Dagur - 10.09.1918, Page 3

Dagur - 10.09.1918, Page 3
DAGUR. 67 hugurinn geti ekki gripið það, og á meðan verður sannleiksþráin að vera Ieiðarljósið, sem við fylgjum. Þegar okkur verður þetta Ijóst, hlýtur í raun og veru að hvgrfa af sjálfu sjer einn hinn algengasti galli í fari manna, umburðarlyndisleysið • við aðra menn og þeirra skoðanir. Við getum ekki ætlast til eða heimt- að, að aðrir menn hafi sömu skoð- anir eins og við sjálf, svo sannar- lega sem þeir standa annarstaðar en við gerum. Hjer eiga þessi orð ritningarinnar vel heima: »Hver ert þú, sem annarlegan þjón dæmir, hann stendur eða fellur sínum hærra.« Rað eina, sem við því eig- um að berjast á móti, er kyrstaðan, sjálfra vor og heimsins í heild sinni, því hún er í eðli sínu barátta á móti framþróununni, móti vextinum. Einhver hin mesta hætta í lífi hvers einstaklings er því það, að stirðna upp í gömlurn kenningum og skoðunum, þó þær kunni ein- hverntima að hafa verið honum hollar og hjálpað honum til að vaxa. Hann á þá á hættu að verða að nálttrölli, sem ekki þolir dags- ljós nýrra sanninda. Slíkt getur alla hent og hendir altaf, þar sem lífið er ekki í sífeldri hreyfingu áfram, í eilífri leit eftir fullkomnari og full- komnari sannleika. Ress vegna er hverjum manni svo nauðsynlegt að gæta þess, að sál hans verði ekki að köldum og fúium stöðupolli gamalla erfikenninga og staðhæfinga. Reynum heldur að Iíkjast litla lækn- um, sem þrátt fyrir allar hindranir stöðugt brýst áfram og nær að síð- ustu takmarki sínu, hafinu, sem tek- ur jafnvel á móti öllum lækjum, þó þeir komi úr ólíkum áttum, hafi ferðast um ólík hjeruð og hafi ólík- ar ferðasögur að segja. f Viðkvæma íaugirs. Ritstjóri »íslendings« reynir af sínum veiku kröftum að berja það niður í blaði sínu, að hægrimenn beini nú örvum sínum að Magnúsi alþm. Kristjánssyni á bak og í Ieyni. Hinu treystir hann sjer ekki til að neita, að þeir hafi rægt Sigurð Jóns- son ráðherra, út af Tjömesférð hans í fyrra. Aftur á móti heldur hann því fram, að Gísli Sveinsson hafi ekki vakið tilbúninginn upp frekar en aðrir þeir, er sæti áttu í ijármála- nefnd Néðri deildar. Vill þá ritstjór- inn neita því, að Gísli Sveinsson hafi samið áiitið, þó að hinir nefnd- armennirnir hafi líka skrifað undir það ? Úr því svo var, sýnist ekki óviðeigandi að kenna »plaggið« sjer- staklega við G. S. v »íslendingur« vill fá að vita, hvaða hægrimenn vilji vinna M. Kristjáns- syni mein í myrkrinu. Rað er fljót- iega hægt að benda á einn. Hann heitir »Áki». Reir, sem nánar vilja vita deili á þeim pilti, gela snúið sjer til ritstj. ísl., sem áreiðanlega getur gefið nánari upplýsingar um hann, Annars skal þess getið, að skygnir menn hafa þótst sjá honum bregða fyrir sem smámynd af rit- stjóra íslendings sjálfs. Eftirtektavert er það, að þegar minst er á ávirðingar hægrimanna, er eins og komið sje við opið sár á íslendingi. Hún er víst afar við- kvæm taugin þar á milli I Öfugmælin. »Sama þokan« er fyrirsögn á grein einni í »íslendingi«, og undir henni stendur »Áki«. Greinin er full af Ijótum dylgjutn um landsstjórnina og störf hennar, meira að segja gef- ið í skyn, að erfiður hagur verka- manna í Reykjavík sje af völdum stjórnarinnar. Ennfremur að Magnús Kristjánsson alþm. hylmi yfir með stjórninni og vilji ekki gefa neinar upplýsingar um óhæfuverkin. í sama tölublaði íslendings er rit- stjórnargrein, þar sem því er haldið fram, að enginn rógur eigi sjer stað hjer um hr. Magnús Kristjánsson. Er hjer heldur óvarlega að farið af blaðinu, að færa sönnur á það í annari greininni, sem verið er að mótmæla í hinni. Þessi öfugmæli í íslendingi minna á kveðling Kristjáns Jónssonar, sem endar á þessu: »Jeg um aila jörð er frægur. Jeg hef aldrei verið til.« Þingfregnir. Sambandslögin voru afgreidd frá þinginu í gær. Benedikt Sveinsson og Magnús Torfason greiddu atkv. á móti, hinir allir með. Tillögu til vantraustsyfirlýsingar gegn atvinnumálaráðheria og fjár- málaráðherra fluttu þeir sr. Sig. Stef. og Halldór Steinsson. Tillagan var rædd í sameinuðu þingi í gær og stóðu umræður fram yfir miðnætti. Voru þær hinar fjörmestu og leiddu þeir éinkum samanhesta sína sr. Sig. Stef. og fjárn álaráðherra. Ræðurnar höfðu þó verið nokkurnveginn kurt- eisar að undanleknum ræðum þeiira Jóns á Hvanrá og Halld. St. Fyrir hönd Heimastjórnarflokksins bar Guðm. Björnson fram tillögu til rökstuddrar dagskrár, þar sein ekki var talið hlýða að breyta til um stjórnina með skýrskotun til sam- bandsmálsins. Dagskráin var sam- þykt með 20 atkv. gegn 12 og vantraustsyfirlýsingin þar með fall- in. Ressir 12, er atkv. greiddu, gegn dagskránni, voru: Einar Arn., Gísli, Magnús P., Magn. G., Björn Kr., Kristinn, Jón Hvanná, Sig. Sfef., Halld. St., Eggert, Hákon og P. Ottesen. Ráðherrarnir þrír greiddu ekki atkv. Sömuieiðis ekki Bene- dikt og M. Torf. vegna sambands- málsins. Einar J. og Björn St ekki viðstaddir. Pórarinn ekki á þingi. Þingi slitið í dag. Kaupfjelags- menn! Vegna þrengsla verður eigi hægt að taka á móti haustull í Kaupfjel. Eyf. fyrir 1. nóv. 4 S. Kristinsson,

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.