Dagur - 08.12.1920, Page 1

Dagur - 08.12.1920, Page 1
DAGUR kcmur úi á hverjum miðvikuá. Kostar kr. 4.50 til áramóta. Gjalddagi fyrir 1. ágúst. AFGREIÐSLAN er hjá Jótii P. Pór. Norðurgötu 3. Talsimi 112. Innheirntuna annast ritstjórinn. III. ár. Akureyri, 8. desember 1920. 33. blað. Sijartanlegt þakklæti vottum við undirrituð öllum þeim ótal mörgu fjær og nær, sem sýndu okkur hluttekningu við frófall og greftrun síra Matthíasar Jochumssonar. Sérstaklega þökkum við bæjarstjórn Akureyrar, sem sá um og kostaði hina veglegu títför. Akureyri 5. des. 1920.. Ekkja og börn bins látna. Skipulag Kaupfélags Þingeyinga. Eftir Benedikt Jónsson frá Auðiium. (Tekið upp úr ársriti K. Þ. 1920). (Framh.) Hvort sem nú þessi almennu sann- indi verða með fullum rétti heimfærð til þeirra skipulagsatriða K. Þ., sem ó- högguð hafa staðið frá byrjun, þá er þó það víst, að þau hafa til þessa stað- ist tönn tímans, þótt annað hafi orðið að víkja fyrir nýjum kröfum. Þau hafa reynst félaginu sú undirstaða, sem marg- víslegar nýmyndanir hafa verið bygðar ofan á, án þess að þau högguðust, eða grunnurinn reyndist of þröngur. Og enn er með öllu óreynt, hve hátimbr- aða skipulagsbyggingu hægt er að reisa á þessari undirstöðu. Þetta munu nú þykja nokkuð alrnenn og óákveðin ummæli, sem skorti heim- færslu. Hér verður því minst á nokkur skipulagsatriði í K. Þ. og athugað, hvort þau komi í bág við það, sem að framan hefir verið sagt, án þess farið verði út í nokkurn samanburð eða met- ing við annarskonar skipulag. Það er líka nauðsynlegt að kaupfélagsmenn geri sér Ijósa kosti og lesti þess skipulags, sem þeir hafa sett sér, og það áður en farið er út í nokkurn samanburð við annað; án þess er samanburðurinn mark- Iaus. Þeir verða að gera sér fyrst og fremst ljóst, hvort skipulagið er í sam- ræmi eða ósamræmi við hina almennu réttarmeðvituud þeirra og mannréttinda- kröfur, og jafnframt hvort það er hent- ugt í framkvæmd og fjárhagslega ör- ugt. Að rannsaka þetta til fullnuslu og rökræða, er lengra mál en svo rúm- ast fái í þessu litla riti, og verður að- eins stiklað á örfáum atriðum, sem skoðanir eru skiftar um, en það eru einkum þrjú atriði f skipulagi K. Þ. nefnil. deildaskfpulagið, pöntunarréttur- inn og pöntunarverðlag varanna. Það eru þessi skipulagsatriði, sem eru fr|- brugðin því, sem almennast gerist í öðrum kaupfélögum, og alls ekki þekkj- ast í erlendum félögum, að minsta kosti þeím, sem hér á landi hafa verið tekin til fyrirmyndar. Þetta skipulag er því frumhugsað af stofnendum K. Þ., sem er elzt kaup- félag hér á landi. Fyrsta myndun K. Þ. var ekki að neinu leyti gerð eftir er- lendum fyrirmyndum, sem þá voru hér óþektar með öllu, þótt einstöku maður hefði heyrt nefnda »Cooperation« og »Trades Unions*. En við stofnun fé- lagsins var reynt að sníða skipulagið sembezt eftir staðháttutium hér ogafstöðu vorri til umheimsins, en jafnframt haft í huga að byggja fyrirkomulagið á hug- myndum stofnendanna um lýðstjórn (demokrati) með þingbundnu (parla- mentarisku) skipulagi. Menn víluðu ekki svo mjög fyrir sér, þótt skipulagið yrði nokkuð margþætt, og gerði talsvert víð- tækar kröfur til þátt-töku allra félags- manna í sjálfu framkvæmdarstarfinu eða kostaði hvern og einn nokkur umsvif og tímaeyðslu, því stofnendunum var vel ljóst, að virkilegri lýðstjórn, með sem rýmstu einstaklingsfrelsi og full- komnastri einstaklingsábyrgð, er ómögu- Iegt að finna jafn einföld og fljótvirk form sem einveldi með ómyndugleika og ábyrgðarleysi einstaklinganna. Slíkt liggur í hlutarins eðli. Vilji menn hafa virkilega sjálfstjórn, verða menn að sætta sig við nokkuð margþætt og þung- lamalegt skipulag. A þessum forsendum var deildarskip- un K. Þ. bygð, og deildunum fengin sem allra rýmst sjálfstjórn, sjálfsábyrgð og sjálfsákvörðunarréttur í öllum fjár- málum, og um alt það, er ekki varð- aði heildarskipulagið, eða reið í bág við sama rétt annara deilda. Þetta gafst vel, og náði tilgangi sínum. Það þok- aði nábúunum í hverju bygðarlagi, sem ætíð eru kunnugastir högum hver ann- ars, og hafa flest sameiginlegt, fyrst og fremst til náinnar samvinnu um sam- eiginleg hagsmunamál,‘og til samábyrgð- ar um fjármál sín, þvingunarlaust utan frá, en með ákveðnum rétti og skyld- um í félagsheildinni. Mest áhersla var lögð á sjálfsábyrgðina, og sjálfsákvörð- unarréttinn, heimfært til hvers einstakl- ings, með tilsvarandi skyldum fyrst og fremst í deildinni, og þar næst í fé- lagsheildinni. Þetta skipulag héfir nú verkað þannig, að deildirnar hafa orðið einskonar sveitaskólar í samvinnumál- um. Deildarmenn hafa lært að þekkja og meta réttindi sín, skyldur og ábyrgð, fyrst og fremst innandeildar. Til þess að gæta rétiar síns, og svara til skyldna sinna, þarf hver og einn ekki lengra en til síns deildarstjóra eða samdeild- unga sinna á fundi, og þar á hann ein- mitt við þá menn, sem þekkja alla hagi hans beit, og líklegastir eru til samúðar með honum. Reynslan hefir sýnt, að þetta hefir sjaldan brugðist þeim, sem sjálfir eru félagshæfir. Deild- armenn standa oftast sem einn maður, og bera biak hver af öðrum, ' og það er afar sjaldgæft, að þcir beri hver annan út á hræsibrekkur. Hin fjárhigs- lega samábyrgð og reikningsfærsla inn- andeildar hefir tengt deildarmenn nán- um samvinnuböndum, og jafnframt reynst lang öflugasti og tryggasti þátt- urinn í samábyrgð allrar félagsheildar- innar; það hefir gert félagsstjórninni auðgengara eftir samábygðinni, en hitt er þó máske mest um vert, hversu þetta skipulag auðveldir einstaklingnum að gæta réttar síns, og félagsheildinni að vernda rétt einstaklingsins. Þetta hef- ir þráfaldlega sannast, t. d. þegar góðir deildarstjórar bera fram hagsmunamál einhverra lítilmagna, sem annars hefði engin eftirtekt verið veitt, annaðhvort við félagsstjórnina eða á fulltrúafundum félagsins, og hafa þannig vakið samúð félagsheildariunar með hinum bágstöddu, svo þeir hafa á einhvern hátt verið styrktir, án þess það hafi orðið þeim nokkur mannréttinda skerðing. Deildirnar eru útbú K. Þ. í sveitun- um, og deildarstjórarnir eru útbússtjór- ar með fjárhagslegri ábyrgð, bæði gagn- vart félagsheildinni og deildarmönnum. Er auðsætt hverja þýðingu slíkt skipu- lag hefir fyrir fjárhagslegt sjálfstæði sveitanna og bygðarlaganna, ef starfið er vei af hendi ieyst, og hvílíka fjár- hágslega æfingu og uppeldi þetta veitir, eigi aðeins deildarstjórunum heldur og öllum deildarmönnum. Þetta sýnir að í skipuiagi K. Þ. er fólgin meiri og víðtækari sjálfstjórn og sjálfsábyrgð, sannari lýðstjórn (demo- krati) en í nokkru erlendu kaupfélagi; með öðrutn orðum, að skipulagið er fullkomnara. Pöntunarrétturinn er bygður á sömu forsendum sem deildaskipunin, hann er hugsanrétt framhald þeirrar meginreglu sem deildaskipunin er bygð á, dreifsla sjálfsákvörðunarréttarins, og 6jálfsábyrgð- arinnar niður tii einstaklinganna. Hann tryggir hverjum félagsmanni eitt af hin- um dýrmætustu mannréttindum, sjálfs- ákvörðunarréttinn, og sömuleiðis hitt, að eign víst sem sína frjálsu eign alt þaö, sem liann getur veitt sér af að- keyptum lífsnauðsynjum, gegn árlegum atvinnuafurðum sínum, eða hverjum öðrum tryggingum, sem har.n getur sett, þar á meðal samábyrgð samdeild- unga sinna og sjóðeignum sínum í K. Þ. Það er ekki þýðingarlítið fyrir sjálf- stæði hvers manns, að eiga þannig kost á, að tryggja sér fyrirfram allar fyrir- sjáanlegar lífsnauðsynjar, og geta, þeg- ar þar að kemur, gengið eftir þeim. sem sinni eign, án þess að þurfa nokkurn mann að biðja, eða að lifa í ótta fyrir því, að verða hornreka annara yfirsterk- ari manna. Það eru ekki litlar áhyggjur, sem félagsmenn losna við á þennan hátt. Það getur ekki heldur oft að Iíta glaðari hóp af mönnum, en samdeild- unga, sem sammælst hafa flestir eða allir til þess að sækja »pöntunina sína* í vöruskála K. Þ. Það liggur ekki held- ur fyrir þeim að staulast inn að búðar- borði nokkurs haupmanns, og spyrja þar, hvort þeir geti fengið meira eða minna af nauðsynjura sínum, eða að hröklast búð úr búð til þess að leita þær uppi, án þess oft og tíðum að gera sér nægilega Ijósa grein fyrir hve- nær og hvernig þeir fái greitt andvirð- ið. Nei, þeir fara til afgreiðslumanns K. Þ. og segja honum, að nú séu þeir komn- ir til að sækja pöntunina sfna, og óski nú að fá hana afgreidda eftir afgreiðslu- skránni frá deildarstjóranum. Óg af- greiðslumaðurinn hefir engan rétt til, að neita nokkrum um það, sem þar stend- ur við nafn hans. Einmitt þessi fyrir- fram vissa, þessi réttur til vörunnar, hefir gert margan lítilsigldan mann upp- litsdjarfari og öruggari, hefir hreint og beint mannað hann upp.*) Og trygg- ingar þær, sem félagsmenn verða að setja fyrir pöntun sinni, kanna mönn- um að hafa gát á efnahag sínum og sníða sér stakk eftir vexti; alþýða manna hefir lengi verið borin þeim brigslum, að það kynni hún ekki, en félagsmenn í K. Þ. hafa nú sýnt að þeir hafa kunn- að að meta, og getað lært þessa gullnu lífsreglu og að beita henni. Ekki hefir fyrirfram pöntunin minni þýðingu fyrir framkvæmdarstjórn félags- *) Gamall, fátækur kaupfélagsmaður, sem var í kaupstaðarferð í einum slíkurn hóp, sein hér var nefndur. sagði, þegar hon- um fanst að einhver gárungi gera dár að erindi hans í kaupstaðinn: »Eg ætla ekki að b'iðja þig eða neinn annan um neitt; eg er að sækja eign mína og gæta réttar míns gegn gárungum og glópöld- um eins og þér.«

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.