Dagur - 14.07.1920, Blaðsíða 3

Dagur - 14.07.1920, Blaðsíða 3
DAGUR. 47 BRAUNSVERZLUN > „hambdrg; var opnuð aftur hér í bænum þann 10. þ. m. en nú í Haf narsíræti 106. Verzlunin hefir venjulega fyrirliggjandi mikið úrval af: Karlmanna- Unglinga- Barna- fatnaái Ennfremur margskonar aðrar vefnaðar og smávörur o. fl. o. fl. NB. Þeir, sem óska geta fengið sendar vörur út um land gegn póstkröfu. Axel Kristjánsson. <* vér virðum hana fyrir okkur inn til dala eða úti hjá dröngum. Hvort sem vér förum um breiðar og blómlegar sveitir eða framhjá bröttum hamrabeltum, leik- ur íslenskur vorblær um vangann. ís- lenzk tign býr á hverjum tindi, »en traust í björgum, fegurð í fjalldölum, en í fossum afl.« Hvernig getum vér þá annað en fundið til þess, að vér erum börn þessa Iands? Hví skyldi okk- ur þá ekki dreyma sameiginlega vor- drauma, er vér ftýjum þér að hjarta ís- lenzka vor? Minning afreksmanna og vorhimininn heiði vekja oss til að elska landið, til að helga því okkar dýrustu dáð, og miða starf okkar og stefnu við hág þess og heill, en ekki við eigin veg og metorð, eða stundarhag eins flokks eða stéttar. *Landið var fagurt og frítt,« segir skáldið, »Iandið er fagurt og frítt,« segir það aftur. Já, landið er jafn fagurt og það hefir verið frá alda öðli. Enn eru skilyrði fyrir hendi til að gera garðinn frægan. Látum það nú vera vordraum okkar, að allir standi sem einn maður gegn illum vættum, innlendum jafnt sem útlendum. Minningarnar og áformin tengja okkur saman í dag, og náttúran sjálf snertir okkur öll, um þetta leyti með töfrasprota sínum. Sem synir og dætur sömu móður, minnumst vér nú landsins, sem hefir alið okkur og fósírað. Já, fsland! Fjallkonan góða! »Rú ert móðir vor kær. • Þá er vagga okkar vær, Regar vorkvöldið leggur þér barn þitt að hjarta, og hve geiglaus og há yfir grátþrungri brá berðu gullaldarhjálminnáenninu bjarta. Við hjarta þitt slögin sín hjörtu okk- ar finna, þinn hjálmur er gull okkar dýrustu minna; en þó fegurst og kærst og að eilífu stærst ertu í ást og í framtíðarvordraumum barnanna þinna. Regar eg nú bið ykkur háttvirtu til- heyrendur, að hrópa ferfalt húrra fyrir minni íslands, þá er það með þá ósk á vörum og með þá heitstrengingu í hjarta, að þeir tímar renni upp, og það heldur fyr en seinna, er Fjallkonan, móð- ir vor, fær að leggja sátt og samlynd börn sér að hjarta á sérhverju vorkvöldi, samtaka um alt, sem landinu má vera til gagns og sóma. Híbýlaprýði. »Mamma, má eg vökva blómin«? — Regar eg gekk í hlaðið, heyrði eg þessi orð ungu stúlkunnar. — Eg leit upp í gluggann og sá útsprungna rós og pelagóníu við gluggann. Rau heils- uðu svo vingjarnlega, blómin, að mér varð létt í skapi. Og ég gat eigi varist þeirri hugsun, að á þessum bæ þrifist fegurðartilfinning og gleði. Það urðu heldur engin vonbrigði. — En eg hafði ekki notið alls. Eg átti eftir að sjá vel hirtan blóma- og trjáreit sunnan við bæinn. Heimilisfólkið fór þangað með mér. Pað hafði yndi af að sýna mér þetta. Og mér fanst stolt í rómnum, þegar það sagði mér 'nvað þessi og þessi hrísla væri gömul og hve vel henni hefði farið fram, Og eg heyrði söknuð í orðunum yfir þeim trjám, sem væru að visna, eða gátu eigi náð eðli- legum þroska. — Svona vel fylgdist fólkið með í iífi plantnanna. Skyldu nú mörg sveitaheimili eiga slíka reiti, þar sem umhyggjan og feg- urðartilfinningin búa. — Og svarið verð- ur nei. Og þó ætti hvert einasta heimili að eiga þá. Það ætti að vera skylda. Og þau geta það ef þau bara vilja. Reynslan hefir sýnt, að margar trjá- tegundir þróast hér ágætlega, og Rækt- unarfélagið leiðbeinir fúslega þeim, er þess óska, í gróðursetning og hirðing. Bændur kvarta um að fólkið hverfi úr sveitunum, og kenna kaupstöðunum um það og lausunginni í fólkinu. En þær rætur eru margar, sem liggja að þessu máli. Og sumar eru vaxnar úr jarðvegi heimilanna. — Og ein er þessi: Heimiliri bjóða ekki þá prýði og þá fegurð, sem þau gætu gert, sér að kostn- aðarlitlu. Fólklð heimtar unað. — Þegar fegurðarkend þess er ekki fullnægt, leit- ar það lengra. Þessvegna á að gera þá staði, þar sem fólkið dvelur langvistum, sem prúð- asta. Pað ætti að vera markmið hús- bændanna — Og eitt af því sem gerir heimilin aðlaðandi eru vel hirtir trá- og blómreitir. Fólkið mundi sjálft finna unað í starfinu við hirðing þeirra í frí- stundum sínum og um leið glæða hjá sér fegurðarkend og smekkvísi. En feg- urarkendin er undirstaða heilbrigðs þjóð- lífs, og á sterkar rætur inn í siðferðið. Og eigi ætti það að eiga langt í land, að á hverju einasta heimili heyrðust sömu gleði og umhyggjuhrópin og ungu stúlkunnar: »Mamma má eg vökva blómin?« /. -5. Akureyri. 17. júní I heilsuhælissjóð Norðlendinga safn- aðist 17. júní s. I. kr. 3667,43 og er það ágóði af því, sem hér segir: Veitingum.............Kr. 1087, 12 Merkjasölu . . . . — 2150, 31 Peningagjafir: frá Jónasi Porbergssyni — 100, 00 — Einari Jóhannssyni og Porst. Porsteinss. — 100,00 — Ónefndum ... — 30,00 Fyrir myndir af J. Sigurðs- syni fgefnar af Stefáni Kristjánssyni á Vöglum og húsfreyju hans ... — 200, 00 Sterling kom þann 8. þ. m. Hingað kom Ragn- ar kaupm. Óiafsson og síra Pórarinn prestur á Valþjófsstað. Með skipinu fóru héðan til Reykja- víkur þeir Magnús alþingismaður Kristj- ánsson og Hallgrímur Kristinsson fram- kvæmdarstjóri, Steinþór Guðmutidsson skólastjóri með frú o. fl. Hæstaréttardómari Páll Einarsson kom að sunnan land- veg snemma í þessum mánuði, og dvelur hér um hríð. Bíls/ys vildi tll á sunnudaginn var á vegin- fram að Grund nálægt Kristnesi. Keyrði bílstjórinn þar óvarlega, svo að bíllinn valt fram af brautinni, en fólkið varð undir. Stúlka, dóttir Jóseps Jónssonar keyrara handleggsbrotnaði, en aðrir þeir er í bílnum voru sluppu lítt meiddir. Sagt er að bílstjórinn hafi ekki verið algáður. Sig'urður E. Birkis efndi til söngskemtunar í samkomu- húsi bæjarins á föstudags og laugardags- kvöld. Hann er efnilegur söngmaður og líklegur til að verða atgerfismaður í sinni ment, enda fékk kann óspart lófa- klapp. Bezt virtust menn skernta sér við lög- in með íslenzku textunum — enda að vonum. Pau eru mönnum hugkær og þau skilur fólkið betur. Aðsókn var frernur lítil bæði kvöldin, og er það leitt, að fólk skuli ekki skilja betur köllun sína en svo, að vilja ekki unna listamönnum áheyrnar. Er það Ieitt til frásagnar um höfuð- stað Norðlendinga. — Og ef því heldur áfram munu listamennirnir hætta að leggja leiðir sínar hingað — telja það ekki ómaksins vert. Væri það skömm mikil þessum bæ og hugsandi mönnum hnekkir. Úr ölluni áttum. Skemtun í Vaglaskógi til ágóða fyrir heilsuhælissjóð Norð- urlands hélt ungmennafélag og Kvenfé- lag Fnjóskdæla síðástl. sunnudag. Hófst hún kl. 3 og var sett af Leifi Kristjáns- syni á Vöglum. Steingrimur Matthías- son og Brynleifur Tobíasson héldu þar fyrirlestra. Einnig talaði Guðmundur Ólafsson kennari í skógum o. fl. Sömuleiðis var glímt og hlaupið. Dansað var á eftir. Lúðrasveit Akureyrar skemti mönn- um með lúðrablæstri á milli þess, sem talað var. Veður var hið bezta, og skógurinn heilsaði manni í allri sinni dýrð. Skemtun þessi þótti hin bezta. Á Grund í Eyjafirði var samkoma sunnudaginn 11. þ. m. Hafði kvenfélag fjarðarðarins gengist fyrir því, og á ágóðinn að renna í heilsu- hælissjóð Norðurlands. Sýslumaður Júlíus Havsteen setti sam- komuna og hélt snjalla ræðu. Stefán skólameistari Stefánsson og Jón Sveinsson bæjarstjóri lásu upp kvæði. Einnig var þar iðnsýning og hlutavelta. Sunnlenzku bændurnir fóru héðan á laugardagsmorgun aust- ur í Pingeyjarsýslu. Einar J. Reynis fór með þeim áleiðis að Breiðumýri. Láta þeir vel yfir för sinni, enda fyigdi þeim veðursæld mikil, sem er bezti förunautnrinn á ferðalagi. Tíð hefir verið góð undanfarið, og lítur út fyrir að grasspretta verði víða ágæt. Menn byrjaðir að slá tún sín.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.