Dagur - 02.07.1919, Side 3

Dagur - 02.07.1919, Side 3
DAOUR. 5Q 3. Vinnuvjelar og verkfæri. 4. Innlend búnaðarvísindi. 5. Framkvæmdakerfi. 6. Fóðurbætis- og áburðarkaupafjelög. 7. Fóðurbyrgðamálið. 8. Búfjártryggingar. 9. Raflýsing og rafhitun. 10. Vinnulaun. Um einstök atriði þessara mála er ekki tími eða rúrn til að fara fleiri orðum hjer, að þessu sinni. Hinum vanalegu fundarstörfum var lokið um kl. 5 síðdegis þann 21. Eftir það voru nokkrir fyrirlestrar fluttir. Var þá fundurinn fluttur úr kirkjunni, því nú var komið svo margt gesta, að hún rúmaði þá ekki nema að nokkru leyti. Síðustu klukkutímana sátu menn því að fundarstörfum undir beru lofti, í hinu besta og blíðasta veðri, er komið hafði þá um lang- an tíma. Mátti þar sjá fríðan hóp saman kominn, og éftir því sem næst varð komist, voru þar saman komnir 450 manns, eða vel það. Fyrirlestrana fluttu þessir menn: 1. Sigurður Sigurðsson, kennari á Hólum: * Ræktun lands og lýðs. 2. Gísli Magnússon, Frostastöðum: Dagskrá bænda. 3. Sigurður Baldvinsson, Kornsá: Mentun bænda. 4. Loftur Rögnvaldsson, Hlíðarenda: Vatnsrækt. 5. Eiríkur Guðmundsson, Vallhoiti: Ættjarðarást. Auk þess söng »Bændakórinn« Skagfirðinga, á milli þess er fyrirlestrarnir voru fluttir, og var það bin besta skemtun. — Gísli Ólafsson, Eiríksstöðuni flulti lcvæði að fyrirlestrunum loknum. Ræktunarfjelagið veitti öllum gestum kaffi, og geta menn best sjeð á því, hvernig að undirbúningur undir móttöku fundarmanna hefir verið, þar sem öllum þessum fjölda var veittur beini á tæpum tveim tímum. Enda var öll móttaka húsráðendum til hins mesta sóma, og mun það ekki síöur hjer eftir en hingað til eiga við góð rök að styðjast, að ekki sje ofsög- um sagt af gestrisni og höfðingshætti á Víðimýri. Yfirleitt var fundurinn liinn ánægjulegasti, og munu margir þeirra, er þangað sóttu, Iengi minnast þess tíma með óblandinni ánægju, Menn sýndu og þakklæti sitt til fjelagsins, með því að votta því fylgi sitt, og ganga í það í svo stórum hóp, að slíkt hefir ekki komið áður fyrir á einum fundi, því á fundinum bættust við 42 nýir æfifjelagar. Víðimýri er, sem kunnugt er, gamall sögustaður, og þá trú og von el jeg í brjósti, að takist að hrinda þeim hugsjónum til framkvæmda er fyrst Ijetu á sjer bera sunnan undir bænum á Víðimýri þann 21. júní 1919, þá verði staðurinn festur með ólíkum tilfinningum á söguskjöld nútíðarinnar, við það sem hann er frá Sturlungatímunum. »Ræktun lands og lýðs« ætti að vera kjörorð uppvaxavdi kynslóðarinnar íslensku. Akureyri 1. júlí 1919. Einar ]. Reynis. Gröðurreiturinn við kirkjuna. Eins og kunnugt er, er blómlegur trjágarður sunn- an við kirkjuna hjer í bænum. Allir, sem komið hafa inn í þann garð munu vera á einu máli um það, að þar sé fagurt um að litast og blátt áfram yndis- legur dvalarstaður, þegar veður er gott, og garður- inn stendur í fullum blóma. En þessi fegurð er nú sem lokuð bók fyrir öllum almenningi, því garður- inn er aldrei opinn til almennrar umferðar, og eng- inn fær þar inn að koma, nema rneð sjerstöku leyfi, og verður þá að sækja leyfið og lykilinn suður í Gróðrarstöð. Má geta nærri, að þeir verða fáir, sem garðsins njóta með þessu móti. — Væri ekki full ástæða til að breyta þessu til batnaðar? Fáum mun blandast hugur um, hve hressandi og göfgandi það er, að geta kotnið á slíkan stað við og við. Og ekki er ólíklegt, að það mundi vekja löngun margra og áhuga á því, að gróðursetja eitthvað til ánægju og prýðis heima við húsin og bæina, ef þeir fengju að sjá og skoða blómlegan gróðurreit. En til hvers eru almennir gróðurreitir, ef þeir fá ekki að hafa slík uppeldisáhrif á fólkið? Garðurinn hjá kirkjunni er elsti og blómlegasti gróðurreitur þessa bæjar, og má ætla að ýmsum fyndist þar lærdómsríkt um að litast. Væriiþví full ástæða til að halda, að þeir sem reitn- um ráða, hjeldu honum ekki einungis opnum fyrir almenning á ákveðnum tímum, heldur meira að segja gerðu eitthvað til að beina athygli manna að garð- inum og laða þá til að koma þangað. Rað mun vera Ræktunarfjelag Norðurlands, *sem umráðin hefir, en engum ætti fremur að vera hugleikið að opna augu almennings fyrir þeirri fegurð/sem hægt er að gróð- ursetja í íslenskri mold. Búast má við að því verði svarað, að ekki megi opna slíkan reit fyrir almenningi, því þá verði hann troðinn niður og eyðilagður á skömmum tíma. Retta mun ekki vera með öllu ástæðulaust. En hvernig stendur á því, að hvarvetna þykir sjáifsagt og reyn- ist óhætt, að leyfa óhindraðan umgang um skemtigarða í öðrum löndum? Par eru menn orðnir svo vanir að ganga um gróðurreiti, að engum dettur í hug að skernma. Er ekki liægt að venja íslendinga á hið sama? Því verður reynslan að svara. En svo mikið er víst, að þeir Iæra aldrei að ganga um friðhelgan reit, meðan hann er lokaður. Að sjálfsögðu þyrfti eftirli*, einkum fyrst framan af. En ctrúlegt er það, að vaninu geti ekki kent okkur, eins og öðrum, að hlífa því, sein fagurt er og friðheilagt. Pað verðum við að læra, ef við eigum að geta talist siðuð þjóð. »En eftirlitið kostar eitthvað,« muru menn svara »og hvar á að taka fjetilþess? »Já, Iíklega er ekki að búast við, að Ræktunarfjel/geti lagt á sig aukinn kostn- að við það. Pað hefir í svo mörg horn að líta. En þess ætti ekki að þurfa. Sjálfsagt væri að selja inn- ganginn í garðinn fyrir nokkra aura, ætti kostnaður- inn að hafast upp með því. Bót væri mikil að því, að hafa garðinn opinn á sunnudögum, síðari hluia dagsins. En þegar misjafnt er veður, þyrfti þess alls ekki. Spjald ætti að 'setja við veginn, ef til vill víðar í bænum, sem minti menn á garðinn og hve- nær hann væri opinn. Ef það gæfist vel, og aðsókn yrði góð, ætti að opna garðinn á hverjum degi, svo ferðamenn, sem til bæjarins koma, gætu notið hans. Hver veit nema að sveiíamenn vöknuðu til áhuga á trjárækt og blómarækt. heima við bæina sína, við það að virða fyrir sjer það, sem þarna er að sjá. — Já, það yrði vafalaust bæði gagnlegt og skemti- legt fyrir almenning, að fá frjálsari og greiðari að- gang að þéssum reit en nú er. Utan úr heimi. Friðarsamningarnir voru uudirskrifaðir í Versölum á laugardaginn var. Þá voru rjeít 5 ár liðin frá því morðin voru framin í Sarajewo, sem urðu til þess að stríðið hófst þá. Fyrir hönd þjóðverja skrifuðu þeir undir samningana, Miiller utanríkisráðherra og Bell samgöngumálaráðherra. (Frjetlariiari Dags, Rvik.) Af vangá hafði jeg sett orðið »sjóveg« inn í fréttaskeyíið úr Reykjavík í síðasta blaði. Fanst mjer við fljótan yfir- lestur, að átt væri við, að menn kæmu til Rvíkur, og vissi að sumir fóru þangað sjóveg. — »lslendingur« hirti sparðið. Stþ. G. Hjeraðsfundur EyjafjarðarprófastsdæriTÍs var haldinn á Möðruvöllum sunnudaginn 29. júní. Fundurinn hófst með guðsþjónustu og altarisgöngu. Sjera Stefán á Völlum stje í stólinn og prjedikaði út af texta dagsins, en altarisþjónusíu framkvæmdi próiastur. Á fundinum rnættu, auk prófasts, 4 prest- ar og 13 safnaðaríulitrúar, var hann því prýðisvel sóítur. Retta gerðist á fundinurn: 1. Prófastur mælti nokkur inngangsorð, hvatti sjerstaklega presta og söfnuði til að rækja betur alt- arisgöngur, og las jafnfraint upp skýrslur um messur, messuföll og tölu altarisgesta í hverri sólm prófasts- dæmisins árið 1918. 2. Safnaðarfulltrúi Akureyrarsóknar, Lárus Thor- arensen kaupin., flutti langt erindi um kirkju og trúarlífið — skörulegan og góðan fyrirlestur, til efl- ingar trú og siðgæði. — Prófastur þakkaði fyrir- lesturinn í nafni fundarmanna. 3. Prestlaunamálið. Út af því spunnust langar og miklar umræður, og að lokum var svohljóðandi til- laga samþykt í einu hljóði: • \ »Fundurinn skorar á þing og stjórn, að gera nú »þegar ráðstafanir til þess, að prestsembætti lands- »ins verði svo vel launuð, að í þeim haldist og í »þau fáist r.ýtir og dugandi menn, ekki síður en 1 »önnur embætti landsins.« Viðaukatillaga: »Eða aðskilja að öðrum kosti ríki og kirkju«, var feld með 7 atkv. rnóti 3. 4. Fundurinn mælir með, að bæjarstjórn Siglu- fjarðarkaupstaðar fái keypt prestsetrið Flvanneyri og kirkjujörðina Leyning, en undanskilið sölunni sé í- búðarhús prestsetursins, heimatúnið jaar, haglendi fyrir skepnur prestsins og svarðarafnot eftir þörfum. 5. Lögð fram safnaðaríundargjörð úr Glæsibæjar- sókn, um niðurlagning kirkjunnar þar, og gaf hjer- aðsfundur samþykki sitt til þess, að kirkjan verði lögð niður, með þeirn skilyrðum, sem tekin eru fram í safnaðaríundargjörðinni. 6. Lagðar frain beiðnir um thækkun kirkjugjalda í 5 sóknum, allar samþyktar. 7. Prófastur gaf skýrsiu um gjafir til ekknasjóðs- ins og hvatti menn til að gefa í hann. 8. Samþykt með öllum atkvæðum tillaga um, að allir menn, sem að dómi sóknarprests og sóknar- nefndar geti talist andlega vanheilir, sjeu undanskildir sókuargjaldi. 9. Samþykí með 9 : 2 atkv. tillaga um, að sjer- hver maður sje gjaldkræfur til sóknargjalds, þar sem hann dveiur á gjalddaga, nema hann sýni skilríki fyr- ir greiðslu gjaldsins annarsstaðar. 10. Lagðir fram kirkjureikningar og samþyktir. Úr Reykjavík. PingvaJlafundur »Tímans«-manna var settur í Almannagjá á miðvikudaginn var. Reglulegir fund- armenn voru 100, úr öllum sýslum landsins, og auk þess allmargir, er á hlýddu. Eindrægni, fjör og á- hugi ríkti á fundinum. Umræður voru fjörugar um flest landsmál, sem nú liggja fyrir, og komu menn sjer niður á stefnuatriði í mörgum stórmálum. Sig- urður Nordal prófessor flutti ágætan fyrirlestur á Lög- bergi hinu nýja og Valtýr Stefánsson annan um land- búnað. Mikill söngur var um hönd hafður, undir stjórn Ríkarðar Jónssonar listamanns. Ólafur Briem frá Álfgeirsvöllum stýrði fundinum. Fundi slitið á föstudag. Aðalfundur Eimskipafjelags íslands var háður á laugardaginn. Var liann vel sóttur. Úr stjórn- inni gengu: Sveinn Björnsson lögmaður, Halldór Porsteinsson skipstjóri og Jón Gunnarsson samá- byrgðarstjóri. Tveir hinir fyrnefndu voru endurkosn ir, en í stað Jóns Gunnarssonar var kosin P. A ’ Ólafsson konsúll. Sambandsfundur íslenskra samvinnufjelaga er nýafstaðinn. 8 nýjar deildir gengu í sambandið. Alls eru þær nú orðnar 25. Stjórninni var falið að kaupa skip við fyrstu hentugleika. Samþykt að setja

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.