Dagur - 22.09.1920, Blaðsíða 3
DAGUR
17
Verzlunin
selur álnavöru svo sem: flónel margar teg. tvististau í mörgum litum, hvít lér-
eft, sirts, cheviot og kamgarn, borðdúkadregil, handklæðadregil, manchetskyrt-
ur, lasting, sérting, efni í verkamannaföt, blúndur og margt fleira með
o afslæíti
frá 15. sept. til 15. okt. n. k.
Brynjólfur E, Stefánsson.
Rúgmjöl.
Ágætt rúgmjöl sel eg í heildsölu til kaupmanna og kaupfélaga,
einnig í smásölu til almennings, þó ekki í minni vikt en heilum
pokum.
Ragnar Ólafsson.
auðvirðilegt og hlægilegt í augum okkar.
Drambsemin verður þá ekki annað en
skilningslaus tilraun, til að slíta sig úr
sambandi, sem einstaklingurinn er órjúf-
anlega háður. Hún er fávísleg viðleitni,
til þess að gera líf okkar einskis virði
fyrir heildina, tefja þroska hennar og
gera okkur sjálf ófær, til þess að víkj-
ast undir þá gjaldkvöð samúðarinnar,
sem á okkur hvílir. Verum því ekki
drambsöm í hugsun, orðum eða um-
gengni, heldur leitum að samúðarkend-
inni hvor hjá öðrum, og við munum
finna hana.
Og við þurfum ekki að blygðast
okkar, þótt að okkur setji barnslegan
grátklökkva, þegar birtu skilnings og
mannkærleika slær niður í sálir okkar.
Pá finnum við að drambið fer í öfuga
átt við þroskaviðleitnin3 og að það er
þð ekki annað en skortur á skilningi
og skortur á samúð.
Ritfregn.
Siefán Stefánsson:
Plönturnar.
Kenslubók í grasafræði.
2. útgáfa.
Kaupmannahöfn 1Q20.
Gróðrarviuir, fræðivinir, bókavinir og
nemendur Stefáns skólameistara, en þeir
eru orðnir margir, munu fagna útkomu
þessarar bókar. Hún er gædd 255 myndi
um auk litmyndar af æskuvini allra ís-
letidinga: Brennisóleyunni. Bókin þarfn-
ast ekki meðtnæla. Stefán er landskunn-
ur að yfirbnrðafróðleik í þessari grein,
orðhegurð og sérstaklegri kennaralægn-
Honum hefir tekist að vekja samúð
margra með þessutn hálfsystkinum okk-
ar: plöntunum. Bókin er að nokkuru
aukin bæði að efni og myndum. Er
sérstök ástæða til að benda á viðauka,
sem fjallar um gróðttrlendi íslands.
Glögt og fróðlegt yfirlit, sem hver ein-
asti heilvita maður þarf að eignast. Frá-
sögnin ágætlega Ijós og skemtileg.
Pessa bók ásamt annari útgáfu af
Flóru sinni hefir höf. búið til prentun-
ar þrátt fyrir þjakandi lasleika. Pessari
kenslubók tókst honum að koma gegn-
um ágæta prentsmiðju, en Flóra strand-
aði á dýrtíðarskerinu í bráðina.
Pökk, Stefán, fyrir bækurnar og ágæta
kenslu!
*
Úr öllum áttum.
Verðlagsnefnd
er verið að hleypa af stokkunum í
Reykjavík. Eiga að skipa hana 5 menn,
2 útnefndir af stjórnarráðinu og 3 af
bæjarstjórninni. Verksvið nefndarinnar á
að vera Reykjavík og ætlunarverkið að
ákveða hámarksverð á varningi innlend-
um og erlendum og lækka núverandi
verð, þar sem það er ósanngjarnlega hátt
í nefndina eru skipaðir af bæjarins hálfu
þeir Björn Sigurðsson fyrv. erindreki
íslands í Lundúnum, alþm. Guðjón
Guðlaugsson, Ljúfustöðum og Héðinn
Valdimarsson, hagfræðingur.
Þráðlaust firðta!.
Forstöðumaður loftskeytastöðvarinnar
í Rvík herra Friðbjörn Aðalsteinsson
fór með Kóru nú síðast til ísafjarðar,
til þess að setja á laggirnar og opna
til starfrækslu áhöld til þráðlauss friðtals
milli ísafjarðar og Hesteyrar. Petfa er
nýtt í sögu landsins ef ekki ailra Norð
urlanda.
Ritstjóri
íslendings er orðinn yfir sig reiðúr
í síðasta tbl. »Bezt er að hætta hverj-
um leik, þá hæst fram fer.« Hann vít-
ir Dagsritstjórann fyrir klúryrði. Má af
því ráða, að ummæli hans, þár sem
hann talar um »hundasem snúi til spýju
sinnar* muni vera í hans augum þokka-
legri, vegna þess að hann hefir látið
sér þau um munn fara.
Fjártaka
Kaupfélags Eyfirðinga hófst í gær.
Sláturfjárloforð í félaginu nema alls 27
þúsundum. 20 þús. á sláturhúsinu hér j
bænum, 5 þús. á útbúinu í Dalvík og
2 þús. á útbúinu f Grenivík.
Söiuhorfur
kjöts hafa örlítið vænkast. Aftur á
móti eru lakari horfur með gærur.
Samskotum
til barnanna í Austurríki verður ekki
veitt móttaka lengur en fram undir lok
október mánaðar n. k.
Samskot
til barnanna í Austurríki
Áður ,auglýstar kr. 188,00
Benedikt Guðmundsson Ás-
láksstöðum, kona hans og
systir. * - 20,00
Jóh. Sveinbjörnsson Dalvík — 10,00
Daníet Gunnarsson Ak. — 10,00
Sigurbj. Davíðsd. Reykhúsum — 5,00
KristínBenediktsd. Halld.st.L.— 5,00
Margrét Kristjánsdóttir s. st. — 10,00
Hreppsbúar Ljósvettiingahr. — 388,00
Ónefndur Reykjadal — 10,00
Valdemar Níelsson Hallanda — 5,00
Porsteinn Jónss. verkam. Ak. — 25,00
Jónas Jónass.,bóndi Stórhamri — 10,00
Ónefndur, Akureyri — 20,00
Samtals 706,00
Kvittast hér með fyrir þessum upp-
hæðum og fylgir alúðar þökk.
Ingimar Eydal
kom með Kóru frá Reykjavík á föstu-
daginn var. Kona hans, sem um skeið
hefir verið syðra sér til heilsubóta, kom
nú með honum heil heilsu. Degi er
það sérstök ánægja, að bjóða þau vel-
komin og óska þeim mikillar gæfu.
Vínsaia og sektir
Pegar Gullfoss og Lagarfoss voru hér
á ferð seinast báðir samtímis urðu menn
þess varir, að vín var veitt eða selt á
skipununi. Verkamenn við skipin voru
þess æpandi vottar. Þó fór engin rann-
sókn eða leit fram, aðeins málamynd-
ar forsiglun. Lögreglustjórinn í Suður-
Múlasýslu, Sigurjón Aáarkússon kom með
Lagarfossi og hafði ekki forsiglað vín-
birgðir á skipinu þegar það kom til
hafnar á Austurlandi né síðar. Litlu op-
inberu fé er varið til tollgæslu, þó virð-
ist reynslan benda á, að því sé ver varið
heldur en hvað það er lítið. Pegar
Gullfoss kom til Siglufjarðar sektaði
lögreglustjórinn þar Guðm. Hannesson
brytann og annan mann til um 500 kr.
hvorn. Pó sektin sé lág saman borið við
það óheyrilega okur sem þessir vín-
smyglarar og lögbrjótar gera sig seka
um, er ástæða til þess að viðurkenna
þessa röggsemi, þegar kunnugt er, að
meirihluti lögreglustjóra landsins eru
sekir um afskiftaleysi ef ekki hreina og
beina yfirhylmingu þessara lögbrota.
Hvenær verða bannlögin látin ganga í
gildi á alíslenzkum skipum við sírend-
ur landsins? Hvenær rekur framkvæmd-
astjóri Eimskipafélags íslands alla slílca
lögbrjóta úr þjónustu félagsins?
Tíðarfarið
hefir verið mjög ilt undanfarið. Mikil
hey úti víða. Úr Húnavatnssýslu frétt-
ist að næstum einmuna ótíð hafi verið
þar síðari hluta sumarsins. Engjareru nú
í vasni í Þingunum og Vatnsdalnum.
Svipaðar fréttir úr Skagafirði. í Eyja-
fjarðar og Þingeyjarsýslum hefir verið
nokkuru skárra tíðarfar. Pó eru þar enn
mikil hey úti.
Símskeyti.
Rvík 21. sept.
Komist verzlunarsamningur á
milli Rússlands og Noregs, kaupa
Rússar jafnskjótt og borga út í
hönd allan vetrarafla Norður-
Noregs.
Deschanel forseti Frakka hefir
beðist lausnar. Hann hefir gert
tvær tilraunir að fyrirfara sér og er
talinn vitskertur. Forsetakosning
fer fram bráðlega. í kjöri eru Jour-
nart og Pere og, ef til vill, Mill-
erand.
Sprenging varð í New York,
sem drap og særði 200 manns.
Skaðinn metinn 2 milj. dollara.
Fjármálaþing hefst í Bryssel
Athuga!
Þeir, sem óska að eg skoði leir eða steina-
tegundir út til sveita, einkum langt hér frá,
eru beðnir að láta mig vita það skriflega
og helzt að senda sýnishorn af efninu í hrein-
um bauk eða Iitlum kassa, h. u. b. 1—2 pd.
að vigt, vel um búið með nafni og heimil-
isáritun. En ef þeir æskja að eg komi og
rannsaki staðinn, þá verða þeir að Ieggja
mér til hest og einnig fylgd, ef yfir fjöll er
að fara, því styrkur sá, er þingið veitti mér
til steinasöfnunar og athugana nægir ekki til
mikils ferðalags eins og hestlán og fylgdar-
menn kosta nú, 6—8 og 15 kr. á dag hvor
um sig.
Akureyri 21. sept. 1920.
F. B. Arngrímsson.
H a u s t u 11,
Hert sauðskinn og
G æ r u r
kaupir
verzlun Kristjáns Sigurðssonar.
Ungur reiðhestur
viljugur og vakur er til sölu nú þegar.
Otto Tulinius.
Nærsveitamenn
eru beðnir að vitja Dags í Kaupfélagi Ey
inga, þegar þeir koma f bæínn.
næst komandi föstudag,. Fundinn
sitja fulltrúar 33 ríkja.
Ogurlegir skógareldar í Rúss-
landi. Reykurinn berst til Noregs.
Verðlagsnefnd er skipuð hér.
Valdsvið hennar er aðeins Reykja-
vík.
Fréttarii. Dags.
Ritstjóri: Jónas Porbergsson.
Prentsmiðja Björns Jónssonar,