Dagur - 14.07.1920, Blaðsíða 1

Dagur - 14.07.1920, Blaðsíða 1
DAGUR ktmur út á hverjum ’ miðvikud. Kosfar kr. 4.50 til áramóta. Gjalddagi fyrir 1. ágúst. AFGREIÐSLAN er hjá J ó n i P. Pó r. Norðurgötu 3. Talsimi 112. Innheimtuna annast ritstjórinn. III. ár. Akureyri, 14. Júlí 1920. 12. blað. Það birtir. — Það birtir! — það birtir! Úr blámóðu náttfangsins rísa blikandi straumar, sem fjöllin og dalina lýsa. Dagurinn glófextum fáki um himininn hleypir, og hjálmi og brynju úr gulli hann yfir sig steypir. Það birtir ! — það birtir! Og sólroðinn sveitina skreytir. Hver söngfugl af gleði við rósirnar ástamál þreytir. Og bárurnar gulltyptar stíga sinn dans, sem í draumi og drekkja sér glaðar í fangið á líðandi straumi. Það birtir! — það birtir! í hugkimum sveinsins og svannans, og samúðinn vex þar til heimsins — til lífsins — til grannans. Hver þrá verður viti að bjartari, blóingari ströndum, sem bylgjusog tímans mun gera að framtíðarlöndum. Það birtir! — það birtir! — Um blóðstrauma heimsins og harma og helmyrkur dauðans, slær friðarins vaknandi bjarma. — Að blótfórnum valdsins — frá ekkju- og ungbarnsins tárum. sú alda mun rísa, er sigrar á komandi árum. Það birtir! — það birtir! Um hugina vonirnar hækka og hugsjónir skýrast — Og sálirnar þroskast og stækka: — A leið inn í Ijósið — að helga sér bjartasta blettinn sé boðorð hvers manns, er hann heggur, sem rúnir í klettinn. fón Sigurðsson frá Dagverðareyri. Húsakynni Um fátt er jafn mikið ritað og rætt í heiminum nú á timum eins og hús- ekluna og húsakynnin. Styrjöldin mikla stöðvaði framkvæmdir á byggingarsvið- inu sem á öðrum sviðum, og samfara vflxandi kröfum til híbýlanna fækkaði nýbygðum húsum með ári hverju. Jafnframt þessari tilfinnanlegu þurð á íbúðum, opnuðust augu manna fyrir því. hve afarill og óheilnæm húsin oft og einatt eru. Svo þegar þjóðirnar nú síð- ustu árin fóru að fjölga húsunum, hafa þær ekki sparað hugvit sitt og þekkingu til að byggja þau beztu, heilnæmustu og þægilegustu hús, sem hægt hefir verið að fá. Vegna dýrtíðar og fjárskorts hefir þó alt efni — það sem kostaði beina peninga — orðið að spara, svo almúganum yrði kleyft að búa í hinum nýju húsum. héssi endurbóla og spamaðarhug- mynd hefir leitt af sér ýmsar nýjar tilraunir á byggingarsviðinu. Nýja bæja- skipun, betri innrétting húsa, nýjar veggjagerðir, og jafnvel ný byggingar- efni. Til þess svo að fá sem mest af þessu nýmeti í eina heild, og til þess enn betur að vekja athygli manna á bygg- ingamálefnum stofnaði norska landsfé- laðið (»Norsk Forening for Boligrefor- mer«) til stórrar og víðtækrar sýningar í Kristíaníu síðastl. vor. Eftir ritum og frásögnum, sem mér hafa borist frá sýn- ingu þessari, hefir hún verið nijög víð- tæk og fjölskrúðug og margt nýtt þar að sjá og skoða. Síðasta Alþingi styrkti byggingarráðanaut, Jóhann Kristjánsson, til þess að vera á sýningunni og mun hann geta sagt oss sern heima sátum margt og mikið þaðan, þó einum manni sé það ofraun að skoða svo víðtæka sýningu, eins vel og æskilegt væri. Reynsla Noregs og Svíþjóðar í þess- iiui efnum ætti að véra okkur íslend- inguin lærdómsrík, og þeirra aðferðir oss til eftirbreytni. Noregur er talinn hafa harða veðráttu og kalda, og bygg- ingarnar sniðnar eftir því. Vér, sem eigum við enn harðari og kaldari veðr- áttu að búa, ættum að geta mjög mik- ið stuðst við reynslu Noregs, en verð- um eftir efnum og ástæðum að gera hús vor enn öflugri gegn kuldanum, regninu og storminum, en Norðmenn gera sín hús. Á síðustu árum hefir allsterk hreyf- ing í þessa átt gert vart við sig hér hjá okkur. Pað hefir verið rætt og ritað um nýjar veggjagerði|, ný þök o. fl., jafn- vei nýtt íslenzkt byggingarefni, og ekki að gleyma íslenzkum byggingarstíl. Menn hafa réynt margt og velt málinu fyrir sér á ýmsar hliðar. En eins og oft vill verða hjá okkur íslendingum hefir flest af þessu fallið í gleymsku eða dá, fram kvæmdirnar hafa vantað til þess að brjóta þessar tilraunir til mergjar. Menn hafa fátt um hvor annars tilraunir vitað, og þær tilraunir oft verið harla ófull- komnar vegna fjárskorts og áhaldaleysis. Almennur áhugi þarf að fara að vakna fyrir því, að oss sé full þörf að nota sem bezt þau fáu innlendu byggingar- efni sem nothæf eru. Og þetta ár virð- ist ætla að benda okkur með allharðri hendi á þetta, því aldrei hefír útlent byggingarefni verið svo dýrt sem það er nú. Pað er margra manna álit og einnig mitt, að vér getum bygt upp húsin okk- ar og sveitabæina, án þess að meir en Vs byggingakostnaðarins renni út úr Iandinu. En til þess þarf margt að breytast. Fyrst og fremst kröfur íbúans til hússins og engu sfður aðferðir og efni það, sem byggingameistarinn notar við . bygginguna. Eg á þó ekki við, að íbúinn skuli sætta sig við minni eða lakari íbúð en hann nú gerir, heldur að hann hætti, að krefjast hússins úr sem mestu útlendu efni. Og byggingameistarinn þarf líka að athuga, að það er betra að húsið kosti 30 þús. kr. og allur kostnaðurinn gangi inn í landið, heldur en það kosti 20 þús. kr. og renni allur út úr land- inn. Við byggingarstarfsemina verðum vér að nota sera mest eigið efni og eigin hendur. Með því að gera það, væri víða hægt að byggja upp og end- urbæta án þess það kostaði nokkuð annað en tíma og forsjálni. Hve marg- ir ungir menn til sveita og í kauptún- um ganga ekki iðjulausir á vetrum, og hve mikið eigum vér ekki af óunnu grjóti í melunum og á sjávarströndinni? Púsundir og aftur þúsundir króna virði gætu sparast tneð betri hagnýtingu tímans og grjótsins. Vér getum enn- fremur með betri undirbúningi bygg- inganna að vetrinum iil, bygt meira haust og vor, og á þaim liáít losað vinnukraft að sumrinu, til íramleiðslu lands- og sjávarafurða. Vér getum með öðrum orðum lækkað byggingarkostn- aðinn að miklum mun og bygt mikið meir en gert er. Eg veit að mönnum dylst ekki hvern- ig þetta helzt má verða. Reynsla annara þjóða bendir á, að hér eru samtök og félagsskapur nauð- synlegur, ef nokkuð verulegt á að verða ágengt. Vér þekkjum líka samvinnuna af eigin reynd og getum verið viss um að hún muni ekki reynast ver á þessu sviði en t. d. kaupsýslusviðinu. Vér þurfum að stofna landsfélag (í sniði við norska félagið), sem gengst fyrirathug- un byggingaástandsins, safnar reynslu og tilraunum manna saman, notar það bezta og kastar því versta, jafnframt því, sem það gengst fyrir að nýjar tilraunir væru gerður. Eg hefi áður minst á því- líka félagsstofnun í 4. tbl. Norðurl. þ. á. En það mál er margbrotið og þarf ýf- arlegs undirbúnings áður en það er rætt opinberlega. Eg læt því staðar numið í bráð. En vil að endingu benda á, að það er einmitt upp til sveitanna, sem byrja þarf, þar eru húsakynni verst, og þar er útlent byggingarefni tiltölu- lega dýrast. Bændastéttin er Iíka sterkasta sloð þjóðfélagsins og það er frá henni, sem flestar endurbótahreyfingar þessafar þjóð- ar hafa komið. 1 12. Júlí 1920. Sveinbjörn Jónsson. Minni Islands. Flutt á Akureyri 17. júní 1920. Háttvirta samkoma! Þegar eg var beðinn þess fyrir nokkr- um dögum, að mæla fyrir minni íslands við þetta tækifæri, þá fanst mér í fyrstu, að réttast mundi að þvertaka fyrir það með öllu. En mér flugu þá í hug þessi ritningarorð: »F*ótt þessir þegðu, þá mundu steinarnir hrópa.« — Eg veit hvar sem þið hafið litið kringum ykkur undanfarna daga, hvort sem Jþið háfið litið til hægri eða vinstri, ttil norðurs eða suðurs, þá hefir blasað við augum íslands minni, ritað vorrúnum á iðgræna gróðurjörðina, á fjöllin og tindana; skráð sólstöfum á blikandi fjörðinn og heiðan himininn. íslenzka náttúran sjálf flytur ykkur fegursta íslar.ds minnið, sem hægt er að bjóða við nokkura hátíða- athöfn. Fossinn í dalnum, lækurinn í í hlíðinni og báran, sem brotnar við fjörusandinn, alt hrópar þetta hróður íslands út í himingeiminn, flytur lof- söngva að eyrutn landsins barna. Og hver endist til að telja það alt upp, sem »við andann hjalar m;ð ómum dýpra máls.«

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.