Dagur - 22.12.1920, Síða 1

Dagur - 22.12.1920, Síða 1
DAGUR ktmur úi á hverjum miðvikua. Kostar kr. 4.50 til áramóta. öjalddagi fyrir 1. ágú~ III. ár. Akureyri, 22. desember 1920. m m 5 ® DAQUR 1 óskar öllum lesendum sínuin § ® gleðilegra jóla. ® I s m M®®®®®®M®®®®®®®®®®®®®€ Samvinna. Tvöfaldi skatturinn. í síðasta blaði var bent á það, að Kaupfél. Eyfirðinga væri gert að greiða í útsvar til Akureyrarkaupstaðar fyrir ár- ið 1921, samkv. niðurjöfnunarskrá, 15000 krónur. Pessi upphæð er tæp- lega V? af upphæðinni, sem jafnað er niður á bæjarbúa og hún er tii jafnað- ar um 15 kr. á hvern félagsmann í K. E. Á það var ennfremur bent, að sumir bændur í Eyjafirði muni greiða til bæjarþarfa hærri upphæð en verka- menn hér í bæ. Verzlunin, sem fé- lagsmenn gera, er mjög misjöfn að vöxtum. Einhleypingar, sem eru margir í félaginu, gera eðlilega minni verzlun en fjölskyldumenn. Nú er útsvarsupp- hæðin tekin af því fé, sem félagsmenn hafa s p a r a ð með því að verzla sam- eiginlega, með öðrum orðum af geymslu- fé þeirra í félagiuu, sem þeir hafa smátt og smátt greitt inn í félagið til verzl- unarþarfa og til tryggingar. Fé þetta eiga eyfirzkir bændur, það er sparað fé á viðskiftum þeirra yfir árið. En af geymslufé þessu tekur bæjarsjóður upp- hæð, sem samsvarar 15 kr. nefskatti á hvern félagsmann í K. E. Á Samband ísl. Samvinnufélaga hefir verið lagt gífurlegt útsvar í Reykjavík. Af geymslufé allra félagsmanna í S. í. S., sem var að upphæð 150 þús. kr. í fyrra, var því gert að greiða í út- svar 35 þús. kr. Á kaupmann, sem hafði í eigin tekjur af verzlun sinni 80 þús. kr., voru lagðar 3000 kr. Hefði hann átt að greiða rúml. 18 þús., ef sainsvörun heíði verið. Sýnir þetta geræðið, sem beitt er gagnvart Sam- bandinu í Reykjavík. Klögur. þess var tæpiega virt svars. Útkoman verður þá sú, að félagsmenn í K. E. og fleiri samvinnufél. gjalda ekki eingöngu tvö- faldan skatt heldur þrefaldan. Fyrst er að telja lögmæt gjöld hvers og eins f hans sveitarfélagi, þar næst útgjöld til bæjarfélagsins, þar sem verzlun hans hefir aðsetur og loks í Rvík gegnum Sambandið. í nágrannalöndunum, Englandi, Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð, hefir stað- ið hörð barátta í þessu skattamáli sam- vinnufélaga. Tvöfaldi skatturinn svo- nefndi hefir verið geigvænlegt vopn yfir höfðum samvinnufél., sem andstæð- ingar stefnuunar hafa reynt að beita. Málið hefir verið sótt og varið á lög- gjafarþingum og fyrir dómstólum og hefir hvarvetna endað með sigri samvinnumanna. Pjóðir þessar liafa allar eignast lagafyrirmæli og sérstaka samvinnulöggjöf, sem tryggir þau fyrir geræði' andstæðinga í skaitálögum. En íslendingar eiga enn enga lög- gjöf, sem tryggir samvinnufélögin gégn misbeiting þess valds, sem andstæðing- um þeirra er hér fengið í hendur, eins og geræðið gagnvart Sambandinu sýnir. .Samvinnumönnum þykir, sem ekki verði unað við slíkt hér frekar en annarstað- I ar. Peir vilja þess vegna gera þá kröfu, að í náinni framtíð verði með löggjöf skýrt kveðið á um það, hvað samvinnu- félögum beri að greiða til sveitar og bæjarfélaga, þar sem verzlun þeirra er bólfest og nýtur hlunninda. í Tímariti Sambandsins og í Tíman- um hefir oft verið vikið að þessu máli. Engin barátta ufn málið hefir þó enn átt sér stað í þingi þjóðarinnar. Nú verður á næstunni iátið til skarar skríða um málið og er vonandi, að þroski ís- lendinga verði þeim mun meiri en ná- graunaþjóðanna, að samvinnufélög nái rétti sínum án harðvítugrar baráttu. And- stæðingunum getur ekki orðið neinn hagur að því, að spyrna á móti brodd- unum. Samvinnusteínunni mun því meir aukast fylgi og samheldni, sem hún finnur ákveðnari andstöðu. Réttar- meðvitundin hefir verið þeirra megin í málinu hvarvetna og þess vegna hefir hún sigrað. Hins vegar er ástæða fyrir samvinnumenn, að sýna lipurð og láta lcröfur sínar hvergi vera bygðar á ó- sanngirni. Hér skal því haldið fram, að sam- vinnufélög eigi ekki að greiða útsvar eftir sömu reglum og kaupmannaverzl- anir, hlutafélög eða önnur félög rekin í gróðaskyni, nema að því leyti, sem þau verzla við utanfélagsmenn. Enn- fremur sé þeim gert skylt, að greiða tii bæjar og sveitarfélaga, þar sem þau reka verzlanir sínar, gjald í fullri sam- svörun við afnot þeirra af mannvirkj- um og öðrum hlunnindum, sem þær njóta. Of langt mál yrði að tilgreina allar ástæður, sem þessi krafa er reist á. Verður því að eins á fátt eitt drepið að sinni. Samvinnumenn greiða hver í sínu sveitarfélagi öll lögmæt gjöld til sveit- arþarfa, svo sem þeim ber að gera. Þess vegna ber þeim ekki að greiða gjöld til allra þarfa annara sveita eða bæjarfélaga, þó félög þeirra njóti þar aðstöðu og hlunninda. Samvinnufélögin eru ekki gróðafélög, hefdur satneiginleg viðleitni almennings að komast hjá óþörfum útgjöldum. Á- rangur þeirra verður því sparnaður ein- staklinganna, sem miðar að aimennri hagsæld. Slíka sparnaðarviðleitni er bæði ómaklegt og óviturlegt fyrir þjóð- félagið að skattleggja. í eðli sínu er samvinnustefnan þrosk- andi og mannbætandi starfsemi. Ress vegna er óviturlegt og hættulegt að leggja stein í götu hennar, sem gæti orðið henni til falls, eða lama starf- semina með útgjöldum, sem draga úr þroska og áratigri hénnar. Árságóði félaganna er að eins spar- að fé einstaldingarina, sem annars hefði AFGREIÐSLAN er hjá Jóni P. Pó r. Norðurgötu 3. Talsimi 112. Jnnheimtuna annast ritstjórinn. 35. blað. runnið í vasa einstakra kaupmanna eða verzlunarhlutafélaga. Slíkan sparnað er réttmætt að taka til greina, þegar jafnað er niður útsvörum eftir efnum og ástæðum heima í sveitafélögunum. Ressum ágóða er skift upp og skilað einstaklingunum við hver áramót eftir réttum hlutföllum. Hann getur því ekki álitist réttmætur gjaldstofn til bæj- arþarfa, frekar en ef eyfirzkur bóndi legði ákveðna fjárhæð til geymslu ár- langt í banka eða sparisjóð hér á staðnum. Sjóðir félaganna geta ekki heldur skoðast sem réttmætur skattstofu. Peir eru ekki samansankað fé, sem beitt er til gróðabragða, heldur samlag almenn- ings til tryggingar almennri sparnaðar- starfsemi og þroskunar. Bæjarfélagið liefir því engu meiri rétt til að skatt- leggja þá, heldur en inneignir bænda í bönkum og sparisjóðum, nema síður sé. En uslagjöld, gjöld íyrir notkun mann- virkja, til Iöggæzlu, vatns og Ijósa ber samvinnufélögum að greiða til bæjar- félaga í réttu hlutfalli við afnotin. Pað gjald þarf að ákveða og innheimta með öðrum aðferðum, en nú eiga sér stað. SKÁK. Skákfélag Akureyrar hefir lengi ætlað að byrja á því, að birta skákir og skák- dæmi í einhverju blaðanna hér á Akur- eyri, en hvorttveggja vantað til þess skákborðsmyndir og rúm fyrir það í blaði. í vetur er leið, birtust í »íslend- ingi« 2 af skákum þeim, er Skákfélag Akureyrar og Taflfélag Reykjavíkur tefldu um nýjársleytið í fyrra, en vegna ein- hverra — sennilega gildra — ástæða gat ritstjóri þess blaðs ekki leyft rúm- ið lengur og féll það því niður, og munu ekki allfáir hafa talið það illa farið, er áhuga höfðu fyrir skák. Nú hefir ræzt svo vel úr þessu, að í haust fékk Prentsmiðja Björns Jónssonar skák- borðsmyndir, svo að nú er hægt að sýna taflstöður og skákmyndir á prenti. En það sem bezt hefir áunnist er það, að ritstjóri »Dags« hefir góðfúslega leyft rúm í blaði sínu fyrir skákir og skákdæmi framvegis, þegar rúm þess að öðru Ieyti leyfir. Skákfélagið er hon- um þakklátt fyrir, og veit að fjöldi manna víðsvegar mun vera honum þakklátur fyrir þessa nýbreytni. Skák- irnar, er birtar verða, munu flestar vera tefldar í Skákfél. Akureyrar og því nýj-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.