Dagur - 14.07.1920, Blaðsíða 4

Dagur - 14.07.1920, Blaðsíða 4
48 DAGUR. Símskeyti. Rvík. 8. Júlí. Spafundurinn ræðir hernaðar- bætur, kolagreiðslur Þjóðverja, hernaðarafbrot og Danzigmálin. Skaðabótafé Pýskalands erskift þannig: Frakkland fær 52°/o, England 23°/o, italía 10°/o, Bel- gía 8% og Serbía 5°/o. Japan, Rúmenía og Portúgal fá afgang- inn. Finnland neitar að láta lausa Alendinga. Stjórnmálasamband helzt þó enn. Danmörk tekur formlega við Suður-Jótlandi um næstu helgi þá verða aðalhátíðahöldin. Pétur Jónsson söngvari, Páll Isólfsson og Haraldur frá Kald- aðarnesi eru allir heima og halda hér hljómleika. Alvarleg alda gegn Steinolíu- félaginu í blöðum hér. Rvík 13. júlí. Kosningaúrslit í Danmörku eru þessi: Vinstri menn 51 sæti, socialistar 42, íhaldsmenn 26, rótnemar (radicalar) 16, iðnrek- endur 4. Hátíðahöld voru mikil í Dan- mörku 9.—12. júlí vegna sam- einingar Suður-Jótlands og Dan- merkur. Cox Iandsstjóri er forsetaefni demókrata í Bandaríkjnnum. Gyðingar halda alheimsfund í London. Ítalía viðurkennir sjálfstæði Al- baníu. Engin breyting á friðarsamn- ingum við Tyrki. Pólland viðurkennir sjálfstæði Litha. Lundúnafregn hermir að Bol- sevíkar muni ganga að kröfum Lloyd George viðvíkjandi verzl- unarviðskiftum. Varsjárfregn hermir að rótnem- ar muni steypa Póllandsstjórn og semja frið við Rússa. Ogurleg hræðsla hefir gripið Varsjárbúa. Pólverjar hörfa við Dúna. Rúss- ar hafa tekið Dúnaborg. Banda- menn neita Pólverjum um her- styrk og vilja stuðla að friði. Þjóðverjar hafa undirskrifað afvopnunarskuldbindingu. Herinn verði 150 þús. 1. okt. og 100 þúsundir 1. jan. 1921. Fréttar. Dags, Rvik. Sýningarmunir. Niðurl. 2. N ú t í ð a r-á h ö 1 d: Eldavél, kolakarfa, kolaskófla, skörungur, eld- tangir, hringjakrókur (Komfurkrog), eldavélahreinsarar (Kormfurenser), Moð- suðukassi (Hökasse), pottar, gleraðir (emalierede), stórir og smáir, steikar- pottar (járn), gufusuðupottar (blikk- potthlemmar (emalierede), pottarist), (Gryderist), pönnur (ýmsar stærðir), ketill, kaffíkanna, kaffibrennari, tepott- ur, kaffikvörn (Kaffemölle), kaffidunk- ur (Box), cacaodunkur, tedunkur, krydd- hylki (ýmiskonar), saltkassi, söxunarvél (Hakkemaskine), söxunarjárn (Hakke- jærn), söxunarbretti, kjötsög, kjötöx, vinnuhnífur, niðurskurðarhnífur, kart- vöfluhnífur, pönnukökuhnífur, steik- gaffal, eldhús-hnífapör, skeið, fiskspaði, flesknál (Spæknaal), rúllupylsunál, rúllu- pylsupressa, mortel, vog (Husholdn- ingsvigt), grammavog, lítirmál (af öll- um stærðum), buffhamar (Ködhamm- ur), kartöfluhnallur (Kartoffelknusler) sleifar (tré), allar stærðir, sleifahylla, aápuþeytari (Piskeris), rífjárn, kleinu- járn, vöflujárn, eplaskífupanna, brauð- kollujárn (Krustaderjærn), góðráðajárn, bitingsmót (Buddingsform), randmót (Randform), fiskmót, kökumót (ýmsar stærðir), lagkökumót, bökunarist, bök- unarbretti, kökukefli, kökusprauta, pensl- ar, sprautupoki, blikkkassar, mjölsía (Melsigte), mjölausur (Melske), gatasí- ur (Dörslag), gataskeiðar (Hulske), sósusía, mjólkursía, tappatogari, dósa- hnífur, smjörspaði, ausur, gleraðar (emalierede), skurðarbretti, blikkskálar (stórar), leirföt (stór og lítil), leirkrukk- ur (ýmsar stærðir), spilkomur (ýmsar stærðir), mjólkurskálar, mjólkurkönnur, geymsludunkar (blikk), föt, gleruð (em- alierede), kartöfluballar, uppþvottar- ballar, pottaballar, uppþvottakúrstar (ýmsar tegundir), bollaburstar, fisk- burstar, fiskskæri, fuglaklippur, hrein- gjörningarburstar, sandílát, sódaílát, sápuílát, hnífabretti, hnífafölur, hand- klæðakefli, eldhúshandklæði, naglabursti, glasaþurka, bollaþurka, diskaþurka, kjöt- þurka, fiskþurka, grænmetisþurka, vatns- fata, skolpfata, sorpfata, sorpskófla, gólfsópur, gólfskrúbba, borðklútur, gólfklútur, klukka, brauðtrog. IX. Ahöld við hirðingu og með- ferð búfjár. 1. Hestajárn allskonar (fyrir heila og gallaða hófa), hóffjaðr- ir, broddnaglar, hófjárn, hófhnífar, hóffjól, naglbítar, klípitengur, hamrar, Höft, hnappheldur, grímur, ábreiður. 2. Nautabönd, hliðarhöft, grana- hringir, granaklemmúr, grímur, nauta- járn, nautabroddar, halatengur. 3. Sauðaklippur, klippingavélar, hrút- speldi, sauðabjöllur, skrúðar (eyrna- skúfar), brennijárn (til að tölusetja fé), og önnur áhöld til auðkenna fé. 4. Brynningastokkar, sjálfbrynningar, heyhrip, meisar, laupar, vogir, reislur, heynálar. — Baðker og önnur böðun- artæki. — Svæfingajárn, helgrímur, skurðar- og fláninga-hnífar, fláninga- bekkir, smalastafir, broddstafir, ísa- stengur, mannbroddar o. fl. X. Rafmagnsáhöld. Rafmagnsvél- ar (með tilheyrandi til heimilisþarfa), þar með ljósfæri, hitunar- og suðu- tæki, og ýms önnur rafmagnstæki til heimilisþarfa. XI. Ýmisleg áhöld. Valnsleiðslu- tæki, svo sem dælur, pípur, og alt þar til heyrandi. — Vatnshrútar. — Millu- kvarnir, vindmillur. — Forardælur (með tilheyrandi tækjum). — Mókvarnir, mó- nafrar, jarðnafrar. — Grjótupptöku-, sprengingar-, og önnur grjótvinnutæki. — Smiðjubelgir með aflhólk og nauð- synlegustu smiðjutækum, lausasmiðjur. — Algengustu trésmíðaáhöld. — Smá- aflvélar til heimilisnota, aðrar en raf- magnsvélar. Floshattar, Flókahattar, Stráhattar, Harðir hattar, Enskar húfur, Kaskeiti, krakka húfur og hattar míkið úrval Kaupfélag Eyfirðinga. Lifetooy-liveitio er ein hin allra bezta ameriskra hveititegunda. Biðjið ávalt um þá tegund ef þer viljið fá verulega gott hveiti. Hveitið Trumpeter er einnig góð tegund, þótt það jafnist ekki að fullu við Lifebuoy. Það er mjög ódýrt eftir gæðum. Par sem alt hveiti hefir nú hækk- * að í verði, er enn brýnni þörf en ella að ná í notadrýgstu tegundirnar. i mmmmmmmmbmm Jón Dúason. Degi hetir borist blað af National- tidende, þar sem Jón Dúason ber í bætifláka fyrir sér út af samtali hans og blaðsins, sem um var getið í Degi fyrir nokkru síðan. Af grein hans má ráða, að blaðið hafi farið að einhverju leyti óhreinlega að, og Jóni hafi ekki verið kunnugt um, að samtalið yrði birt. Vílcur Jón ennfremur ómjúklega að Snæ- birni Jónssyni út af grein hans, en Snæ- björn svarar aftur í þessu blaði og ræðst á Jón fyrir frammistöðu hans í málinu hér heima. Dagur vildi gjarna vita til þess, að ísland mætti njóta hæfileika Jóns á ein- hverju öðru sviði, en landnámi úti í heimi. Við þurfum á góðum fjármála- manni að halda, og virðist Jón vera til þess kjörinn. Óspektir Nokkrar urðu hér á götunum s. 1. sunnudagskvöld. Skipshöfnin á Hektor (Skip Ásg. Péturssonar. Skipshöfnin sunnlenzk) fór um göturnar með háv- aða. Borgarar í bænum, sem urðu á vegi þeirra vildu þagga niður hávaðann, en skipstjórinn snerist illa við og sló Erling Friðjónsson höfuðhögg. Urðu úr þessu stefnufarir og voru óspektar seggirnir sektaðir. Sýslumannsembættið í Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógetaem- bættið á Akureyri mun nú vera veitt Steingrími Jónssyni sýslumanni Ringey- inga frá 1. okt. n. k. að telja. Leiðréttingar. Ýmsar mjög meinlegar prentvillur voru í síðasta blaði. Pessar eru verstar. í greininni lslcnzka glíman og ungmcnna- fclögin. síðasta dálki annari málsgrein, 6.1. a. n., áeítir orðunum: »standi á íþróttaskrá* koini og án þess að séð verði. Síðast í sömu grein á að standa: oruaði hjarta míuu, en ekki opnaði hjarta mitt. í greininni Guðmaudur á Sandt fyrstu málsgrein, 5. 1. a. o. »Þeir verða úti« lcs þeir sem verða úti. í annari málsgrein, 2.1. a. o. »Hann er stundum nokkuð uppvöðslu mikiIL les Hún er stundum nokkuð upp- vöðslumikil. (þar átt við mælsku Quðm. en ekki hann sjálfan). í sjöttu málsgr. 3. l.a.o. shefðaritmar les upphefðarinnar. í sjöundu málsgr., 2. 1. a. n, »ÁsdíS« les Asdís. Gjalddagi blaðsins er FVRIR 1. ágúst. Ritstjóri: Jónas Porbergssoii. Frentsmiðja Björtjs Jónssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.