Dagur - 21.07.1920, Side 1

Dagur - 21.07.1920, Side 1
DA G UR kt mur úi á hverjum miðvikucl. Kosíar kr. 4.50 til áramóta\ Gjalddagi fyrir 1. ágúst. % AFGREIÐSLAN er hjá / ó n i P. P ó r. Norðurgötu 3. Talsfmi 112. Innheimtuna annast ritstjórinn. III. ár. Akureyri, 21. Júlí 1920. 13. blað. Dr.JónJ. Aðils pröfessor. Margan manninn mun hafa sett hljóð- an við andlátsfregn Jóns sagnfræðings. Pað er að vísu ekki óvenjulegur at- burður að maður deyi, en afburða- mennirnir eru tiltölulega fáir, og þegar þeir burtkallast snögglega að hálfnuðu dagsverki, þá verður mörgum »tregt tungu að hræra.« sPá eik í stormi hrynur háa, hamra því beltin skýra frá,« kvað Bjarni. Áreiðanlega var Jón Aðils ein hæsta og fegursta eikin, sem vaxið hefir í gróðurreit íslenzks þjóðlífs. Al- þjóð var hann kær sem einn hinn snjall- asti og þróttmesti rithöfundur, en þeim, er kyntust honum persónulegaj var hann miklu meira en þetta. Pað voru ekki aðeins gáfur hans, þekking og frábær mælska, er löðuðu menn að honum, heldur öllu fremur mannkostir hans og hlýtt hjarta. Sá, er þetta ritar, kyntist honum aðeins skamman tíma, en þó nógu lengi til þess að ganga úr skugga um að hann var enginn hversdagsmaður. í návist hans leið manni alveg óvenju- lega vel. Pað var eitthvað svo hreint og hlýtt í svip hans, tali og allri fram- komu. Hann var prýðilega skemtilegur maður, lundglaður og hnittinn í orðum, en þó jafnframt alvörugefinn og sann- leikselskandi og þá auðvitað sannleiks- Ieitandi. Hann hneigðist mjög að guð- spekistefnunni á síðari árum, var einn af stofnendum Reykjavíkurstúku Guð- spekifélagsins og formaður stúkunnar frá stofnun hennar (1912) til dauða- dags. Ekki varð honum aldurinn að meini. Hann var ekki nema rúmlega fimtugur að aldri, fæddur 1869. En þó aldurinn væri ekki hærri, liggja mikil ritstörf eft- ir hann sem kunnugt er. Bækur þær, er út hafa komið eftir hann, eru þessar: Islenzkt þjóðerni, Gullöld Islendinga, Skúli Magnússon landfógeti, Oddur Sigurðsson lögmaður, Dagrenning, Is- landssaga og Einokunarversluri Dana á Islandi. Hann hafði og feiknin öll í smíðum sögulegs efnis. Slíkri hylli náðu bækur hans mcðal fólksins, að það er raunalegt til þess að vita að vonin um fleiri bækur frá hans hendi skuli nú vera sloknuð. Eu það ætti þó að verða okkur hvöt til þess, að Ieggja enn meiri rækt en áður við lestur rita hans. Hver fróðleiksgjarn maður, er nokkru lætur sig skifta söguleg fræði Iands síns, má ekki láta neina af bók- um Jóns Aðils vanta í bókasafn sitt. Pað, sem einkum gerir bækur hans ljúf- ar til lesturs, er llfið og sálin í hverri setningu. Allur þyrkingsháttur og and- leysi eru með öllu útilokuð í öllum rit- um hans. Við fráfall Jóns Aðils verður okkur á að spyrja eins og Jónas Hallgrímsson gerði í kvæðinu um Tómas Sæmunds- son: »Hví vill drottinn þola það, landið svifta svo og reyna, svifta það eimnitt þessum einas . . . Okkur skammsýnum mönnum verður sjálfsagt fyrirgefin sú spurning af hendi forsjónarinnar. En »vandi er að skilja lífsins herra.« Okkur er það ekki Ijóst, hvernig það skarð verði fylt, er komið hefir hér við lát Jóns Aðiis, og þó finst okkur, að það tnegi ekki ófylt vera. í einni af bókum sínum (ísl. Pjóðerni) farast Jóni Aðils orð á þessa leið: »Það var almenn jajóðtrú einu sinni fyrir löngu-löngu, að einhversstaðar í Austurlöndum sprytti undrajurt, sem að eins einu sinni á öld bæri blóm og á- vöxt. Pað er líkt með þjóðirnar eins og með þessa jurt. Pær þroskast og dafna, lífsvökvinn streymir án afláts í æðum þeirra og framleiðir kvisti og knappa svo miljónum skiftir, en ekki nema á löngum fresti, máske einu sinni á manns- aldri, máske einu sinni á öld, eða varla það, framleiðir hann blóm, þar sem öll hin fegurstu og instu einkenni þjóð- arinnar birtast og skína við sólu í öllu síiiu skrauti og dýrð. Pessi undrablóm eru stórmenni þjóðanna, — og eitt af þessum örfáu undrablómum íslenzku þjóðarimiar var Jón Arason.« Eg hygg að þetta megi í aðalatrið- um heimfæra til Jóns Aðils sjálfs. Hann var eitt af örfáum undrablómum íslenzku þjóðarinnar. Hamingjunni sé lof fyrir hvert slíkt undrablóm. Ármann i Felli. Lárus Bjarnason gagnfræðaskólakennari kom hingað til bæjarins í gær. Fór hann í vor austur á Iand, þaðan til Vestmanneyja og síð- an til Reykjavíkur. Kom svo þaðan með »Agli Ska|lagrímssyni« til Hjalteyrar. „Fagur er dalur og fyllist skógi/‘ Erindi flutt í Vaglaskógi 11. júlí 1920. af Steingr. Mattluassyni. Eg gjörði það með glöðu geði að sækja þessa skemtun hérna í skóginum. Mér hefir ætíð þótt hátíðabragur að því að vera staddur norður í Vaglaskógi um hásumar í góðu veðri. Mér þótti það þegar eg var drengur og mér þykir það enn. Auk þess get eg sagtykkur, að þegar eg hef verið sóttur eitthvað lengra að, hefi eg oft kviðið ferðalag- inu, en eg man ekki til, að eg hafi kviðið því að fara yfir Vaðlaheiði, held- ur fremur hlakkað til. Petta kemur sumpart af þeirri þrá, sem í mér býr eins og fleirum, að vilja »út yfir fjöll- in háu,« komast upp á fjallið, stækka sjóndeildarhringinn, og fá máske svarað spurningunni: »Er þá nokkuð hinu- megin?» Eg elska fjallaloftið, af því eg finn mig ætíð hressast af heilnæmi þess. Eg held enn fremur að þessi þrá eftir að komast upp á fjallatind, sé með- fædd okkur, — meðfædd löngun eftir að komast himninum naér, af sama hugarfari sprottin og kemur fram í orð- um skáldsins, er hann minnist æsku sinnar og segir: »alt er hreinast hugði eg þá sem himninum er næst.« En bezt af öllu er að fara gangandi yfir fjöllin. Pá nýtur maður ferðarinn- ar langt um betur, því lífsloftið bersl þá Iangt um örara um innstu og yztu æðar til að endurnæra líkama og sál. Og eg ségi þetta með sanni, þó eg í þetta skifti kæmi ríðandi á gæðingi. Eg gjörði það aðeins til að spara mér tíma. En munið það ungu stúlkur og ungu menn: Ekkert er hollara en að ganga, helzt upp um fjöll og hressa sig á úti- loftinu. Svo er enn eitt. Mér hefir líka þess vegna þótt gott að fara norður í Fnjóska- dal, að eg hefi ætið átt þar að góðu að snúa. Pví auk þess sem skógurinn hefir lokkað mig með ilmi sínum á sumardögum, þá hefir mér þótt geita- skyrið gott, en það er skyr sem til þessa hefir ekki fengist í Eyjafirði. ísraelsmenn vildu ekki yfirgefa kjöt- katlana í Egyptaladi, af því þeir héldu að ekkert væri »hinumegin« við eyði- möikina. Pað er utn að gjöra, að eitthvað gott sé »hinumegin.« Petta fann Nansen, þegar hann fyrstur niann fór yfir Grænland þvcrt, þá fór hann frá austurströndinni, þar sem er auðn ein og ekkert ætilegt að fá, og vestui yfir, þar sem er einlæg byggð og björg. Peir sem á undan honum höfðu ællað þessa glæfraferð, höfðu al lir farið frá vestri til austurs og höfðu orðið að snúa við og hætta við förina, einmitt af því þeir fóru frá kjötkötlunum þang- að þar sem engir voru. Mér verður ætíð starsýnt á Fnjóska- dal ofan af heiðinni. Mér þykir dalur- inn fallegur, þó eg finni hve miklu fall- egri hann gæti orðið. Eg sé þar gott sýnishorn af því, hvernig landið okkar hefir verið útlits, þegar það var upp á sitt bezta, og þegar Pórir snepill nam hérj land. Hann þurfti að ryðja sér rjóð- ur í skóginum til að geta bygt sér bæjarkríli; því alstaðar var skógur um allan dalinn og allt Ljósavatnsskarð, eins langt og auga eygði. En því er nú miður, að önnur sjón mætir líka aug- anu af heiðarbrúninni, og gefur manni að líta annað sýnishorn af landinu okkar og það stærra og ömurlegra; — sýnis- horn af Joví hvernig landið okkar hefir verið reitt og rúið og rifið inn að beini. En hugurinn stanzar þó Ioks við þá gleðilegu sjón, að nú er farið að leita landinu læknishjálpar. Og eg vil í dag minnast þess manns með djúpu þakk- lætij sem varð manna fyrstur til að vekja athygli alþjóðar á þeim skaða, sem skeður væri og þeim bjargráðum, sem reyna þyrfti. Pessi maður var Sce- mundur Eyjölfsson. Hann ferðaðist um héruð þau, þar sem enn er skógur, leiddi rök að því, hversu miklu meiri sá skógur var fyrr- um, og sýndi fram á ástæðurnar fýrir eyðingu skóganna. Og honum varð Ijóst hversu mikið laudið hefir misst við að sviftast slfógarskrúðinu. Pví það var ekki einasta skógurinn sem tapaðist, heldur líka hið kjarnbezta land, sem víðsvegar þreifst í skjóli skóganna. Eg vil leyfa mér að tilfæra nokkur orð eftir Sæmund heitinn úr Búnaðarritinu VIII. árg. bls. 65 — 66 í ritgjörð eftir hann um skógana í Pingeyjarsýslu og Fljótsdalshéraði: »Meðan skógurinn lifði, þreifst ým- iskonar gróður í skjóli hans. Fyrir þessar sakir hafa margar jarðir lagst í eyði, og hálfar bestu sveitir eru nú ó- byggðar, þar sem áður var byggð. Um margar eyðijarðir og eyðidali er sú sögn, að byggðin hafi eyðilagst í Svartadauða. En það eru þó mennirUir sjálfir, er valdið hafa þessari eyðileggingu, því eigi hefir drepsóttin mátt gera landið gróðurlaust og óbyggilegt. Pað er blindni og skammsýni landsmanna sjálfra og hirðuleysi þeirra um hag niðja sinna sem þessu hefir valdið. Pað er sá Svartidauði, er breytt hefir mörgum fögrum bletti í auðn, svo að nálega ekkert líf hefir þrifist þar framar. Pessi Svartidauði tekur til alls í hag lands vors, og enn liggur sú landplága sem þung inartröð á vorri fátæku þjóð. Margt ilt hljóta óbornar kynslóðir að þola fyrir þessar sakir.«

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.