Dagur


Dagur - 02.06.1920, Qupperneq 1

Dagur - 02.06.1920, Qupperneq 1
DAGUR ki mur úi á hverjum miðvikud. Kosiar kr. 4.50 til áramóta. Gjalddagi fyrir 1. ágúsi. AFGREIÐSLAN er hjá fóní P. P ó r. Norðurgöíu 3. Talsimi 112. Innheimtuna annast ritstjórinn. III. ár. Um viðskifti innan lands. i. Af peningakreppunni og höftum þeim, sem stjórnarvöld íslands hafa verið til neydd, að leggja á viðskifti landsmanna við önnur lönd, mætti mönnum verða það Ijóst, að þörf geti orðið marghátt- aðrar bjargráðaviðleitni. Menn eru nú orðnir því vanir frá stríðsárunum, að mæna til þings og stjórnar um alt slíkt, en bíða rólegir eftir því, að þeim sé færð úrræðin heim í hlað. F’að er mjög hætt við, að stjórnin eigi nú sem áður fult í fangi með þá hlið bjargráðanna, sem snýr út á við. Enda hafa tilraunir þings og stjórnar um bjargráð innanlands fengið mjög misjafna dóma á undanförnum árum. Mjög er og hætt við því, að 'seint komi fram ráðstafanir, sem sé hvorttveggja í senn svo róttækar og alhliða og um leið svo viturlegar, að vandfýsni manna verði rekin á stampinn. Pað getur líka reynst hreint og beint hættulegt, að rétta fullfrískum mönnum hjálpina fyr en henn- ar er full þörf, eins og sýndi sig með dýrtíðarlánalögin sælu. Sjálfsbjargarvið- leitnin verður altaf hollust, til þess að varðveita sjálfstæði og ábyrgðarkend einstaklinganna. Bjargráðin eiga að miða til þess, að glæða sjálfsbjargar- viðleitnina, og rétta henni hjálparhönd. Innanlands bjargráðin eru þjóðinni sjálfri í lófa lagin. Þau felast í þroska einstaklinganna og samvinnuhæfni. Laga- fyrirskipanir um það, hversu þjóðin skuli haga atvinnu sinni og framleiðslu, verða tæpast vinsælar eða farsælar. En viturlegar og framsýnar ráðstafan- ir þings og stjórnar geta borið stór blök af atvinnuvegunum og dregið úr misvægi þeirra. Þjóðinni þarf að skiljast, að mestur hluti bjargráðanna innan lands Iiggur í verkahring og breytni hvers einstaklings. Hún þarf að finna glögt til þunga þegn- skyldunnar á herðum sínum. Mörg stór verkefni liggja f framtíð inni, sem þarf að leysa. Ef til vil kemur það á daginn, að kjötverkunar aðferð okkar er óHæf, og breyta verði um betra horf, ef landbúnaðurinn á að eiga bjarta framtíð fyrir höndum. Má ráða af líkum, að til þess muni þurfa yiturleg úrræði, mikla þolinmæði og Akureyri, 2. júní 1920. 6. blað. stórfé. Við þurfum að koma verkbrögð- um okkar á sviði landbúnaðarins í nýtt og betra horf, svo vinnukrafturinn verði bæði nógur og hæfilega dýr, og gera óræktað land aðgengilegra þeim, sem rækta vilja og byggja á eigin |ábyrgð. Við þurfum að koma atvinnumálum okkar í það horf, að allir hafi eitthvað að gera alla tíma árs. F*að getur ekki verið þjóðþrifasælt að fjöldi manna slæpist iðjulitlir eða iðjulausir mikinn hluta ársins, og þurfi svo þessvegna að taka upp á stuttum bjargræðistíma lífsviðurværi fyrir alt árið. Og það engu síður þó þeir séu iðjulausir þann tím- ann líka, og eyði honum í sukki og svalli á Siglufirði eða annarsstaðar, þangað til síldinni þóknast að koma á miðin. 011 þessi viðfangsefni og miklu fleiri liggja fyrir til úrlausnar. Skal ekki farið hér lengra út í þá sálma. Erindi Dags áttti að verða í þetta skifti einkum það, að benda á þá bjarg- ráðaviðleitni, sem næst liggur og okkur einna helst í sjálfsvald sett. Pað er létt að geta sér þess til, að viðskiftakrepp an geti leitt af sér tilfinnanlegan skort á erlendum varningi. F*á er það ráð fýrir hendi, að bæta okkur það upp með innlendri framleiðslu. Er það mjög athugunarverð hlið á þjóðarbúskap okk ar, hvort við flytjum ekki alt of mikið burt úr landi af vörum okkar í skiftum fyrir erlendar vörur. Sveitarbændur eru að hætta að framleiða feitmeti jafnvel til eigin þarfa. Kosta öllu til dilka- kjötsframleiðslu, sem þeir senda því nær alla á erlendan markað. Aðalfæða margra þeirra um sláttinn verður svo þurt rúgbrauð. F*ó hér kunni að þurfa breytinga við, eru þær ekki áhlaupaverk og þurfa að gerast með varúð og framsýni. En þó ekki verði breytt til um bún- aðarhætti, munum við geta nofað inn- lenda framteiðslu mun meir, en nú er, til eigin neyzlu. Pað er kunnugt, að fyr á öldum fæddi þjóðin sig að mestu leyti sjálf. í »Gamla sáttmála* var það til skilið, að ekki færri en 6 skip hlaðin nauð- synjavörum gengi til landsins á ári hverju. F*að má geta sér þess til, að þeir 6 farnrar hafi jafngilt 1—2 meðal- förmum, sem flytjast til landsins nú á dögum. Geta má því nærri, að það mundi hrökkva skamt í svanginn á okk- ur núna. F*ar sem latidsmenn neyttu að mestu eigin framleiðslu, hljótá innanlands við- skifti að hafa verið mjög á annan veg og meiri en nú er. Pá fóru bændur skreiðarferðir með stórar lestir langan veg, jafnvel í aðra landsfjórðunga. F*eir drógu í bú sín harðfisk og annað sjó- meti úr verstöðvunum, sem þeir guldu með Iandbúnaðarafurðum, heimilisiðn- aðarframfærslu og reiðum peningum. Einn aðalþáttur landbúnaðarframleiðsl- unnar var smjör og annað feitmeti. Út- lendir ferðamenn, sem ferðuðust um landið á 15. og 16. öld, höfðu ógur- lcgar sögur að segja af smjörinu, sem þá var til í landinu. Á biskupssetrun- um og öðrum merkisstööum, voru svo mildar birgðir saman komnar, að naum- ast getur nokkur nútíðar íslendingur gert sér hugmynd um svo mikið smör sam- an komið á einu heimili. Jafnvel sögðu ferðatnennirnir, að þegar íslendinga þryti geymslurúm, væri smjörinu drep- ið í veggjarholur, og hvar sem hægt væri að tylla því. F’ó þetta síðast- nefnda sé að líkindum öfgar, mun ó- hætt að trúa því, að smjörbirgðirnar hafi verið afskaplegar miklar. Nú er orðin svo mikil breyting á framleiðsluháttum nianna og viðskiftum innan Iands, að ekki er saman berandi. Megin áherzlan lögð á það, að fram- leiða vörur á erlendan markað og vanda sem bezt, og er það mjög mikilsvert að vanda vörurnar. Hitt er síður lofs vert, sem er þó algengt, að úrhrakið úr okkar eigin vörum þykir gott við okkar hæfi. Ef til vill er eitthvað af þeirri ómenningu okkar, að kunna ekki átið á síld, því að kenna, að sveita- menn hafa ekki getað fengið ætilega síld. Framleiðendur hennar hafi ein- göngu horft út á erlendan markaðj sem gefst þó misjafnlega. Er það ekki hugsanlegt, að þetta mikla kapp, sem þjóðin leggur á það að koma því nær aliri framleiðsl^vöru sinni á erlendan markað og neyta í hennar stað mestmegnis erlendrar fæðu mikin hluta ársins, sé að einhverju leyti bygt á misskildri hagsmunavon? Er það ekki eðlilegast, að hvert land fæði þjóð sína sjálft, að svo miklu leyti, sem henni er það holt og þroskavænlegt? Er það búhnykkur að flytja vöru á milli landa fram yfir það, sem hægt er að komast af með? Eg beini þessum spurningum til les- endanna, ekki sem neinum fullyrðingum eða ályktunum, heldur til athugunar. Eins og vikið er að hér að framan, getur sem sé rekið að því, að skortur á erlendri vöru og óhagstæður mark- aður fyrir innlenda framleiðslu, heimti meiri og minni breytingar á framleiðslu- háttum okkar og verziun. Er þá ein- sætt að hagkvæmt er og skynsamlegl að skiftast á vörum innan lands meira en nú er gert. En til þess að viðskifti innan lands geti orðið greið og hagkvæm, þurfa þau að fara fram með breyttum hætti. Kaupmenskuandinn í þjóðinni, sem hef- ir magnast mjög á síðari árum, hefir orsakað megna hnignun í viðskiftun- um og gert menn óhæfa, til þess að skifta bróðurlega hvcrja við aðra. F*eg- ar dýrtíðin hélt innreið sína í landið, kom hún í fyrstu misjafnlega niður á hinar ýmsu tegundir og setti gömul og gildandi verðhlutföll úr skorðum. Síðan hafa verðhlutföllin verið mönn- um endaiaust nvisklíðarefni, og alið a tortrygni og úlfúð milli stéttanna. Bændur og sjómenn þykjast hverjir um sig ekki geta átt skifti við hina sökum ósanngirni þeirra og okurs. Ekki mun vera auðgert upp á milli þeirra eða annara, sem í heimsku sinni togast á um járnfestar. En rígur sá, sem nú á sér stað milli stéttanna, er líklegur til þess að verða okkur til meira tjóns, en innflutnings- höftin og peningakreppan. Bókafregnir. 25 ár heitir bók nýútkomin. F>að er minn- ingarrit 25 ára starfsemi Hjálpræðishers- ins hér á landi. Bótón er prýdd mörg- um myndum og hin prýðilegasta að öllum frágangi. Hún fasst hjá yfirmanni Hersins hér í bæ og kostar 3 krónur. Timarit 1 slenzkr a samvinnufélaga XIII. ár. IV. hefti ný- útkomið. í ritinu eru meðal annars tvær merkilegar greinar eftir ritstjórann: »Launakjör í kaupfélögum* og »Sam- göngumál*.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.