Dagur - 05.03.1921, Side 4

Dagur - 05.03.1921, Side 4
40 DAGUR 10. tbl. ■r^~ ,Sonora‘- ’ grammofónarnir amerísku eru heimskunnir sem beztu og fullkomn- ustu grammófónar, er hugvitsmennirnir hafa búið til. Pantið einn slíkan grammófón hjá kaupféiagi yðar, eða kaupmanni, með nokkrum plötum, og pér munuð undrast hve mikill ánægjuauki pað verður fyrir heimili yðar, pegar petta snildar áhald lætur par til sín 'n^hriflÉiÉH hlutdrægnislaust og rétt frá. Sfðar læt- ur hann þess getið að hvergi sé mjög illgirnislega snúið út úr. Loks er hann, þrátt fyrir misfellurnar, þakklátur fyrir það, að ágripið var birt í Degi. Þetta bendir á, að útdrátturinn sé ekki fjarri því rétta. Það er svo ólíklegt, að hr. B. L. væri þakklátur, ef ekki væri haft svo mikið sem nokkurn veginn rétt eftir honum. Verzlunartíðindin, janúarheftið þ. á. flytja grein eftir Otto Tulinius, kon- súl um síldveiði og síldarsöiu. Tulini- us getur þess að nú sé verið að vinná að því að koma sölu á allri fslenzkri síld á eina hönd. Það sé öflugasta ráðið, til þess að ráða bót á misfell- unum á síldasölunni. Hann hugsar sér að nefnd manna sé kosin til þess að annast söluna, og þá auðvitað helzt færustu menn úr hópi útgerðarmanna sjálfra. Jafnframt telur hann nauðsyn- legt að takmarka sfldveiðina með lög- um og skipa nefnd sem hafi fram- kvæmd þeirra laga. Nefnd sú hafi sfð- an úrskurðarvald um það, hversu mikið megi veiða á hverri vertfð, og sé lík- legt að það geti orðið því meira, sem lengur líður og betra skipulag komist á söluna og markaður rýmist. Jafn- framt þurfi síidareftirlitsmann, sem fylgist með, hversu mikið veiðist á hverjum stað o. s. frv. Hér er aðalinntakið úr tillögum Tuliniusar og munu þær vera í sam- ræmi við stefnu útvegsmanna í mál- inu. Skýtur það mjög skökku við það, sem hr. B. L: hélt fram á þingmála- fundinum, að stefnan sú, að koma sölu afurðanna á eina hönd, væri að kippa fótunum undan atvinnuvegunum. Hann virðist ekki hafa verið þá stund- ina í fullu samræmi við þá, sem hann hefir þó sennilega þózt vera að gera mikinn greiða. Dagur lítur svo á, að þetta sé hár- rétt steína. Hún þárf að miða að þvf, að tryggja atvinnuveginn, haida hon- um innan hóflegra takmarka og tryggja það, að andvirði síldarinnar komi fram. Það þarf að koma slfku skipulagi á meðferð allra greina framleiðslu okkar. Sambandið hefir verið heillaspor fyrir bændur í þessa átt. Síldarútvegsmenn eru búnir að fá nóg af sundrunginni og ganga nú fúsir samvinnunni á hönd. En lagafyrirmæli þarf og opinbert eftirlit, til þess að tryggja þessa umbót. Staka. Þurfa gnægtir afls og auðs allar strendur kring um í þá hleifa harmabrauðs handa íslendingum. * Akureyri. ÁsKell Snorrasoi], kennari söng f Samkomuhúsinu fyrra laugardagskvöld. Ungfrú Oda Schiöth aðatoðaði. Áskell hefir mikla rödd, en ekki nógu vel tamda né jafn blæfagra sem t. d. Sig. Skagfcldt. Röddin virðist eiga alls kosti við hverskonar tónþrautir með aðstoð góðrar söngþekkingar mannsins, en hún virðist vera innibirgð. Áskell fékk allgóða aðsókn og var klappað mikið lof í lófa. Steiflgr. læknir flutti fyrirlestur s. 1. sunnudag um baráttuna gegn dauðanum og djöfulsins valdi. Það var stutt ágrip af þróunarsögu mann- legrar þekkingar á sviði sjúkrameð- ferðar og sóttvárna. Bárður Sigurðsson smiður frá Höfða við Mývatn, kom til bæjarins ásamt konu sinni “fyrir skömrau. Bárð- ur er að reka smiðshöggið á 5 spuna- vélar sem hann sendi hingað á undan sér, og eiga að fara á ýms heimili hér í héraðinu. Bárður hefir enn frem- ur méð sér skuggamyndir af íslenzkri náttúvufegurð og sýndi hann þær á fimtudagskvöldið. Vegna óveðurs komu færri en vildu, en Bárður veitti mönn- um fágætlega góða skemtun. Rafveitumálið. Sænska félagið Bill & Wijtmark hafa nú með umboði bæjarstjórnarinnar boðið út veikið á stöðinni við neðsta fossinn. Utboðið nær til Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur, Þýzkalands, Frakklands, íslands og e. t. v. Amerfku. Jú/ff hús til sö/u, bygt úr steini, eins árs gamalt, á góðum stað í bænum. Lóðin undir húsinu er eignarlóð. Nánari upplýsingar gefur Þorsteinfl Þorsteinssofl, Samkomuhúsinu. Landssíminn. Leyft er að senda símskeyti gegn lægra gjaldi en nú er, til Bandaríkjanna i Norður-Ameríku, Canada, Mexico, Suður-Ameríku, Vesturindia og Astralfu; pannig að skeytin séu send »via Marconi«, p. e. a. s. afgreidd af Ioftskeytastöðvum Marconifélagsins í Eng- landi, til stöðva í móttökulöndunum. Sendendur skeytanna ákveða hvort skeytin skuli send pannig eða á venjulegan hátt með sæ- símanum. Símskeytagjöld til Bandaríkjanna og Canada eru frá 30 til 40 aurum Iægri fyrir hvert orð »via Marconi« en með sæ- símanum. Ritsímastjórinn á Akureyri, 20. febrúar 1921. Haildór Skapfason. Jörðin Efri-Dálkssfaðir í Svalbarðsstrandarhreppi er til sölu. Akureyri, Norðurg. 7, 2. marz 1921. Bjarni Hjalíalin. Á s k o r u n. Sjúkrahúsið á Akureyri hefir nú fengið víðtækar umbætur frá pví sem áður var. Það er orðið ólíkt vistlegra sjúklingunum, herbergin fleiri og rúmbetri, rúmafjöidinn aukinn, ný og betri miðstöðvarhitun, geislalækn- ingatæki bæði til skoðunar og lækninga og hjúkrunin fullkomnari en nokkurn tíma hefir áður verið. Af þessu leiðir, að reksturskostnaður sjúkrahússins hlýtur að aukast töluvert framvegis, enda vantar enn ýmsa muni eftir pví sem aðsóknin eykst, svo sem stóla, borð, spegla, ábreiður, dýnur, lök o. fl. Við undirrituð höfum bundist félagsskap i því skyni að vekja áhuga góðra manna, hér á Akureyri og í nærsveitum, fyrir pví að styrkja sjúkra- húsið árlega með gjöfum, likt og erlendis tíökast. Mætti með því koma í veg fyrir að daggjald sjúklinga verði hækkað. Höfum vér þegar gjört byrjun í þessa átt með þvi að halda skemtisamkomu hér á Akureyri nýlega, sem gaf í hreinan ágóða kr. 762.25. Við viljum að sjúkrahúsið okkar geti verið fyrirmyndarstofnun, þar sem hjúkrun sé í bezta lagi, svo að sjúkrahúsvistin geti orðið sjúklingum að setn beztu gagni. Einnig viljum vér stuðla að því að ungar stúlkur, sem framvegis eins og hingað til leita þangað til hjúkrunarnáms, geti fengið þar sem fullkomnasta tilsögn og æfingu. Pess vegna viljum vér skora á félög, heimili og einstaka menn að slyrkja okkur í verki meö gjöfum til sjúkrahússins. Margskonar munir, smáir sem stórir sem sjúkrahúsið þarfnast, eru jafn þakklátlega meðteknir og peningar; má þar til nefna; sjúkranærföt, rúmfatnað eða efni í sama, svo sem ull, fiður, iéreít o. m. fl. Akureyri, 22. febr. 1921. Virðingarfylst. Guðrún fochumsson. Halldðra Bjarnadóttir. Laufey Pdlsdóttir. fúliana Friðriks. Lára Ólafsdóttir. Válgerður Ólafsdóttir. Hedvig Skaptason. Hallgr. Davíðsson. fónas Rafn&r. Anna Manúsdóttir. Guðfinna Antonsdóttir. Margrethe SchiÖth. Einar Gunnarsson. St. Ó. Sigurðsson. Marin Vigfúsdóttir. Jóhanna Jónsdóttir. Guðrún Ólafsson. Kristján Sígurðsson. Póranna Pétursson. Sigurlaug Jakobsdóttir. S. Kristinsson. Pórunn Havsteen. Sigv. Porsteinsson. Júl. Havsteen. Friðjön Jensson.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.