Dagur - 09.04.1921, Blaðsíða 2

Dagur - 09.04.1921, Blaðsíða 2
58 DAGUR 15. tbl. til rótar í áöurnefndum andstæðum. — Auövaldi í höndum einstaklinga standa altaf opnar leiðir til margs konar öfga. Reynslan ber því hörmu- Iegt vitni, hversu sú aðstaða hefir verið misnotuð. Ýmsar undantekn- ingar eru þó í þvf efni. Góðir drengir, sem unna náungum sínum góðs hlutar. En misbeitingin gerir erfiði fjöldans vonlaust og viðleitn- ina árangurslausa. Slíkt vald er því sjálfkjörinn andstæöingur allrar ai- þýðu, hvort heldur það eru bænd- ur eða vinnulýður. Leið auðvalds- ins Iiggur um hlaðið hjá hvorum- tveggja. Nábúakriturinn hjaðnar, þegar sýnilega á að bera hlut hvors- tveggja fyrir borð. Þá eiga þeir samleið. Pá sættast þeir Heródes og PÍIatus. Og sú sætt leiðir að lokum til friðsamlegra úrslita á þeirra eigin ágreiningsefnum. Hér á landi er bráttan siður háð gegn auðvaldi en gegn þeirri að- stöðu, sem skapar auðvald. Þess- vegna er deilt um skipulag. Nú dregur smátt og smátt til úrslita í þeirri baráttu sem háð hefir verið á landi hér um verzlunararðinn. Það er deiit um það, hvort veltu- féð, sem safnað er á leiðum við- skiftanna, eigi að vera í höndum fárra manna eða í eigu og umráð- um alþýðunnar. Ennfremur er deilt um það, hvort einstaklingarnir eigi að njóta fullra ávaxta erfiðis síns eða ekki. Misnotað auðvald hefir jafnan skamtað erfiðis- Iaunin tii hnífs og skeiðar. Þrosk- aðir samvinnumenn og jafnaöar- menn gera hvorttveggja að heimta hlut sinn óskertan og að unna hvor öðrum hins saina. Það eitt stefnir til almennrar hagsældar. En það er takmarkið. Er þá komið að kjarna málsins, hversvegna samvinnumenn og jafnaðarmenn eiga samleið. Tak- markið er það sama. Þá greinir á um leiðir að takmarkinu. Jafnaðar- menn vilja knýja fram þjóðskipulag, sem tryggi almenna hagsæld. Sam- vinnumenn vilja það sama; aðeins með annari aðferð. Þeir vilja byggja skipulagið upp með frjálsum, fé- lagslegum samtökum einstakling- anna. Þeirra stefna er því enn rót- tækari og meira »demokratisk“, þegar djúpt er skoðað. En markið er eigi að síður hið sama. Þessar tvær stefnur eru gróður- öflin í þjóðlífinu, sem hlúa að ný- græðingnum við veginn. Hvorug stefnan er var.burða fædd. Þær bera í skauti sér framtíðarheill þessarar þjóðar. íhaldið tálmar ofvexti og gönuskeiðum og er þess vegna fullrar viðurkenningarvert. En þeir sem hvoruga stefnuna skilja, verða að gjalti á almanna færi. Þeir sem ekki skilja, að báðar stefnurnar hljóta að standa saman gegn þeim öflutn er leitast við að sveigja báðar út af þeim leiðum, sem liggja að takmark- inu, eru pólitískir. píslarvottar eigin þröngsýni, sem vita ekki hvað er aö gerast í þjóðlífinu. Og þeir sem ekki gera annað, en að standa með steytta hnefa og ókvæðisorðum frammi fyrir báðum, ávinna sér síð- ar virðingu en meðaunkvun góð- hjartaðra manna. Þeirrar meðaumkvunar mun enn verða Iengi þörf, því þegar stundir líða, verður einmanalegt og hljótt um pólitísku saltstólpana, sem þjóð- in hefir skilið eftir við vegirin — langt að baki. Símskeyti Reykjavík 8. apr. Rússar hafa samið frið við Persa og dregið her sinn heim. Her Wrangals er nú tvistrað- ur. Frakkar hafa eitt 200 mill- jónum franka til þessara flótta- manna síðustu mánuðina. Samband norskra verkamanna er nú fyrir fult og alt gengið í 3. alþjóðabandalag jafnaðar- manna í Moskva. Karl fyrrum keisari í Aust- urríki gerði árangurslausa til- raun að brjótast til valda í Ung- verjalandi og er nú landrækur þaðan. Allsherjar verkfall kolanámu- manna dunið yfir í Englandi. Námueigendur vildu Iækka kaup- ið. Búist við að járnbrauta og flutningsverkamenn geri sam- úðarverkfall og að alt geti leitt til byltingar. Talbot lávarður hinn kaþólski er orðinn landsstjóri á írlandi. Einhver von um að styrjöld þar sloti í bráðina. Fréttaritari Dags. Ritfregn Fylkir, V. árg., 1920. Rit'-tj. og eigandi : F. B. Arngrímsson. Þessi árgangur ritsins er að mjög miklu leyti helgaður öðru aðal hugðar- máli höf., rafmagnsmálinu. Hitt aðál- áhugamálið er rannsóknir á steinum íslands; leit eftir fslenzku byggingar- efni og rannsóknir á gildi þess og nothæfi. Að vísu eru þetta aðeins leiðir, sem stefna í áttina til þeirrar hug- sjónar, sem Frfmann lifir og starfar fyrir. En sú hugsjón er, að á íslandi búi f framtfðinni framtakssöm, starf- andi, hraust og gáfuð þjóð f góðum húsakynnum, upplýstum og hituðum með raforku. Líklega eigum við fáa eða engan íslending nú lifandi, sem fórnar sér jafn einhuga fyrir heill þessarar þjóðar. Að vísu ber ekkert að þakka honum fyrir það, því það er ekki annað en skylda hans, úr þvf að gæfan hefir gefið honum fórnfýsina og gáfurnar. Fyrstu tvær ritgerðirnar eru um steina íslands. Skýrsla til stjórnarráðs- ins um söfnun á steina- og leirteg- undum og ferðasaga og um bygging- arelni. Þá taka við greinar um raf- veitumálið, sem heita: RafveUumálið og rafljós, Húshitun með rafmagni, Orkulindir íslands, Fossabrall Islands. Er rafmagnsmálið rætt f greinum þess- um frá ýmsum hliðum. Fyrst rafveitu- mál Akureyrar sérstaklega, þá ritgerð um húshitun með rafmagni, þar sem höf. rökstyður þá skoðun sfna, að hún sé framkvæmanleg og arðvænleg. Er það gagnstætt þvf, sem allmargir sérfræðingar halda fram, þar sem þeir lfta svo á, að hún geti þvf aðeins komið til mála, að stórvirkjun yrði komið á fót. Síðari tvær greinarnar eru útdráttur og yfirlit álita beggja hluta fossanefndarinnar. Næst kemur: Island í stríði. Það er löng og ftar- leg grein, þjóðhagsfræðislegs efnis, og er vfða gripið niðri. Þá er Hringsjá. Hugleiðingar um styrjöldina, friðar- samningana o fl. Akureyri og Norð- urland er næst. Grein um rafmagns- málið Yfirlit yfir horfur til raforku- nýtingar á ýmsum stöðum. Þá kemur Ritsjá, Hvítt og svart, margskonar samtíningur: Bækur og bókmentir. Nýjustu tfðindi. Brot úr æfisögu. Hvers vegna er ísland f kröggumf Meðalhiti og kuldi á íslandi f sfðustu 13 ár. Vísur o. fl. Rúmið leyfir ekki að þetta langa rit sé gagnrýnt að neinu ráði, enda meginið af efni þess á þeim svið- um, sem blaðið telur sér ekki fært að dæma um. Ritið mælir með sér sjálft. Fjölbreytni þess er mikil, enda höfundurinn fjölbreyttur, að gáfum og þekkingu. Stfllinn alstaðar fjörmikill og tilþrif ágæt, en ekki að sama skapi heflaður og hnitmiðaður. Vfða eru ákaflega langar málsgreinar, þar sem mjög inörgum aukasetningum er krækt saman rneð samtengingum, þó betur færi á, að punktur væri og ný máls- grein. Höf. er svo margt innan brjósts, sem hann þarf að segja mönnum, að búningurinn virðist vera aukaatriði f aug- um hans. Sumstaðar er því hroðvirkn- isblær á fráganginum. Þetta rýrir ekki gildi þess, sem sagt er, en það er samt galli. Kemur lfka undarlega fyrir sjónir, þar sem vitanlegt er, að Frfmann er einn af lærðustu málfræð- ingum landsins og mjög eftirgangs- samur við aðra. í ritsjá sinni, bls. 133 um Nýal fettir hann fingur út f þessa setningu, meðal annars hjá dr. Helga Péturss: »Þegar þetta verður vitað,« og spyr: »Hefir sögnin vita þá þolmynd?* Helgi mundi ef til vill svara: Það er auðvitað! eða hann mundi vfsa f Sturlungu III., bls. 141. Þar segir: »En um haustit, þá er skipagangur var reyndur, og vitat var, at Gizurr kom eigi út, — —.« Segja má, að hér sé um annað að ræða, þar sem séu rangar orðmyndir. En stfllinn er engu að síður mikils verð- ur. í honum er engu að síður fólg- inn styrkur tungunnar, göfgi hennar og snilli. Þrátt fyrir þenna agnúa, er rit Frímanns merkilegt og lærdómsrfkt. Mann stórfurðar á fróðleiknum, sem þarna er saman kominn. Ritið er ein3 konar alfræðileg orðabók. Það er grip- ið niður f steinafræði, rafmagnsfræði, hagfræði og stjórnmálum, heimspóli- tfk og bókmentum, veðuríræði, skáld- skap 0. fl Það er enginn tvfveðrungsháttur í skrifum Frfmanns. Hann tæpir ekki á því, sem hann vill 3egja, heldurkveð- ur hispurslaust að. Hann leggur sig alhuga fram við viðfangsefnið og kem- ur til dyra eins og hann er klæddur. Fjölbreytt rit, sem þetta, er því skugg- sjá höfundar sfns; sýnir innræti hans og skoðanir f sterku ljósi og dómur um það gæti ekki orðið annað en dómur um höfundina. Draumur og von Frfmanns um að hér búi í framtfðinni tápmikil og göf- ug þjóð f vel bygðu landi, er honum ekki hégómamál. Sú staðreynd og vissa, að hann geti ekki lifað það, að sjá þær vonir rætast, dregur ekki úr ábuga hans og viðleitni. Hann gæti ekki iagt sig meira fram, eða með meiri einbeitni, þó hann væri rétt við markið. Alt, sem honum virð- ist vera hindranir í vegi þessarar þró- unar, veldur honum hugrauna. Þess- vegna er það, að þegar gjálífið, eyðslu- semin, iðjuleysi og stefnuleysi æsku- lýð3iqs verður á vegi hans, verður honum að örvænta. En hann örvæntir ekki til íulls. Ýmislegt glæðir vonina. í sveitum landsins hefir hann séð »margan dugandi dreng og marga af- brags konu og stúlku og það á mörg- um kotbænum, búin líkt og siður var fyrir meira en 40 árum sfðan, við algeng sveitastörf, með sömu ró og staðfestu og trausti á framtíðinni, eins og margir höfðu þá« og þá þykist hann sjá bjarma betri daga (bls. 117), Stefna Fritaanns er þessi: Fyrst af öllu að leggja hönd á plóginn, vinna ósleitilega að efnalegum framförum. Fyrst orkunýting, heimatekið bygg- ingarefni, hagnýting allra gæða lands- ins, til almennra þrifa og hagsældar, — þá blómgast hér andleg og siðleg menning. At þessu leiðir, að hann af- neitar öllu, sem á einhvern hátt tefur fyrir; dæmir hart því nær allar skemt- anir og þolir illa alt, sem ber vott um skort á alvöru, í fari yngri jafnt og eldri. Þessi einbeitni höf. mun í augum sumra manna stappa nærri öfgum. Vegna þess, hvað hann horfir fast á þær leiðir, sem hann hefir kjörið fyr- ir þjóðina, vill hann ekki viðurkenna þær leiðir, sem honum virðast liggja fjær og ekki að markinu. Fyrst það sem hendi er næst, jyrst að gerast herrar jarðarinnar og sjálfra okkar, »ekki að elta skuggann sinn út yfir gröf og dauða* (Ritsjá bl3. 134). Það virðist bóla á þröngsýni mitt f allri vlðsýninni. Morgun, Sambýli og Nýall eiga ekki upp á pallborðið. Jafnvel bólar á tilhneiging til þess, að for- dæma kenningar Einsteins. En gamla setningin f »Maðurinn lifir ekki á einu saman brauði*, er enn í gildi. Fram- sókn mannkynsins hefir altaf verið tvfþátta; andleg og verkleg. Það lög- mál verður ekki rofið. Svipað mú segja um suma dómana og kaldyrðin í garð æskulýðsins. Heit- ustu vinum þjóðarinnar og þjóðlegrar menningar, eins og Frfmanni og Guð- mundi á Sandi, verður það á, að dæma æskulýðinn of hart. Gera sömu kröfur til hans og gera ber til full- þroskaðra manna, Slfkt eru öfgar. Menn fæðast ekki fullir af Iffsalvöru,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.