Dagur - 22.01.1921, Page 2

Dagur - 22.01.1921, Page 2
10 DAGUR 3. tbl. sérað í hægðum sínum beina leið, með gott nesti í ferðamalnum. Eg skrifa þessa grein til að votta konu einni, sem á heima fram í Eyjafirði, þakklæti opinberlega. Hún hefir sýnt það í vcrki, að henni er áhugamál, að sæluhús séu reist, svo að menn krókni ekki úr kulda fyrir örlög fram, þó þeir fái fjúk á fjöll- unum. Kona þessi hefir einu sinni bannaö mér að birta nafn sitt og skal eg ekki gera það sjálfur. Hún á heima á Jökli og er húsfreyja þar. Má vel vera, að þetta kaldranalega nafn á bæ hennar hafi komið henni til að glæða hjá sér innri eld mann- úðar til að orna öðrum. Mig langaði til að fá nánari frétt- ir af sæluhúsi því, sem fyrir for- göngu þessarar Jökuirósar hefir ver- ir reist suður við Geldingsá, nálægt Eystri PoIIum. Eg spurði því Hjálm- ar bónda í Hólsgerði, sem eg vissi að mundi vera þessu, eins og öðru fjöllunum viðkoroandi, hundkunn- ugur. Hann skrifaði mér nýlega og set eg hér kafla úr bréfi hans:- Kæri Iæknir!' - - - Fyrstu drögin til þessa máls voru þau, að fyrir nokkrum árum fengum við fjallaleitarmenn vonzkuhríð á fjöllunum og máttum vera einn dag um kyrt og standa yfir fje og hrossum. Skýli ekkert, nema tjaldið okkar. t>á hafði Sesselja svo mikla meðlíðun með okkur, og þó sérstaklega hrossunum, - því hún er mikill hestavinur — að sú hugmynd, að byggja skýli, settist að hjá henni og varð að framkvæmd. Auð- vitað sá hún sér einni, ofraun að koma því í verk, en henni hugkvæmdist þá að leita styrktar hjá einstökum mönnum, þeirra sem hún treysti bezt, og svo til flestra þeirrá, sem fjöllin hafa leitað nú í seinni tíð. Biður hún mig að geta þess, að menn hafi brugðist drengilega við, og sumir gef- ið mjög höfðinglega. T. d. eru 5 gefendur með 50 kr. hver og svo niður. Sjálf er hún búin að leggja út drjúgan skerf fyrir utan ýmsa fyrirhöfn, og eitthvað mun hún hlynna að húsinu enn. 3 sýslur hafa teklð þátt í þessu, Þing- eyjarsýsla 100 kr., líklega 2 gefendur. Skaga- fjarðarsýsla 90 kr., 3 gefendur, og hitt úr Eyjafirði og Akureyri. AIls hefir húsið kostað á áttunda hundr- að króna, Hún óskar efti" að öllum styrktarmönn- um sfnum sé sent sameiginlegt þakklæti, ekki að nafngreina neinn, því gefendur eru svo margir. Þá er lýsingin á húsinu. Húsið er hlaðið úr torfi og grjóti, 9x5 álnir að innanmáli. Inni f því geta staðið 10 hross, en ekki étið svo mörg. (Það er jata með öðrum hliðvegg.) Svo er hólf í öðrum endanum, fyrir mennina. Gott rúm á fjórum mönn- um og farangri. Þar eru einnig hitunar- áhöld og drykkjaráhöld verða þar einnig. Sesselju langaði til, að eitthvað væri hægt að leggja á sjóð, til viðhalds húsinu; en það er mjög lftið til nú. Hversu þarft að húsið sé fyrir fjallleitamenn, er óþarft fyrir mig að geta um; þér vitið það líka. En þó skal eg taka það fram, að þeir, sem fara í hina skipuðu öræfaleit, geta verið í húsinu allar næturnar, og svo nota eftirleitarmenn það líka. Má vel vera að einhverri skepn- unni verði bjargað frá að verða úti, fyrir húsið, og víst er um það, að hrossin okkar þurfa ekki að standa skjálfandi, þó kalt blási á fjöllunum. Ef þér skrifið í blað um þessa framtaks- semi Sesselju, þá má nefna nafn hennar. Eg fékk leyfi til þess. Með einl. vinsemd og kærri kveðju. Hjálmar Þorláksson. Vel sé konunni á Jökli fyrir pessa framtaksemi sína. Thomsen kaup- maður og konsúll reisti hér á árun- um sæluhús á Skeiðarársandi. Síðan man eg ekki eftir að hafa heyrt um neinn gefa til sæluhúsbyggingar fyr en þessa konu. Ef menn vilja gefa fyrir sálu sinni (og allir þarfa að gjöra það á einhv&rn há/t), þá er líklega ekkert eins vel til fallið og að gefa til sœluhúsa eða þá að styrkja sjúkrahús eins og t. d. sjúkrahúsið okkar á Akureyri, þvi sjúkrahús eru í rauninni líka sœluhús. Sfeingr. Matthíasson. »Æðri heimar.« Fyrir fæstum okkar liggur það, að ferðast til útlanda, og þaðan af færri eru þeir, sem taka sér fasta bólfestu erlendis. Flestir eru bundnir við átt- hagana alla æfi. En hugsum okkur nú, að við hefðum óyggjandi vissu fyrir því, að einhverntfma, fyr eða síðar, kanske strax f dag eða á rnorgun, yrði hver og einn okkar að taka sig upp og fara til einhvers óþekts lands, langt út í reginhafi. Okkur mundi á- reiðanlega verða það hugleikið, að íá að vita einhver deili á þessu væntan lega heimkynni okkar, þessu óþekta landi, náttúruskilyrðunum þar, íbúum þess o. s. frv. Við mundum kosta kapps um, að afia okkur alira þeirra upplýsinga f þessu efni, sem fáanleg- ar væru, og hlusta með áfergju á orð þeirra mar.na, er átt hefðu þess kost, að kynnast landinu og fbúum þess og gætu því veitt einhverja fræðslu um þetta, og það jafnvel þó að við viss- um, að sú fræðsla væri ófullkomin og einhverjar athugunarskekkjur gætu átt sér stað. Við mundum eðlilega hugsa á þá leið, að miklar lfkur væru fyrir þvf, að meginatriðin væru rétt, og þekkingin á þeim gæti orðið okkur til leiðbeiningar, þegar til hins nýja lands kæmi. Og ef nú að út kæmi bók, sem skýrði frá árangrinum af rann- sóknum á landinu, þá mundum við ekki lengi hika við að kaupa hana og lesa. Við vitum ekki til þess, að fyrir okkur liggi að nema nýja heimsálfu á þessu tilverustigi, en hitt er vfst og er ekki minna um vert, að allir verðum við, fyr eða sfðar, að nema nýtt land hinumegin við landamæri jarðlffsins, því að »eitt sinn skal hver deyja«, og þá förum við yfir á annað tilverustig, hverfum til æðra heims. Einhvernveg- inn hefir það nú atvikast svo, að við höíum látið það sitja á hakanum fyrir flestu öðru, að afla okkur fræðslu um þenna æðri heim, sem vfsast stafar af þeirri meinloku, að ógerningur væri að öðlast slfka fræðslu. Nýlega er komin út bók f íslenzkri þýðingu, er ber nafn fyrirsagnar þess- arar greinar. Bók þessi er eítir dul- spekinginn C. W. Leadbeater, biskup. Sig. Kristófer Pétursson hefir leyst fs- lenzku þýðinguna af hendi, en Stein- dór Gunnarsson er útgefandinn. Þeir, sem hafa hug á, að fá nokkra fræðslu um það tilverustig, er við tekur, þegar þeir eru lausir við jarð- neskan lfkama, ættu að notfæra sér bók þessa, því að hún lýsir einmitt þessu tilverustigi, eða »geðheimum‘» eins og það er kallað. Höfundurinn segir (bls. 9), að til séu menn, sem geta farið frá einu tilverustigi á ann- að, þegar í þessu lífi, að sfnu leyti eins og menn geta farið úr einu landi f annað og athugað þau. Og menn geta fengið sannanir fyrir þessum til- verustigum og fræðst um þau, með því að bera saman frásagnir hinna ýmsu manna, sem hafa starfað á þeim. Það er vinnandi vegur, segir höf., að fá eins rækilegar sannanir fyrir þeim, eins og flestir af oss hafa fyrir því, að Grænland eða Svalbarði sé til. Og ef menn vilja hafa fyrir þvf, að lifa eftir sérstökum reglum, geta þeir sjálfir gengið úr skugga um, að þau séu til, eins og menn geta tekið sér ferð á hendur og farið til Grænlands eða Svalbarða, ef þeir vilja það á sig leggja, til þess að sjá og athuga þessi Iönd með eigin augum. Næsta tilverustig fyrir ofan geð- heima nefnist »hugheimur«, Bók er og til eftir sama höfund, sem er lýs- ing á þvf tilverustigi, og gefur þýð- arinn, Sig. Kr. P., vonir um, að hún komi út á fslenzku, áður langt um líður. Ármann i Felli. h Spor styrjaldarinnar. VI. í síðustu biöðum síðasta árgangs birtust nokkrar smágreinar með þess- ari fyrirsögn. Þar var minst lítillega á orsakír styrjaldarinnar og afleið- ingar hennar þær, sem fram eru komnar. Þar var minst á skuldabasl Evrópu og viðskiftaofbeldi Ameríku, viðskiftabyltingarnar og misvægið, sem af þeim leiðir, gengismismun gjaldeyris, dýrtíðina o. fl. Greinar þessar eru ekki skrifaðar með þeim hug, að þær verði teknar sem full- gildar úrlausnir á ráðgátunum, sem rísa upp fyrir mönnum í nútíðar á- standinu. Með þeim er að eihs leit- ast við að skýra í stórum dráttum samhengi atburðanna þ. e. orsakir og afleiðingar. Meðan styrjöldin geisaði voru lagðar miklar hömlur á frjáls við- skifti þjóða í milli. Glæpsamleg hafnbönn og kafbátahernaöur slitu viðskiftatengslin. Vissar vörur urðu bannvörur á vissum leiðum. Til þess að framfylgja þessum ofbeldisákvörð- unum, var beitt ofbeldi jafnvel við hlutlausar þjóðir. Við íslendingar fengum srnérþefinn af brezku rétt- læti í þeirri viðureign. Ríkisstjórnir urðu að ganga í ábyrgð, að við- lögðum afarkostum, fyrir því að fyrirmælum stórveldanna yrði hlýtt. Af öllum þessum verzlunarhömlum, vöruskorti, skipaleysi og fleiri or- sökum urðu stjórnarvöld að hafa strangt eftirlit með viðskiftum þjóð- anna og taka jafnvel verzlunarrekst- urinn að miklu leyti í sínár hendur, Meöan svo var háttað, var kaup- braskinu stilt f hóf. En þegar verzlunar- og siglinga- banni Iétti, að lokinni meginstyrjöld- inni og framleiðslubrögð þjóðanna færðust í aukana, losnaði um brask- arana og gróðafíkninni opnuðust leiðir á ný. Ýmsra orsaka vegna hefir gengið illa að koma verulegu skipulagi á þjóðaviðskiftin, eða tengja böndin á ný. Gengismunur, verkföll og verðsveiflur hafa gert viðskiftin að áhættuspili. En áhættu- spil samrýmist mætavel braskara- Iundinni. Þessir óróatímar hafa verið sérlega gróðursælir fyrir áhættu- hneigð manna í kaupum og sölu. Undirhyggja kaupmenskubrögð og hrekkir hefir orðið sigursælt í svip- inn, en Iamað að sama skapi eðli- lega og trausta rás heilbrigðra við- skifta. í þessu öngþveiti hefir kaupbrask- ið (speculation) gengið langt úr hófi fram. Heildsalar hafa þotið upp eins og gorkúlur í skúramollu vor- daganna. Viðkoma þeirra er að verða til dæmis okkur íslendingum veru- lega ískyggileg. Og í slóð þessara nýgerfinga koma smærri spámenn- irnir. Mannslundarlitlir, þekkingar- litlir Ietimagar, sem kaupa borgara- bréf og Ieigja sér holur, sem þeir kalla verzlunarbúðir, þar sem þeir hanga allan ársins hring sama sem iðjulausir, án þess að auka þjóðar- auðinn um einn eyri hvorki með ærlégu handtaki eða verzlunarhyggj- indum. Þvert á móti minka þeir þjóðarauðinn að sama skapi, sem þeir eyða sér til viðurværis og dægrastyttingar. En hver sá gróður, sem þýtur upp með skjótum hætti er venju- lega kjarnalítill. Svo er og um ný- græðingana í kaupsýslustéttinni ís- lenzku. Þeim er ekki gróinn bak- fiskur að neinu ráði. Mest eða alt þeirra brask er bygt á kviksyndi skulda og lántaka. Banki, sem er sjálfur braskarabúð útlendra hlut- hafa, hefir reynst hjálparhella þess- ara manna. Þegar braskið er orðið svo yfirspent, að áhættugjörnum Iánardrottni fer ekki að lítastáblik- una, slær hann striki í reikninginn. Þá fer skuldunum vafinn braskara- lýðurinn að riða og reiðir til falls. Þá verður úrræðið líklega hið sama og bankans að fara til stjórnarinnar og biðja um bráðabirgðalög eða reglugerð samkvæmt heimild til ör- yggisráðstafana út af Norðurálfuó- friðnum. (Meira). Kaupendur Dags á Akureyri geri afgreiðslunni tafarlaust aðvart, ef vanskil verða á blaðinu.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.