Dagur - 29.12.1920, Page 1
DAGUR
kimur út á hverjum miðvikua.
Kosiar kr. 4.50 til áramóta.
Gjalddagi fyrir 1. ágúst.
AFGREIÐSLAN
er hjá Jóni P. Pó r.
Norðurgötu 3. Talsími 112.
Innheimtuna annast ritstjórinn.
III. ár.
Akureyri, 29. desember 1920.
36. blað.
Úthýst.
Jólahugleiðing.
’ I.
Hvarvetna, þar sem messað er í kristn-
um kirkjum á jóladaginn, er fæ|3ingar-
saga Jesú iesin upp. Og hvarvetna munu
þeir, er hlýða á söguna, lita hana nokk-
uð ólíkum augum. Kunnugt er, að
skoðanir eru skiftar þar.
Sumir líta svo á, að ímyndunarafl
alþýðunnar í fornkristni hafi að mestu
gert söguna úr garði eins og hún ligg-
ur nú fyrir. Aðrir eru þeirrar skoðun-
ar, að hún sé í flestum eða öllum at-
vikum raunveruleg, en enginn skáld-
skapur. Hver skoðunin er sanni nær,
skiftir ekki n.iklu tnáli. Því að í öllu,
sem vér hyggjum veruleik, er einhver
skáldskapur, og í öllum skáldskap er
einhver veruleiknr.
En þótt skoðanir séu skiftar að þessu
leyti, er okkur flestum eitt sameiginlegt:
Við unnum þessari yndislegu sögu eins
og hún er.
Eg fletti upp á fæðingarsögunni og
les. Venjulegast finnurn við þar ekkj
artnað en fagnaðaróma. En nú fer á
annan veg. Mér verður^svo starsýnt á
þetta: »Fæddi hún'þá son sinn frum-
getinn, vafði hann reifum og lagði
hann í jötu, af því að það var eigi
rúm fyrir þau í gistihúsinu.«
Ekkert rúm fyrir Meistarann í híbýl-
um ntannanna.
Eg staðnæmist við þetta aftur og
aftur. Og það gengur mér ekki úr huga.
Og eg sé, að þessi ummæli fæðing-
arsögunnar eru skuggsjá, sem sýnir
margendurtekna og sorglega veraldar
sann-reynd.
II.
Gyðingaþjóðin hafði átt marga merka
spámenn og sannleiksfrömuði. En aldrei
hafði eins göfug kenning hljómað á
tungu þjóðarinnar og sú, er Jesús Krist-
ur flutti. Aldrei hafði kraftur og hóg-
værð og kærleikur sameinast svo í per-
sónu nokkurs manns þar. Og aldrei
hafði sannleikurinn verið réttur að þjóð-
inni jahF'gjafmildum höndurn.
Og hverjar voru svo fyrstu viðtök-
urnar, sem Meistarinn fékk og hver
#
voru launin?
Fæðingarsagan skýrir frá fyrstu, við-
tökunum: Hann fékk hvergi hæli nema
í úthýsi. Og það var fyrirboði þess,
sem á eftir fór. F*jóð hans hafði hvorki
rúm fyrir verk hans né kenningu. Hug-
ur hennar var ekki nógu stór. Kreddur
og fordómar höfðu þyrpst þangað inn
á undanförnum árum. Og svo var sann-
leikskenningu Meistarans úthýst. En við
þ a ð var ekki látið sitja. Að lokum
varð heldur ekkert rúm í landinu fyrir,
líf hans. Og svo var því líka úthýst úr
þessum heimi.
Þessi voru launin og viðurkenningin,
sem Meistarinn hlaut hjá þjóð sinni.
Krossinn var eina virðingarmerkið,
sem hann bar!
Og hvers vegna var farið svona með
hann? Af því að hann var að boða
ný sannindi. —
En Gyðingaþjóðin er ekki ein undir
þessa sökina seld. Hún er hvorki betri
né verri en systur hennar, aðrar þjóðir.
Þær launa fleiri líkt og ‘hún.
Sama harmasagan hefir viðborið aft-
ur og aftur í mannlifinu, bæði fyrir og
eftir komu Krists. Eða hefir nokkurn-
tíma verið rúm í þessari veröldu fyrir
sannleika, sem var að fæðast, nema í
úthýsum og afkymum? Hafa ekki sann-
leikspostularnir verið hornrekur inann-
félagsins alt fram á þennan dag?
Við erum sízt bættari þótt við reyn-
um að fela fyrir okkur þessa sannreynd.
Okkur er sæmra að kannast" við, að
svona hefir þetia verið. Mannkynssagan
er auðug af dæmum, er sanna það.
Sókrates var dæmdur til að drekka
af eiturbikar, af því að hann flutti svo
sanngöfuga kenningu, að hún hefir ver-
ið aðdáunarefni beztu manna, æ síðan.
Yfirvöldin kváðu hann afvegaleiða æsku-
lýðinn! Huss var brendur á bá'i af því
að hann vildi rýma ofurlítið til fyrir
þekkingunni í kreddubúri kirkjunnar.
Lúther vat ógnað og eltur eins og ó-
bótamaður fyrir sömu sakir. Og Gali-
leo var píndur til þess á gamals aldri
að sverja gegn sannindum, sem hann
hafði flutt.
Nóg er af áþekkum dæmum. Og
sum þarf ekki að sækja langt aftur í
tímann. Frömuðir andlegra nútíðarstefna
hafa komist að raun um að enn er
andinn hinu sami. Augljóslega er enn
verið að reyna að úthýsa allri andlegri
þekkingu, sem fetlur ekki við fornar
vanagrónar skoðanir,
Kúgunarandinn og þröngsýnin þykj-
ast æfinlega vera kongur-og drotning í
ríki. Þau þykjast æfinlega vera valdhaf-
ar af Guðs náð og réttborin til að ráða
yfir hugum manna. En stjórnarstefna
þeirra er jafnan sú, að tjóðra þegnana,
sem allra traustlegast niðri í lægstu
lautunmn. F*ví að þótt þau sjái sjaldn-
ast annað en súrur og biðukollur óg
annan gróður á þúfnakollunum í kring,
þvkjast þau ávalt komin npp á hæsta
sjónarhólinn og horfast í augu við all-
an sannleika.
Enginn þekkingarauki fær nokkurt
griðland þar sem Jajónar þeirra ná til
Og þeir þjónar eru fjölmennir í hverju
landi. —
III.
jartanlega þökkum við öllum þeim,
sem sýndu hluttekningu með nærveru
sinni, mátiudaginn þ. 29. f. m. við
jarðarför Elínar Sesselju fóns-
dóftur frá Gautsstöðum.
Gautsstöðum 6. des- 1920.
Aðstandendur hinnar látnu.
V i ð viljum vafalaust ekki láta bendla
okkur hið minsta við kúgunaranda og
þröngsýni. Við þvourn hendur okk-
ar af óhæfuverkum þeim, sem unnin
hafa verið. V i ð teljum okkur alsýkna
af blóði þeirra mannvina, sem víkkað
hafa sjónhring sálarinnar.
Látum svo vera. Um það skal ekki
þrátta.
En vita megum við það, að sann-
leiksfrömuðir fæðast eftir þenna dag.
ug við eigum áreiðanlega okkar hlut í
því, hvernig þ e i m verður tekið.
Okkur er ókleift að lifa, án þess að
vinna eitthvað til ills eða góðs þeim,
er eftir standa og áfram halda, þegar
við erum fallnir í valinn. Við gerum
það með oröum, gerðum, geðs- og
hugarhræringum. Allan æfidaginn erum
við að vinna eitt af Ivennu: auka van-
þekkingarþoku og hleypidómafjúk heims-
siris, eða greiða ofurlítið þyknið frá
þeirri sól, er skín að skýjabaki.
Hvort verkið erum við að vinna?
Höfum við gerst þjónar þokunnar og
kúgunaraiidans eða erum við að berj-
ast gegn þeim?
Áreiðanlegt svar liggur ekki laust.
F’vt að blindur er hver í sjálfs sín sök.
Og flestir þykjast vera að vinna sann-
leikanum. En við eitt má þó miða:
Við þekkjum hvað þjóðtrúin segir
um f y 1 g j u r. F*ær gerðu jafnan vart
við sig á undan eigandanum. Og
glöggskygnir gátu af þeim ráðið, hverra
gesta var von.
Alt sannleiksættar á eina kynfylgju.
Sú fylgja er sjálfsfórnin, Þar sem
sjálfsfórn gerir vart við sig að mun,
gistir andleg þekking innan skamms.
En sízt er sannleika von þangað, sem
kynfylgja hans kemur eigi.
Fyrir því skulutn við ganga undir
dóm samvizkunnar og sjá hve miklu
var fórnað fyrir hugsjonir, velferðarmál
og meðbræður. Og að því búnu kann
að skýrast, hvort við höfum unnið að
því að fjölga eða fækka torfærunum á
leið þeirra sendiboða Drottins, sem enn
eru ófæddir og ókomnir fram í þenna
heim. —
Kúgunaranda og þröngsýni hefir æf-
inlega farist eins. F’au hafa vilt sýn
og gint til glapráða. Pau hafa útskúfað
bóðberum þekkingarinnar, kvalið þá,
brent þá, krossfest þá. En þau hafa al-
drei getað banað sannindunum sjálfum,
sem þeir báru fram. Og svo mun æ
verða. F’ví að sigur sannleikans er full-
trygður. Ósigur hans væri ósigur Guðs,
því að Guð er sannleikur. Og enginn
má við mætti hans.
En þó eru okkar sakir jafnþungar, ef
við höfunf lagt þeim lið, sem hefta
vildu för hans.
Við erum oftast ósparir á jólagjöfum
hver við annan. En h o n u m, sem vér
þykjumst helga þessa jóiahátíð, færum
við cuga gjöf.
Er það gleymska eða gáleysi. Eða
erum við enn þá að úthýsa Meistaranum?
Vinur minn! Við skulum ganga fyrir
Meistarann um þessi jól og reyna að
bæta fyrir ræktarleysi liðinna ára. Við
skulum gefa honum þá heilögu heit-
strengingu: að reyna af fremsta megni
að úthýsa aldrei sannleikanum eða
nokkru af ætt hans.
Og með þá heitstrengingu í huga
bjóðum við
GLEDILEG JÓL!
Jakob Kristinsson.