Dagur - 22.12.1920, Page 2

Dagur - 22.12.1920, Page 2
138 DAGUR ar. Og þótt þeim verði að ýmsu leyti ábótavant, miðað við skákir meistaranna, gætu þær þó orðið til ánægju og clægra- styttingar þeim, er tefla þær eftir, og leiðbeining þeim, er vilja læra og minna kunna. Rað munu vera ekki allfáir, er ekki kunna stafrof taflborðsins og gætu því ekki fært sér í nyt prentaða skák. Verð- ur því í þetta sinn aðeins "sýnd tafl- borðsmynd með stafrofi þess er sýnir, hvað hver reitur taflborðsins heitir. S v a r t. w H v í t t. Hver reitur taflborðsins ber því nafn þess bókstafs og þeirrar tölu, er þau mætast á í réttri línu, þannig, að horn- reitur vinstra megin og hvíts megin heitir a 1, svarts megin a 8 o. s. frv. A Thorlacius. Spor styrjaldarinnar. iii. Síðast var það helzt niðurslaðan, að róleg og hlutlaus framtíðin ein gæti til fulls dæmt um orsakir og afleiðingar styrjaldarinnar. Orsakirnar eru sem sé enn duldar í blekkingamoldviðri, sem hver aðili fyrir sig þyrlar upp í til- raunum sínum, að hrynda sökinni af sér. Afleiðingarnar eru ekki enn komn- ar í ljós, nema að nokkuru leyti. Gætnum hlutleysingjum mun þykja varlegast að líta svo á, að sökinni verði ekki réttilega hrynt á eina þjóð fremur en aðra. Jafnvel sjálfar stríðsþjóðirnar eigi ekki sðkina einar, heldur allar þjóð- ir að meira og minna leyti. Styrjöldin hljóti að vera óhjákvæmileg afleiðing lífstefnu mannkynsins og orsökina muni mega rekja alt niður til einstaklinganna, ef rakið verði til þess ítrasta. Við, sem viljum vera hlutlaus, þykj- umst hafa allmikla ástæðu til þess að álykta svo, að »militarisminn« prúss- neski muni ekki einn hafa valdið styrj- öldinni. Viðskifti bandamanna við þá, sem urðu undir, virðast benda all-ljós- lega á þetta. Svo virðist, sem þeir kosti kapps um, að láta kné fylgja kviði, og merja þá sundur undir hæl ofbeldisÍHs með óvægilegustu ráðum. Ró »militarisminn« prússneski sé brot- inn á bak aftur, virðist heimurinn ekki hafa^ nálgast friðarhugsjónina um eitt hænufet. Loforðin um sjálfsákvörðunar- rétt þjóðanna, sem bandamenn hömp- uðu eins og beitu, til þess að ginna þúsundirnar á vígvöllinn, hafa ekki ver- ið efnd, nema þar sem efndirnar konui ekki í bága við hagsmuni og drotnun- argirni bandamanna. Jafnvel þykja vera gildar sannanir fyrir því, að bandamenn hafi með bakferlislégum undirróðri hvatt og styrkt Pólverja í barátíunni gegn Rússum, til þess að koma í veg fyrir sjálfsákvörðunarrétt Rússa o. s. frv. Hinn ægiiegi ósigur þýzka ofbeldis- valdsins hefir að eins aukið oflæti og dramb sigurvegaranna. Nýtt ofbeldis- vald rís upp, sem nauðsyn mun þykja til að brjóta á bak aftur, enda hervæð- ast þjóðirnar nú sem óðast. IV. Að loknum vopnaviðskiftum færðist viðskiftastyrjöldin í aukana. Á meðan Evrópuþjóðirnar hugsuðu ekki um neitt annað en að smíða morðtól og beita þeim á nágratinana, mataði Ameríka krókinn. Bandamenn tóku lán á lán ofan hjá sínum eigin þegnum, og sukku í skuldir, meðan Ameríka svældi undir sig auðæfi og viðskifti heiinsins, Að stríðinu loknu voru öll viðskiftasam- bönd Evrópu meira og minna úr skorð- um gengin og framleiðsluhættirnir stór- Iamaðir. Aðstaða þjóðanna gerðist af- ar misjöfn og þá hafa þrælatökin ekki verið spöruð af þeim, sem betur hafa mátt sín. Steinbítstakið, sem þær hafa beitt, hefir verið kallað gengismismun- ur gjaldeyris. Pví ver sem hver þjóð hefir staðið að vígi á viðskiftasviðinu, því meir hafa hinar þjóðirnar beitt þessu steinbítstaki, og felt gjaldeyri hennar í verði. Á engri þjóð hefir verið níðst eins greypilega í þessu efni Qg Pjóðverjum, svo sem vænta mátti. Peim hefir verið næstum því með öllu ókleift að kaupa hrávöru, vegna þess að gjaldeyrir þeirra hefir yerið því sem næst einskis virtur af öðrum þjóðum, sem vel hafa staðið að vígi. Eins og áður er sagt hafði Ameríka svælt undir sig stórmikinn hluta af auð- æfum Evrópu gegnum viðskiftin á stríðs- árunum. Auk þess hefir hún lánað Evrópuþjóðum stórfé. Ríkisskuldir stríðs- þjóðanna, stofnaðar á stríðsárunum, eru í raun og veru tapað fé þegnanna. Pví hefir verið varið sem eyðslufé og verð- ur að gjaldast aftur af þegnúnum sjálf- um í þungum sköttum. Pjóðirnar eru því í raun og veru þeim mun fátækari og skuldbundnari, sem ríkisskuldir þeirra hafa aukist á stríðsárunum, En Ameríka stóð langbezt að vígi að stríðinu loknu. Þangað höfðu auð- æfin streymt. Framleiðsluhættir hennar voru því sem næst ólamaðir. Enda hefir hinn arneríski dollar orðið Evrópu harður og óvæginn hnefi nú á síðustu árum. Hver sú þjóð hefir orðið að sæta afarkostum, sem keypt hefir vorur af Ameríkumönnum, vegna þess að gengismismunurinn einn hefir átt stór- mikinn þátt í verðhækkuninni. Fá ríki í Evrópu hafa getað reist verulega rönd við þessu fjármunaofbeidi. England hefir staðið bezt að vígi vegna kola sinua og auk þess hafa Englendingar flutt afarmikla gullsendingu vestur um haf, til þess að jafna gjaldeyrisgengið. Ein meginástæðan til þess, að Evrópa hefir meira og meira farið lialloka fyrir Atneríku í viðskiftunum, er stríðið milli Pólverja og Rússa og inniiokun Rúss- Iands. Önnur meginástæðan er hörm- ungarástand Mið-Evrópu. Korn, olía og iðnaðarvörur þessara landa hafa ekki getað kept á heimsmarkaðinum við samskouar vörur frá Ameríku. Sé nú hér farið nærri því rétta, mun mönnum skiljast, að allar þessar marg- þættu orsakir haía skapað stórkostlegt misvægi í heiminum. Afleiðingar þess eru uú að koma í Ijós, þar sem er aukin dýrtíð, peningakreppur, alvinnu- brestur og hrun. Verður smátt og smátt vikið nánar að þessum málum. (Meira). •• Ofgar og hrakyrði S. J, læknis á Dalvík. Niðurl. I tilefni af nefndri málsgrein segir höf.: »Talar eins og sá, sem vald hef- ir«. Skilst mér, að hér sé bent til þess, að bændur hafi ekki rétt til að tala eða rita um áhugamál sín, né bera hönd fyrir höfuð sér, hvernig sem að þeim er smíðað. Sú skoðun »gengur sem rauður þráður« gegnum alla grein- ina. »Miklir menn erúm við, Hrólfur minn!« »Skynsamleg vogun (»ef til vill það háskalegasta« í grein miuni, segir höf.) er raunar samfara öllum at- vinnurekstri*, segi eg. í því eina sam- bandi finnast þessi háskalegu orð í grein minni. — S. J. segir: »Pað er svo að vísu, að aldrei verður komist með öliu hjá áhættu í neinni aívinnu- grein«. Hér er víst minni meininga- munur en höf. gerir sér ljóst, og ó- þarfi fyrir höf. að blása sig svo út yfir þessu, sem hann gerir, Pað er annars sitt á hverri stundinni með þessa vogun hjá höf. Í öðru orð- inu hvetur hann bændur tii vogunar, og þá ekkert athugavert, þó bændur bíði atvinnutjón og líði tap ár frá ári. Stundum hið gagnstæða, að ekki hin minsta skynsamleg vogun má eiga sér stað. — Pó er það með fjárhættuspil ekki svo fráleitt! »Sá, sem eyðir öll- um eigum sfnum í fjárhættuspil, getur átt það v í s t, að tvöfalda eigur sínar á svipstundu (það er að segja —) ef hepni er með — og sálarrósemi raskar það ekki«!! _ * Pá víkur höf. sér að sjómannsstöð- unni og kemur þá í Ijós »karlmensku- hngurinn harði«! — »Par verður að vera mikið um það, sem rétti- lega er nefnt skynsamleg vogun. Menn verða að hætta fé sínu og menn vcrða sð hætta lífi sínu«. — Petta á að skiljast r é 11 i I e g a! Pess vegna ekki, að höf. tali eins og sá, sem vald hefir! — Ummælin eru líka sönn, en láta ekki vel á vörum þess manns, sem engan snefil hefir af sjó- mannlegri þekkingu, en máske sí og æ »með lífið í lúkunum*, ef á sjó ér komið. Ekki skilur höf. samlíkingar í grein minni og fæst eg þá ekkert um það. Verði embættismenn búsettir á » a n n- ari hverri þúfu«, eins og sumir vilja, að frásögn höf. — þá er ekki ósennilegt, að hann »sjái út úr aug- unum« fyrir annríki, og gefist tækifæri á að skilja algeng orðatiltæki. — — »Það á að slá því föstu, að gálaus- iegur ásetningur er g I æ p u r«!. Höf. heldur mikið af þessu geðslega orði, og eg verð að segja, án þess að eg nokkurntíma hafi mælt með gálausleg- um ásetningi, horfelii eða kvaldómi, að þá álít eg það flestum sæmilegast, að viðhafa slíkt orð með gætni, því »allir - erum við menn«. Pað var víst vorið 1913 um fardaga- leytið, að eg fór erinda minna yfir í Svarfaðardal. Leið mín lá um hlaðið á læknissetri S. J. læknis, og bar þar fyr- ir augu mín aumkunarlega sjón. — Utan við bæinn hímdi kýrgarmur rið- andi á beinum, með titring í vöðvum, hún hengdi niður höfuðið, en augun stóðu sljó og starandi eins og í fros- inni ýsu, kviðsloppin og mjó eins og nýborinn kálfur, og bærði ekki á sér, þó eg snerti við henni. Auðséð var að kýrin hafði soltið heilu hungrií fleiri daga og var veik. — Mér var sagt að kýr þessi, sem læknírinn átti, væri nýborin; hefði haft netta gjöf í geldstöðunni, en um leið og hún hafði gotið úr sér kálii, var rutt í hana ósköpum af fóðri: töðu, sild, síld- arkökum og mjöli, svo að hún skyldi »græða sig« fljótt og vel! Náttúriega fór svo óát í kúna. — Kvilla þenna nefna dýralæknar »kroniskan doða« og lækna hann bæði fljótt og vel, svo að það er alment talin vítaverð og heimsku- leg harðneskja, að láta skepnur af þess- um órsðkum, kveljast tvöföldum kvöl- um um langan tíma, þar sem læknir er á næstu grösum. S. J. læknir álítur þetta máske »búmannsvísindi« að spara heý á þenna hátt. — »Stóð eg mig ekki vel, piitar?« — »Purfti ekki guð eg gat!« -- »Og samvizkan er glöð og góð!« — Hér eru liæg haimatökin um krossa og nafnbætur, svo að eg þarf ekki að sjá fyrir þvíh Ráð S. J. læknis gegn fóðurskorti nefnir hann 3, og eru þau öl! lík því, sem vænta mátti úr þessari átt. Fyrst er, að ásetningur fari fram strax úr réttum. Fjöldi manna einkum til sveita, heyja langt fram yfir réttir, jafn- vel alt fram að veturnóttum, ef tíð leyfir. Heimtur eru óvissar alt að því svo langt fram á. Hey skemmast í görðum og hlöðum í vatnsviðrum eink- um á því tímabili. í hausthretum eink- um fenni fé og hrekur í vötn og sjó. Pessvegna er að mínu áliti, ásetningur fyrir veturnætur ógerningur. Annað ráðið: »Það þarf að Iauna forðagæslumenn sómasamlega.« — Já, — ætíð við það »heygarðshornið«. — Launin — launin fyrst, starfið og ár- angur þess auka-atriði! Sá sem tæki að sér það vandsama starf að vera á- seiningsrnaður, aðallega vegna laun- anna, væri að mínu áliti óhæfur ásetn- ingsmaður. Þriðja ráðið er þessi — að mér finst — grátlega tiliaga! Kaupfél. manna í Svarfaðardal samþykti á fundi hjá þeim, í e i n u h 1 j ó ð i, segir höf.: að fá það I ö g 1 e i 11 í K. E. að ekki megi lána þeim mönnum eyris úttekt úr ný- ári til bjargar mönnum eða skepnum, sem ekki geti sýnt það með vottorði forðagæzlumanns, að nægilegt fóður sé til á hverju sem gengur. Svo eru þá Svarfdælir sjálfir leiddir langt, sem að þessu hafa sveita mest og bezt bjargast af í harðindum, með félagsslcap og mannúðlegri framsýni, að þeir ekki líta við hollum og óbrigðul- um ráðum St. St. skólameistara um stofnun fóðurbirgðafélaga í sveitum. Leiðin á því að vera hér eftir, frá forð^agæzlumanni til K. E., og þar á

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.