Dagur - 09.04.1921, Qupperneq 1
%
DAGUR
kemur út á hverjum iaugard.
Kostar kr. 8.00 árgangurinn.
Ojalddagi fyrir 1. ágúst.
AFGREIÐSLAN
er hjá Jóni I>. t>ór,
Norðurgötu 3. Talsítni 112.
Innheimtuna annast ritstjórinn.
IV. ár.
Akureyri, 9. apríl 1921.
---j~ ~n~»~r.i~i~>-h~ij-i.i—i iiij
15. blað.
TlL þess, í eitt skifti fyrir öll, að hnekkja atvinnuspillandi
dylgjum um fjárhag Sambands íslenzkra samvinnufélaga og á-
sökunum í garð framkvæmdastjóra þess við störf hans í Við-
skiftanefndinni, sem bæði leynt og ljóst hefir verið reynt að
breiða út meðal almennings, utan lands og innan, undanfarandi
mánuði, þá viljum vér beiðast þess, herra ritstjóri, að þér birtið
í heiðruðu blaði yðar neðanskráðar yfirlýsingar.
Fétur Jónsson, X Xristinsson,
formaður S. í. S. framkvæmdastjóri S. í. S.
SAMKVÆMT tilmælum stjórnar Sambands ísl. sam-
vinnufélaga* skulum vér taka það fram, er hér fer á eftir, að
Sambandið hefir aðal-peningaviðskifti sín hér á landi við oss,
að vér höfum athugað reikninga þess fyrir árið 1920, að oss
virðist hagur þess, eftir því sem ástandið hér á landi er nú,
góður, og að vér berum fult traust til felagsins og stjórnenda
þess.
Reykjavík, 26. marz 1921.
Landsbanki Islands.
Magnús Sigurðsson. *Benedikf Sueinsson.
£. Xaaber.
Að gefnu tilefni vottast hérmeð, að meðnefndarmaður vor,
framkvæindastjóri Hallgr. Kristinsson, hefir aldrei við störf
nefndarinnar gert minstu tilraun, til að draga taum samvinnufélaga
landsins umfram kaupmanna. Jafnframt skal þess getið, að nefnd
félög virðast altaf hafa stilt umsóknum sínum um innflutnings-
leyfi mjög í hóf og nálega undantekningarlaust eigi farið fram
á að flytja inn í landið annað en það, er teljast verður nauð-
synlegur varningnr.
Reykjavík, 26. marz 1921.
I viðskiftanefndinni.
Öddur Jíermannsson. Jes 3imsen. £. Xaaber.
Mannes Chorsteinsson.
Sambandið
milli samvinnumanna
4
og verkamanna.
Ein af ráðgátunum, sem hr. B. L.
glímdi við í fyrirlestri sínum, var
sambandið miili samvinnumanna og
verkamanna. Hann vék oftar en einu-
sinni að því, hvað það væri grun-
samlegt, hversu margir Heródesar
og Pilatusar væru að verða vinir
nú á tímum. Hann lagði sig mjög
fram við að koma þessum aðilum til
þess að trúa því, að á milli þeirra
væri staðfest djúp óvináttu og sund-
urlyndis. Þessvegna gæti ekki sam-
band þeirra í málum (Landsverzlun,
bæjarstjórnarkosningar) verið heil-
brigt, heldur spunnið af illum toga.
Hann skýrði það, frá sínu sjónar-
miði, mjög ítarlega, hversu sam-
vinnumenn og verkamfenn væru
miklir óvinir. Verkamenn sæju of-
sjónum yfir því, ef bændur fengju
hátt verð fyrir kjötið. Samvinnu-
menn vildu aftur á móti sjávarút-
veginn feigan og einkum síldarút-
veginn.
Fáir af þeim, sem hér áttu hlut
að máli, munu hafa látið blekkjast
af þessari tilraun, að æsa tvær stétt-
ír í landinu, hvora gegn annari.
Menn munu hafa fundið, hvað ræðu-
maður bar litla umhyggju fyrir áliti
sfnu og trausti, þegar hann valdi
slíka alvörutíma, til þess að æsa
upp stéttaríg. Menn munu hafa
fundið, að hér talaði sameiginlegur
pólitískur óvinur beggja, sem í ofur-
kappi og ofsa hlífðist ekki við, að
nota hættulegustu meðul.
Hér skal þó, til glöggvunar qg
skilningsauka á afstöðu hr. B. L. í
þessu máli, tekið eitt dæmi um rök-
fimi hans og samkvæmni:
í fyrirlestrinum vítir hann samvinnu-
menn fyrir það, að þeir vilji sjávarút-
veginn feigan, en í »Kaupfélagshug-
Ieiðingum" sínum, i 12. tbl. íslend-
ings, vítir hann sömu menn fyrir
það, að þeir séu aö stofna félagi
sínu í hættu, með því að hjdlpa
sjávarútvegsmönnum viðskiftalega,
þar sem vitanlegt sé, að þeir geti
ekki trygt viðskifti sín eins vel yfir-
leitt eins og bændur. Hér eru born-
ir fram af sama manni og í sömu
andránni tveir alveg gagnstæöir sak-
aráburðir á hendur samvinnumönn-
um.
Hr. B. L. stendur ekki einn uppi
í því öfugstreymi heilbrigðrar hugs-
unar, að þessir tveir aðilar hljóti
altaf að verða andstæðingar. Þaö
eru ekki mörg ár síðan Oísli Sveins-
son gerði mikið veður út af sama
efni. Auövaldsklíkumenn hafa jafn-
an orðið æfir, þegar þeim hefir
virzt Jbóla á samtökum alþýðunnar.
Sérstaklega hefir þeim þótt það í-
skyggilegt, þegar bændur og verka-
menn hafa tekið höndum saman.
Pá hefir þeim þólt sá ofjarl reka
upp höfuðið, sem væri líklegur til
þess að geta ráðið nokkuð miklu
um örlög misnotaðrar auðvalds-
stefnu, og til þess að kippa við-
skiftamálum þjóðarinnar og atvinnu-
háttum í það horf, aö meir stefni
til almennrar hagsældar, en til auðg-
unar fáum mönnum. Þessvegna hafa
þeir gert sem mest úr þeim ágrein-
ingsatriðum, sem þessir aðilar eiga
sín á milli.
Því miður verðurekki unt, rúms-
ins vegna, að svara fyrirspurnum hr.
B. L. um þetta efni mjög ítarlega.
Hjá því verður þó ekki komist, að
leitast við að skýra málið fyrir hon-
um og öðrum, svo það verði ljóst,
hversu aðdróttanir hans eru ástæðu-
lausar, og bygðar á miklum skiln-
ingsskorti á því, sem er að gerast
i landinu.
Fyrst og fremst má benda á það,
að verkamenn hafa, hér í bæ og
víðar, farið í slóð bænda um stofn-
un samvinnufélaga. Pað er því eng-
in skynsamleg ástæða, til þess að
ætla, að samvinna þeirra í þeim
málum, er að viöskiftum lúta, hljóti
að vera spunnin af illum toga. Slík
samvinna er þvert á móti mjög
eðlileg og óhjákvæmileg.
í öðru lagi hafa þeir fylstu ástæðu,
til þess að standa saman á verði
gegn sameiginlegum ofjarli, þar sem
er misbeiting auðvaldsins í hönd-
um einstaklinga. Margir halda því
fram, að hér á landi sé ekkert auð-
vald. Slíkt sé fjarstæða. Þá hafa þeir
borið saman fjármunaupphæðir ein-
staklinga hér á landi og í öðrum
löndum. En það er blekkjandi. Vald
fjármuna f höndum eins manns
verður að metast í hlutfalli við þann
fólksfjölda, þjóðarauð og þann mátt,
sem á móti stendur. Þegar borin er
saman íbúatala á íslandi og í Banda-
ríkjunum og gert ráð fyrir jöfnum
skilyrðum að öðru Ieyti, verður ein
miljón jafn sterk í höndum íslend-
ings gagnvart þjóðinni, eins og
þúsund miljónir í höndum Banda-
ríkjamanns, gagnvart þeirri þjóð.
Tvent ber til að auðvaldið hefir náð
slíkum tökum á Bandaríkjamönnum,
sem raun er á. Þar eru hin beztu
fjársöfnunarskilyrði og þjóðina hefir
skort samtök gegn valdi auðsins.
Satt er það, að skilyrði til fjár-
söfnunar eru minni hér á landi.
Sumir telja, að þess vegna sé fjár-
vald hér óhugsanlegt. En það er
sprottið af skammsýni. Framfarirnar
breyta skilyrðunum. Sjálft fjárvaldið
skapar þau. Annað bjargar þessari
þjóð frá öfgum auðvaldsins. Það
eru samtök alþýðunnar.
Það má víst heiía svo, að tveir
þræðir gangi gegnum stjórnmála-
sögu heimsins. Annar er einstaklings- ‘
vald y/ir tjöldanum, hinn, sjáljslœði
fjöldans og vald yfir eigin lífskjörum.
þessar andstæður hafa togast á, ekki
eingöngu í stjórnarfarsbaráttunni,
heldur og í viðskiftamálum og at-
vinnuháttum. Hvar sem gripið er
niður í deilumálum veraldarinnar
nú á tfmum, má rekja baráttuna til
rótar í þessum andstæðum.
Við íslendingar komumst ekki hjá
þessari baráttu, fremur en aðrar
þjóðir. Ýms atvik valda því, að
hún er sem stendur sérstaklega
hörð. Kreppur, fjármunatap og ýms-
ir örðugleikar gera umbrot þeirra,
sem eru auðvaldssinnaðir, svo hörð,
að þau ganga fjörbrotum næst. En
það hvetur þá, sem á móti standa,
til fastari samtaka. Afskaplegir við-
skiftaörðugleikar valda því, að bar-
áttan einangrast því sem næst á
sviði viðskifta og fjármála. Hún
tekur því á sig óheilbrigðislegan
blæ. Eigi að síöur má rekja hana