Dagur


Dagur - 04.08.1920, Qupperneq 3

Dagur - 04.08.1920, Qupperneq 3
DAGUR. 59 Símskeyti. Rvík 28. Júlí. Frakkar hafa tekið Damaskus. BoIsévíkar| krefjast að hafa ótakmarkað leyfi til verzlunar- viðskifta við Þýzkaland um Pól- land. Friður við Bolsévíka stend- ur fyrir dyrum, Krassin heldur áfram samn- ingum í London. Flug tii Vestmannaeyja hefir algerlega mistekist. Talið er ó- fært að lenda í eyjunum, jafnvel í bezta veðri.. Rvílc 3. ágúst. Lloyd George og Millerand eru sammála um að setnja frið við Bolsévíka. Skilmálar fyrir því þeir, að almennur friðarfundur verði haldinn og Pólland og önnur landamæralönd sitji fundinn. Vopnahléssamningar hófust 30. júlí. Bolsévíkar hafa gersigrað Pólverja. 2000 pólskir hermenn afvopnaðir í Þýzkalandi. Búist við innreið Bolsévíka í Varsjá bráð- lega. Pólverjar búast til varnar. Nýja stjórnin í Póllandi hefir traust. Bela Kun er frjáls. Friðarsamningar aftur byrjaðir milli Finna og Rússa. Faycal flúin. Stjórn mynduð í Damaskus, sem semur frið við Frakka. Amundsen kominn til Nome. Orðsending Breta til Sovjet ræðir um að Krassinnefndin und- irbúi friðarfund; orðsendingin af- neitar Wrangel. Þjóðverjar hafa samþykt Spa- samninginn. Herskylda og her- dómar afnumdir. Frakkar hafa samþykt 200 milj. franka fyrirframgreiðslu til Pjóð- verja fyrir kol. Sættir hafa ekki tekist með Bretum og írum. Búist við nýj- um manndrápum. Rúmenar heimta að Rússar fari burt úr Bessarabíu innan þriggja daga. Danska lögjafnaðarnefndin kom- in: Borgbjerg, Arup og Krag. Járnbrautarverkfal! í Noregi. Kaffi lækkar í Danmörku um 25°/o. Farmgjöld lækka í Eng- landi. Maður datt útbyrðis af danskri skonortu hér úti á flóanum í gær og druknaði. Frú Margrét Luben fyr í Askov er komin til Reykjavíkur. Fréttar. Dags, Rvík. Hí Eimskipafélag íslands. E.s. „Borg“ fer frá Kaupmannahöfn 7. þ. m. til Fáskrúðsfjarðar, Norðfjarðar, Vopnafjarðar, Pórshafnar, Kópaskers, Akureyrar, Blönduóss og Skagastrandar. Snýr þar líklega við. E.s. „Lagarfoss“ fer frá Kaupmannahöfn 20. þ. m. til Leith, Reyðarfjarðar, Seyð- isfjarðar, Húsavíkur, Akureyrar, Siglufjarðar, Sauðárkróks, ísa- fjarðar, Reykjavíkur og New-York. Akureyri, 3. ágúst 1920. Afgreiðslan. Grammofönplötur og nálar Aðalumboðssölu á Norðurlandi hefir Kristján Halldórsson. Spánskt salt hef eg til sölu úr húsi hér á Oddeyri. Karl Nikulásson. Vísubotnar. Gömul vísa næstutn því á hvers manns vörum hijóðar svo: Suunanvindur sólu frá sveipar linda skýja. Fannaiinda, björgin blá, björk og rinda Ijómar á: Nú hefir ^Runólfur í DaU birt fyrri hluta vísu þessarar í íslendingi og beð- ið menn að botna. En hann notar önn- ur orð yfir tvö sömu hugtökin og hljóð- ar þá vísuparturinn svo: Sunnan andi sólu frá sveipar bandi skýja. Annaðhvort heldur Runólfur að hann hafi ort þetta sjálíur, ellegar að hann hefir kunnað þenna vísupart svona skakkan en engan botn, og gjarnan viljað láta botna. Hvort heldur sem er, væri réttast að botna gömlu vísuna, eða verða að öðrum kosti ekki við til- mælum Runólfs. Ennfremur birtir Runólfur annan vísu- helming. sem hljóðar svo: Lækka sól á lofti fer, lengist njólan svarta. það má nú kalla, þegar farið er að líða á seinni hluta sumars, þá sé þetta til- þrif í skáldskap. Vonandi að hagyrðing- ar og skáld láti þetta tækifæri ekki ónot- að, til þess að sýna hvað þeir geta, þó tæpast megi búast við botnum við hæfi fyrri blutans, úr því að þeir eru liðnir Páll Óiafsson og Porsteinn. Pó hefði verið enn fallegra að gera úr þessu hagkveðlingahátt og láta fyrri part vísunnar hljóða svo: Lækka sól á lofti fer lengist njólan svarta hér. Ekki mælist þó Dagur til þess að fá botna við vísur þessar. Það er bezt að senda þá til íslendings. Úr öllurn áttum. Bruninn í Reykjavík. Morgunblaðið 27. júlí flytur frásögn um brunan á húsi Jónatans Porsteins- sonar. Fer hér á eftir útdráttur úr þeirri frásögn. Klukkan hálf sjö að kvöldi þess 26. var brunaliðinu gert aðvart um eldinn, en hálfum þriðja tíma síðar var húsið gjörfallið. Um upptökin er það sannast sagt, að kviknað hafi út frá límbræðslu- ofni í húsgagnasmiðju Lofts Sigurðsson- ar í útbyggingu norður úr aðalhúsinu, komst eldurinn í tréspóhahrúgu og varð óviðráðanlegur. Slökkviliðið hafði erfiða aðstöðu. Einkum skorti vatn í götuæð- unum framan af. Ýmsar vinnustofur og og íbúðir brunnu þarna í þessu stóra húsi. Húsgagnavinnustofur Lofts Sigurðs- sonar, Kristins Sveinssonar og Guðlaugs Waage. Vélar niðursuðuverksmiðjunnar íslaud, Rafijósastöð Jónatans Porsteins- sonar, sölubúð' hans og vörubirgðir í kjallara. Sölubúð Kristins Sveinssonar. íbúðir Jónatans, móður hans, Jóus A. Egilssonar umsjónarmanns, Guðm. Kr. Guðmundssonar verzlunarmanns og Ól- afs Sveinssonar prentara. Alls er talið að bruninn hafi svift 40 manns heim- kynni sínu. Úr aðalhúsinu varð bjargað öllu úr búðunum, innanhússmunum af fyrstu hæð og nokkuru af annari hæð, en af efstu hæð sem engu. Úr næstu húsum var og borið út. Ekki brunnu fleiri hús en skemdust meira og minna. Húseignin öll var vátrygð fyrir 220 þús. kr. og vörubirgðir Jónatans munu hafa verið vátrygðar að mestu. Tjónið metið yfir hálfa miljón króna. Fæði er selt á 6,50 — 8 kr. á dag á Siglu- firði yfir síldartíman. Húsaleiga aðkomu- fólks svo há, að ef gengið væri út frá að húsin rentuðu sig með 10 — 12°/o eru hús, sem engum ditti í hug að kaupa yfir 12—16 þús. kr. metin80 — 100 þúsundir, ef leigan á ekki að kall- ast rán. Pó eru nokkrar undantekningar frá þessti. (Verkam.) Willemoes fór frá Ameríku 26. f. m. Kemur með kol beint til Akureyrar. Grasspretta . sunnan lands er talin mjög slæm sumstaðar. Er kent um of miklum þurk- um snemma á grassprettutímanum. Oóður afli. er í Ólafsfirði og víðar norðanlands. Ógæftir hafa hatnlað síldveiðum nú um nokkra daga. „Streiflys over Land og Folk“ heitir bók um ísland, er dansk-íslenzka- félagið gaf út árið 1918. Eg hefi ekki náð í hana til lesturs fyr en nú nýskeð. Hún er mestmegnis rituð af hinum góð- kunnu höfundum’Aage Meyer Benedikts- syni, Arne Möller og landa vorum Finni Jónssyni. Bókin er skrifuð af miklum hlýleik til íslands og allmikilli þekkingu á högum þess. Bókin er prýdd 27 mynd- um og í henni eru þýðingar af nokkr- um ljóðum íslenzkra skálda, sem marg- ar eru furðanlega vel af hendi leystar. Helzta óprýðin á henni er hin fráleita þýðing á vísu Jónasar: Enginn grætur íslending. Hún er svona: Ingen begræder en islandsk Mand, der ligger og dör i sin Hule. Er han kreperet, kysse han kan Jorden i sin Kule. Á íslensku verður þettaþannig: Eng- inn grætur íslenzkan mann, sem ljggur og deyr í holu sinni. Pegar hann er hrokkinn upp af, getur hann kyst jörð- ina í gryfju sinni. Annars er margt gott um bók þessa að segja, og ættu íslendingar, er dönsku lesa, að vera sér út um hana. r. Nærsveitamenn eru beðnir að vitja Dags í Kaupfélagi Ey- inga, þegar þeir koma í bæinn.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.