Dagur


Dagur - 03.11.1920, Qupperneq 1

Dagur - 03.11.1920, Qupperneq 1
DAGUR kcmur út á hverjum miðvikud. Kosiar kr. 4.50 til áramöta. Gjalddagi fyrir 1. ágúst. AFGREIÐSLAN er hjá Jótii P. Pó r. Norðurgötu 3. Talsimi 112. fnnheimtuna annast ritstjórinn. III. ár. Akureyri, 3. nóvember 1920. 28. blað. 23. júní 1915.* Fegurra og blíðara kvöldi ei kynnist kvistur á heiði né gára á sjó. Nálægð við fjarlægð í faðmlögum minnist, Fjallræðan ómar að sérhverri tó. Eins er þó varnað. Iivað var það, sem dó? Dalurinn minni í dögginni sýpur, draumblæja liggur um hæðir og mó, auðmýkt gegnt hásæti himinsins krýpur, háfjöllin lækka í blámóðu-sjó. Alt er svo fagurt. En eitthvað mér dó. Fjalldrapinn teygir úr táginni sinni, treystir hann svörðinn með barkandi kló. Snjall-hreina náttkul, í nærveru þinni nú skil eg huluna’ er yfir mér bjó: Gjallanda hreimur í hlíðunum dó. Jón Porsíeinsson. *) Þami dag dó Porgils gjallandi. Viðskiftakreppan. Álit og ummæli helztu fjármála- tnanna landsins. Framh. G. Ó. (Georg Ólafsson). Hann dvelur eingöngu við gjaldeyris- málið, og andmælir skoðun Vísis og þeirra annara, sem hafa haldið því fram, að um gengismismun geti ekki verið að ræða á íslenzkum og dönskum gjald- eyri. Honum farast svo orð: »Visir byggir skoðun sína á því, að ísland og Danmörk hafi sameiginlega mynt. Blaðið heldur þvi fram, að ís- lenzkir' seðlar séu óinnleysanlegir, vegna þess að útflutningsbann sé á gulli frá Danmörku. Væri útflutningur á gulli frjáls, mundu seðlaruir innleysanlegir og þá mundi hverfa gengismunur á islenzk- um og dönskum krónum. Blaðið segir: »það er aldönsk stjórnarráðstöfun, sem er þvi til hindrunar, að íslenzku seði- arnir verði innleystir með gulli.« Og gefur beinlínis í skyn, að hér sé um að ræða brot á sambandslögunum. Við vær- um ekki illa staddir, ef þessi skoðun Visis væri réít. Ef vér gætum gert seðla vora innleysanlega með gulli og gull- útflutning frjálsan (að öðrum kosti stoð- ar innleysanleikinn ekkert gagnvart út- löndum) þá mundi íslenzka krónan á svipstundu *) komast í jafngildi við þann erlendan gjaldeyri, sem beztur er, þ. e. dollarinn. — Nei, því miður byggist röksemdafærsla Vísis á misskiiningi eiix- nm Pótt vér fengjum frá Danmðrku nóg gull, til þess að allir seðlar, sem í umferð eru, væru gulltrygðir, — trygðir svo ramlega, að gull væri fyrir allri seðlafúlgunni — þá mundu seðlarnir samt vera ó‘nnleysanlegir. Væru þeir ekki gerðir óinnleysanlegir, mundu seðl- arnir horfnir í einni svipan og alt gull- ið komið út úr landinu. Meðan pund- ið stendur í 24—25 kr. og dollarinn í 6—7 kr., getum vér ekki fremur en önnur lönd, sam svo illa eru stödd, haft innleysanlega seðla og frjálsan gullút- flutning. Sé útflutningsbann á gulli, hef- ir innieysanleiki seðla enga þýðingu gagnvart útlöndum.® Herra O. Ó. virðist ekki hafa tekist *) Leturbrsytingin min. Ritstj. að gera þetta flókna atriði peningalög- málsins svo ljóst, að ekki verði misskilið. Hannsegir: »Ef viðgætum gertseðla vora innleysanlega með gulli og gullútflutn- ing frjálsan, þá mundi íslenzka krónan á svipstundu komast i jafngildi við þann erlendan gjaldeyri, sem beztur er, þ. e. dollarinn,*) og litlu síðar segir hann, að þólt vér fengjum frá Danmörku nóg gull, til þess að tryggja seðlana svo ramlega, að gull væri fyrir allri seðla- fúlgunni, tnundi það ekki duga, að gera seðlana innleysanlega og gullútflutning frjálsan meðan pundið stæði 24 — 25 og dollarinn í 6 —7 kr. Seðiarnir hyrfu úr umferð og gullið færi alt burt úr landinu. Ef gengi íslenzks gjaldeyris við gulltryggingu og frjálsan útflutning gulls kæmist á svipstundu til jafns við gengi dollars, hvers vegna ætti mönnum þá að vera svo ant um, að Iosa sig við ís- *enzka seð'a og rífa gullið út úr bönk- unum? í því falli gæti orsökin ekki ver- ið hið háa gengi dollarsins, því það væri hlutfallslega ekki hærra en krón- unnar. Mönnum gefst kostur á, að brjóta heilann um gessi ummæli herra G. Ó Ef þau eru hér misskilin, er það ekki sprottið af viljaleysi á að skilja þau. Hinsvegar mun mönnum verða Ijóst, að hann er mjög á öðru máli en Vísir um það, að útflutningsbann á gulli í Danmörku valdi óinnleýsanleik seðlanna. Hann heldur því fram að seðlarnir geti ekki orðið innleystir undir núverandi kringumstæðum, hvernig sem að væri farið. Hann fer síðan allmörgum orðum um gengismuninn og álítur hann mjög eðli- legan. Er röksemdafærsla hans um það efni mjög ljós. Pví meir sem við fiytj- um út af vörum, því meiri eftirspurn verður eftir íslenzkum gjaldeyri til þess að borga meö vörurnar og öfugt. En eftirspurn ræður verðmæti gjaldeyrisins. Gengisskráning hefir verið í höndum danskra banka. Þeir hafa því ráðið ís- lenzku gjaldeyrisgengi. Nú er greiðslu- jöfnuðurinn okkur mjög óhagstæður, þessvegtra felia þeir gjaldeyri okkar, en við getum ekki komið okkar gjaldeyri upp fyrir danskan, þó greiðslujöfnuður- inn yrði okkur hagstæðari en Dönum, meðan gengisskráning fer ekki fram í íslenzkum bönkum. *) Letnrbreytiiiglii mín- Kitstj. Hann lcemst þá að þeirri niðurstöðu að um eðlilegan gengismun sé að ræða. Gengið mætti laga í bráð með erlendri lántöku, en eina ráðið til frambúðar sé minni innflutningur og meiri útflutning- ur vara. Eggert Briem frá Viðey. Har.n gefur í upphafi greinar sinnar tiokkurt yfirlit þess, sem um málið hef- ir verið sagt. Álítur að flest sem sagt hefir verið, feli í sér einhvern hluta af sannleikanum; séu réttmætarathugasemd- ir út af fyrir sig, en þó sé hvergi grip- ið á sjálfu kýlinu þ. e. hvergi vikið að því, hvers vegna hin ýmsu atriði, sern að framan eru greind, eru alt í einu orðin svona þýðingarmikil. fað sé auð- skilið mál, að eins og nú sé komið, sé okkur nauðsynlegt að spara og selja af- urðirnar og að landsmenn hafi beðið tjón við verðfall íslenzku afurðanna, en ekkert af þessu geti með réltu valdið því, að menn geti ekki notað peninga sína frjálst og affallalaust utan lands sem innan. Bak við liggi önnur frumorsök, og hún sé augljós, sem sé óinnleysan- Ieiki seðlanna. Honum farast svo orð meðal annars: »Skýring Kaabers bankastjóra er því rétt, að það er íslandsbanki, sem við Vald. Steffensen , læknir er kominn heim. Viðtalsíími kl. 10—12 f. h. Eyrna- nef og hálssjúkdómar, kl. 4 — 6. e. h. það, að hann getur ekki fullnægt laga- kvöðinni um að yfirfæra til Kaupmanna- hafnar fjárhæðir fyrir Landsbankann, — á sökina á því, að peningar verða ekki sendir til útlanda. En skýring hans nær of skamt að því leyti, sem hann tekur það ckki fram, að frumorsökin er fólg- in í óinnleysanleik seðlanna, þar sem Landsbankinn er ekki látinnneyta heim- ildar sinnar, til þess að taka út gull fyrir seðlana og nota það, til þess að yfirfæra fjárhæðir fyrir landsmenn. Er því ekki rétt að gefa íslandsbanka ein- um sökina, heldur líka þingi og stjórn, sem er sá aóilinn, er að þjpóinni veit beint i þessu máii.« — — «Óinnleys- anlegu seðlarnir eru meinsemdin, sem felur í sér frumorsök peningakreppunn- ar. Einasta lækningin, sem dugir, er að stemma stigur fyrir útbreiðslu meinsins og takmarka óinnleysanlegu seðlana, sem mest má verða.« Hann leggur ennfremur áherzlu á það, að ekki megi uudir gangast fyrir ríkis- ins hönd neinar þær skuldbmdingar, til

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.