Akureyri 12. ágúst 1918. Erlingur Friðjómson. Tíminn og Dagur fara ekki huldu höfði með stefnu sína. En hvað vill ísl.? Hvaða framtíðarstefnu ætlar hann að taka, hvaða flokk ætlar hann að styðja og hvaða markalín- ur telur hann heilbrigðar? Ef þjóðin hefir nokkurntíma átt heimtingu á skýrum,ótvíræðum svör- um við þessum spurningum, þá á hún það nú. Og í bróðerni vil jeg benda íslendingi á það, að ætli hann sjer framvegis að reka neikvæða pólitík, þá er hann dauðadæmdur. B. Gr. Samtíningur. —Mótorskipið »Snorri« kom hing- að á föstudaginn var norðan frá Jap Mayen hlaðið rekavið. Var það um hálfan mánuð í leiðangr- inuin og láta skipverjar vel yfir förinni. — Indriði skáld Þorkelsson á Fjalli flutti kviðlinga eftir sjálfan sig hjer í samkomuhúsinu fyrra sunnu- dagskvöld. Gat þar að heyra »þrótt og snild í orðahljómi.« Er sönn hressing að heyra Indriða slá skáld- hörpu sína. — Þorgils Porgilsson, bóndi á Sökku í Svarfaðardal, andaðist að heimili sínu 29. júlí síðastl. Hann var einn af merkustu bændum þar I sveit. — Maður að nafni Porbergur Jóns- son var á siglingu hjer á pollinum fyrra sunnudag. Um kvöldið fanst báturinn með seglum uppi en mann- laus. Síðan hefir ekkert til manns- ins spurst og talið víst hann hafi druknað. Porbergur var ættaður úr Húnavatnssýslu og sagður eklci heill á geðsmununum. — Willemoes er væntanlegur hingað til Akureyrar á næstu dög- um með steinolíu. Lagarfoss lagði af stað vestur um haf fyrra föstu- dag. Gullfoss kom til Reykjavíkur í gær. — 29. f. m. var rafmagnsstöð- in á Húsavík opnuð til lýsingar Gott hvað gengur með notkun raf- magns. — Sigurður Jónsson atvinnu- málaráðherra brá sjer ásamt frú sinni norður í Ringeyjarsýslu með síðustu ferð Sterlings hingað og dvelur þar stuttan tíma. Fjármála- ráðherrann er og á ferðalagi norð- ur um land, og er kominn til Akureyrar. — Blaðið Pjóðólfur skiftir um rit- stjóra. Sigurður Guðmundsson læt- ur af því starfi, en við tekur Magn- ús Björnsson cand. phil. Jarðarför síra Jónasar Jónassonar fer fram hjer fyrir norðan, að Munkaþverá.— Lík hans kemur hingað nú með Willemoes. Askorun. Við undirrituð skorum hjermeð á hundaeigendur í Glerárhverfi og Bændagerði, að beita ekki hundum sínum á skepnur okkar, nje leyfa öðrum það, hvorki utan eða innan girðinga. Heldur setja þær inn og gjöra okkur aðvart, ef um skemdir er að ræða. Verði þessari áskorun ekki gaum- ur gefinn, munum við leita annara ráða. Glerárhverfi í Glæsibæjarhr. 8/s 1918. Friðrik Einarsson. Jón Jónsson. Árni Sigurðsson. Kristján Steýánsson. Tryggvi Þórðarsan. }óhann Jónsson. Sig. Sigurðsson. Sigurbj. Friðbjarnard. Helgi E. Steinar. Sveinbj. Sveinbjörnss. Steinm. Þorsteinsson. Pálína Einarsd. Helga Þorláksd. Kristbjörg jónsdótlir. Ólafur Þorsteinsson. Kristján Jósefsson. Páll Markússbn. Kristján ívarsson. * • • ^ tilefni af ofanritaðri áskorun, skal það tekið fram, að það hefir eng- inn leyfi, hvorki einn eða annar, að ónáða skepnur landseta minna, nje þeirra, sem mitt leyfi hafa til hagagöngu fyrir gripi, á hinu ógirta svæði í Bændagerðislandi, þar sem það er sameiginlegt beitiland allra hverfisbúa. Akureyri 8. ágúst 1918. Stephán Stephensen. Gjalddagi blaðsins ___________var 1. júlí.______________ Prentsmiðja Björns Jónssonar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.