Dagur - 25.05.1920, Page 3
DAGUR.
19
manna, er efla vilja vísindi og listir,
bæta mentunina og hlúa að uppeldis-
málunum. Öll samtök, er miða í þá
átt að koma málum þessum áleiðis, eru
bjartir sólskinsblettir í lífi þjóðarinnar,
en irúarvakning og efling siðgceðislifsins
er þó öllu öðru ofar. Þessvegna undrar
það mig, að eklcert sérstakt tímarit skuli
til vera, sem aðallega eða eingöngu
vinnur í þessa átt.
Nú eru það prestarnir, er sérstaklega
hafa það veglega verk með höndum að
glæða trúarlífið meðai þjóðarinnar og
lyfta siðgæðinu á hærra stig. Undar-
legt má það virðast, ef þeir ekki finna
hvöt hjá sér til þess að hafa sitt sér-
staka málgagn, þar sem þeir í samein-
ingu leituðust við að efla og útbreiða
guðsríki á landi hér. Með þannig lag-
aðri samvinnu ættu þeir líka að geta
styrkt hvern annan í starfi sínu og leið-
beint hver öðrum. Rað er ilt til þess
að vita, að kristindóms- og trúmálunum
í heild sé sýndur minni sómi en land-
búnaði og sjávarútvegi, og hinir and-
legu ieiðtogar þjóðarinnar, prestarnir,
ættu ekki síður en læknar og lögfræð-
ingar að ræða áhugamál sín frammi
fyrir allri þjóðinni.
Mikið má það vera, ef þessir stórt
hundrað prestar Iandsins, eða hvað þeir
eru nú margir, væru ekki í sameiningu
færir um að gefa út kirkjulegt tímarit,
sem til verulegrar uppbyggingar og
sálubótar gæti orðið mörgum manni.
Hversvegna gera þeir þetta ekki?
tf til vill liggur skýringin í því, að
þeir fyrir fátæktar sakir treystist ekki til
að ráðast í slíkt fyrirtæki. Þeim hefir
að vísu verið smánarlega launað að
þessu. En mikið má góður vilji og
samtök, Mér er líka nær að halda, að
útgáfa slíks tímarits, er vel væri til
vandað á allan hátt, gæti fjárhagslega
borið sig, en ef það reyndist ekki,
mundi þá ekki fjárveitingavaldið hlaupa
undir bagga? Aldrei setti þ a ð landið
á hausinn.
Pungir harmar steðjuðu að kunningja
mínum eitt sinn. Honum datt í hug
að hafa tal af presti sínum í þeim vænd-
um að leita þar huggunar og trausts,
gerði tvær atrennur, en fékk í hvort-
tveggja skiftið sama svarið: Presturinn
sefur:
S^gan er sönn, en hún er ekki sögð
til ámælis neinum, en víst er um það,
að allur ótímabær svefn er skaðlegur.
Einkum þurfa prestarnir að vera vel
vakandi — betur vakandi en allir aðrir.
Ármann i Felli.
Aths.
Grein þessi var Degi send og vill
blaðið ekki láta hjá líða að birta hana,
enda þótt niðurlag hennar sé að því
leyti bygt á misskiiningi, að tímarit það,
sem höf. kvartar sérstaklega um að vanti,
er til, þótt það mætti vera stærra eða
koma oftar út. Þetta rit er Prestafé-
lagsritið, sem hóf göngu sína í sumar
sem leið, undir stjórn Sigurðar P. Sí-
vertsen. Rit þetta er ársrit, gefið út að
tilhlutun og á ábyrgð prestafélagsins,
eins og nafnið bendir til, og á að fjalla
um kristindóms og kirkjumál, Fyrsta
heftið er 10 arkir að stærð, og vandað
að öllum frágangi. í því eru fyrirlestrar
og ritgerðir eftir 8 guðfræðinga, flest
erindi, flutt á prestastefnum síðustu árin.
Degi er það ánægja, að geta bent Ár-
manni í Felli og öðrum, sem hugsa á
líka leið, á rit þetta, og væntir blaðið
þess, að ritið færi þeim eitthvað af því,
sem þeir þrá heitast að lesa um. En
það, að Ármanni í Felli skuli vera ó-
kunnugt um, að Prestafélagsritið er til,
virðist benda á, að eitthvað sé í ólagi
með útbreiðslu þess, enda muii ritið
miklu minna útbreitt en skyldi. Prest-
unum mun hafa verið sent það, og falið
að útbreiða það, en til bóksala eða
annara útsölumanna hefir það líklega
ekki komið, og fremur lítið hefir verið
um það skrifað í opinberum blöðum.
Pað er því ekki nema eðlilegt, að ritið
fari framhjá mörgum. Ofanrituð grein
er Degi kærkomið tækifæri til að benda
lesendum sínum á Prestafélagsritið og
gefa því sín beztu meðmæli. Peir, sem
vilja afla sér þess, þurfa vafalaust ekki
annað cn leita til sóknarprests síns.
Reglur
um sölu lyfja sem áfengi er í, hefir
landlæknir selt 15. þ. m. og ganga þær
í giidi 1. júní næstkornandi. Eru þar
ýmsar breytingar gerðar á eldra skipu-
lagi, í þeirn tilgangi, að fyrirbyggja, að
menn geti fengið áfengi til drykkjar í
Iyfjabúðuin, nema brýn nauðsyn sé fyr-
ir hendi, og skerpt mjög eftirlit með
lyfseðlum, sem hljóða upp á áfengi.
Skulu hér talin helztu atriði reglugerð-
arinnar, þau er nýmæli geta talist,
Lyísalar og Iæknar skulu senda Hag-
stofunni afrit af öllum beiðnum sínum
um leyfi til innflutnings á áfengi.
Lyfsölum og læknum er óheimilt að
selja ómengað áfengi, hvorki óblandað
né blandað öðrum efnum, til nokkurra
annara afnota en lækninga, sjúkdóms-
rannsókna og annara iðkana á læknis-
visindum, og læknum stranglega bann-
að að Iáta af hendi lyfseðil um áfengi
í þeini tilgangi að það verði öðruvísi
notað.
Ekkert áfengi má afhenda gegn lyf-
seðli, sem er orðinn vikugamall.
Lyfjabúðir skulu halda áfengisbók,
sem innfært er í daglega alt áfengi, sem
selt er. Skal þar tekið fram hvenær lyf-
seðill er dagsettur, nafn læknis, sem
gefur hann út, nafn viðtakanda og heim-
ili. Skulu lyfseðlarnir tölusettir um leið
og þeir eru færðir inn í bókina. Skal
Hagstofunni tilkynt um hver mánaðar-
mót hve mikið áíengið hefir verið selt
síðasta mánuð í hverri lyfjabúð og skal
afrit af áfengisbókinni látið fylgja með
þeirri skýrslu. Ennfremur skulu lyfsal-
ar tilkynna hve mikið áfengi þeir hafa
fengið þann mánuð. í skýrslunni fyrir
desember skulu þeir einnig telja fram
birgðir þær er þeir hafa í vörzlum sín-
um. Ofantalin fyrirmæli gilda og um
lækna þá, er lyfjasölu hafa á hendi.
Lyfseðla fyrir áfengi og lyfjum sem
áfengi er í skulu Iæknar gefa út á sér-
stökum eyðublöðum er þeir fá hjá lög-
reglustjóra. Geta læknar 'fengið 50
eyðublöð í einu. Skulu lyfseðlarnir tví-
ritaðir, og er annað eititakið afhent lög-
reglustjóra. Á seðlirium skal taka fram
hvernig lyfið skuli notað, nafn þess og
þyngd og nafn, stöðu og heimili sjúkl-
ingsins. Ef læknar skila ekki lögreglu-
stjóra afritum af lyfseðlunum fá þeir
ekki ný eyðublöð.
Læknir má ekki ávísa neinum meiru
en sem svarar 200 gr. af spíritus eða
300 gr. af koníaki eða 670 grömmum
af öðrum vínum, sem talin eru á
lyfjaskrá. Sama manni má ekki ávísa
áfengi fyr en 3 dagar eru liðnir frá því
að hann fékk síðast afhent áfengi.
Með reglum þessum eru úr gildi num-
in eidri fyrirmæli um sama efni, frá 21.
okt. 1908 og 9. jan. 1915.
(
Skipafregnir.
E.s. Gullfoss kom hingað í gærmorg-
un fullur farþega og fór aftur í gær-
kvöld. Fjöldamargir Reykvíkingar voru
með skipinu á leið til útlanda. Allmargt
fólk kom einnig hingað; þar á meðal
J. E. Bergsveinsson kaupmaður og Hans
Eitiarsson kennari. Guðmundur Bergs-
son póstmeistari, Guðrún Björnsdóttir
garðyrkjukona o. fl.
Skipið hafði meðferðis allmikið af
steinolíu og eitthvað af öðrum vörum.
Steinolían kemur sér vel, því hún hefir
verið af skornum skaniti undanfarið.
E.s. Willemoes korn í dag frá Aust-
fjörðutn og útíöndum. Á skipinu er
ekkert farþegarúm, samt voru 18 far-
þegar nteð frá Kaupmannahöfn og marg-
ir af austurhöfnunum. Meðal farþega
hingað voru: Ásgeir Pétursson kaup-
maður, Guðrún Tulinius ungfrú, Har-
aldur Björnsson verzlunarmaður, Pór.
B. Guðmundsson kaupmaður á Seyðis-
firði o. f!.
Sterling
fór frá Reykjavík á sunnudagsmorg-
un, væntanlegur hingað um næstu helgi.
Kora um það bil að koma til Reykja-
víkur.
Hættan er nú sú, að aftur gleymist það,
sem lærðist í styrjöldinni, að gömlu til-
finningarnar vakni á ný — eins og far-
ið er að koma í ljós — og komi stétt-
unum til að vekja upp gamlar væring-
ar, í stað þess að vinna sem bræður.
Pað er þessi hætta, sem ógnar friðnum,
og sem veidur því, að ein tegund ó-
friðar tekur við af annari. Baráttan
milli stéttanna er engu siður ægileg en
styrjöld þjóðanna; ef til vill ennþá verri,
því hún gerir að engu tilfinninguna um
sameiginlega ættjörð, sem er nauðsyn-
leg undirstaða alls bræðralags. Nú ríður
á að sýna, hvernig hægt er að halda
einingartilfinningunni í gegnum þær
róstur, sem ganga yfir áður en friður-
inn næst. Við verðum að sjá hugsjón-
ina — bræðralagshugsjónina — skýra
framundan. Við verðum að reyna að
samrýma bræðralagslögmálið í öllum
geinum félagslífsins, í stað þess að ber-
ast á banaspjótum.
Bræðralagið er nátlúrulögmál. En við
megum heldur ekki gleyma, að til eru
önnur náttúrulögmál, sem eigi má ganga
framhjá. Okkur verður að vera það
ljóst, að því aðeins reisum við höll,
sem staðist getur eldraunir tímanna, að
við þekkjum náttúrulögmálin og fyigj-
um þeim á réttan hátt. Og það er
ekki til neins að tala um bræðralag,
nema við um leið reynum að laga sam-
líf okkar eftir því í öllum greinum, og
skiljum um leið, að við verðum að taka
tillit til annara lögmála, ef okkur á að
takast að leiða bræðralagshugsjónina í
franikvæmd I lífinu.
Réttlætið er líka náttúrulögmál, þó
ýmsum finnist, að það geti ekki sam-
rýmst bræðralaginu. Vararanleg félags-
skipun verður að byggjast á réttvísi, og
hún er eitt af skilyrðum þess, að bræðra-
lagið geti þróast og dafnað. Nú þegar
eru til margskonar bandalög, bræðra-
lagssamtök á vissum sviðum. Vinnnveit-
endurnir hafa myndað samtök fyrir sig,
og verkalýðurinn annars vegar. Til eru
hjálpar og góðgerðafélög, og samtök
af öllu tægi. En það, sem okkur vantar,
er citt heildarbræðralag tneð hverri þjóð,
og svo tneð tfmanum bandalag milli
þjóðanna, þangað til mannkynið að lok-
um verður eitt allsherjar bræðralag.
Pessvegna verður bæði réttvísin og kær-
leikurinn að ráða í öllum athöfnum
vorurn, og þetta tvent er í framkvæmd-
inni ekkert annað en tvær hliðar sama
lögmálsins. Sannur kærleikur er það
sama og sötin réttvísi. En hvað er þá
það, sem kallast réltvísi t athöfnum
niannamia? Pað er þétta, að hver eiu-
asti maður fái það, sem honum ber,
að sérhver lifandi vera nái því, sem
hún á tilkall til. Og mælikvarðinn á
það, hvað hverjum ber, er á aðra hlið
þörf hans, og á hina hliðina gagn það,
er hann vinnur mannkyninu. Pessu
tvennu verður að gefa gætur. Sérhvert
barn á tilkall til að alast upp við þau
lífskjör, að allir þeir hæfileikar, sem
það hefir flutt með sér í þetina heim,
nái fullum þroska. En þegar við reyn-
um að hjálpa meðbræðrum vorum, þá
verðutn við að gæta þess mjög vand-
Iega, að blanda ekki réttvísinni saman
við það, sem í daglegu tali er nefnt
góðgerðasemi,
Góðgerðasemin getur engan veginn
komið í stað réttvísinnar. Eg er hrædd
um, að hugmyndir manna um þetta
efni séu nokkttð á reiki. Pessvegna ætla
eg að koma með dæmi, sem margir
líklega hneykslast á t fyrstu. Nú á dög-
um eru menn mjög hneigðir til ýmis-
konar hjálparstarfsemi, og er það í alla
staði gott. Stundum kemur þessi til-
hneiging fram í því, að stofnuð eru
líknar og mannúðarfélög, sem eru mjög
gagnleg og fögur fyrirmynd. En það er
ein hlið hjálparstarfseminitar, sem oft
er metin skakt, það er, þegar vinnu-
vcitandinn kemur á cða telutr þátt í
mannúðarstarfsemi meðal þeirra manna,
setn vinna hjá honum. Fljótt á litið
finst mönnum það einstaklega hróss vert,
að maður, sem grætt hefir auð fjár,
notar einhvern hluta hans, til að hjálpa
þeim, sem hafa aflað honum þessara
auðæfa. Mönnum finst það vera svo
einstaklega fallega gert af honum, að
reisa trjáskreyttar borgir, koma á fót
skólum og lestrarstofum, að gera alt
hugsanlegt fyrir vinnulýð sinn, og gera
það alt í bezta tilgangi. Pegar menn
rekast á svona »dásamlegan mann«,
»ágætan húsbónda«, þá finst mönnum
það svo sjálfsagf, að hann sé hafinn til
skýjanna, í samanburði við »slæma hús-
bóndann«. (Meira.)
Inflúenzan
er nú sögð mjög í rénun í Reykja-
vík, en gengur um Akranes og Borgar-
nes, og eitthvað ttm sveitir syðra. SóttL
vörnum er nú hætt hér og á flestum
höfnum norðanlands, enda reynist veik-
in mjög væg, hvar setn hún kemur.
Páll Zófoníasson
kennari frá Hvanneyri, er orðinn
skólastjóri á Hólum og tekur við bú-
inu þar í vor. Er hann sjálfur sestur
á staðint*i, ’en fjölskylda hatts væntanleg
tneð Sterling.