Dagur - 17.12.1918, Síða 2
94
DAGUR.
nú ríkir, er því af skiljanlegum og
eðlilegum rótum runnin. En því
verður að treysta að hjer sje aðeins
um stutt millibilsástand að ræða
og að þjóðin losni undan farginu
áður en langt um líður. Er þess
nú full þörf að á íslendingum sann-
ist orð Gríms Tomsens, að þeir
reynist »þjettir á velli og þjettir
í lund, þolgóðir á raunastund.*
Pá fer ekki hjá því, að kyrðar-
mókið hverfur skjótt, og heilbrigð-
ar lífshræringar fara að gera vart
við sig. Ufstækisfullan og fyrir-
hyggjulausan byltinga- og uppreisn-
aranda, sem nú bryddir mjög víða
á í umheiminum, ættum við að
forðast af fremsta megni.
Ný tillaga.
Á siðari árum hefir allmikið ver-
ið um það rætt, bæði hjer á landi
og þá ekki síður í nálægum menn-
ingarlöndum, að koma beri í veg
fyrir það, að börnum og ungling-
um takist að ná í tóbak. Sjerstak-
lega hefir mörgum kennurum og
þeim, sem um uppeldismál hafa
fengist, verið þetta áhugamál, vegna
skaðvænna áhrifa þess á börnin.
Stungið hefir verið upp á því, að
hjer á landi yrðu samin lög eða
reglugerðir, er bönnuðu sölu á tó-
baki til unglinga, líkt og á Englandi.
En hætt er við að slík lög kæmu hjer
eigi að tilætluðum notum eins og
allri löggæslu er nú háttað í landinu.
Þetta mál er vissulega þess vert,
að því sje meiri gaumur gefinn en
gert hefir verið, ekki einasta vegna
hinna skaðvænu áhrifa tóbaksins á
hina uppvaxandi kynslóð, heldur og
vegna alls þess óþrifnaðar, sem af
tóbaksnautninni stafar, og þess ó-
grynni fjár, sem árlega er fleygt út
úr landinu fyrir þessa vöru, sem
sýnilega kemur ekki neinumað gagni.
Að sjálfsögðu hafatóbaksbindind-
isfjelögin það fyrir markmið að út-
rýma tóbakinu með öllu úr landinu,
en bæði eru þau fá og fámenn, og
þá oft helst unglingar, sem lítið geta
látið til sín taka, svo ekki er von
að þau komi öðru til leiðar en verja
sína fjelaga.
En jeg er þess fullviss, að til er
mikill fjöldi af tóbaksneytendum í
landinu, sem mjög gjarnan vill
styðja tóbaksbindindisfjelögin að því
markmiði þeirra, þótt þeir af eðli-
legum ástæðum ekki geti verið í
fjelagsskapnum.
Jeg er einn þeirra manna, og leyfi
mjer því að koma fram með tillögu
í þessu máli, sem jeg svo skal rök-
styðja lítillega. Tillaga mín er á þessa
leið:
1. Að tóbak verðí einungis selt
eftir kortum, likt og nú ttðk-
ast um nauðsynjavöru.
2. Engir skulu fá tóbakskort inn-
an 16 ára aldurs ogekki aðrir
en tóbaksmenn.
3. Peir, sem eigi fá tóbakskort
við fyrstu útbýtingu, efiir að
lög hjer um gengju l gildi, fá
þau aldrei siðar.
Tillögunni hefi jeg skift í þrjá
liði, sem fará misjafnlega langt, því
vera má, að mörgum þyki nægilegt
að fara ekki lengra í fyrstu en það
sem fyrsti og annar liður nær. En
þeir eiga að fyrirbyggja að ungling-
um geti tekist að ná í tóbak. Með
3. liðnum er tilgangurinn sá að út-
rýma tóbakinu alveg á 60 — 70 ár-
um, sem jeg tel hið æskilegasta.
Lög, sem bygð væru á slíkum
grundvelli, ættu allir að geta felt
sig við. Þau yrðu engum til meins.
Hinir eldri fengju tóbak eftir þörf-
um, meðan þeir eru uppi, en eng-
um, sem ekki hefir vanið sig á tó-
bak, gefst kostur að ná í það nema
hjá öðrum, sem hefur kort. En að
farga kortum til þeirra, eða gefa þeim
tóbak, ætti að varða við lög. Ekki
skil jeg í öðru en að öllum for-
eldrum ætti að vera þetta fagnaðar-
efni, Flestir foreldrar, jafnvel þó
miklir tóbaksneytendur sjeu, vilja
ekki láta börn sín venja sig á slík-
an skolla, sem tóbaksnautn er.
Fyrstu árin eftir að lög um þetta
gengju í gildi, mundi landssjóður-
urinn og tóbakskaupmenn ekki verða
fyrir tilfinnanlegum tekjumissi af
tollinum og verslunarágóða. En brátt
færi hann minkandi eftir því sem
tóbakskarlarnir dæju út, en á því
tímabili ætti að vera hægt að fá
aðra heilbrigðari tekjustofna og at-
vinnu. Tóbakinu væri útrýmt úr
landinu, þegar þessi kynslóð væri
dauð, sem nú Iifir, og væri þá með
sanni þægt að segja, að hún hefði
ekki til einkis lifað.
Eftirlit með því að slík lög yrðu
haldin ætti ekki að verða mjög erf-
itt. Engum mun vera það kapps-
mál að kenna öðrum að neyta tó-
baks eða fá aðra í fjelag við sig til
þess að gleðjast í því líkt og vín-
inu. Kortunum mundi því tæplega
fargað mikið til þeirra, sem ekki
mættu fá þau. Gætu unglingarnir
á einhvern hátt aflað sjer tóbaks,
yrði það tæplega nema lítið, svo
ekki kæmi að sök, því nokkrum
tíma og erfiðleikum er það bundið
að venja sig svo á það, að menn
verði þrælar þess. Ungum mönn-
um, um tvítugt, er mest hætta búin
og það alt upp undir þrítugt, en
úr því eru flestir orðnir svo fastir
í rásinni, að þeir fara ekki að venja
sig á það, ef þeim hefir tekist að
verjast þangað til. Reim mundi líka
verða það ljóst, að það kæmi þeim
sjálfum í koll, ef þeir vendu sig á
það, því að kort fengju þeir aldrei..
Að sjálfsögðu hefði ríkið eftirlit
með innflutningi á tóbaki og tó-
bakssölu, eða tæki tóbakssöluna
alveg í sfnar hendur eins og áður
hefir verið stungið upp á. Rað á-
kvæði sölustaði, sem ættu að fækka,
Ijeti búa út kortin og fseli síðan
hreppsstjórum eða öðrum lögreglu-
stjórum að útbýta þeim í sínum
umdæmum.
Jeg'sje mjer ekki fært að fara
um þessa tillögu fleiri orðum að
svo stöddu, því í lítilli blaðagrein
er ekki hægt að taka fram hin ein-
stöku atriði, sem ættu að verða
reglugerðar- eða lagaákvæði.