Dagur


Dagur - 15.12.1920, Qupperneq 2

Dagur - 15.12.1920, Qupperneq 2
231 DAQUR ljóðlínum. Mest er Ijeítmetið í tæki- faeriskvæðunum, sem eru að líkindum, sum þeirra, meir ort af ytri þörf en i n nri. Hér skal nú tekið sundur eitt af þessum kvæðum. Kemur þá í Ijós, hvort það hefir nokkuð fram yfir mælt mál annað en Ijóðstafahljóm. Kvæðið ér nr. III í bálki þeim, sem hann hefir ort á 100 ára afmæli Bókmentafélags- in8. Orð eru öll hin sömu. Að eins orðaskipun breytl: »Orðstír íslendinga er ei vaxinn upp af vopnaburði. En frægð þeirra er sköpuð af skáldum og af fræðimönn- um. íslenzk alþýða hefir frá fornu al- ist við fræði, og niðjum Norðurlanda víkinga kent mæðramál þeirra. Retta er heiður, sem skal hefja ísland í áliti heimsins. Retta er arfúr, sem skal á- vaxta og gæta, en aldrei glata. Jafn- framt skal glæða upplýsing alþýðunnar með gagnlegum fræðum. Sá finnur leiðir, er nam fræði, en >blindur er bóklaus maður*. Ungur, einförull út- lendingur, hinn þjóðkunni faðir þessa félags, byrjaði þannig ávarp til íslend- inga. Landsmönnum þótti vel og af viti mælt, er þeir litu á málið. Pjóðar- ávarp Rasks frá Reynivöllum er nú geymt með þökk. Betri gestur hafði aldrei fyrri gist land okkar. Hann vildi skilja alt, kynnast öllu og reisa hið bezta úr rústum. Hann leit glöggu gestsauga á líf og sögu þjóðar, mælti mál vort og kyntist minningum eins og væri innborinn. Rví mun þjóð vor ætíð hafa þenna mann í heiðri og rita nafnið: Rask í efstu röð meðal íslands vina. Einnig ber að færa þér, Árni Helgason, þökk og Iof þjóðar. Pessa mentafélags verður ekki minst án þess að nafn þitt sé nefnt. Pú varst glögg- ur, gætinn og giftudrjúgur og ötull í öllum ráðum, stoð og stytta hins unga félags fyrstu spor þess. Nú sé lýst lofi þjóðar og þökkum yfir legstöðum ykk- ar beggja fyratu brautryðjenda og for- seta félags vors«. Petta mundi að líkindum þykja fram- bærileg ræða á Ungmennafélagsfundi, en ekkert fram yfir það. í tækifæris- ljóðunum er fleira þessu líkt. Tilþrifa- laus mærð. Þó eru þau mjög misjöfn. Fyrsta erindið í Háskólaljóðum (bls. 23) er fallegt og upphafið fallegast: »Pú Ijósiins guð ! á líknsemd þína vér lítum allra fyrst». Einnig er mjög góður Ijóðabálkur, fluttur á 100 ára afmælishátíð Lands- bókasafnsins (bls. 99), og þó einkum I. og II. kafli. Margt mætti tína til, bæði af betri endanum og verri. Innri þörfin, sem knúðu Ijóðin fram, virðist óvíða hafa verið nógu rík, þess vegna eru tökin óvíða sterk og sumstaðar máttlaus í tækifærisljóðunum. Á eftir tækifæris- og minningarljóð- unum, sem taka yfir rúmar 100 bls. eða um þriðjung bókarinnar, koma ýmisleg kvæði. Því miður leyfir ekki rúm blaðsins, að mörg þeirra séu at- huguð. Kvæði eftir kvæði líða gegn- um hugann, án þéss neitt verði eftir. í sumum kvæðunum eru íök, sem spá góðu,£en sem vonurn minna verður úr. T. d. er þetta skáldlega sagt í kvæð- inu Móðirin (bls. 123): »Hún grátbað um líf þitt og guð einn það veit hvað gerðist. — Hann véitti’ henni bænina sína«. Kvæðið Véfréttin (bls. 130) er mjög laglegt. Næsta kvæði Útreið- ar-dagur (bls. 132) er meira en lag- legt. Pað er meira að segja mjög gott. Hér ér fyrsta erindið: »Hestalykt við hrossarétt! Heilbrigðt kæla. — Morgun fagur. Sól í ausri. — Sunnudagur. Ferðaveður. — Loftið létt. Leið til fjalla. — Leggjum á. Látum svo við hnakk hvern tösku og í hverja eina flösku. Fleyg í barminn. — Förum þá«. Kvæðið er alt heilbrigð hrifning og yfir því er geðblær morgunloftsins upp til fjalla. Hér kemur og annað fram, sem að vísu sézt víð« í bókinni. Kvæð- ið er svo létt, svo ljóst og skipulega hugsað, að það er eins og tær lækur, sem fellur í jöfnum togum fram af há- um bergstalli. Hver hugsun er heil- steypt setning án alls orðaruglings. Er sá léttleiki og hagmælska fáum hent. Hringhendur (bls. 135) eru lag- legar og hefðu gjarnan mátt vera fleiri. Með ströndum fram (bls. 140), Hornbjarg (bls. 142) og Gjögur- nes (bls. 145) eru sérkennileg kvæði. Það er næst að halda, að í þessum hrikalegu lýsingum sé styrkur Porsteins mestur. Gjögurnes er líklega bezta kvæð- ið í bókinni. Hér er fyrsta erindið: sHamragrett og hrikafengið horfir Gjögurnes út til djúps, með urðarhramma undir fleti hlés hulcía, — til að hremma kili. Hamra-þurs í svörtu gili bjargs — og fiögð úr hyljum hranna hata kynslóð manna«. Óg hér það þriðja: »Pegar brimsjó bjargi móti byltir vestanrok, er sem niður hafið hrynji í hamratröllsins kok. Mörgum hrikateigum torgar tröllið grett, en milli orgai', þegar ægir óvættinnar utan lemur kinnar«. Hér er skáldleg líking og mikill þrótt- ur. Auk þess hrynjandi hagmælska. Kvæðið nálgast það að vera ágætt og þá er mikið sagt. Sannfæringin (bls. 166) er rím- uð blaðagrein. Þegar skáldið dó (bls. 172) er langt og veigalítið kvæði. Göngusöngur (bls. 183) er aftur á móti skemtilega létt og fallegt kvæði. Því svipar til kvæðisins Útreiðar- dagur, sem áður er nefnt. Hátturinn ér dýr og kvæðið er hressandi sumar- lag. Hér er fyrsta erindið: »Göngum drengir! Fótur fót flytji skjótur yfir grjót, til þín væna, burt úr bænum, brekkugræna sveil og fljót, skeytum ekki hætis hót hita’ og sviia. Pað er bót: fríðar leiðir, fjall og heiði faðminn breiða okkur mót«. Eg hefi tínt hér til einkum betri kvæðin. Að taka af lakari endanum yrði leogra mál. í bókinni eru einnig allmargar þýðingar, sem ekkert verður dæmt um hér. Þó má þjóðin vera Þorsteini þakklát fyrir snildarlega þýð- ingu á »Árna« Björnsons og kvæðun- um í honum. Þorsteinn verður að líkindum talinn, þegar stundir líða fram, einn af minni spámönnunum á Ijóðþingi íslendinga, þó ekki þeim minstu. Ljóð hans eru fáguð og létt, en kveður óvíða að skáldskap í þeim tiltölulega. Vi!j;nn virðist vera getunni yfirsterkari að yrkja til konunga og við hátíðleg tækifæri. Nú, þegar eg legg bókina frá mér, loða við í huganum þó nokkur áhrif frá nokkrum stöðum í hehni. Reynsl- an sker úr um, hversu oft hugurinn hvarflar til bókarinnar. Þó get eg hugs- að mér, að eg muni síðar minnast og lesa aftur sum kvæðin í henni. Maður er nefndur Halldór Kröjer, bróðír séra Jörens Kröjers, sem var prestur að Helgastöðum í Þingeyjar- sýslu. Halldór var stórgáfaður maður, en orðhákur. Á gamals aldri kom hann eitt sinn á bæ og var honum borin vætuskál. Honum þótti ekki mikið til hennar koma. En þegar hann kannaði til botns, fann hann, að slátursneiðar voru niðri í. Þá sagði karl: »Ha, þetta kom mér andskoti vel. Það er matur niðri í«. Líkt fer mér og eg get til, að svo fari fleirum. í þunnmetinu og glundr- inu hans Þorsteins »er matur niðti í«. Þess vegna íer bókin hans ekki erind- isleysu til manna. Lögmál og evangelium. Eg sárbölvaði í morgun. þegar eg kom að svarðarhlaðanum mínum og öll suðurhliðin lá niðri í einum bing og ausandi sunnanregnið sligbleytti fyrir mér svörðinn. Eg mintist verkakonunn- ar, sem hlóð fyrir mig sverðinum upp í þenna hlaða, sem nú er hruninn. Eg mintist strangleikans í orðum og svip, þegar hún nefndi »lágmarkskaupið«: »Um minna væri nú ekki að tala.« Eg sá ekki eftir kaupinu þá. Vissi að konan var hjörðinni og hirðinum trú, og að kaupið var ekki of hátt, eins og málum verkalýðsins er nú komið, með- al annars fyrir ötula framgöngu for- sprakkanna. Og þá mintist eg spámanrisorðanna: »Á villivegum«, í síðasta tbl. Verka- mannsins. Spámaðurinn lætur hnúta- svipu lögmálsins ganga um bak ■ kaup- manna og taxtabrjóta. Ástæðan sú, að einhverjir úr Verkamannafélaginu hafa unnið hjá verzlunarstjórum þriggja verzl- ana hér í bænum, fyrir lægra kaup en kauptaxti félagsins ákveður. Atvinnuleysið í bænum hefir gefið þessum fáu vinnuveitendum tækifæri, til þess að komasi í þeka sinn ofan á. Ójá, ekki er mér nú mjög sárt um verzlanirnar og get þolað, að þær borgi kaupið, en þó get eg nú frekar litið á málið frá sjónarmiði þeirra, eftir að svarðarhlaðinn minn er hruninn. Eg man það, að eg gekk að hlað- annm, eftir að eg var búinn að borga vinnulaunin, og eg sá þá, að hliðarnar voru hlaðnar of brattar og verkið flaust- urslega af hendi leyst. Það var auðséð að hann mundi hrynja fyr eða síðar. Og nú er það komið fram. Og nú liggur mér við að sjá eftir jafnvel láginarkskaupi. Síðan hefi eg verið að hugsa um og velta fyrir mér þessum spurningum: Á Verkamannafélagið bara spámann, sem með strangleika lögmálsgreina fé- lagsins er að ala hér upp Gyðingalýð og þorpara? Eða á það líka postula, sem prédik- ar evangelium trúleikans og ráðvendn- innar? Ölvir hnúfa. Öfgar og hrakyrði S. J. læknis á Dalvík. Herra læknir Sigurjón Jónsson á Dal- vík hefir í 21, —22. tbl. Dags ráðist á grein mína »Hugl. um búskap og fén- aðarhöld« í 19. tbl. sama blaðs. Það er mér »óblandin ánægja* að sjá og heyra, að grein mín stendur óhrakin í öllum atriðum, þrátt fýrir þessa illgirnislegu árás. — Höfundurinn hagar sér áþekt grimmum rakka, sem hangir í hælum manns og ranghvolfir augunum í öfuga átt. Hann hangir í grein minni, en treystist þó ekki til að ráðast á efni það, sem greinin ræðir um. Úrræðið verður því, að slíta nokk- ur orð úr samfeldu máli og smella þeim niður hingað og þangað um greinina. Setur hann svo upp úr öllu lygavef með fyrirvafi af persónulegum meiöyrðum, hrakyrðum og uppnefnum í garð bændastéttar landsins. Það, sem hann vítir mest í einu orði, sam- sinnir hann í öðru, alt með dæma- fárri frekju. Með því nú að lesendum blaðsins á að vera það »óblandin ánægja«, að heyra og lesa þessi spekinnar orð, þá er það skyldugt að athuga þau með gaumgæfni. Þar sem eg með skýrum rökum Ieiði í Ijós aðalörðugleika þá, sem nú steðji að landbúnaðinum, þá er eg skaðræð- ismaður í garð bændastéttarinnar og »bariómskrika«. — Enginn nefnir rök- studd satinindi víl; það vita þó allir ménn. Sjálfur segir svo höf.: »Veit eg það, mörg er búmanns raunin, mikið erfiði bóndans, margt áhyggjuefnið og oft örðugt að komast af efnalega«. Á öðr- um stað: »Embættismenn verða að tefla á »skynsamlega vogun« til að g#ta lifað«. Þessu er náttúrlega slegið fram órökstuddu, eins og höf. er von og vísa. Virðist mér þvi nær sanni, að nefna það víl. — »Væli hann og víli fyrir sjálfan sig« o. s. frv. o. s. frv.— Þeim óhroða vísa eg því hér með heim 441 föðurhúsanna, þó nægilegt sé fyrir »á Iager«. Þegar eg minnist á síðast afstaðin harðindi og læt bændur njóla sann- mælis, rökstyð það, að drengilega hafi menn varist, en hvet menn til dugnað- ar og forsjálni, þá er það víst »gor- geir« og »hroki«, af því að ráðin voru ekki yfirnáttúrleg, að mér skilst. Engan greinarmun gerir höf. á því, hvort eg segi frá eða læt í ljósi mína eigin skoðun á því, sem um er að ræða. — Þegar eg því tala um ásetning og leiði rök að því, að fjöldi bænda sjái það á haustnóttum, að ekki séu til

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.