Dagur - 22.09.1920, Blaðsíða 4
88
DAGUR.
Akureyri.
Benedikt Árnason
söngvari frá Litladal söng í samkomu-
húsi bæjarins s. 1. sunnudagskvöld. Að-
sókn var eftir atvikum mikil. Blaðið hefir
fyrir sig að bera ummæii söngfróðs
manns um það, að þetta hafi verið ein-
hver allra bezta söngskemtun, sem bæj-
arbúum hefir gefist kostur á að njóta.
Ungfrú Oda Schiöth aðstoðaði söng-
varann.
Jón Sveinsson
bæjarstjóri, lagði af stað á laugar-
dagsmorguninn var austur í Pingeyjar-
sýslur, til þess að hitta menn að mál'
út af fyrirhugaðri rafveitu Akureyrar og
kaupum á skuldabréfum bæjarins í þvj
skyni. Verkfræðingurinn hefir nú því
nær lokið athugunum sínum, og eins
og áður hefir verið getið um, sendir
hann eða félagið, sem hann er fulltrúi
fyrir, áætlun um hversu mikið afl og
hversu dýrt fáist á hverjum stað. Er
vonast eftir þeim upplýsingum um eða
fyrir áramótin.
Sigurður Ein Hlíðar,
dýralæknir kom nýlega frá Siglufirði
þar sem hann var að athuga heilbrigð-
isástand kúnna í kaupstaðnum og Siglu-
firðinum. Af 58 kúm reyndust 10 með
berldum og er það mun hærra, en hann
hafði búist við. Hvað mun reynast hér
í bænum? Á ekki slík rannsókn að fara
fram hér og nógu snemma, til þess að
menn geti vitað í byrjun sláturtíðar,
hvort þeir þurfa að farga kúm sínum
eða ekki?
Stfórnarráðið
neitaði kaupstaðarbúum um 5. kenn-
arann við Barnaskólann launaðan af
opinberu fé, vegna þess að börnin væru
of fá.
Síðan hefir komið skriður á giftingar
og undirbúning giftinga í bænum.
Jarðarför
Randheiðar sál. Sigurðardóttur fór
fram s. 1. laugardag. Aðstandendur eru
beðnir afsökunar á því, að nafn hinn-
ar látnu misprentaðist í síðasta blaði.
Brúnn hestur tapaður
og eru því allir góðir menn vinsamlega
beðnir að aðgæta vel atla brúna hesta
nú í haustgöngunum. Hesturinn er 5
vetra gamall, ennistoppslaus en taglprúð-
ur. Mark: bitar aftan bæði eyru (stórir).
Takið hestitin og færið mér eða ger-
ið mér orð, eg borga fundarlaun og
öll ómök.
Norðurgötu 13, Oddeyri 18. sept. 1920.
Gunnl. Gunnlaugsson.
Biikkdunkar
undan bensíni, hentugir undir olíu, og
trékassar
frá sjúkrahúsinu eru seldir í
Höepfnersverzlun
og í
Kaupfélagi Eyfirðinga.
í bænum til sölu.
Ritstj. vísar á.
Til söln
góður keruhestur. Ritstj. vísar á
seljanda.
Nokkur hross
verða tekin til fóðurs næst kom-
andi vetur. Ritstj. vísar á fóður-
tökumann.
Ódýran
þakpappa, pappasaum aðeins á 1,90
pakkann, Vs tommu pakkann á'kr. 1,20,
gler af öllum stærðum, eldfastan leir
og steina selur méð góðu verði
Gunnar Guðlaugsson,
Lundargötu 10.
Lesið!
Á fundi, sem haldinn var 13. þ. m. til þess að ræða um
stofnun byggingafélags fyrir Akureyrarbæ, var kosin 5 manna nefnd,
til að athuga rnálið og hrinaa því áleiðis; og eru það tilmæli
nefndarinnar að þeir, sem nú eru húsnæðislausir eða hafa ekki
ábyggilegt húsnæði, geri svo vel og tali við einhvern af
undirrituðum nefndarmönnum fyrir miðjan október n. k.
Erlingur Eriðjónsson, Jón Gnðmnndsson, fón Sveinsson,
framkvœmdastjóri. trésmiður. bœjarsijóri.
Kristjdn S. Sigurðsson, Sveinbjörn fónsson,
trésmiður. byggingafrœðingur.
AlnaYöru
alla, H0FUÐF0T, tii búinn F^ATNAÐ og til
FATA svo sem tölur tvinna eíc.
sel eg til áramóta með
151» afslætti.
Otto Tulinius.
Útbod.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefir ákveðið, að láta byggja
forstofu við norðurinngang Samkomuhúss bæjarins, og óskar
eftir tilboðum í bygginguna fyrir 1. okt. n. k.
Uppdráttur og allar upplýsingar um fyrirkomulag bygging-
arinnar fást á skrifsiofu bæjarstjórans.
Bæjarstjórinn á Akureyri 20. sept. 1920.
Jón Sveinsson.
Kaupfélag Eyfirðinga
selur daglega meðan sláturtíðin stendur yfir kjöt í sláturhúsinu í
heilum skrokkum á 2,00 kg. Þó með þeim skilyrðum að verðið
geti hækkað og lækkað um a!t að 0,20 kg. um næstu áramót,
eftir því hvernig gengur með saltkjötssöluna á erlendum markaði.
Peir sem óska geta þó fengið kjötið skilyrðislaust á 2,00 kg.
Salan fer fram frá kl. 8—9, 10—2 og 3—6.
Grammófónsplötur,
Mikið úrval, fást hjá undirrituðum, sungnutn af: E. Caruso, G. Farrar, N.
Meibu, M. A. Michailowu o. fl. heimsins mesta söngfólki. — Pétri Jónssyni.
P. Korneliusi, V. Herold, og dönskum og svenskum söngflokkum. Sömuleiðis
afbragðsgóðar hamonikuplötur o. m. fl. Ennfremur nálar og fjaðrir.
Grammofónsplötur fást leigðar. um lengri og skemmri tíma.
Notið tækifærið á tneðan það gefst, því þessar vörur veröa brátt ófáaulegar.
FreymóÖur Jóhannsson, máiari.
Hafnarstrseti 103, Akureyri.
er ein hin allra bezta ameriskra hveititegunda. Biðjið
ávalt um þá tegund, ef þér viljið fá verulega gott hveiti.
Hveitið Trumpeter er einnig góð tegund,
þótt það jafnist ekki að fullu við Lifebuoy. Það er mjög
ódýrt eftir gæðum.
Par sem alt hveiti hefir nú hækk-
að í verði, er enn brýnni þörf en
ella að ná í notadrýgstu tegundirnar.