Dagur - 29.09.1920, Blaðsíða 2

Dagur - 29.09.1920, Blaðsíða 2
90 DAGUR. Kristján Kristjánsson frá Víðigerði. Ró skorti hljóm í hörpu og anda, eg hjartans kveðju færi þér, sem svifinn ert til sólarlanda, frá sjúkdóms kröm er leiðstu hér. Rú ungum fögur fyrirmyndin varst fram í dauðann, hverja stund að hefjast upp á hæðsta tindinn í heiðarieik og framtakslund. Hjá þér var anda og þrótt að fiiina hjá þér var hugsjón mörg og stór; þú áttir viljann til að vinna og vit og snild. — En svona fór! Við kistu þína, Kristján góði, eg kærar þakkir flyt þér nú, og kveð þig hinst í ástaróði með innileika, von og trú. Rú vildir ættjörð verða að liði og vanst af kappi fáein ár. Gakk heill til starfs á hærra sviði, þó hrynji’ af vorum augum tár. D. J. ________ það að vera farsælast, efrétt er á haldið. söfnin og æðstu skólar þurfa að standa hlið við hlið. Rað verður seinfær og vafasöm ieið, ti! að bæta úr því mis- vægi, sem af því skapast, að stofna til satnkepni með höfuðstaðnum og öðrum Iandshlutum í þessu efni og leggja »þungt lóð á vogarskálina norð!enzku«, þar sem væri nýr lærður skóli. Þriðja ástæðan er sú, að á miili skól- anna mundi skapast hoil og hressandi samkepni og er þessi ástæða ekki talin ómerk'ileg. En þetta er sagt út í loftið að því leyti, sem ekki er gerð minsta tilraun til þess að rökstyðja það. Ekki er hægt að gera ráð fyrii öðru, en að skólarnir yrðu báðir kostaðir af opinberu fé, yrðu því hliðstæðir skólar og jafnréttháir. Auk þess steyptir svo að segja í sama móti. Hins vegar eru líkur til, að Reykja- víkurskólinn yrði betur settur um kenn- ara val og aðra aðstöðu. Samkepni yrði þá helzt fólgin í kappi kennara og nem- enda um að verða sem mest ágéngt. Gæti að vísu eitthvað gott af því leitt, þótt ekki sé handvíst, að sú samkepni yrðt æfinlega holl. Ekki óhugsandi, að skólarígur og gorgeir yrðu fylgifiskar slfkrar samkepni. Fjórða ástæðan er sú, að háskólanum mundi verða beien og óbeimi styrkur að nýjum lærðum skóla. Pað er iíkt á komið rneð þessari ástæðu og þeirri síðustu, að hún er ineð öllu órökstudd. Pó ekki sé ólík- legt, að þetta geti verið satt, er ekki hægt að taka það íil greina, meðan rökin fyrir því vanta. Tvær síðari ástæðurnar eru líkari því, að verið sé að telja fólki trú um eitthvað, með því að slá fram glæsilegum fullyrðingum, heldur en að verið sé að sannfæra það um réttmæti málstaðarins. Og hér eru rök íslendings upp talin, A þeim er reist krafa um það, að gagn- fræðaskólanum hér á Akureyri sé breytt í lærðan skóla. Pau eiga að sýna þörfina til slíkrar ráðstöfunar, bversu margir sem kunna að »sannfærast um það af lestri þeirra greina.« Sú hlið mentamála okkar, sem horfir að æðri mentun, er í raun og veru auð- vefdust viðureignar. Með gagngerðum umbótum á þessum eina lærða skóla ætti að mega tryggja öllum jafnan rétt og aðstöðu, til þess að njóta hans. Mundi þá skólinn hér eftir sem hingað til, meðan þjóðin vex ekki örar en raun ber vitni, geta skilað úr sér nægum fjölda lærðra og hálflærðra manna. Pörf þessarar fámennu þjóðar fyrir embættis- menn og lærða menn er skiljanlega takmörkuð, og ekki ástæða til að hvetja til æðra náms með of rúmum skólum fleiri en góðu hófi gegnir. Viðkoma slikra manna mun vera sem stendur full- komlega eins mikil og þörf er á. Peir menn eru ekkert vel staddir, sem eru búnir að kosla til iangrar skóla- göngn og fá síðan ekkert ækifæri, til þess að njóta náins síns og hæfileika. Og þjóðinni væri tvfsýnn hagur að því að framleiða slika vöru til útílutnings, þó gera megi ráð fyrir, að hún gengi betur út en þorskarnir. í sambandi við þeita er vert að rninn- ast þcss, að ritstjóri íslendings gerir ráð fyrir, ef lærður skóli yrði stofnsettur hér norðau iands, mundi tvískifting efri deildar Reykjavíkurskólans hveifa. Við stofnun nýs skóla rnundi hinn gauga saman. Sýnir þetta, að það hefir ekki vakað fyrir ritstjóranum, að brýn þörf væri aukins liðs lærðra manna. Dagur verður að líta svo á, að í ís- lenditig hafi verið færð gild rök fyrir því, að»Hinum alntenna mentaskó!a« sé umbóta þörf. En þar hafa enn ekki verið færð nein rök fyrir kröfunni um lærð- an skóla á Norðurlandi. Sögu’egi rétt- urinn getur því aðeins komið til greina, að skólans sé þörf. Ferðakosfnaðarásíæð- an er aukaatriði, sem aðeins snertir 3—4 sýslur landsins. Rað, sem sagt er um holla samkepni í þessu má!i, er sagt út í bláinn. Sömuleiðis það sem sagt er um styrk þann, sem háskólanum yíði að þessum skóla o. s. frv. Rá hlið mentamála okkar, sem hoifir til æðri mentunar þarf að tryggja vel, svo að þörfum þjóðarinnar sé að öllu fullnægt og hún sé vel sæmd af. En í því efni má hvorki vera of né van. Pessu mun mega koma i kring með endurbóíum á þeim skóla, sem við þeg- ar eigum. Hin hliðin, sem horfir að lýð- mentun, er siórum umfangsmeiri og er- fiðari viðureignar. Gagnfræðaskólinn okkar Norðlendinga hefír í raun og veru verið lýðskóli. Hann heíir verið Norðlendinguni kær og órnelanlega gagnlegur. Ef nú ætti áð breyta honum í lærðan skóla, yrði það blátt áfram íil þess að svifta okkur þeirri stofnun, sem væri okkur margf^lt meira virði en lærður skóli. Dagur vonar að sú uppástunga fái sem minst fylgi hér norðan lands. Við Norðlendingar erum nú sem aðrir íbúar þessa Iands að vakna til meðvitundar um þörf hagnýtrar alþýðumentunar. Gagnfræðaskólimi hefir verið og á enn að vera hjálparhella okkar í þeirn efn- um. Að svifta okkur' honum væri því hið mesta hermdarverk, jafnvel þó lærð- ur skóli kæmi í staðinn, sniðinn að sjálf- sögðu fyrir embættismannaefni og iærða menn. íslendingi var mikið niðri fyrir út af því, að Dagur lagðist á móti honum í þessu málí. Lét hann svo um mæit, að einn ritstjórinn, þó einskis þess blaðs, sem áður höfðu um málið rætt, væri nú nokkuð hjáróma. Þessa gat hann fyrir þá sök, að það væri í fyrsta skifti sem þetta mál væri rætt svo, að allir, væri ekki sammála. Síðan hefir birst grein í Fram undir- skrifuð B. og önnur í Verkamanninum undirskriíuð Z. Báðar hafa þær birst með ritstjórnarr.élFnduni og ckki fylgt athuga- senidir og báðar hafa þær iagst á móti ísl'. udingi. r’orðurland hefir enn ekkert sa;. t um málið. R tstjóri ísiendings má, ef þessu vind- ur fram, snúa ummælum sínuni á þá leið, að þetta sé í fyrsta skiíti, setn krafan um lærðan skóia á Norðurlandi sé rædd, að formælandinn standi einn i’PP'- (Meira). Pjóðin og höfuðborgin. Pað hefir borið talsvert á uppþembu í mönnum hér norðan lands og eink- um hér á Akureyri yfir því, að ait drag- ist ti! Reykjavíkur. Er með því átt við það, að þangað dragist öli völd, allar samgöngur, ö!l söfn, allir skólar, sem nokkur veigur er í, yfir höfuð alt, sem þjóðin a dýrmætast og eítirsóknarverð- ast, og s'tji höfuðborgin öðrum lands- hluíum mjög í Ijósi. Pykir sumum sem hér stefni í rnikinn voða fyrir þjóðinni. Helzta ráðið, sem þeir sjá gegn þessu, er að stofna til samkepni með höfuð- staðnum og öðrum landshlutum og þá helzt Akureyri, á þann hátt að draga hingað eiíthvað af því, sem tíl Reykja- víkur vill dragast. Þannig yrði helzt komið í veg fyrir það, að stóra höfuð- ið, sem er að skagast syðra, setji land- ið á endann, að skapa annað höfuð við líka stórt hér nyrðrá. Viðlíka stór þurfa höfuðin að vera, ef jafnvægi á að fást, sé það á antiað borð skilyrði fyrir jafn- vægi í þjóðfélaginu. Einktim liffir mönnum orðið tíðrætt um samgöngurnar í sambandi við þetta. Samgönguieysi síðasta vetrar milli Norðurlands og Reykjavíkur og Norður- lands og úllanda er mönnum rninnis- stæti. Pótti mönnuin, sem ekki væri um neina bygð að ræða á landi hér, sem þarfnaðist samgangna nema Reykjavík. Ekki munu umkvartanirnar, sem héð- an bárust að norðan, hafa verið ástæðu- lausar. En miklar hafa öfgarnar þó ver- ið, ofstækið og belgingurinn. Pótti suni- um sem Norðlendingum mundi ekkileng- ur hiýða, að vera skattskyldir Nesjamönn- um eða vera þý og þrælar Sunnlend- inga. Peir hefðu aldrei unað því lengi fyrrum, karlarnir, enda verið þeir menn fyrir sér, ’að geta jafnan haldið hlut sín- um fyrir Nesjamönnum o. s. frv. Var þá farið að hrópa um stofnun norðlenzks siglingafélags. Nú átti að standa á eigin fótum f því efni. Pað er hætt við, að sumir þeir, setn hæst létu, hafi ekkr gætt þess, að því nær allir stórsalar4) landsins,“seni nokkuð kveður að, eru búsettir í Reykjavík og þar búa um 13 þús. manna, og að Reykjavík hefir að baki sér víðlend og þéttbýl héruð. Ef fólksfjöldi og verzluti- arumsetning ælti að ráða, væri það nærri lagi að 6 til 7 skipaferðir félli til Reykjavíkur á rnóti hverri einni til Ak- ureyrai. Ekki hafa.menn heldur gælt þ?ss nægi- lega vel, bvílíkum feikna erfiðleikum ailar samgöngur hafa verið háðar á síð- ustu árum. Vetzlun okkar og viðskifta- *) Því ekki stérsalar freniur ett heildsalar (á ensku wltolesaler)?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.