Dagur - 18.08.1920, Page 3
DAGUR.
67
Símskeyti.
.1
Rvík 11. ágúst.
Bandamenn eru sammála um
að styðja Pólland heraðarráðum,
hergögnum og ef til vill herráð-
stöfunum á sjó en ekki með lið-
styrk á iandi.
Bolsévíkar hafa heft samgöng-
ur við Varsjá og Danzig.
Ensk blöð hyggja enga hættu
á stríði ef Bolsévíkar vilji ábyrg-
jast Póllandi sjálfstæði.
Rvík 17. ágúst.
Pólland er reiðubúið að semja
frið.
Bandamenn hafa lagt vopna-
hléssamningana fyrir bandamenn.
Þar er sjálfstæði Póllands viður-
kent. Akvæði um að pólskum her
skuli fækkað ofan í 50 þús. og
allar hergagnasmiðjur séu' lagðar
niður.
Enskir og franskir verkamenn
hóta allsherjar verkfalli, ef banda-
menn ráðist á Rússa.
Bolsévíkar hafa samið fullnað-
arfrið við Eistur, Letta og Lit-
hauenbúa.
Lloyd George ráðleggur Pól-
verjum að taka friðarkostum Bol-
sévíka.
Bandaríkin vilja endurreisa Stór-
Rússland með öllum landamæra-
löndum nema Póllandi og Finn-
landi.
Finnar og Rússar hafa undir-
skrifað vopnahléssamninga.
Samsæri hefir uppgötvast í
Bretlandi um að ráða Lloyd Ge-
orge af dögum.
Venizelos hefir verið sýnt bana-
tilræði, en særðist lítið eitt.
Bolsévíkar hafa tekið Ulma og
Pulturk og barist um Varsjá.
Ungverjar hafa boðið Pólverj-
nm herstyrk, ef þeir fái eitthvað
fyrir snúð sinn.
Mælt er að auðvaldssamband
Miðevrópu sé stofnað og hafi
boðið Ungverjum hjálp, ef þeir
vilji veita Pólverjum lið. Sam-
bandið stofnað gegn Bolsévíkum.
Mælt er að Frakkar dragi sam-
an her á Rínarbökkum.
Rússar og Pjóðverjar semja um
fjármálasamband.
Sveinn Björnsson orðinn sendi-
herra íslands í Kaupmannahöfn.
Fréttarii. Dags.
Úr öllum áttum.
Horfurnar
eru hinar ískyggileguslu uin íslenzka
verzlun í náinni framtíð. Hver farmur
eftir annan er fluttur inn, en á aðra
hönd verður sífelt erfiðara að fá uokk-
uð ílutt úr iandi af peningum til lúkn-
ingar skuldum og söluhorfur á íslenzkri
framleiðslu eru hinar hræðilegustu.
UlHn
er enn óseld. Ekkert boð fæst, sem er
nándar nærri viðunanlegt.
Ketið.
Söluliorfur á því eru ekki glæsilegar.
Gizkað á að bændur fái 75 aura fyrir
pundið. Hrökkva þá dilkarnir skamt til
að borga tilkostnað við búskapinn.
9 vikna kaupamaður með 100 kr. kaupi
og fæði og þjónustu kostar 1300 krón-
ur. Meðaldilkur í haust gerir í hæsta
lagi 35 kr. Til þess að borga kaupa-
mannsbrúsann, þarf þá um 37 dilka.
Næsta ár verður bezt fyrir bænd-
ur að fá lausafólki jarðir sínar og bú
og gerast kaupamenn.
Fiskurinn
að sögn óseldur. Tómhljóð í bönk-
unum vegna stórskulda fiskkaupmanna
og annara verzlunarspekúlanta.
f
i
Jörðin Syðri-KambMll
í Arnarneshreppi er til sölu nú þegar og til ábúðar í næstkom-
Þau sláturfélög og þeir bændur, sem
hafa í hyggju að skjóta sláturfé á komandi
hausti, ættu að tala sem fyrst við undir-
ritaðan, sem gefur upplýsingar um verð
á byssum og skotum.
Sigm. Sigurðsson.
andi fardögnm. Semja ber við alþingismann
Stefán Stefánsson,
Fagraskógi.
Lausafregnir
herma að póstsjóður íslands skuldi
póstsjóði Dana V/i miljón. Sagt að
fregn þessi standi í sambandi við þær
fyrirskipanir, sem nýlega eru komnar,
að yfirfæra alls ekkert fé til útlanda
póstleiðis.
Skipafregnir.
Borg komin til Austurlandsins frá
Khöfn á leið hingað.
Sterling fer frá Reykjavík 21. þ. m.
í hringferð austur um. Á að fara héðan
vestur um 27. þ. m.
Villemoes fór til Blyth að sækja kol.
Gengismunur
kvað vera kominu á krónuna dönsku
og íslenzku. Landmandsbankinn hefir
gefið Landsbankanum skipun um að
láta þann mun nema 5 aurum á hverri
krónu.
Annars er gengi í bönkunum í dag
þetta:
Dollar 6,75 kr.
Sterlingspund 25,00 —
Norsk króna 1,02 —
Sænsk króna 1,42 —
Florin 2,40 —
Franki 0,55 —
Mark 0,20 —
A k u r e y r i.
Ritstjórl Islendings
kom nýlega heim með unnustu sinni
Sigurlaugu Hallgrímsdóttur eftir nokkura
dvöl í Skagafirði, Um líkt leyti kom til
bæjarins
síra Friörik Friðriksson
prestur og framkvæmdastjóri K. F. U.
M., Reykjavík. Hann er barna vinur mik-
ill og skilur börnin. Hann hefir hrifið
margan .ungling til sín af vegi gjálífis
og spillingar inn á braut siðlegs þroska.
Hallgr. Kristinsson og
50 þús. króna ketgróðinn.
Sú saga gengur staflaus um Akur-
ey> og grend, höfð eftir kaupmanni,
að Hallgr. Kristinsson hafi keypt það,
sem óselt var af keti Samb. ísl. Sam-
vinnufélaga og grætt á því 50 þús. kr.
Rað þarf ckki að taka það fratn, að
Kýr til sölu
Snemmbær kýr. Upplýsingar í
Kaupféiagi Eyfiröinga.
þetta er ómenguð lýgi, spunnin af ill-
um toga.
Vatnsþró
með sístreymandi vatni hefir verið
bygð við lækinn upp af hafnarbryggj-
unni. Á þróna er málað: >Brynnið hest-
unum.« Retta er eftirtektarverðasta bygg-
ingin í bænum.
Síldinni
er mokað á land hér við Eyjafjörð
og áj] Siglufirði. Allar tunnur að verða
fullar. Fátt heyrist enn um söluhorfur.
Vonandi er að útgerðarmenn Iæri af
dýrkeyptri reynslu síðasta árs, og selji
ef kostur er, þó við lægra verði sé,
heldur en að setja sjálfa sig og landið
á hausinn.
Klögun
til stjórnarráðsins kvað vera í undir-
búningi í Mývatnssveit og víðar, út af
vanskilum á pósti. í Mývatnssv^it koma
blöð aðeins stöku sinnum, einkum á
sumrin. Fyrir nokkuru kom safn af þrem-
ur póstsendingum í einu. Síðan ekki
neitt.
Baöhús f
fyrir bæinn er sagt að kaupm. Rögn-
valdur Snorrason sé að láta byggja.
Margir hafa tekið sér óþarfara fyrir hend-
ur. Framtakssemin er Iofsverð hvar sem
hún er.
Stefán skólameistari
Stefánsson hefir verið á ferðalagi
austur í Ringeyjarsýslu. Hann var stadd-
ur á Grenjaðastað er hann véiktist sr.ögg-
lega og var allþungt haldinn nokkra
daga. Nú er hann aftur á bata vegi.
Býst við að fara til Húsavíkur og koma
þaðan sjóleiðis.
Margir óska Stefáni af heilum hug
heilsubótar og fullra starfskrafta sjálfs
hans vegna og aðstandenda ogskólans.
Námsskeið
í útsaum, línsaum og kjólasaum hefi eg
ákveðið að hafa í vetur, hið fyrra frá
20. október til 20. janúar og hið síðara
frá 1. febrúar til 30. apríl. — Þær stúlk-
ur, sem óska eftir að komast á þessi nám-
skeið, annað eða bæði, ættu að tala við
mig sem fyrst, eða í síðasta lagi 20. sept.
Akureyri 11. ágúst 1920.
Anna Magnúsdóttir.
Kýr til sölu.
Ung kýr góubær. Upplýsingar í
Kaupfélagi Eyfirðinga.
Vefnaðarnámsskeið
(framhaldsnámsskeið)
verður haldið á Akureyri frá 20. okt.
til 20. des. næstkomandi.
Kenslugjald 70 kr. Útlent efni og
ullaruppistöður fæst á staðnum.
Nánari upplýsingar gefur Halldóra
Bjarnádóttir, Brekkugötu 15, Akureyri.
Heimilisiðnaðarfélag Norðurlands,
Kýr og kvígur
til sölu.
Vöglum 10. ágúst 1920.
Stefán Kristjánsson.
Óskilahestur
kom fyrir á heimili mínu seint í júlí.
Hesturinn er lftill vexti, brúnn að lit,
markaður heilrifað hægra, aljárnaður.
Sækir á að strjáka í suð-austurátt. Rétt-
ur eigandi gefi sigfram hið allra fyrsta.
Víðikeri í Bárðardal, 11. ágúst 1920.
Tyggvi Guðnason.
Ritstjóri: Jónas Rorbergsson.
Prentsmiðja Björns jónssonar.