Dagur - 29.12.1920, Síða 2
DAGUR
142
Leitir þú áð ljósi’ og yl.
Þegar vetur fanna feld
freðinn yfir sveitir breiðir,
þegar lengjast kólgu kveld,
klakaskör að rúðu’ er feld,
þá er gott að eiga eld,
yl og birtu fram er seyðir.
Þegar vetur fanna feld
freðinn yfir sveitir breiðir.
Þegar blása’ um hciði’ og höl
hrynur storms i skammdeginu,
hleður mjöll á bœjarból,
byrgja skýin himinsót,
gott er að halda gleðijól,
gleyma hríð og náttmyrkrinu.
Þegar blása’ um heiði’ óg hól
hrynur storms i skammdeginu.
Hvár sem bjartir arni á
eldar brenna gleði’ og vona,
hrið og myrkur hörfa frá,
hugir lengra augum sjá,
gleðin yngir öldungs brá,
— eðli lífs vors birtist svona. —
Par sem bjartir arni á
eldar brenna gleði’ og vona.
Leitir þu að Ijósi' og yl,
Ijós og yl þá muntu finna.
Hrakspár manna’ um hrið og byl
hrökkva þá ei allar til
þig að skelfa. — Úr skuggans hyl
skaltu lýsigull þitt vinna.
Leitir þú að tjösi’ og yl,
Ijós og yl þá muntu finna.
- F. H. B.
Hin deyjandi börn Þýzkalands.
Eftir prófessor R. Woltereck.
Nýafstaðin rannsókn lækna á heil-
brigðisástandinu í hinum stærri borgum
Þýzkalands leiddi það í Ijós, að heilsu-
far skólabarna er svo hræðilegt, að það
skelfir jafnvel þá, sem bezt þektu hung-
ursneyð Mið-Evrópu. Alþjóðanefndir
hafa, ein eftir aðra, nú um langan tíma
skýrt frá því, að börn Mið-Evrópu þjáð-
ust af hungri, væru skinin btinin, veik-
burða og blóðlítil, og að tæringarsjúk-
dómar breiddust stöðugt út. En eng-
inn hafði fyr að fullu gert sér grein
fyrir því, hversu mjög útbreiddur þessi
sjúkdómur er. Ástandið er þannig, að
í Leipzig þjást nú 8 þús. böm af lær-
ingu, í Hamborg 13 þús. og i Berlín
yfir 30 þús.
í raun og veru geisar tæringar-drep-
sótt meðal barnanna og ógnar ungu
kynslóðinni í Mið-Evrópu með fullkom-
nni eýðileggingu — ógnar með eyði-
leggingu þeim, sem áttu að »byggja
upp« hið nýja og hjálpa mönnunum
til að gleyma hinni hræðilegustu eyði-
leggingu, sem nokkru sinni hefir orð-
ið hlutskifti mannkynsins.
Allar tilraunir til að útrýma þessum
sjúkdómi hafa, enn sem komið er,
reynst árangurslitlár. Og orsökin er sú,
að núverandi ástand er miklu verra en
« stríðslokin, Skortur á nxat, sápu, elds-
neyti og klæðnaði, mjólk og fituefnum
hefir dyggilega undirbúið jarðveginn.
Nú eru öll börn í Þýzkalandi og Aust-
urríki svo móttækileg fyrir tæringar-
bakteríuna sem þau geta orðið og verða
því auðveld bráð hennar. Svo margir
sýkjast, að eigi er um einangrun að
ræða. Sjúkdómurinn breiðist út með
hverjum degi, hverri klukkustund. Fyrir
10 sjúklinga í dag verða 100 næsta ár.
Unglingar deyja í stórhópum — tær-
itigardauðsföllin hafa fjórfaldast.
Af þeim börnum, sem nú eru sýkt,
munu mörg lifa um nokkurn tímá. Þau
sýkja umhverfi sitt og verða þjóðum
Evrópu að byrði. Pað bætist við ör-
kumlahópirin ' á sama tima og heimin-
um ér siík þörf á hraustum verka-
mönnum.
Meðal stúdenta geiáar tæringin einn-
ig í stórum stil. Þeir eru hálfdauðir
af hungri, því foreldrar þeirra, sem fá-
tæktin hefir heimsótt, geta ekki veitt
þeim styrk. Vonleysið hefir lagst yfir
þá eins og svart ský. Peir vita, að
þeir eru ekki langur færir um að berj-
ast lífsbaráttunni. Feir búast við því,
að deyja áður en þeir verði hálffertug-
ir. Feir verða annaðhvort ákafir bylt-
ingamenn eða harðsnúnir afturhalds-
menn, með hugann fullan af hatri og
hefnd. Ef þeim yrði hjálpað, mundu
þeir yerða forherjar frjálslyndrar hug-
sjónastefnu, svo sem stúdentarnir 1848.
Læknastéttin er nær aflvana. Spítalar
og heilsuhæli eru meir en fullskipuð,
og fátæktin er of mikil til þess, að
þeim verði séð fyrir nægilegu eldsneyt!
og mat. Eiigu að síður hefir mikið
verið gert ti! þess, að be.jast gegn
hungursneyðinni, bæði af hinu opin-
bera, af innlendum og erlendum hjálp-
arnefndum og öðrum mannúðaifé ögum,
svo sem Ragða krossinum o. s. frv.
10 berklahæli hafa t. d. verið reist í
Sviss fyrir þýzk börn og mörgum þús.
þýzkra og austurrískra barna hefir verið
boðið til svissneskra fjölsUyldna, og páf-
inn og ríki, svo sem Bandaríkin, Bret-
land, Holland og Norðurlönd, hafa á
ýmsan hátt veitt börnum Miðveldanna
mikla hjálp.
En þetta alt er aðeins örlítið brot
at því, sem þarf að gera. Frjáls hjálp-
arstarfsemi ein getur ekki bætt úr á-
standinu. Sú eina hjálp, sem kemur
að verulegum notum, eru nægilegar
birgðir matar og hráefna, og lánstraust.
Ug þetta veröur ekki veitt með öðru
móti en samvinnu allra menningar-
þjóðanna.
En hjálparinnar er þörf þegar í stað.
Því lengur sem vér bíðum, því meiri
verða erfiðleikarnir. Pá verður Mið-
Evrópa gróðrarstöð sýkingar, miðstöð
berklaveikinnar, og gersamleg eyðilegg-
ing hennar, efnislegt og andlegt hrun
hennar, mun kasta skugga sínum yfir
alla Evrópu, yfir allan hinn mentaða
heim. Hið hrjáða svæði er rúið öllum
lífsþægindum; það er engu líkara, en
að miljónir engispretta hafi vaðið yfir
landið og etið alt. Vinnan, verzlunin
og iðnaðurinn verður eigi reistur við,
fyr en séð er fyrir mat, hráefnum og
lánstrausti. Komandi vetur mun hafa
í för með sér takmarkalausar þjáningar
og almenn upplausn og stjórnleysi get-
ur leitt af því á hverri stundu. Hver
áhrif mundi það hafa á hinar þjóðir
Evrópu? Eru það, þó aðeins sé litið
á það fjájhagslega, hagsmunir Evrópu,
að Rýzkaland og Austurríki fyllist hugs-
unum örvæntinga og dauða.
[Grein þessi er þýdd úr hinu ágæta
enska riti Foreign Affairs. Höf. henn-
ar, Richard Woltereck, er prófessor í
líffræði við háskólann í Leipzig. Síðan
1917 hefir hánn gefið sig allan við að
koma skipulagi á hjálparstarfsemi fyrir
veik og matarvana börn. Hefir hann
int geisimikið starf af hendi og því
nianna kunnastur þessubi efnum.)
. (Alþ.bl.).
Spor styrjaldarinnar.
V.
Misvægið í vtðskiftum og peninga-
málum heimsins, sem minst var á í síð-
asta kafla, heldur við og eykur vitleys-
islega dýrtíð. Dýrtíðin er í raun og
veru ekkert annað en stríð hliðstætt
sjálfri styrjöldinni. Hún er runnin af
hinum sömu rótum, kappi manna og
ofbeldisanda. Hún er ávöxtur þeirrar
viðskiftastefnu, að eftirspurn ráði verð-
lagi og skilgetið afkvæmi frjálsrar sam-
kepni.
Regar svo brá við fyrirvaralaust, að
milliónir manna af vinnandi lýð Evrópu
voru hrirfnir frá friðsamlegum störfum
til hernaðariðju, var það óhjákvæmilegt
að stór afturkippur kæmi í atviiinulífið
og framleiðsluna. Ln um leið og grynnir
á einstökum vörutégundum vex eftir-
spurnin og verðið flýgur upp, þvf í við-
skiftalífinu ræður svo mikið sú viðleitni
náunganna, að nota sér neyð og þörf
hvor annars.
En um leið og verðhækkun einnar
vörutegundar á sér stað, er kapphlaup-
ið hafið. Verkskifting þjóðanna og fram-
leiðsluskipulag gerir þær svo mjög háð-
ar viðskiftum -hverrar við aðrar. Ein
vara er annari háð og verðbækkun einn-
að vöru leiðir af sér verðhækkun ann-
arar. Auk þess er hver vörubjóðandi
knúður til í sjálfsvarnarskyni, að hækka
sína vöru til þess að verða ekki undir
í baráttunni.
Afskaplegir skiptapar og þurð á flutn-
ingaskipum af völdum styrjaldarinnar
hafa hækkað flufningsgjöld og iðgjöld
vátryggjenda að stórum mun. Alstaðar
hefir dýrtíðin komið niður, sett mark
sitt á orð gerðir og hugsunarháft. Hvergi
hefir þó baráttan verið jafn harðvítug
eins óg milli verkalýðsins og vinnu-
veitenda, Rví hefir verið haldið fram,
að ofurkapp verkalýðsins, géngdarlausar
kaupkröfur, stytting vinnutímans og verk-
föil eigi mesta sök á dýrtíðinni. í ensku
tímariti birtist skrípamynd. Rað var stór
hringbraut og á henni tvær ófreskjur á
þanspretti. 0nnur var persónugerfingur
dýrtíðarinnar hin verkfallanna. Pessar
ófreskjur hrópuðu hvor á aðra um að
stanza, en hvorug þóttist geta stanzað
án þess hin gerði það um leið. Höf-
undur myndarinnar hefir auðsæilega litið
svo á, að þetta tvent héldi hvað öðru
við og ieiddi til meiri og meiri öfga.
Rað er í sjálfu sér, skiljanlegt, að verk-
föll og verkteppur auki týrtíðina og dýr-
tíðin ýti undir nýjar kaupkröfur og verk-
föll. En slíkt er aðeins einn þáttur í
öfgunum. Verðskrúfuhringir, tollbönd,
ofbeldi fjárvaldsins, innflutnings og út-
1 flutningshöft o. fl, eiga hvert um sig
sína hlutdeild í þeirp ójafnaði, sem nú
ræður. Allar þessu margþættu orsakir
grípa hvor inn í aðra og auka vand-
ræðin, svo nú eru viðskiftin þjóða1 á
milli komin í slíkt öngþveiti að engin
maður skilur að líkindum til fulls upp-
haf þess, né getur gizkað á hvern enda
það muni fá.
Um hitt geta að líkindum flestir ver-
ið sammála, að dýrtíðin hafi mjög lugl-
að hugmyndir manna um viðskifti. I við-
skiftalífinu hefir nú undanfarið látið
mjög á sér bæra ofurhræðsla ekki ó-
svipuð þeirri, sem á sér stað í leikhús-
um, þegar bruna ber að höndum. Heil-
brigð skynsemi lætur undan síga og
sanngirni ræður litlu. Viðskiftir* verða
hlífðarlaus barátta um að komast svo
langt sem komist verður og troðast ekki
undir.
(Meira.)
Andsvar til spámannsins.
Spámaðurinn hefir í síðasta tbl. Verka-
mannsins svarað »kveðju minni« og má
með sanni segja að »svarið« er alt í
vindinúm. Hann talar um norðlenzka
sviftibylji og höfuðskepnurnar, sem að
mínum dómi koma þessu máli ekki við,
því rriér er kunnugast, af hvaða orsök-
um svarðarhlaðinn minn -hrundi.
Hann segir að svarðarköglarnir hafi
orðið til þess að kollvarpa* trausti
mínu á spámanni Verkamánnafélagsins.
Petta er ekki heldur á rökum bygt, því
eg hefi aldrei borið neitt traust til hans,
sem leiðtoga verkalýðsins og því síður
hefir mér getað komið. til hugar, að
hann ráði við höfuðskepnurnar, sem eg
hygg, að hann muni likt og flestir aðr-
ir eiga fult í fangi með að ráða við
skepnuna i sjálfum sér.
En spámaðurinn forðast að svara
spurningu minni, hvort Verkamannafé-
lagið muni eiga postula, sem prédiki
evangeiíum trúleikans og ráðvendninnar,
eða hvort það eigi bara spámann.
0lver hnúfa.
*) Leturbreytingin mín. 0. h.
Akureyri.
Hr. Hugo Heiclielmann,
fiðluleikari veitti bæjarbúum ágæta
skemtun á annan í jólum. Fáir tiltölu-
lega eiga kost á því, að fá hugmynd
um hvílíkt stórveldi fiðlan er í höndum
snillinganna. Þessi stund hjá hr. Heich-
elmann mun hafa verið mörgum stund
nýrrar opinberunar í heimi hljómanna.
Um það getur ekki orðið dæmt, hversu
mikill listamaður hr. Heichelmann er í
samanburði við þá, sem lengst hafa
komist í þessari list, en hitt er víst, að
mönnum gefst tiltölulega sjaldan á æf-
inni kostur á, að rijóta slíkrar listar, sem
hann hefir fram að bjóða. Ungfrú Oda
Schiöth, sem aðstoðaði listamanninn,
virtist vera honum samhent og var
skemtunin, sem þau veittu hugþekk og
göfug og hin bezta, sem mér hefir gef-
ist kostur á hér á Akureyri.
Veganefndin
flutti tillögur um það á síðasta bæjar-
stjórnarfundi, að lýsa kafla af aðalgötu