Dagur - 14.07.1920, Blaðsíða 2

Dagur - 14.07.1920, Blaðsíða 2
46 DAGUR. Herra og drengjaföt, herra, dömu og teplu regn- kápur, ágæt vinnuföt, alskonar nærföt, herra dömu og drengjapeysur, alskonar leikfögn, rekkjuvoðir, mjög falleg alklæði, fatatau og káputau í stóru úrvati frá kr. 13,50 met., reiðfatatau ogalskonar álnavörur er nýkomið í stóru úrvali og seljast með mínu alþekta lága verði. Baldvin Ryel. Þetta islandsminni er ekki bundið við hátíðisdag eða helgar tíðir, það blasir við oss og berst að eyrum vorum sýknt og heilagt. En þótt sólin feli sig í dag, þá ættu hátíðabrigðin að geta leyst hjörtu vor úr læðingi, gert okkur næmari fyrir þessum dýpra ómi; og hvernig getum við þá þagað, þegar við finnum að al- staðar er verið að róma yndi, tign og fegurð; þegar við finnum, að alt dautt og lifandi tekur í sama strenginn. Jafnvel steinarnir hrópa. Hvers vegna skyldi þá mannsröddin hlífa sér? Eg veit að það þarf snillitök og listatilþrif, tiJ þess að mannleg tunga get aukið eða fullkomnað þann lofsöng, sem nátt- úran sjálf syngur daglega. En við get- um öll tekið undir, Við getum ekki annað en tekið undir, við svona hátíð- legt tækifæri. Og til þess stend eg nú hér — ekki til þess að hefja nýjan lof- söng landinu okkar til sæmdar, til þess er eg ekki fær — heldur til þess að minna okkur á að leggja eyrun við þeim tungum, sem landið, loftið og sjórinn talar til okkar; minna okkur á að taka undir af hug og hjarta. Núna ætti það að vera auðvelt, þegar minning okkar mesta manns mýkir hjörtun og hugar- þelið og kemur okkur í hátíðaskap. íslenzka náttúran er ekki við eina fjöl- ina feld. Hún gerir sér sannarlega daga- mun, þótt hún fari þar lítt eftir Iögum og siðvenjum mannanna, heldur gangi sínar eigin götur. Árstíðirnar slá hver .á sinn streng, eiga hver sinn geðblæ, ef svo mætti segja, og sína dutlunga, og stundum finst okkur að óblíða veð- ráttunnar ætli að keyra alt úr skorðum, binda enda á alt eðlilegt samræmi og gera landsmönnum lífið svo erfitt, að vart verði undir risið. En venjulegast, ef ekki alíaf verður niðurstaðan sú, að af- koman verður betri en búist var við, alt fleytist fram yfir allar vonir. Náttúr- an sjálf á þann lífstein, sem læknar kalsárin, ef mennirnir gefast ekki upp fyrir örlög fram. Og þótt kuldinn kreppi að, og klakinn leggi læðing á alt sem lifir, mikinn hluta ársins, þá bregzt þó aldrei, að á eftir vetri kemur vor, þótt stundum verði menn að bíða þess helzt til lengi. Og vorið flytur með sér birtu og yl, sólbros og fuglakvak. Pá berst að eyrum unaðsmál íslenzku náttúrunn- ar, tónar, sem heilla og seiða, en hvetja um Ieið að drýgja dáð og drengskap, til að liggja ekki á liði sínu. Eg veit ekki hvort það er eintóm til- viljun, að fæðingardagur þess íslend- ingsins, sem hæst hefir lyft merki lands og þjóðar, skuli einmitt vera að vorinu; einmitt á þeim tíma, sem flestar vonir fæðast í brjóstum landsins barna; flest- ar ráðagerðir og heitstrengingar. Mér finst það bending um að þann dag eigi að velja fyrir hátíðisdag þjóðarinnar. Um það leyti ársins er náttúrufegurðin fjölbreyttust og hugir landsmanna fram- gjarnastir. Pá er okkur kærast að hlýða á raddir landsins vætta, og þá blasa verkefnin við, hvert sem litið er. Þjóð- hátíðardagur getur ekki verið haldinn einungis til þess að minnast liðinna atburða eða látinna manna, heldur til að minnast manna sém lifa, lifa mitt á meðal vor í verknm þeim, sem eftir þá liggja, og til að minnast atburða, setn leiddu þjóðina inn á nýjar brautir, hófu nýja framsókn, nýjan þroskaferil, sem enn er verið að þræða. Minningarathöfn, sem ekkert er ann- að en lofgjörð fyrir liðna tíð, er Iítils virði, þó hún sé endurtekin ár eftir ár. Menn geta ekki lifað til Iengdar á því, sem liðið er, þótt ekki sé nema sjálf- sögð ræktarskylda að hvarfla huganum við og við til þeirra manna eða mál- efna, sem á sínum tíma vöktu mest at- hygli og mótuðu samtíð sína. En meðan áhrifin lifa í hugum og framkvæmdum fólksins, meðan hugsjónirnar lifa og er haldið á lofti, þá er minningin um menn- ina eða atvikin, sem ólu þærfyrst, ekki aðeins lofgjörð heldur lyftistöng um leið. Pess vegna geta þjóðirtjar átt minn- ingardaga, er verða auðvitað því varan- legri og hjartfólgnari, sem hugsjónirnar eru hærri og göfugri, er dagarnir eru helgaðir. Við höfum valið okkur fæðingardag Jóns Sigurðssonar fyrir Ijátíðisdag. Köll- um hann að visu ekki þjóðhátíðisdag enn, og vafasamt það verði nokkru sinni gert, en vorhátíð ættum við jafnan að geta haldið, og helgað hana þessum degi, þangað til annar íslendingur hefir uppi verið, er teljist ágætari en Jón Sigurðsson. Pað mun lengst af verða einhver vorljámi uth minningu hans. Minningar þær, sem við hann eru bundn- ar benda ekki einungis aftur á liðna öld, heldur fram á leið. Rær eru raddir vors- ins, er vekja hvellasta bergmálið í hug- umstórum hjörtum æskumannanna, sem ekki eru komnir á það lag, að snið- skera sérhvern bratta, sem brjótast þarf upp. Við megum fagna, íslenzka þjóð- in getur verið fagnandi, meðan æsku- lýðurinn beitir sér fyrir því, að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar; það bendir á vorhug hjá þjóðinni, bendir á að enn þá sé leitað eftir því, að hefja merki hans við hún. Meðan minning hans lifir í hugurn og hjörtum landsmanna, er land og þjóð á framsóknarleið. En þessi ininning má aldrei verða að tísku- tildri og vanaprjáli, aðeins til að sýnast á götum og strætum einn dag á ári. Til þess er hún alt of há og heilög. Vér íslendingar erum söguþjóð, og höldum mjög á lofti gömlum minn- ingum. Við höfum átt okkar blómaöld, hnignunarskeið og endurreisnartímabil. Nú lítum við til baka yfir það altsaman, og hvílum hugan sérstaklega við end- urreisnarmanninn Jón Sigurðsson. Hann er nú orðinn söguhetja, einn af ótalmörg- um, kominn undir græna torfu fyrir svo Iöngu, að fáir núlifandi manna hafa litið hann ofar moldu. En minningu hans heiðrum og tignum við öll. Varð- ar þá mestu fyrir veg og gengi íslenzku þjóðarinnar, að minningin sé ekki ein- göngu bygð á því frægðarorði, sem hann hefir áunnið landi og þjóð með forgöngu sinni, heldur séu það hug- sjónir hans, sem halda minningunni í heiðri, — hugsjónir, sem sumar eiga eftir að rætast, sem vorir tímar og komandi kynslóðir eiga að leiða í fram- kvæmd í lífinu. Pað er ekki nema um takmarkaðan tíma, sem hægt er að lifa á afrekum og frægð mikilmennanna, hversu stórvirkir sem þeir hafa verið. En eldurinn, sem logaði undir í brjóst- um þeirra, getur kveikt nýan funa í mannssálunum og orðið aílgjafi nýrra athafna, jafnvel í þúsund liðu. Þegar því að því er spurt, hvort minning einhvers manns lifi með þjóð- inni, þá nægjr ekki að rifja upp hve mikið menn muna af því, sem eftir hann iiggur. Hitt varðar mestu, hvort andi hans svífur enn yfir vötnunum í framkvæmdum mannanna, hvort nokkuð er eftir hjá kynslóðinni af þeim heilaga eldi, sem hóf afreksmanninn upp yfir fjöldann. »Dýrkum þó ei Kol né Kára, Ketilbjörn og Njál,« segir skáldið. Dýrkum jafnvel ekki Jón Sigurðsson að eins sem söguhetju. »En spyrjum piltinn átján ára: átt þú líka sál? Oeyma íslands yngissveinar aðalsmerkin há ? Geyma svanna sjónarsteinar segulljóma bál ?« Já, hvað skyldi liggja nær, er við vilj- um minnast íslands á minningardegi okk- ar mesta manns — hvað skyldi þá líggja nær, en stinga hendinni í sinn barm og spyrja: Hver erum við, og hvar erum við á vegustödd? Hvers má ísland af okkur vænta? Það rnætti sízt gleymast, að örlög landsins í nánustu framtíð hvíla á okkar herðum. Rað erum við, sem eig- uin að reisa framtíðarhallirnar úr þeim efnivið sem fortíðin hefir látið okkur í té. Er það ekki einmitt þetta, sem vor- blærinn er að hvísla að okkur hvaðan- æva. í íslenzku þjóðlífi á að vera eilíft vor, en hver ítök á vorið í hugum okkar og hjörtum? Er hægt að segja það með nokkrum sanni, að nú lifi vormenn í þessu Iandi ? Raddir vorsins berast þér nú að eyrum og Ieita bergmáls í sál þinni. Pú sem enn ert ungur, átt að mista kosti að geta skiíið þær raddir og veitt þeim viðnám, viljirðu heita barn vorsins, viljirðu að þau spor, sem þú stígur í íslenzku þjóðlífi verði til að ieiöa þjóðina í áttina mót sól og sumri. Það væri að sjálfsögðu vel til fallið að reyna að benda á einhver vormerki hjá íslenzku þjóðinni um þessar mundir. Ýmislégt mætti nefna sem sýnir, að hinn heilagi eldur er ekki sloknaður, að enn sækir fram í sólarátt. þrátt fyrir ólal skuggajel og dimmviðrisflóka. En þótt bjartsýnið sé eins og gefið mörgum ís- lendingi í vöggugjöf, og þótt íslenzka vornáttúran geri heiðríkt í flestra hug- um, þá getum vér ekki lokað augunum fyrir því, að margvísleg alvara er á ferð- um. Úti í menningarlöndum heimsins er nú svo háreist öldufall á flestum svið- um, að iðuköstin berast allaleið upp að ströndum vorum og stofna oss í vanda. Og gamlar kynfylgjur fara Ijósum log- um um landið, og virðast seint ætla að verða niðurkveðnar. Flokkadráttur og reip • tog um veg og völd, um hagsmuni og hlunnindi í lífinu.'hafa verið landlæg hér frá elztu tímum. Stundum hefir sundur- lyndisfjandinn orðið öllum menskum kröftum yfirsterkari, þá hefir haustað að og húm lærst yfir þjóðlífið. En fyrir hugsjónaeldi brautryðjendanna hefir sundrungin orðið að þoka um set. Vor- blærinn kveður alla drauga og forynjur í kútinn. Regar vorið fer að sigra, og sólin að hækka á lofti, hætta þær að leika lausum hala. Sundrungarmein- vætturinn er sömu lögum háður. Hann sezt þar á flet, sem myrkt er fyrir og kulnaðar glæður á arni, en flýr á dyr þegar vorhugur grípur fóikið og fram- sóknar eldmóður læsist um hug og hjarta. Pví miður getum við ekki sagt, að vormerkin séu einráð og ótvíræð í þjóð- lífinu íslenzka. Kynfylgjan gamla sting- ur enn upp höfðinu.Stéttarígurog hreppa- pólitík á enn mikil ítök í landi hér, og sundurlyndisflagðinu berast nú jafnvel ný og ný næringarefni utan úr heimi. Pótt samkomulag náist um eitt, rís óð- ara upp eitthvað annað, sem veldur á- greiningi. Sveitum og landshlutum finst sinn hlutur fyrir borð borinn og Iíta hornauga til annara héraða. Pað þekk- jum við Norðl. af sumum blaðagrein- unum okkar í vetur. Sjávarsíðan her- væðist gegn sveitunum og ein stéttin reynir að rétta annari snoppung, hvenær sem færi gefst. Það væri því alt annað en vorlegt um horfs, ef ekki bólaði á neinni viðleitni til að reka þessar ó- vættir á dyr. En okkur mun flestum Ijóst, að framííð landsins stendur og fell- með því, hvort okkur tekst að taka hönd- um saman, og gera allir beint eða ó- beint eitthvað til þess að draga úr á- greiningnum, þótt ýmislegt dragi menn út af réttri leið í bili. Sem betur fer sjáum við þess stundum órækan vott, að okkur er ekki alveg ósýnt um sam- tökin, og margvísleg samvinna sem haf- in er á ýmsum sviðum gefa ástæðu til að vona hins bezta. »Fyrir borð, fyrir borð og burt trá storð með blindan flokkadrátt!« Ætti að vera heitstrenging okkar í dag. í dag ætti minningin að geta brætt saman hugi og hjörtu allra stétta og allra landsfjórðunga. Á þessari stundu ættu allra hugir að stefna að sama marki. fví skyldum við þá ekki nota tækifærið til þess að stíga á stokk og strengja heit. Á sjálfri vorhátíð þjóðarinnar ætti engum draugum að vera vært, hvorki í hýbýlum manna eða hjartafylgsnum. Vornáttúran íslenzka er ekki alstaðar eins. En hún er jafn íslenzk, hvort sem

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.