Dagur - 22.09.1920, Blaðsíða 2

Dagur - 22.09.1920, Blaðsíða 2
86 DAGUR. bændur eru ekki annara starfsmenn en sjálfra sín, og geta því ekki fengið dýr- tíðaruppbót hjá öðrum en sjálfum sér, og að þeir hafa samkv. reikningi höf. sjálfs — sem raunar er meira og minna vitlaus — þegar fengið slíka dýrtíðar- uppbót í fjórfaidri hækkun afurðaverðs, þar sem fæstir starfsmenn landsins hafa fengið nánda nærri svo milda launa hækkun. Auðsjáanlega veit höf. ekki heldur það, að það hefir aidrei svar- að kostnaði fyrir bændur aiment, að fóðra með útlendu skepnufóðri tii nokkr- urra muna, ekki heidur áður en dýrtíð- in skail á. Ró að það hafi bæði í og á undan dýrtíðinni verið þrauta úrræði sumra, þegar í skömmina var komið vegna gálauslegs ásetnings, þó vita allir sæmiiegir bændur, að slíkt er neyðar úr- ræði, skárra en feliir að vísu, af tvennu iliu, en tvímæiaiaust tjón engu að síðu. Hitt er satt, að þótt fyrir mörg góð ráð og bendingar ýmsra mætra manna — eg skal aðeins nefna Torfa sál. í Ól- afsdal og Guðm. Iandlækni Björrisson, — þá sýnir reynslan að óbrigðult ráð er enn ófundið gegn þessum land- búnaðarins höfuðfjanda, fóðurskortinum og horfeilir.um. F>ó skortir ekki svo mjög góð ráð, sem hitt að menn fáist tii að fara eftir þeim. En því til fyrirstöðu er öllu fremur sá hugsunarháttur, sem marg umrædd grein er bergrnálið af. Sem betur fer sýnir reynslan, að mikill meirihluti bænda er váxinn upp úr honum, en hinir eru samt ofmargir enn, sem eru svo skamt komnir í menningu, að hann á hjá þeim ait of mikil ítök. Það er þessi hugsunarháttur, sem er undirrót horfellisins, og þess vegna á hann ekki að þolast, heidur eiga allir góðir menn að gera sift ítrasta til að útrýma honum. Þáð á að »slá því föstu«, að gálauslegur ásetningur , er glæpur gagnvart skepnunum fyrst og fremst, en líka gagnvart sjálfum sér, vandamönnum og þjóð. Og því aðeins hefi eg talið verjandi tíma til að fást við jafn ómerki- lega ritsmíð og hugl. Þ. G., að þáer eru, eins og áður er vikið að, afsprengi þess hugsunarháttar, sem á að »uppræí- ast og í eld kastast.* En — »Rómaborg var ekki bygð á eínum degi.« Og þessi hugsunarháttur verður ekki heldur upprættur á svip- stundu hjá »ögðunum.« Þess vegna þurfa þeir aðhald en því þarf að vera svo hagað, að engum sé bakað tjón að óþðrfu, með því að skipa þeim að lóga fénaði á þeim tíma,- sem sláturfjáraf- urðir eru óseljanlegar og búið að eyða meira og minna fóðri handa þeim skepn- um, sem lóga þarf. Það ér einn versti gallinn á forðagæzlulögunum, að þau fyrirskipa fyrstu skoðun of seint. Hún þarf auðvitað að fara fram þegar úr réttum, svo að bændur geti feugið fult verð fyrir ait það fé, sem þeir þurfa að lóga, I öðru lagi þ#rf að borga forða- gæzluna sómasamlega. Það þarf að vera hægt að velja úr mönnum tii þess starfa; það er virðulegt en tímafrekt trúnaðar- starf, sem velferð heilla bygðarlaga get- ur nðið á, að sé vel og samvizkusam- lega leyst af hendi. í þriðja iagi þurfa þeir,|er sjálfa skortir vit eða vilja til að setja gætilega á, og ekki vilja hlýða fyrir- niælum forðagæzlumanna urn ásetning að hafa nægiiegt ríkt aðhald, svo að þeim sé eínn kostur nauðugur, að hlýða forðagæslumönnum. Aðhald !ög- gjafarinnar hefir reynst lítils eða einskis- virði. Til mála hefir komið, að gera ásetningssamþyktir í sveitum; það er seinfær ieið, og óvíst að hve miklu haldi kæmi. Þriðja leiðin er sú, sem stungið var upp á á fundi svarfdælskra kaupfélagsmanna í vor og samþykt var þar í einu hljóði að reyna hér og skora á Kaupfélag Eyfirðinga að taka upp. Hún byggist á þeirri trú, að kaupfélag- ið, sem aliur þorri sveitabænda við Eyja- fjörð er í, geti veitt það aðhald, sem dugir. Ölium kaupfélagsmönnuni er kunnugt, að þó að kaupfélagið hafi það á stefnuskrá sinni, að útrýma skulda- verzlun, þá er óhjákvæmiiegt fyrir marga félagsmenn að fá þar lán seinni hluta vetrar (úr nýári). Og þeir komast manna sízt hjá að fá slík lán, sem helzt leggja það i vana sinn, að tefla á tvær hættur með ásetninginn, því að það er gömnl og ný reynsla, að þeir sem ekki eru sjálfbjarga með fóður, eru það ekki heldur í öðrum efnum. Það eru heyja- bændurnir en eklci horkóngarnir, sem fé eiga í inniánsdeild kaupfélagsins — það er eg viss um, þótt ekki hafi eg séð skrá yfir þá. Ef kaupféiagið gerði það að skilyrði fyrir öllum lánveitingum síð- ari hluta vetrar (eftir nýár) til bænda þeirra, er ekki eiga fé í innlánsdeild kaupfélagsins jafnmikið og iáninu nemur eða meir, eða gætu sett aðra tryggingu en skepnueign sína, að þeir sýndu vott- orð forðagæziumanns um, að þéir hefðu nægiiegt fóður fyrir allan sinn fénað, hversu hart sem yrði, þá má ætla að það yrði eitt hið bezta aðhaid, sem feng- ist gæti í þessu efni. Það sem óttinn við fóðurskort getur ekki kent mönnum af þvi að þeir vona að alt slarkist af, það mundi vissan um að geta ekki fengið lán, sem þeir ekki komast af án, geta kent þeim. Og frá sjónarmiði kaup- félagsins er þetta alveg sjáifsögð ráð- stöfun. Það er ekkert vit í þvi fyrir kaupfélag að lána stórfé á hverjum vetri gegn væntanlegri borgun í afurðum bú- penings, sem getur verið gjörfallinn þegar að skuldadögunum kemur. Eng- inn forsjáil lánveitandi lánar fé gegn tryggingu í óvátrygðum húsum eða mun- um, og þó væri áhættan við slík lán ekki jafnmikil og hún er við lán að vetr- inum gegn tryggingu í afurðum ófóður- trygðs búpenings. Tillögu í umrædda átt var mér og tveimur merkum bændum, Sigurði Þor- gilssyni á Sökku og Þórarni Kr. Eld- járn á Tjörn, falið á áðurnefndum fundi hér í vor að koma á framfæri við stjórn K. E., í því skyni, að hún yrði iögð fyrir deildir kaupfélagsins og tekin í lög þess, eí fylgi fengisf, sem varia þarf að efa. í erindi, sem fylgdi með, er hún ýtarlegar rökstudd, en hér er kost- ur á, og teknar til athugunar þær mót- bárur, er okkur gat hugsast að gætu komið til mála. Hiit var ekki rætt þar, og verður ekki heldur hér, hvort bænd- ur geti komist hjá, að tefla bústofni sínum í hættu með ógætilegum ásetn- ingi. Sú háskalega viliukenning, að þeir geti það ekki, er hvervetna gægistfram í hugl. Þ. G., er sem sé svo fráleit, að hún er ekki svara verð. Þeir verða að geta það, og geta það Iíka. Að halda öðru fram, er ekkert annað en en gjaldþrotsyfiriýsing fyrir landbúnað- arins hönd. Daivík 12. sept. 1920. Sígurjón fónsson. Uíi á þekju. Er það ekkisatt, lesari góður, að hvorí sem þú fer aðeins út fyrir þfnar eigin húsdyr, ellegar þú ferðast víða um heim verða alloft á végi þínum hnakkakertir menn, sem iita hvorki til hægri né vinstri? Þeir horfa hátt yfir hversdags umstang- ið á götunni og stýra eftir ákveðnu stryki. Ef þú ert svo óheppinn, að þurfa að hefta för þeirra sem snöggvast og taka þá tali, verður þú þess var, að þeim líður illa á meðan, ekki sízt, ef klæðaburður þinn er Iátlaus og fátæk- legur og þú ert óframfærinn í látbragði. Það hefir áhrif á málrórn þeirra. Augna- ráðið verður þvingað. Það er eins og eitthvað haldi því til baka. Og þegar samtalinu er lokið, taka þeir strikið aft- ur eftir nefinu. Ef þú ert ekki, lesari, það sem kall- að er »veraldarvanur«, getur það kom- ið fyrir, að þér finnist á slíkum stund- um, sem tilvera þín hljóti að vera glappa- skot. Þó er að líkindum ekkert út á getn- að þinn að setja í augum heimsins, og þú ert skapaður { kross. Þú veizt ekki annað, en að þú hafir líf og sál eins og aðrir menn, hafir nokkurn veginn óflekkaða samvizku, hafir rækt skyidur þínar, eftir því sem þér hefir verið unt, og sért, blátt áfram sagt, maður með mönnum. Þess vegna verður þér und- arlegt innan brjósts, þegar sú tilfinning grípur þig frammi fyrir þessum hnakka kerta manni, að þú hljótir að vera eitt- hvert óæðra dýr. En vertu stiltur og hugsaðu þig um. Þú átt vafalaust marga þfna líka, sem komast i svipað- an vanda. Þú hefir að líkindum einhvern tíiria staðið frammi fyrir einhverjum embætt- ismanni og borið upp einhverja ein- feldningslegá spurningu um eitthvað, sem þér hefir verið ókunnugt um. Hefir það þá ekki komið fyrir, að þú hafir fengið útúrsnúning og háðsyrði í stað svars, sem hafa gert þig ringlaðan og komið þér í vandræði? Og hafir þú þá látið í ljós óánægju þína, hefir em- bættismanninum að líkindum fundist meiri ástæða til þess að sinna embætti sínu, heldur en að tala við slíka menn, sem þú ert. Og sennilega hefir þú einhvern tíma átt erindi að reka, þar sem svo kallaðir höfðingjar eiga húsum að ráða. Og þú hefir verið svo óheppinn að lenda þar, sem þú hefir þurft að bíða þess iengi, að til dyra væri géngið. Og svo hefir húsbóndinn verið vant við kominn eða »ekki heima* ellegar hann hefir haft gesti. Þú hefir verið beðinn að koma seiiina og þér hefir fundist, að á bak við orðin liggja, að í raun og veru væri það skaðlaust, þó þú kæmir ekki aftur. Og þó þér hafi tekist að Ijúka erindi þínu, hefir þér fundist á viðmóti þjónsins, sem til dyra kom, biðinni og yfiriæti húsbóndans, að fólkið í húsinu hlyti að vera á öðru tilverustigi en þú sjálfur. Þér hefir orðið þungt um and- ardráttinn og orðið því feginn að kom- ast undir bert ioft. Þú hefir séð unglinga, sem heima í sinni sveit hafa verið talin meðaltetur, fara í skóla, komast í gegnum gagn- fræðadeild eða verða stúdenta, og þú hefir orðið þess var, að þeir hafa ekki getað lengur litið á sveitunga sína sern jafningja, heldur sem ófullkomnari ver- ur þeim sjálfum. Þeir hafa fengið nasa- sjón af þeim hiutum, sein öllum þorra sveitunga þeirra er ókunnugt um og þeir li'ta þess vegna á þá sem biinda menn og fávísa utan þeirra verkahrings. Ennfremur hefir þú, lesari, rekið þig á menn, sem eru »útva)dir« í þess orðs biblíulegu ‘merkingu. Þeir hafa fundið sérstaka náð fyrir augliti guðs, vegna þess að þeir játa hina »einu sönnutrú*. Þeir eru leystir af aiiri synd og eiga að eins eftir það skrefið óstigið fram fyrir hásæti drottins, sem liggur um dyr grafarinnar. Þess vegna líta þeir á aðra sem villuráfandi menn á. vegi giötúnar, sem standi þeirn neðar fyrir augiiti guðs. Loks hefir þú að sjálfsögðu rekið þig á búðarlokur, sem hafa álitið það vera neðan við virðingu sína, að snúast vel og lipurmannlega við þörfum þínum. Svona mætti lengi teija. Einstaklinga af þessu tægi hefir þú vafalaust hitt oft og víða. Þá er ekki að finna frekar í einni stétt en annari, þó hér hafi ver- ið bent á vissa einstaklinga. Dramb- semin er ekki bundin við stöðu eða stétt eða ytri kjör nema að sáralitlu leyti, hekfur á hún rót sína að rekja í okkar eigið hugskot og hjarta. Ytri kjörin veita að eins mismunandi að- stöðu, til þess að beita drambinu. Hvað er þetta, sem við köllum dramb? Eg vildi óska, að þú æitir ekki svona óskaplega annríkt og að þú mættirgefa þér tómstund til rólegrar íhugunar. Þá gætir þú hjálpað mér, til þess að átta mig á því, hvað drambið er í raun og veru. Látum okkur nú sjá. ÓII e)um við fædd í þenna heim jafnnakin og alls- laus, og að lokum verður hjá ölium jafnhátt undir kistulokið. Fyrirhvorug- an enda lífs okkar sjáum við svo langt sem cina spönn. Um annað er því ekki að ræða en bilið milli vöggu og grafar, stundina. þá, hvort sem hún er lengri eða skemri. Nú er mannsæfin hverf- andi brot úr einu augnabliki mannkyns- æfinnar, og líkami okkar hverfandi duft- korn í víðáttu alheimsins. Hvernig get- ur duftkornið, sem um örlítið augnbliks- skeið er gefin lífsmynd og sjálfstæð hyggja, fylst drambi? Er það ekki meðal annars afleiðing af því, að við kunnum ekki að hugsa utan rúms og tíma? Þú mátt ekki, lesari góður, álíta, að eg vilji með þessu gera lílið úr einstak- lingslífinu og persónuleikanum. Ef við gætum með skarpari íhugun á þessum málum, heldur en okkur er tamt að beita í hversdagsönninni, öðlasí gleggri sýn út yfir unnvörpin, þar sem hrannir tímans brotna á strönd eilífðarinnar, myndi okkur lærast að skilja að mann- kynslífið er og verður órofin heild frá eilífð til eilífðar. Og samkvæmt því iög- máli er hugsunarrétt að álykta, að sú heild sé einn örlítill liður í annari stærri. Að tilveran öll hljóti að vera í eöli sínu samvinnufélag. Ef við komumst að þess- ari niðurstöðu sjáum við, að engiun eðlismunur er á gildi einstaldingsins og giidi heildarinnar. Heildin er því aðeins traust og óbrigðul, að allir einstakling- ar séu traustir, og einstakiingarnir mega sín því aðeins einhvers, að þeir standi í sambandi við heildina. Þegar þessa er gætt, verður drambið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.