Dagur - 18.08.1920, Side 2

Dagur - 18.08.1920, Side 2
62 DAQUR. virði ketsins væri komið í ljós. Petta yrði verðlagning eftir á og hreinn sam- vinnufélagsskapur. Pað er vel hugsan- legt, að sumir bændur, sem eiga erfiða aðsókn að sláturhúsum ynnu það til, að selja fé gegn þessum skilmálum. En færi nú svo að þessi Ieið yrði ekki fær. Færi enn fremur svo, að bæjarbúum reyndist ókleyft, að tryggja sér ábyrgð bæjarfélagsins eða einstakra félagsmanna fyrir greiðslu á andvirði ketsins til kaupfélagsins, ef það seldi ketið með óákveðnu verði, eða of lágu, hvað vilja þá þeir, sem ala á óánægj- unni, taka til bragðs. Þeir munu aldr- ei fá því framgengt, að félagið stofni sér í hættu þeirra vegna, eða gefi bæj- arbúum einhvern hluta af ketverðinu, sem bændum ber með réttu. Peir munu aldri með ósanngirni innan brjósts og ósannindi á vörum geta kastað skugga á félagið í þ'essu máli í augum sanngjarnra manna. Og þeir munu enn- fremur aldrei geta hamiað því, að fé- lagið hafi þetta mál algerlega í hendi sinni. En félagið mun enn sem fyr beita þessari aðferð. Pað gerir ráð fyrir þvi, að sanngirnisviðleitni þess verði meira metin af öllum þorra bæjarbúa, heldur en ósannindafleipur og illvilji einstakra manna í garð þess. „Gleym mér ei.“ Blessaða sjón! Því úr blágresi brosir mér enn bani dauðans! og »gleym méreigi« guðs eilífa ást og speki huggar mitt hjarta með himneskri sýn. Alt hið helgasta, alt hið sannasta birtist oss börnum á blómstursmáli; það las Jesús á Jórdansbökkum og guðvitringur við Gangesfljót. Drottins dýrð er ei dulspeki, ekki mannvit, ekki vísindi, hún er »gleym mér ei« þeirra guðsbarna, er bana dauðans blindandi sjá. Áhrær mín augu, eilífa Ijós, svo sjáandi sjái blindur, hvernig guðs augu geta stafað yfir alt myrkur eilífa dýrð! 28/fi ’20. Matth. Jochumsson. (Endurprentað úr íslendingi með leyfi höf.) Dánardægur. Nýlega lézt á sjúkrahúsinu hcr trið- finna Sörensdóttir eiginkona Kristjáns Júl. Jóhannessonar fyrrum stöðvarstjóra og bónda I Syðri-Tungu, Tjörnesi. Hún lætur eftir sig eiginmann sinn og 3 korn- ung börn. Hin látna átti við langvinn- an og þjáningamikinn sjúkdóm að stríða og bar þjáningar sínar með geðprýði og stillingu að allra dómi er til þektu. Kona þessi var góð og gáfuð. Harmur hefir lostið hér einu af sínum þyngri höggum. Guð huggi alla, sem eiga bágt. Fyrir tæpum tveimur vikum síðan andaðist að heimili sínu Gilsbakka í Eyjafirði Áslaug dóttir Jóhannesar bónda þar og konu hans Lilju Olgeirsdóttur. Áslaug var rúmra 17 ára að aldri. Botn- langabólga var henni að bana. Áður hafa þessi öldruðu og sorgmæddu hjón orðið fyrir dótturmissi. Nábúakritur, i. Skólamál. Ritstjórnargrein um skólamál hefirný- lega birst í íslendingi. Par er haldið fast fram kröfu um lærðan skóla á Norð- urlandi. Krafan er bygð á tveimur aðal- ástæðum. Fyrst og fremst sögulegum rétti okkar Norðlendinga til slíkrar stofn- unar, og í öðru lagi á erfiðleikum þeim, sém eru því samfara fyrir menn úr fjar- Iægum héruðum landsins, að sækja einn slíkan skólá til Reykjavíkur. Fleiri ástæður er og drepið á í nefndri grein, svo sem það, að Reykjavík muni ekki vera holl- ur uppeldisst ður fyrir mentamenn okk- ar, að með tillögum mentamálanefndar- innar, sem nú situr að starfi, um að slíta sambandi gagnfræðadeildanna og mentaskólans, sé verið að varpa okkur Norðlendingum flötum, til þess að hækka um Sunnlendinginn. Ennfremur að tveir lærðir skólar mundu skapa holla og hressandi samkepni á þessu sviði. En þungamiðja greinarinnar er norð- lenzkur metnaður í sambandi við þetta mál. Dagur er að sumu leyti sammála áð- ur nefndri grein, þó virðist honum á- stæða, til þess að gera við hana lítils- háttar athugasemdir. Pegar íslendingur hóf göngu sína undir stjórn herra Brynleifs Tobíasson- ar, lofaði hann því að reyna að efla heil- brigðarf) metnað meðal Norðlinga. Jafnframt lofaði hann því, að eyða ríg á milli manna og verða nokkurskonar sáttasemjari. Pað er víst meiri vandi en margur hyggur, að taka sér tvö svo að segja gagnstæð verkefni fyrir hendur, og leysa bæði vel af hendi. Pað verða víst lengi skiftar skoðanir um það, hvað erheil- brigður metnaður. Jafnvel gæli það orð- ið vafasamt í augum sumra manna, hvort metnaður bygður á samanburði getur nokkurntíma verið heilbrigður. Hvort metnaður millisveitaeða sýslna eða lands- fjórðunga sé ekki í raun og veru dramb. í áðurnefndri skólamálagrein og fleiri greinum í íslendingi hefir borið talsvert á því, sem blaðið mun að sjálfsögðu telja heilbrigðan metnað, en sem Degi virðist vera öllu frekar norðlenzkt dramb, illa fallið til þess að eyða ríg og efla samúð. Pegar um svo stórkostlegt mál er að ræða, sem skólamálið og yfir höfuð mentamál þjóðarinnar, má alls ekki koma þar fyrst og fremst til greina sögulegur *) Leturbreytingin mín. Rit$tj. réttur, jafniétliskröfur, Iandsfjórðunga- kepni eða annarskonar sveitardráttur, heldur þarf að leggj^ þá spurningu fram, hvers þjóðin þarfnist í þessu efni, og hvað henni sé hollast. Pað er alls ekki víst, að þjóðinni sé bráðnauðsyn- legt að fá lærðan skóla á Norðurlandi, þó fyrir því sé sögulegur réttur, Og að gera'slíkt að kappsmunamáli gagnvart Sunnlendingum mun ekki vera farsæl leið í skólamálum. Það mnnu verða skiftar skoðanir um það, hversu lærður skóli á Norðurlandi er mikið nauðsynjamál. Einn lærður skóli í landiitu ætti að geta nægt, til þess að aia upp lærða menn sem svar- aði þörfum þjóðarinnar, og hún væri að öðru leyti vel sæmd af. Um hitt gætu sjálfsagt margir orðið sammála, að slíkur skóli og fleiri skólar væri bet- ur komnir einhversstaðar í sveit heldur en í Reykjavík. Síðan á dögum Hólastóls hefir aldar- hátturinn breyzt, stefnur í mentamálum breyzt og þarfir þjóðarinnar í því efni breyzt. Pjóðin er orðin talsvert ólík frá því sem þá var. Atvinnuhættir hennar hafa breyzt og færst út. Augu hennar hafa síðan opnast fyrir þörfinni á yfir- gripsmikilli lýðmentun og sérmentun í ýmsum greinum. Aðalviðfangsefnið í skólamálum verður það, að koma lýð- mentuninni í það horf, að öllum sé gefinn kostur á traustri þekkingar undir- stöðu, sem hver eiustaklingur getur bygt ofan á hverskonar sérmentun, sem er við hans hæfi og þjóðinni gagnleg. Ef til vill verður nánar víkið að þessu máii síðar. Athugasemdir þessar eiga að vera til þess, að benda mönnum á, að þegar við leggjum út í stórmál þurfum við að reiða í þverpokanum eitthvað annað og meira en norðlenzkar réttar- kröfur og norðlenzkan metnað. Slátrun og skotfæri. Eins og kunnugt er, hefir verið skip- að fyrir með lögum, um dýraverndun, að skjóta skuli allar skepnur á opinberum slátrunarhúsum, og er því óleyfilegt að deyða þar skepnu á ann- an hátt. Par sem þessum lagafyrirmæl- um var enn ékki hlýtt á ýmsum slátr- unarhúsum síðastliðið haust, má gera ráð fyrir, að ekki sé til að dreifa sjálf- ráðri óhlýðni við gildandi Iög, heldur því, að menn hafi ekki enn verið við því búnir að skjóta. Svæfingin er nú alstaðar niður lögð, þar sem menn hafa öðl ist þekk- ingu á því, að hún er einhver hin kvala- fylsti dauðdagi, þar sem skepnan verð- ur aðeins magnþrota, en missir hvorki meðvitund né tilfinningu. Henni er því með svæfingunni skapaðar allar þær kvalir sem unt er: dauða-angist og sárs- auki. Hvern mann, sem þetta veit, má því hrylla við þessari aflífunaraðferð. Stunga og hálsskurður er lítið betri eða mannúðlegri, þó að líða kunni yfir skepnuna í svip. Sársaukinn hlýtur altaf að vera svo mikill, þó að vel sé að öllu farið, og oft aískaplegur ef illa er að farið. R o t er hið eina, sem gerir algert meðvitundarleysi, hvort heldur það er gert með h_ö g g i (hamarshöggi, hel- grímu) eða með s k o t i. Hvorttveggja Fjármark undirritaðs er: sneitt aftan biti framan hægra, biti aftan vinstra. Brennimarkí Jónas P. Fé með þessu marki eru menn beðnir að stefna til Jóns Þorsteins- sonar, bónda að Arnarvatni í Pingeyjar- sýslu. fónas Þorbergsson. skaddar stóra heilann, og með þeirri sköddun fylgir meðvitundarleysi og því algert tilfinningarleysi. En sá er munur- inn á höggi og skoti, að höggið getur mistekist en skolið varla, þó að hvort- tveggja svifti meðvitundinni svo að segja í sömu svipan. Pess vegna er lögboðið að skjóta á opinberum slátrunarhúsum. Eftir reynslu, sem þegar er fengin, hefði verið alveg óhætt að Iögbjóða skot á öllum skepnum sem til slátrunar eru leiddar, og hefði varla þurft að ótt- ast, að bændur hefðu hliðrað sér hjá að hlýða því; svo margir bændur hafa ótilkvaddir spurst fyrir um skotvopn og ýmsir þegar keypt þau. Petta ber gleðilegt vitni um það, að eldri slátrunaraðferðir eigi nú skamt ólifað. Eftir því sem mann- úðin vex, og tilfinningin vaknar fyrir því, að deyðingin hafi sem minstan sársauka og angist í för með sér, — að um ekkert dauðastríð verði að ræða - eftir því taka fleiri og fleiri upp þá aðferðað skjóta, eins þar sem það er þó ekki Iögboðið. Þeir, sem hafa lesið »Dýraverndarann« undanfarið, vita það, að oss hefir verið mikið áhugamál að útvega ódýr og handhæg áhöld til að skjóta fénað með. Höfum við leitað fyrir oss bæði á Norð- v urlöndum og hjá mönnum er hafa skifti við Ameríku. Hafa skotvopn frá Norður- löndum reynst góð, þar á meðal »For- mator* frá Svíþjóð,- sem áður hefir ver- ið getið um í blaðinu; en sá er gall- inn á því verkfæri, að á opinberum sláturhúsum, þar sem slátrað er c. 800 fjár á dag á haustin, þykir of seinlegt að nota það. Reynt var að fá því breytt, svo að fljótlegra væri að skjóta með því (hlaða), en það hefir ekki tekist. Enda skotin sjálf (patrónurnar) alstaðar á Norðurlöndum dýrari en í Ameríku. Pað hefir því farið svo, að skamm- byssur frá Ameríku og skot þeim til- heyrandi, mundu verða hentugasta skot- vopnið, að minsta kosti fyrir sláturhús- in. Höfum vér því samið við herra Jó- hann Ólafsson & Co. í Reykjavík, sem hefir góð sambönd fyrir þessa vöru við Ameríku, um að panta skotfæri þaðan og hafa þau hér á takteinum handa hverjum sem hafa vill, með því að vér treystum oss eigi til að útvega þau ó- dýrari á annan hátt. Á öðrum stað í blaðinu eru skotvopn þessi auglýst, og viljum vér benda bæði sláturhúsastjórnendum og öðrum á það, að nauðsynlegt er, að þeir panti vopn- in í tíma, hclzt sem allra fyrst, svo að víst sé, að nægar birgðir verði fyrir hendi, þegar til á að taka. í haust ætti þá enginn að geta afsak- að sig með því, að skotvopnin séu ekki fáanleg. Pau verða' áreiðanlega fáanleg, ef þau eru pöntuð í tíma, bæði handa sláturhúsunum, og einstökum mönnum, sem vilja deyða skepnur sínar kvalalaust. (»Dýraverndarinn«)

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.